Skessuhorn


Skessuhorn - 08.07.1999, Síða 10

Skessuhorn - 08.07.1999, Síða 10
00(1, TTTÍ k 3 10 :>/ orrn >>/ ri FEMMTUDAGUR 8.JÚLÍ 1999 asissuHeaRi Lionsfréttir Þar sem nú er lokið fimmta heila starfsári Lionsklúbbsins Oglu í Borgamesi langar mig að rifja aðeins upp starfsferil okk- ar. Upphafið er meira en 12 ára því þá stofhuðu konur hér Lionessuklúbb. Stofnendur voru flestar konur Lions manna sem voru búnir að starfa í 30 ár að mörgum góðum málum hér í Borgarfirði sem og aðrir Lionsklúbbar um allan heim. Konumar létu sitt ekki eftir liggja, söfnuðu fé og gáfu til styrktar ýmsum góðum málefhum, Þroska- hjálp á Vesturlandi sem hefur að- stöðu í Holti, Dvalarheimili aldr- aðra, Heilsugæslustöðin og margir fleiri hafa notið góðs af þessu óeig- ingjarna starfi. Fjáröflun hefur verið ýmiskonar, hver man ekki effir skemmtilegu grillveisltmum í Skallagrímsgarði sem klúbbamir hafa staðið fyrir sameiginlega í nokkur ár. Dansleikirnir fyrsta vetrardag með Geirmundi era líka fastur liður í fjáröfluninni og hjá mörgum er það líka fastur liður að fara á þessa dansleiki, bæði til að skemmta sér og styrkja gott mál- efni. Aðaltilgangur minn með þess- um skrifum er að þakka, þakka öll- um þeim sem hafa stutt okkur með því að koma á þessar skemmtanir, fyrirtækjum sem auglýsa í blaðinu okkar, ykkur sem kaupið af okkur rækjur og annað sem við emm að selja því án ykkar aðstoðar gætum við ekkert gert. Þannig leggið þið okkur lið og gerið okkur kleift að leggja öðmm lið, öldmðum, þeim sem veikindi hrjá og þeim sem verða fyrir slysum. Klúbbum breytt Þegar Lionessur höfðu starfað í nokkur ár breyttust forsendur fyr- ir starfi Lionessa, þá vora starfandi sextán klúbbar um allt land með alls 600 félögum. A alþjóðaþingi 1987 var konum boðið að starfa í Lionsklúbbum og verða fullgildir félagar í hreyfingunni, sem til þessa hafði eingöngu verið skipuð körlum. Strax 1988 breytti fyrsti Lionessuklúbburinn starfsemi sinni og stofhaði Lionsklúbb og svo hver af öðmm næstu árin. 20. apríl 1994 var formlegur stofn- fundur Lionsklúbbsins Oglu í golfskálanum á Hamri. í dag era 18 klúbbar á landinu eingöngu skipaðir konum, fáeinir blandaðir, en aðeins einn Lionessuklúbbur er eftir starfandi. Við höfum klúbbfundi einu sinni í mánuði og auk þess starfa ýmsar nefndir að mismunandi málaflokkum, því hver hefur sitt hlutverk í klúbbnum. Við höfum alltaf lagt okkur fram að hafa létt yfir fundunum og geram ýmislegt okkur til ffóðleiks og skemmtunar. Við leggjum í sérstakan félagasjóð sem við notum í ferðir til dæmis leikhús eða annað skemmtilegt, það eflir félagsandann og eykur samheldni. Næsta verkefiii Nú ætla ég að segja frá næsta verk- efhi okkar. Það hefur varla farið framhjá nein- um að í apríl fór fram fjár- öflun um land allt kennd við rauða fjöður. Þar sem nú er ár aldraðra fer mestur hluti af ágóða söfnun- arinnar til hagsbóta fyrir aldraða. Klúbbarn- ir geta fengið 20% af því sem safn- ast á þeirra svæði og er hugmynd að klúbbarnir hér sameinist um það verkefni að kaupa nýtt bjöllu- kerfi fyrir Dvalarheimilið í Borg- arnesi og leggja í það einnig úr sínum líknarsjóðum, þar sem þetta er milljóna verkefni. Að lokum vil ég enn og aftur þakka ykkur íbúar Borgarfjarðar fyrir allan veittan stuðning á und- anförnum áram Með bestu kveðju Sigurbjörg Viggósdóttir Fráfarandi ritari Lionsklúbbsins Óglu. Sigurbjórg Viggósdóttir Umf. íslendingrir Kraftmiklir krakkar og unglingar Sumaræfingar era hafnar fyrir