Skessuhorn - 08.07.1999, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 8. JXJLÍ 1999
^ai^aunui^ 3
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
Akranes: Suðurgötu 65, 2. hæð.
Sími: 431 4222. Fax: 431 2261. Netfang: skessa@aknet.is
Borgames: Borgarbraut 57, 2. hæð.
Sími: 437 2262. Fax: 437 2263. Netfang: skessuh@aknet.is
Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga.
Utgefandi: Skessuhorn ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098
Blaðamaður: Kristján Kristjánsson, sími 892 4098
Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir, Borgarnesi sími 437 2262
Silja Aliansdóttir, Akranesi, sími 697 4495 & 431 4222.
Prófarkalestur: Ágústa Þorvaldsdóttir og fleiri.
Hönnun og umbrot: Frétta- og útgáfuþjónustan.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 16.00 á
mánudögum. Auglýsendum er bent á að paiíta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 krónur
með vsk.
Áskriftar- og auglýsingasími er 437 2262.
Eins og fjölmargir aðrir hef ég lengi velt Gís|j Einarsson,
fyrir mér tilganginum með þessu jarðlífi. ritstjóri.
Munurinn á mér og flestum hinum er sá að ég
hef komist að afgerandi niðurstöðu. Tilgangurinn er einfaldlega sá að
komast sem lengst upp metorðastigann og geta með stolti sagt á gam-
als aldri að allt lífið hafi ég verið ungur maður á uppleið. Þar með er
þó ekki sopið kálið því það er ekki áreynslulaust að vera ungur mað-
ur á uppleið, sér í lagi þegar menn eru teknir að reskjast. Sé markmið-
ið göfugt réttlætir það hins vegar umtalsvert magn svita og tára.
Eftir að ég ákvað að gerast ungur maður á uppleið gerði ég verká-
ætlun og byrjaði að vinna skipulega að verkeíninu. Mitt fyrsta verk
var að fara í litgreiningu hjá Heiðari svo ég gæti ráðist í kaup á ein-
kennisbúningi sannra Uppa. Til að útskýra hugtakið fletti ég upp í
ónefndri orðabók, en þar kom orðið Uppi ekki fyrir í þessari merk-
ingu. En það þýðir ungur maður á mikilli uppleið sem allsstaðar vek-
ur aðdáun og eftirtekt og um leið mátulega mikla öfund lítilmagnans.
Niðurstaða áðurnefndrar litgreiningar minnar er að ég er kalt vor og
úrkomusamt og aðallitir mínir eru svart og hvítt. Þar með var það af-
greitt fyrirhafnarlítið.
Næsta skref voru nauðsynlegar útlitsbreytingar og forvarnarstarf.
Meðal þess var fitusog, handsnyrting og hárígræðsla. Þar með er ekki
öll sagan sögð því það er partur af ímyndinni að mæta síðdegis í lík-
amsræktarstöð og djöflast á kyrrstæðum hjólhesti með GSM símann
á eyranu og þykjast tala í hann. Þó ber að forðast að láta þessa líkams-
rækt eyðileggja ístruna gjörsamlega því hæfilegur velmegunarbelgur
er einnig nauðsynlegur hluti af umgjörðinni um ungan mann á upp-
leið -Uppann.
Bóklegi hluti ferlisins felst í að leggja á minnið nöfn valinkunnra
þjóðskálda, nokkrar tilvitnanir úr heimsbókmenntunum og kvik-
myndum á borð við Die hard og Naked Gun. Þá þarf að tileinka sér
ofúrlitla þekkingu á óperutónlist, laginu efdr Bubba Morthens og nú-
tíma málaralist. Síðan þarf að gera sér upp áhuga á þessu öllum sam-
an.
Kostnaðarasamasti hlutinn er upphækkaði laxveiðitúrajeppinn ffá
einhverjum fjárfestingalánasjóðnum. Þó má bjarga sér á bílaleigubíl
til að byrja með. Aðalatriðið er þó að í bílnum sé sem mest af tökk-
um en hinsvegar er það aukatriði hvort þeir þjóna einhverjum
praktískum tilgangi. Best er að hafa einkabílstjóra, allavega meðan
ekið er á merktum vegum.
