Skessuhorn


Skessuhorn - 17.09.1998, Qupperneq 14

Skessuhorn - 17.09.1998, Qupperneq 14
14 FJMMTUDAGUB,17..9EPTEIV|3ER 1998 jataaunu^. Vél heppnub afmælishátíb Sundfélag Akraness og íþróttamiðstöðin héldu fagnað Um sl. helgi hélt Sundfélag Akra- ness upp á 50 ára afmæli sitt og í- þróttamiðstöðin Jaðarsbökkum fagn- aði um leið 10 ára starfsafmæli. Há- tíðahöldin fóru vel fram og tóku Skagamenn og nágrannar þeirra mik- inn þátt í þeim og t.d. syntu ríflega 200 manns Akranessund frá einum upp í þijá kflómetra á laugardeginum. Á sunnudeginum var sprellað í laug- inni og fór bæjarstjóm Akraness þar í fararbroddi. Meirihlutinn og minni- hlutinn þreyttu boðsund sem lyktaði með „vafasömum“ sigri meirihlutans þar sem síðasti þátttakandi þeirra gerði sér lítið fyrir og hljóp síðasta spottann. Síðan tókust á starfsmenn bæjarins og stjóm Sundfélags Akra- ness í reipitogi sem endaði með því að allir þátttakendur blotnuðu enda riddaramennskan í fyrirrúmi. For- eldrafélag Sundfélags Akraness bauð síðan uppá glæsilegt kaffihlaðborð og veitti einar fjórar viðkenningar til að- ila sem lagt hafa félaginu lið á óeig- ingjaman hátt í gegnum árin en þeir em: Einar Mýrdal fyrsti formaður Sundfélags Akraness, Helgi Hannes- son þjálfari sem lagði fram vinnu sína endugjaldslaust í ein 14 ár. Ævar Sig- urðsson þjálfari sem einnig hefur starfað fyrir félagið endurgjaldslaust og loks Rósa Halldórsdóttir sem að sögn Jóhönnu Hallsdóttur formanns Sundfélags Akraness er „óskafor- eldri“ hvers íþróttafélags en hún hef- ur starfað fyrir félagið á einstaklega óeigingjaman hátt og gefið félaginu ómældan tíma og fyrirhöfn. Akranes- bær veitti félaginu viðurkenningu á þessum tímamótum og hvatti Gísli Gíslason bæjarstjóri félagið til að halda áfram á sömu braut. Einnig vom ýmsum aðilum þökkuð vel unn- in störf. íþróttamiðstöðin heiðraði sérstaklega Tryggva Bjömsson fyrir einstaka ástundun þau tíu ár sem mið- stöðin hefur verið starfrækt en í máli Kristins Reimarssonar kom fram að oft væri áður nefndur Tryggvi komin á undan starfsfólki stöðvarinnar kl. sjö á morgnana og hann stillti oft klukku sína eftir honum! A.Kúld Bæjarfulltrúar og varamenn þeirra sáttir eftir boðsundib. Lionsklúbbur Olafs- víkur 25 ára í janúar sl. átti Lionsklúbbur Ólafs- víkur 25 ára afrnæli. Stjómin ákvað þá að minnast þess að hausti komandi og núna 19. september nk. verður þess minnst með hátíðarfundi og um leið tekur við sú stjóm sem starfar 1998 - 1999. Árið 1993 á tuttugu ára afmæli klúbbsins var gefið út myndarlegt af- mælisblað og þar tíunduð öll þau verkefni - gjafir - styrkir og lflaiar- störf sem klúbburinn hafði á tutmgu ámm lagt lið. Nú fimm ámm síðar má nefna nokkur verk og störf Lionsklúbbs Ó- lafsvíkur. Starfsárið 1993 - 1994: Bókagjafir til bama og unglinga við skólaslit, styrkur til Vinafélags eldri borgara, styrkur til unglingaskipta, styrkur til einstæðrar