nokkru af fullum krafti hjá UMF. íslendingi og aetlar félag- ið sér stóra hluti á Armótinu síðar í sumar. Frjálsar íþróttir Um frjálsar íþróttir sjá íþróttagarparnir Rósa Björk Sveinsdóttir og Jóhanna Hauks- dóttir. Æfingamar hafa verið á miðvikudagskvöldum kl. 20:00 við heimavist Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Hátt í 30 krakkar hafa mætt, á aldrinum 5 til 14 ára. Þetta er hress hópur undir stjóm stórefhilegra þjálfara. Fótbolti Fótboltaæfingar era stundaðar af kappi og hafa hinir spræku og sparkvissu Hilmar Steinn Grétars- son og Arnar Víðir Jónsson séð um þá þjálfun. Æfingamar era við heimavistina á Hvanneyri á þriðju- dögum kl. 20:00. Um 15 krakkar hafa mætt á þessar æfingar að stað- aldri en þær era ætlaðar fyrir 8 ára og eldri. Yngri knattspyrnuhópurinn, 10 krakkar á aldrinum 4 til 7 ára hafa svo æft á „keppnisvellinum“ í Grenitúni á Hvanneyri á þriðju- dögum kl. 17:30. Undirritaður hefur séð um þá þjálfun, kappa ffamtíðarinnar. Sundæfingar Sundæfingar hafa verið á mánu- dögum og fimmtudögum kl. 20:00. Þjálfari þar er einn mesti sundgarpur Vesturlands, Sigurður Guðmundsson. Um 10-12 krakk- ar hafa mætt á æfingarnar að stað- aldri og skemmt sér vel, enda æf- ingarnar skemmtilegar hjá þessum margreynda þjálfara. Sundnámskeið í Hreppslaug Nú er nýlokið sundnámskeiði sem Helga J. Svavarsdóttir íþrótta- kennari hélt fyrir félagið í Hrepps- laug. Námskeiðið sóttu 23 krakk- ar á aldrinum 4 til 8 ára. Hópnum var þrískipt og mætti hver hópur alls tíu sinnum. Námskeiðið tókst ffábærlega og tókst Helgu sérlega vel að ná til krakkanna og byggja upp sjálfstraust þeirra í lauginni. Þá hentar Hreppslaug vel til sund- iðkana með litlum krökkum með kúta, því hún er hlý og ákveðin ró- legheit fylgja svona „sveitalaug". Þar má hlusta á fuglana í skógin- um hjá Munda og Gyðu í Hrepp og sjá laxinn stökkva í Andakílsá. Ég skora því á barnafólk í hérað- inu, já og alla aðra að notfæra sér Hreppslaug. Nýir félagar velkomnir Eins og sjá má er nóg um að vera hjá UMF. íslendingi og era krakk- arnir nánast upptekin öll kvöld, því margir æfa þetta alltsaman. Þó að margir æfi þá má alltaf bæta í hópinn nýjum félögum á æfingar. Hafið bara samband eða mætið á æfingu og skráið ykkur til leiks, góða skemmtun. Með íþróttakveðju, fh. íþrótta- nefndar UMF. Islendings, Sverrir Heiðar, Hvanneyri. eistu Bóndi nokkur á Vesturlandi stóð í stappi við skattstjóra þar sem hann virtist samkvæmt ffamtali ekki hafa neinar tekj- ur. Skattstjóri var farinn að þreytast á samskiptunum því hann hafði skrifað bónda fjölda bréfa sem var aldrei svarað. Það endaði því með að hann hringdi f bóndann og boðaði komu sína á ákveðnum degi. Bóndi bauð hann bara velkominn og nokkram dög- um síðar mætir skattstjórinn í hlaðið. Hann byrjar strax að þjarma að bónda varðandi tekjuliðinn og hann verst fim- legá framan af en að endingu segist hann verða að viður- kenna að hann hafi nokkrar tekjur af veðtnálum við ná- granna sína. Skattstjóri er að sjálfsögðu tortrygginn og víll fá að vita meíra. Jú,“ sagði bóndi. „Ég get til dæmis veðj- að við þíg að ég get bitið í augað á mér.