Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.1999, Side 6

Skessuhorn - 08.07.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999 j«í,sainui„ Fjölmennt og íjölbreytilegt A Færeyskum dögum í Olafsvík Veðurguðimir héldu vemdar- hendi yfir Snæfellsbæ meðan há- tíðarhöld vegna færeyskra daga stóðu yfir um síðustu helgi. Er þetta í annað skipti sem Fær- eyskir dagar em haldnir hátíð- legir í Olafsvik en hugmyndin er komin ffá nokkmm Færeyingum sem búsettir em hér í bæ. Ekki er nokkur vafi á að Færeyskir dagar koma tíl með að verða ár- viss atburður um ókomna fram- tíð. I ávarpi bæjarstjóra, Kristins Jón- assonar við semingu hátíðarinnar kom fram að. Færeyingar hafa skip- að stóran Seás í sögu bæjarins frá því um landnám. Ennfremur kom fram að Færeyingar hafa ætíð stutt vel við frændur sína Islendinga þegar náttúruhamfarir hafa dunið yfir byggðir Islands. Ekki þykir tekið djúpt í árinni þegar talað er um Islendinga og Færeyinga sem vinaþjóðir en um árið 1954 kom fyrsti Færeyingurinn til Olafsvíkur og þremur árum seinna voru þeir orðnir um eitt hundrað af ríflega sexhundrað manna byggð á Snæ- fellsnesi. Ekki verður sagt að töluð sé fær- eyska á sunnudögum í Olafsvík en spariklæðnaður Færeyinga hefur þó þótt til fyrirmyndar hér um slóðir. Fjölmargt var í boði fyrir alla sem komu á Færeyska daga hér í Olafsvík. Má þar nefna markaðs- torg sem sem opið var í húsnæði Snæfellings og fjölmörg fyrirtæki stóðu að kynningu og sölu muna meðan á hátíðinni stóð. Þá fór ffarn dorgkeppni á bryggjunni fyrir yngri kynslóðina og grillveisla í boði Sjósnæ á eftir. Opið var í leiktæki fyrir börnin og sá björgunarsveitin Sæbjörg um gæslu meðan á því stóð. Bryggju-' ball var síðan um kvöldið og hljóm- sveitin Bít frá Hellissandi lék fyrir gesti. Þá lék hljómsveitin Twilight fyrir unglinga á dansleik á Klifi. A laugardag bauð hestamannafé- lagið Hringur börnum á hestbak og vináttuleikur við Færeyinga í knatt- spyrnu fór fram á knattspyrnuvell- inum í Ólafsvík. Þá var markaðurinn opinn og skemmtidagskrá fór frarn á hafnar- svæði þar sem ýmsir listamenn komu ffarn bæði færeyskir og ís- lenskir. Færeyska hljómsveitin Twilight lék fyrir dansi fram eftir nóttu á félagsheimilinu á Klifi. A sunnudag var síðan messa í Ólafsvíkurkirkju þar sem færeyskur prestur, Heri Joansen messaði ásamt færeyska kórnum, söngkór Götu og Lorvík. Þorvaldur Hall- dórsson söng og farin var skemmti- sigling á þremur skipum og var há- tíðinni slitið að henni lokinni. -EMK- Bæjantjómm sýndi þrek sitt ogþor. Og klæónaóurinn var vió hœfi jafnvel þótt hann v<eri kannski ekki í takti vicI veóurj'ariíi. Mikill matmfiöldi naut veóurblíðunnar. Nýfæddir Vestlendingar eru bobnir velkomnir í heiminn um leib og nýbökubum foreldrum eru færbar hamingjuóskir. 21. júní kl. 15.27 - Meybarn. - Þyngd: 4375 - Lengd: 56 cm - Foreldrar: Asta Sigurðardóttir og Guðjón V. Hjaltalín Borgarlandi Helgafellssveit Ljósmóðir: Mar- grét Bára Jósefsdóttir. 24. júní kl. 13.00 - Sveinbarn. - Þyngd: 3685 - Lengd: 51,5 cm - Foreldrar Dagný Ósk Halldórs- dóttir og Guðmundur R. Georgs- son, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 27 . júní kl. 12.49 - Meybarn. - Þyngd: 3885 - Lengd: 55 cm - Foreldrar: Anna G. Jónsdóttir og Ólafur Magnússon, Gilsbakka 1. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 30. júní kl. 23.42 - Sveinbarn. - Þyngd: 3358 - Lengd: 52 cm - Móðir: María Sigríður Kjartans- dóttir, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.