móður, sjónvemdarátak, keypt sjónvemdarmerki og ýmsar gjafir aðrar. Starfsárið 1995 - 1996: Bókagjaftr, áramótaljós, unglingaskipti, styrkur til einstæðings, gjafir og blóm, sam- hugur í verki (Flateyri ofl.) þrettánda- gleði, Eldri borgarar o.fl. Starfsárið 1996 - 1997: Bókagjafir, áramótaljós, unglingaskipti, sjónvarp í Krflakot, poolborð í gmnnskólann. Þá hefur klúbburinn unnið að ýmsum verkefnum sem of langt er upp að telja, þó má geta þess að félagar í klúbbnum gerðu hreint undir máln- ingu á neðstu hæð rækjuverksmiðju Snæfellings (HÓ) og í sumar mál- uðu félagar bryggjukanta á öllum bryggjum í Ólafsvíkurhöfn. Þá lásu félagar upp úr passíusálmunum bæði í fyrra og svo núna í vor. Þann 9.7. 1996 eignaðist Lionsklúbbur Ólafs- víkur m/b Tind SH 179 og var bátn- um komið fyrir undir Hrafnabjörgum og reistur þar. Samkomulag náðist milli þáver- andi bæjarstjómar og Lionsklúbbsins um að Snæfellsbær sæi um umhverf- ið í kring um Tindinn en L.Ó. sæi um útlit og málningu á bátnum. Nú í haust er fyrirhugað að laga að hluta lóðina við bátinn. Þá hefur klúbbur- inn látið gera skilti sem sett verður upp við bátinn. Skilti þetta sýnir hvar bámrinn var smíðaður, hvaða ár og stærð, hveijir hafa átt bátinn og hvað hann hefur heitið á hverjum tíma. A bakhlið skiltisins er mynd af helstu heitum á hlutum í skipsskrokki. „Sjón er sögu ríkari" Teikningin er eftir Ólaf Guðmundsson skipasmíða- meistara. Hönnuður er Jón Guð- mundsson formaður L.Ó. Merking hf. sá um útlit og prentvinnu. Verk- efnið var styrkt af Sparisjóði Ólafs- víkur, Landsbankanum í Ólafsvík og Ferðamálaráði Snæfellsbæjar. Þá hefur eins og öllum er kunnugt um, Lions á íslandi og klúbbar á landinu beitt sér fyrir því að námsefn- Til sölu eða leigu, Vesturgata 10 Akranesi Húsið er allt nýstandsett, hefur m.a. hlotið viður- kenningu Akraneskaup- staðar fyrir framúr- skarandi gott viðhald og fallegt útlit. Til sýnis sunnudaginn 20. sept. frá 16-18 Gunnar Sigurbsson og Sigríbur Gróa Kristjánsdóttir renna sér fyrstu form- legu ferbina í rennibrautinni. Myndir: A.Kúld Lars Andersen blotnabi heldur betur í baráttunni vib Valdimar Axelsson ab- albókara Akraneskaupstabar. Tindur SH 179 undir Hrafnabjörgum. ið (Að ná tökum á tilverunni) verði kennt í skólum landsins, eins er það hér í Snæfellsbæ og hefur Lions- klúbbur Ólafsvíkur styrkt kennara til að læra þetta námsefni svo hægt sé að kenna það hér í skólanum, það hefur verið kennt hér öðru hvoru til þessa. Þá tók L.Ó. ásamt öðrum þátt í að kaupa hljóðkerfi í félagsheimilið á Klifi. Lionsklúbbur Ólafsvíkur hefúr á- samt öðrum félagasamtökum hér í bæ lagt mörgu góðu málefni lið, og erum við félagar stoltir af þvi að fá að vera þátttakendur í mörgum menningar og mannúðarmálum, bæði hér í bæ og út um allan heim, því markmið okkar er að leggja lið. Kristján Helgason

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.