Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.1999, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 08.07.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. JULI 1999 ^usunui. Vel heppnuð ferð til Halifax Þann 31. maí síðastliðinn lögðu 42 starfsmenn Brekkubæjarskóla upp í náms- og skemmtiferð til Halifax í Nova Scotia, Kanada. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast stöðu menntamála í Nova Scotia, skoða skóla og að sjálfsögðu lyfta sér svolítið upp eftir langan og strangan vetur. I Halifax tók á móti okkur stúlka að nafhi Erla sem var fararstjórinn okkar ásamt unnusta sínum Davíð. Þau sáu um að lóðsa hópinn á Hót- el Halifax sem átti eftir að verða okkar heimili að heiman í þá 8 daga sem ferðin stóð. Hótelið var allt hið glæsilegasta og öll þjónusta til fyrirmyndar en heldur var þröngt um þá sem gistu í þríbýli. Sannað- ist þar hið fornkveðna að „þröngt mega sáttir sofa“ og fólk varð bara nánara fyrir vikið. Daginn eftir komuna til Halifax hófst hin skipulagða dagskrá með heimsókn í Museum of Natural Hi- story. Þar tók kona að nafhi Cand- ice Sweet á móti okkur. Hún hafði veg og vanda af skipulagningu allra skólaheimsókna og annars sem sneri að faglega hluta þessarar ferð- ar. Eftir kynningu á safninu og starfsemi þess héldum við inn og skoðuðum að vild. A safninu er að finna nánast allt sem viðkemur náttúruvísindum; steina, steingerv- inga, uppstoppuð dýr og margt fleira. Einnig voru lifandi sjávar- dýr, skordýr, froskar og slöngur að ógleymdum skjaldbökunni Gus sem er andlit safnsins út á við. Gus er 70 ára gamall og feikivinsæll af safngestum þó okkur hafi fúndist hann ffekar líflaus blessaður. A safhinu var ásamt ok'rur, töluvert af skólabörnum í vettvaiigsferð, en safnið er sem gefur að skilja mikið notað af skólum í nágrenninu. Þegar við höfðum skoðað nægju okkar á náttúrugripasafninu var far- ið í skoðunarferð með rútu um Halifax. Við byrjuðum á að skoða minnismerki um sprenginguna miklu í Halifax 1917 þegar tvö vopnaflutningaskip rákust á í höfn- inni. Þetta var stærsta sprenging sem orðið hefur á friðartímum og olli gífurlegu mann-og eignatjóni. Við minnismerkið tók á móti okkur skrautlega klæddur maður. Þar var kominn „kallari“ sem bauð hópinn velkominn fyrir hönd borgarstjór- ans í Halifax. Þar næst var haldið í kirkjugarð og skoðaður grafreitur nokkurra fórnarlamba Titanic- slyssins. Eftir hádegishlé fór hluti hópsins í Menntaþróunarmiðstöð Halifax og þar var boðið upp á kynningu á starfi stofnunarinnar. Aðrir notuðu eftirmiðdaginn til að skoða sig um og versla smávegis. Miðvikudagurinn 2. júní rann upp bjartur og fagur. Við skunduð- um öll árla morguns í College of Art and Design. Þar komum við okkur þægilega fyrir í fyrirlestrasal og hlustuðum á mjög fróðlega og áhugaverða fýrirlestra um mennta- kerfi Nova Scotia, ríkisrekna grunnskólakerfið, sérkennslu, og ofbeldi í skólum. Þar sem einn fýr- irlesturinn féll niður var tíminn notaður til að skoða sjóminjasafh í grenndinni. Mörgum fannst þar vera ýmislegt sem minnti á Byggða- safhið í Görðum, gamlir kaðlar, luktir, skipslíkön o.fl. A þessu safni er líka að finna ýmsa hluti úr Titan- ic. Að því loknu var frjáls tími og var þá VISA-kortum veifað að ís- lenskum sið. A fimmtudeginum var Candice Sweet búin að skipuleggja fýrir okkur skólaheimsókn á vestur- strönd Nova Scotia. Þar fórum við að skoða Horton High Scool sem er nýr og mjög tæknivæddur skóli. Þar varð sumum að orði að þessi skóli væri draumsýn inn í nýja öld. Þar voru um 500 tölvur fýrir 950 nemendur og þar að auki hafði hver kennari sína eigin ferðatölvu sem hægt var að setja í samband við skjávarpa í öllum kennslustofum. Auk þess má nefna sal sem rúmar þekktastur fýrir kirkjurnar þrjár sem standa allar hlið við hlið og til- heyra hver sínum söfnuði. Reyndar eru 5 kirkjur í þessum 3000 manna bæ, geri aðrir betur!! Þrátt fýrir að rúturiðan gerði vart við sig á nýjan leik og göngulag margra væri ærið skrítið fóru allir saman út að borða um kvöldið ásamt Erlu fararstjóra og Davíð unnusta hennar. Þeim var gefin bók um Akranes sem þakklæt- isvottur fýrir prýðilega fararstjóm. Eftir söng og ræðuhöld fóru allir heim að pakka. Mánudagurinn var síðasti dagur- inn okkar í Halifax. Við „tékkuð- um okkur út“ um hádegið og notaði fólk daginn til að versla „pínulítið" í viðbót, slappa af og sóla sig. Við héldum af hótelinu kl. 21:00 um hvöldið og fhigum af stað til Kefla- víkur með viðkomu í Gander á Ný- fundnalandi. Það var þreyttur en ánægður hópur sem renndi í hlaðið á Brekkubæjarskóla um kl. 9 á þriðju- dagsmorguninn. Ferðin hafði í alla staði verið