Skessuhorn - 17.09.1998, Page 8
I ' I
8
FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1998
MÚsuhuLi
Sé& yfir réttarvegginn í Þverárrétt, fjárflestu rétt landsins.
Alltaf fjör í réttunum
þrátt fyrir endalausan samdrátt og niburskurð
Réttað var í Þverárrétt í Borgar-
byggð s.l. mánudag en hún er
fjárflesta rétt landsins. Gangnamenn
komu með féð af fjalli seinnipart
sunnudags, slæptir eftir erfiðar göng-
ur en þeir hrepptu vonskuveður í leit-
inni. Síðan hófust réttarstörf í bítið
morguninn eftir. Blaðamenn Skessu-
homs litu við í réttinni á sunnudag og
einnig í Fljótstungurétt en þar var
réttað s.l. laugardag.
Mikill fjöldi fólks var saman kom-
inn í Þverárrétt á sunnudag til að
fylgjast með því þegar féð kom af
fjalli. Ahugasamir létu ekki rok og
kulda á sig fá enda gátu menn tillt sér
inn í notalegt félagsheimili Þverhlíð-
inga þar sem konur úr sveitinni voru
með kaffisölu.
Við réttarvegginn hittum við Ás-
mund Eysteinsson á Högnastöðum
sem er óumdeilanlega fjárgleggsti
maður landsins, þó víðar væri leitað.
Hann hafði verið í Kirkjufellsrétt í
Dölum sama dag en lét sig ekki vanta
á sínar heimaslóðir. Eftir að hafa far-
ið lauslega í gegnum fjárhópinn kvað
Ásmundur upp þann úrskurð að féð
kæmi þokkalega vænt af fjalli og í
góðu meðallagi.
Hann taldi að um sextán þúsund
fjár væri í réttinni en mest sagði hann
fjárfjöldann hafa farið í um 30 þús-
und.
Fljótstungurétt var s.l. sunnudag
en féð var rekið til réttar seinnipart
laugardags og um kvöldið var að
mestu lokið við að draga í dilka. Sjálf
réttin í Fljótstungu er um margt sér-
stök því hún er talin vera elsta hlaðna
hraunréttin sem enn er í notkun hér á
landi. í Fljótstungurétt er réttað fé úr
Hálsasveit og Reykholtsdalshreppi
sem nú eru hluti af sveitarfélagi
3510, eins og sumir vilja nú kalla
nafnlausa sveitarfélagið í Borgar-
firði.
Gangnamenn lentu í snjókomu og
byl á Amarvatnsheiði á föstudegin-
um og víst er að kuldalegt hefur ver-
ið um að litast upp undir Eiriksjökli
að þessu sinni. Kalsaveður setti
einnig svip sinn á réttarstörfin og
þrátt fyrir góðan vilja náðu menn vart
að drekka úr sér hrollinn.
Myndir: GE. og MM.
Ármann á Kvalvararstö&um og Kolbeinn í Stóra-Ási bera saman bækur sínar á sí&asta spelinum til réttar.
h wBŒxBk’i" 1 t T
Þa& var handagangur í öskjunni og hrópað hátt þegar verið var a& reka
féð inn í réttina.
Kristján Axelsson fjallkóngur Tungnamanna var að koma úr sinni fertug-
ustu leit.
Kiddi í Örnólfsdal hefur einnig farið á fjallið lengur en lengstu menn muna.
Jón Eyjólfsson bóndi og listamaður á Kópareykjum var klæddur samkvæmt
nýjustu gangnatískunni.
=4=
1