Laxveiðitúrinn er hápunkturinn og undirbúning hans þarf að vanda
gríðarlega vel. Höfuðatriðið er að áin sé nógu dýr. Minna máli skipt-
ir hvort í henni sé lax, honum er hvort eð er sleppt aftur. Þá er það
mildlsvert að verða sér út um allan þann útbúnað sem hægt er að
hengja utan á einn laxveiðimann. Neophren vöðlur, veiðivesti, veiði-
gleraugu, veiðihanska, veiðihatt með sautján flugum, veiðibuxur,
veiðinærföt og svo mætti lengi telja. Drykkjarföngin þarf einnig að
velja af kostgæfni. Whisky eða koníak með fallegum miða er nauð-
synjavara. Ekki venjulegt kotbænda- eða verkamannaWhisky eins og
fæst hjá Birgi í Borgarnesi.
Vel heppnaður veiðitúr þekkist síðan á því að maður hefur fest fína
jeppann í einhverju fúafeni og látið bóndagarm á gömlum Zetor
draga hann upp, stigið ofan á handunnu veiðistöngina og ælt yfir rán-
dýra veiðivestið.
Einhverjum kann að þykja það mikið á sig lagt, en er ekki þess virði
að geta talist með heldri, eldri og merkari mönnum, fremur en að
ganga í gegnum lífið á gúmmískóm með hey í eyrunum?
Gísli Einarsson, Uppi
Þórarinn Ólafsson tekur viS styrknum úr hendi lngunnar M. Jónsdóttur Freeberg. Með
þeim á myndinni er sjóSsstjómin en hana skipa: Ólafur Ólafsson, Gunnar Ólafsson, Elín
Jónsdóttir, Gísli Gíslason bœjarstjóri og Guómundur Páll Jónsson, forseti bœjarstjómar.
Mynd K.K
A
Þórarinn Olafsson
fyrsti styrkþeginn
Á sunnudaginn var úthlutað
styrk úr Minningarsjóði Jóns
Gunnlaugssonar og Guðlaugar
Gunnlaugsdóttur í fyrsta skipti.
Þórarni Olafsyni var veittur styrkur
að upphæð kr. 100 þúsund. Var
styrkurinn afhentur við málsverð
sem niðjar Jóns og Guðlaugar
snæddu saman að Hótel Barbró
ásamt bæjarfulltrúum Akraness og
mökum þeirra. Þórarinn hóf nám
við sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri haustið 1998 og hefur
hann fengið lofsamlega umsögn
skólastjórnenda varðandi ástundun,
áhuga og árangur.
Sjóðurinn var stofnaður 26. júlí
1968 þegar 100 ár voru liðin ffá
fæðingu Jóns Gunnlaugssonar.
Stofnendur voru systkinin Olafúr
Jónsson, Jón Kr. Jónsson og Ing-
unn M. Jónsdóttir Freeberg. Stofn-
fé sjóðsins var eignin Bræðrapartur
sem er um þrír og hálfur hektari
lands ofan við Breiðina á Akranesi.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
ungt fólk til náms í sjávarútvegs-
fræðum og vinnslu sjávarafúrða. I
skipulagsskrá sjóðsins er ákvæði
þess efiiis að ef stofnaður verði
sjávarútvegsskóli á Akranesi geti
sjóðsstjórnin ákveðið að sjóðurinn
renni til slíks skóla.
K.K
Kennara vantar í
Brekkubæj arskóla
Þrjá kennara vantar enn í
Brekkubæjarskóla og að sögn
Inga Steinars Gunnlaugssonar
veldur kennaraskorturinn því að
ekki er hægt að ganga frá skipu-
lagi fyrir kennara og nemendur.
Telur Ingi Steinar að ástand
mála í grunnskólum í höfúð-
borginni geti haft áhrif á ráðn-
ingarmál kennara og þeir haldi
að sér höndum þar til lausn finn-
ist á þeirri deilu.
„Þetta er frekar óvenjulegt
ástand því hingað til höfum við
ekki verið í vandræðum með að
manna skólann. Við höfum alla tíð
verið heppin með mannskap og
haldist vel á fólki," sagði Ingi
Steinar. Hann segir þá tíma sem
ædast er tíl að nemendur fái miðist
við einsetinn skóla og það skapi
erfiðleika að koma þeim fyrir í
stundatöflu. „f fyrra prófúðum við
að taka hádegistíma inn í stunda-
skrána en það gaf ekki góða raun
og ætlum við okkur að leysa málin
með meiri mannskap."