lærdómsrík og ferða- langarnir stútfullir af nýjum hug- myndum fýrir næsta skólaár. Síðast en ekki síst hafði fólk kynnst vinnu- félögunum á svolítið annan hátt en gengur og gerist í löngu frímínút- unum og á kennarafundum og er það ómetanlegt fýrir starfsandann á stóram vinnustað. Bryndís Böðvarsdóttir Guðrún Guðbjamadóttir Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir Kallari tók á móti liðmu í Halifax og bauð alla velkomna. okkur jafnvel til að sakna starfs- bræðra þeirra á klakanum. Þaðan var haldið á Grand Pré sögustaðinn þar sem Acadíu-fólkið, fólk af frönskum uppruna, bjó en það var gert landrækt á 18. öld og þykir það vera svartur blettur á sögu Nova Scotia. A heimleiðinni heimsóttum við vínakur og kynntumst vinnslu- aðferðum rauðvíns og hvítvíns. Okkur var boðið að smakka á fram- leiðslunni og nokkrir féllu flatir og fengu sér flösku ef ekki tvær. Marg- ir fundu fýrir þreytu og „rúturiðu" eftir þessa miklu keyrslu þegar heim var komið en reyndu þó að fara og fá sér eitthvað í gogginn í bænum um kvöldið. Föstudagurinn 4. júní var einnig helgaður skólaheimsóknum. Tveir skólar vora heimsóttir. Fyrst var haldið í Gorsbrook Junior High Scool sem er fýrir nemendur 12-14 ára. Andrúmsloftið í skólanum var mjög gott og mikið af skreytingum á veggjum auk plakata með hvetj- andi setningum. Þetta er 50 ára gamall skóli og þótti okkur hús- næðið vera farið að láta á sjá. Ein- nig þótti okkur þrifum vera helst til ábótavant og varð ræstitæknum í hópnum um og ó að sjá hrúgur af sandi og ryki í hornum og á göng- um. Hinn skólinn sem var heimsóttur heitir Tower Road Scool og er barnaskóli fýrir 5-11 ára börn. Skólahúsið er frá 1912 og næsta vetur verður starfsemi skólans flutt í annan skóla í nágreninu, enda húsið orðið hálflasið. Börnin og kennararnir tóku vel á móti okkur og við fengum að ganga í stofur og skoða verkefni sem nemendur höfðu unnið að. Laugardagurinn var frjáls dagur en þó marseraði íslenska víkinga- sveitin upp í rútu og í Mic Mac Mall sem er í næsta bæ við Halifax og verslaði út í eitt. Sumir héldu meira að segja í önnur „moll“ eftir innrásina í Mic Mac og bræddu endanlega úr VISA kortunum. Aðrir vora hófsamari og kræktu sér í brúnku við sundlaugarbarminn á hótelinu. Um kvöldið fóra undir- ritaðar í bíó og sáu, þrátt fýrir eilít- il vandræði með að finna réttan sal, Stjörnustríð, fýrsta hluta. Við ætl- um ekki að eyðileggja iýrir ykkur sem ekki komið til með að sjá myndina fýrr en í ágúst og blaðra frá söguþræðinum en okkur þótti myndin meiriháttar!!! A sunnudeginum var stormað upp í rútu árla morguns því ákveð- ið var að reyna að sjá sem mest af Nova Scotia á einum degi. Fyrsta stopp var í bænum Peggy’s Cove en þar er ffægur viti sem stendur á granítklöppum. Við skoðuðum bæ- inn og vora sumir snöggir niður á bryggju að kanna veiðina hjá kanadískum trillukörlum. Þar næst var haldið til Lunenburg sem er gott dæmi um þýska búsetu í Norð- ur Ameríku á 18. öld. Okkur gafst ekki mikill tími til að skoða bæinn því stoppið var stutt og rétt hægt að renna niður hamborgara og frönsk- um. Þá var haldið áffarn á slóðir gullgrafara í The Ovens sem er þjóðgarður við sjávarsíðuna. Þar er að finna stórkostlega sjávarhella og flöguklappir og var mjög gaman að rölta þar um og skoða herlegheitin. Síðasta stopp var í Mahone bay og rölt þar aðeins um. Sá bær er fleiri í sæti en Þjóðleikhúsið, og stórglæsilega aðstöðu til íþrótta- iðkanna inni og úti. I hádeginu röltum við um bæinn Wolfwille og fengum okkur snarl auk þess sem sumir versluðu sér sólföt þar sem veðurfræðingar í Nova Scotia eru ekki mjög áreiðanlegir og fengu í kennslustund í Gorsbrook skólanum. Sr. Ólafur Jóhannsson formaður KFUM og Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna í Vatnaskógi. Svefiiskáli vígður KFUM í Vatnaskógi vígði í síð- ustu viku nýjan svefhskála fyrir dvalargesti staðarins. Nýja húsið er í alla staði hið glæsilegasta og hefúr fjöldi iðnaðarmanna kom- ið að byggingu þess undir stjóm Ragnars Baldurssonar bygging- arstjóra. Hönnuður hússins var Jóhannes Ingibjartsson arkitekt á Akranesi en byggingarframkvæmdir hófust haustið 1995. Þess má geta að eig- endur staðarins hafa skírt hvert herbergi í húsinu eftir bæjum í ná- grenni Vatnaskógar. Fjöldi manns var saman kominn í Vatnaskógi við vígsluna. Ymsir gestir tóku til máls á samkomunni. Þar má nefna að Sr. Ólafur Jó- hannsson formaður KFUM helg- aði húsið. Fyrrum ráðskona KFUM, Kristín Guðmundsdóttir, gaf því nafnið Birkiskáli og ungur drengur klippti á borða og opnaði þar með formlega hinn nýja svefn- skála. -MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.