Skessuhorn - 08.07.1999, Síða 8
T
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1999
Gríðarleg umferðarhelgi
Aukin umferð á Vesturlandi að sögn lögreglu í Borgarnesi
Þorsteinn Eyþórsson bjá Gámaþjónustu Vesturlands var mcettur ásamt jjölskyldu sinni á Hzísafell á sunnudagskvöldið til aðforða rusli
sem safnað hafði verið. Mynd:MM
Fyrsta helgi júlímánaðar er af
mörgum talin mesta ferðahelgi
ársins. Þá fær skólafólk t.d.
fyrstu útborgun sína og þeir full-
orðnu stíla sumarfrí inn á þenn-
an heitasta og veðursælasta mán-
uð ársins. Umferð ferðafólks á
Vesturlandi var gríðarleg um
helgina, enda mikið um að vera í
skipulagðri afþreyingu og við-
burðum víða í kjördæminu og
veðrið var eins og best verður á
kosið.
Að sögn Þórðar Sigurðssonar yf-
irlögregluþjóns í Borgamesi gekk
helgammferðin vel í lögsagnarum-
dæmi hans. „Þetta gekk allt ágæt-
lega miðað við mannafla, bæði á
vakt hjá okkur og gestafjöldann í
héraðinu. Þó skyggir á að sjö öku-
menn vom teknir gmnaðir um ölv-
un við akstur, bílvelta var í Skorra-
dal og nokkur minniháttar óhöpp
urðu. í Húsafelli var yfirfullt af fólki
um helgina, Búnaðarbankamót var í
Borgarnesi, dansleikur í Flugskýl-
inu á laugardagskvöldið og mikil
umferð á Snæfellsnes svo eitthvað
sé nefnt. Samt gekk þetta alveg
ótrúlega vel enda vora gestir já-
kvæðir í góða veðrinu og allir virt-
ust leggjast á eitt við að láta umferð
og samkomuhald ganga vel fyrir
sig“, sagði Þórður Sigurðsson.
Aukið hlutfall á svæðið
Að sögn Þórðar fóm um 6000 bílar
um veginn fyrir Hafnarfjall sl.
föstudag miðað við 9000 bíla yfir
Hellisheiði á sama tíma. „Það er
greinilegur vöxtur í umferð hingað
á Vesturland samanborið við um-
ferð á Suðurlandið. Undanfarin ár
hefur hlutfallið verið um fjórðung-
ur hingað miðað við talningu á
Hellisheiði en nú hefur þetta hlut-
fall aukist í að vera tveir þriðju
hingað samanborið við Suðurlands-
umferðina“, sagði Þórður Sigurðs-
son yfirlögregluþjónn.
Vitlaust að gera
Mikil umferð kallar á aukna verslun
og þjónustu. Víða mátti á sunnu-
dagskvöldið sjá tómar hillur í versl-
unum í Borgarnesi og víðar í hérað-
inu, ásamt lúnu afgreiðslufólki með
þreytta fæmr og stirðnuð bros.
Verslunarmaður í Borgarnesi sem
þó taldi sig hafa verið vel búinn
undir helgina Iíkti henni við að-
stæður þegar flóttamenn streymdu
ffá Kosovo í þúsunda tali og vantaði
allt. Það var bókstaflega vidaust að
gera alla helgina ffá fimmmdegi og
ffam á sunnudagskvöld.
Otrúlega friðsælt
Að sögn Hrefnu og Bergþórs stað-
arhaldara á Húsafelli gekk helgin
vel og slysalaust fyrir sig þrátt fyrir
að þar hafi verið yfirfullt. „Líklega
hafa verið hér á svæðinu um 4000
manns um helgina í blíðskapar-
veðri. Þó var nokkur ölvtm sérstak-
lega á föstudagskvöldið og alltaf er
það svo að hagsmunir unga fólksins
og fjölskyldufólks vilja stangast á“,
sagði Bergþór Krisdeifsson.
Þegar blaðamaður Skessuhorns
var á ferðinni í Húsafelli sl. sunnu-
dagskvöld vaktí það athygli að búið
var að tína allt rasl eftir þann mikla
mannfjölda sem þaðan var nýfarinn.
„Við leggjum mikið upp úr því að
gæta að umhverfinu og tína rusl
sem sumir vilja gleyma eftir sig. Við
sendum Bláa herinn, sem er mót-
vægi okkar við þann græna, og vor-
um búin að hreinsa svæðið tíman-
lega á sunnudagskvöldið“, sagði
Hrefha Sigmarsdóttir. Hún bætti
því við að í sundlaugina á Húsafelli
hafi farið um 2000 gestir á laugar-
deginum og þar hafi verið maður
við mann nánast alla helgina. Þau
hjón, Hrefna og Bergþór vildu
koma því á framfæri að lögreglan í
Borgamesi eigi heiður skihnn fyrir
sinn þátt í að halda ró og spekt á
svæðinu þrátt fyrir mikinn fjölda á
Húsafelli um helgina.
-MM
BORGARBRAUT14
Sími: 437 1208
AFGREIÐSLUTÍMI 9.15-16.00 VIRKA DAGA
SíPARISJÓÐUR II /RASÝjLU
HYRNUNNI
Sími: 437 1208
AFGREIÐSLUTÍMI 9.15-16.00 VIRKA DAGA
Sniglar í Dölum
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglamir, héldu árlegt landsmót sitt með
pompi og prakt í Tjarnarlundi í Saurbæ um síðustu helgi. Veðrið lék við
þá eins og aðra sem gistu Vesturland um helgina og sólin skein jafnt á gljá-
fægða mótorfáka og tattóveraða búka. Myndir: GE