Ingi Steinar segir kennaraskort-
inn skiljanlega hafa áhrif á niður-
röðun í bekki og til dæmis veldur
það vandræðum fyrir sex ára börn-
in. í fyrsta bekk næsta vetur verða
47 börn í þremur bekkjardeildum
og ljóst að aðeins einn gemr verið
fyrir hádegi. Boðað verður til fund-
ar með foreldrum þessara barna í
ágúst. Ingi Steinar segist gera sér
vonir um að þessi mál leysist far-
sællega áður en skólastarf hefst í
haust. K.K
Arekstur á Skaga
Árekstur varð á mótum Skóla-
brautar og Merkurteigs á miðviku-
dag í síðustu viku. Bifreið sem ekið
var norður Merkurteig ók í hliðina
á bíl sem var á leið niður Skóla-
brautina. Við áreksturinn var bif-
reiðinni á Skólabrautinni gefið inn
með þeim afleiðingum að hún
snerist á götunni og staðnæmdist
við gangstéttarkantinn fyrir framan
Skólabraut 14. Ekki urðu meiðsli á
fólki en töluverðar skemmdir urðu
á öðrum bílnum og var hann óöku-
fær eftir áreksturinn.
Slegið
Bændur á Vesturlandi hafa marg-
ir nýtt veðurblíðu undanfarinna
daga til sláttar. Spretta hefur verið
lítil ffaman af sumri en gróður tók
vel við sér þegar hlýnaði fyrir mán-
aðamótin síðustu. Einkum eru það
kúabændur sem ná þurfa kjarn-
miklu fóðri og slá því tún sín
tvisvar, ffemur en að láta sprettu
grimmt
ákvarða sláttutímann. Á einstaka
bæ í Borgarfjarðarhéraði hafa
bændur nú lokið fyrri slætti og
margir eru langt komnir. Nútíma
tækni til heyverkunar býður uppá
stuttan þurrktíma og því hafa af-
köst við heyskap aukist til muna
síðari árin og bætt fóðrin af þeim
sökum. -MM
Búnaðarsamtökin
á vefinn
Búnaðarsamtök Vesturlands
hafa opnað vef á Netinu og er
slóðin^ www.vesturland.is/bu-
vest Á vefnum er að finna
upplýsingar um markmið og
starfsemi samtakanna, stjóm
þeirra ög starfslið. Þá era birt-
ar niðurstöður úr skýrsluhaldi
í nautgripa- : og sauðfjárrækt
auk almennra upplýsinga um
hrossa- og jarðrækt.
Þegar er talsvert af gögnum
komið á vefinn, sem eins og
allir góðir vefir á Netinu, er í
stöðugri vinnslu. Meðal þess
sem lesa má um á vefiium eru
afúrðahæstu búin á Vestur-
landi, bestu lambhrútar og
veturgamlír hrútar, afúrða-
hæstu kýrnar, stóðhestar á
Vesturlandi, niðurstöður
heyefiiagreininga, og þannig
mætti lengi telja.
Vefúrinn er unninn af Vef-
smiðju Vesturlands og Hall-
grfmi Sveinssyni hjá Búnaðar-
samtökunum, sem sér um við-
hald og uppfærslur vefjarins.
G.E.
Skemmdarverk
urniin á vmnuvél-
um Skóflunnar
Þegar starfsmenn Skóflunn-
ar á Akranesi mættu til vinnu á
mánudagsmorgun brá þeim
heldur betur í brún því búið
var að brjóta 12 rúður í þrem-
ur vinnuvélum í eigu fyrirtæk-
isins. Engu var stölið. Vinnu-
vélarnar sem hér um ræðir eru
beltagrafa, vörubíll og götu-
sópari sem lagt var austan
megin við skemmu Skóflunnr
við Faxabraut. Áð sögn starfs-
manna truflar þettá ekki fram-
kvæmdir en bagalegt er að
missa götusóparann úr um-
ferð því hann er sá eini í eigu
fyrirtækisins. Lögreglan á
Akranesi auglýsir eftir vitnum
að skemmdarverkunum og
biðtu þá sem telja sig geta
veitt upplýsingar um málið
vinsamlegast að að hafa sam-
band.
KK
Skemmtíferðaskip
í Grundarfirði
Skemmtiferðaskipið Ms
Hamseatick kom til Grundar-
fjarðar í síðustu viku. 120 far-
þegar voru á skipinu og um 50
manna áhöfn. Flestir farþeg-
anna notuðu tækifærið á með-
an skipið stoppaði í Grundar-
firði og fóru með rúm í skoð-
unarferð um Snæfellsnesið.
Hamseatick er annað
skemm tiferðaskipið sem kera-
ur til Grundarfjarar í sumar.
Hið fyrra var Astra sem kom
27. júní og eru bæði skipin
væntanleg aftur í Grundar-
fjörð.
Leikskólakrakkar í Grund-
arfirði num góðs af ferðinni
því þau fengu að fara ura borð
í skipið og var boðið upp á
kökurogdjús.
g.e./r.e.