“ Skattstjóra þótti þetta fásinna og var strax til í að veðja fimmþúsund kalli. Þá tekur bóndí úr sér gerfiaugað og bítur í það. Skattstjóri borgaði veðmálið með semingi en var ekki sann- færður. Bóndi kveðst þá ætla að gefa honum annað tækifæri og spyr hvort hann vilji veðja við sig um að hann sé með þrjú eistu. Skattstjóri var strax tilbúinn að veðja um það þvf hann taldi sig öruggan á þvf að ekki yæri hægt að finna nokkurn mann sem hefði þrjú eistu. Þeir veðja aftur fimm- þúsund kallinum og síðan girðir bóndi niður um síg. Skattstjórinn gáir fyrst en þreifar síðan á pungnum á honum tii að vera alveg viss. Síðan stendur hann upp sigri hrósandi enda búinn að full- vissa sig um að bóndinn hefði aðeins tvö eistu. mikíð upp úr veðraálum ef þú veðjar svona ems og asm, sagði skattsjóri. ,Jæja,“ sagði bóndi. „Sjáðu þama í stofu- glugganmn. Pama ern íimmt- án bændur úr sveitinni. Ég tíu þúsund krónum við u þeirra um að ég gæti > skattstjórann til að a pungnum a mer! Hvers vegna er 85% hættulegra fyrir 17 ára að vera í umferðiimi en 16 ára? Samkvæmt tölum Umferðarráðs, era 8% líkur á að 15 ára ungling- ar slasist í umferðinni, 15% hjá 16 ára en hjá 17 ára er talan 28%. Það er skelfilegt að við það að eldast tun eitt ár skuli hættan í umferðinni aukast margfalt. í banaslysunum er munurinn á 16 ára og 17 ára unglingum þrefaldur. (Sjá meðf. súlurit) Að öllum líkindum má rekja þessa hækkun til bílprófsins. En eigum við að kyngja þessari skelfi- legu staðreynd með hendur í skauti? Fræðsla meðal ungs fólks Bindindisfélag ökumanna og Sjóvá- Almennar telja að bregðast eigi við. Því hafa þessir aðilar sameinað krafta sína með því að blása í her- lúðra og ferðast um landið í sumar til að hitta ungt fólk sem á stutt í bílprófið og ræða um hvað megi gera til að draga úr þessari skelfilegu slysatíðni. Félögin munu verða í sam- starfi við vinnuskóla á 16 stöðum um landið í sumar og munu vinnuskólarnir senda unga fólkið á stutt námskeið sem samanstendur af stuttri kynningu og verklegri ff æðs- lu. Þar verður tekið á þeim þáttum sem efst era á baugi í um- ferðinni hjá unglingum í dag. Við verklegu ffæðsluna verður notast við GO-kart bíla og fá þátttakendur að spreyta sig á ýmsum verkefnum sem varpað geta ljósi á hversu erfitt og flókið það er að aka bíl. Það er réttlætismál fyrir ungt fólk í dag að komast í gegn um umferð- ina án þess að verða fyrir slysi, ör- kumlast eða missa vin sinn í slysi. Ekki verður staðar numið við unglinga heldur er ædunin að fá yngri krakka og benda þeim á mik- Banaslys hjá 14-17 ára unglingum 1996- 1998 ilvægi reiðhjólahjálma og annars öryggis- og skyldubúnaðar á hjóli. Þeirri ffæðslu lýkur með HJOL- REIÐAKEPPNI. Okuleikni og Go-Kart leikni Fræðslunni lýkur með því að unga fólkinu býðst að taka þátt í öku- leikni á GO-Kart bílunum, svokall- aðri GO-KARTLEIKNI. Þar reynir á hvernig til hefur tekist í ffæðslunni fyrr um daginn. Samhliða GO-KARTLEIKN- INNI munu Bindindisfé- lag ökumanna og Sjóvá- Almennar standa fyrir ÖKULEIKNI á bílum. Ökuleiknin er lands- mönnum að góðu kunn því Bindindisfélag öku- manna hefur staðið fyrir henni í 20 ár. í ár munu allir keppendur fá að reynsluaka nýjum VW- Golf sem Hekla hf hefur lánað til verkefnisins og keppa allir á hon- um. Sigurvegarar munu síðan keppa til úrslita um íslandsmeist- aratitil í ÖKULEIKNI þann 14. ágúst í Reykjavík. Dagskrá hvers dags verður sem hér segir: Kl. 13-16: Kynning og verk- leg fræðsla með starfsmönnum vinnuskóla; KI. 18: Hjólreiða- ffæðsla og hjólreiðakeppni fyrir 9 ára og eldri. Kl. 20: GO-Kart leikni Ökuleikni á bílum. Keppt verður á eftirtöldum stöð- um á Vesturlandi í sumar: Borgarnes: Mánudaginn 12. júlí Grundarfjörður: Þriðjud. 13. júlí Stykkishólmur: Miðvikud.14. júlí Akranes: Fimmtudagirm 15. júlí Með þessu verkefni vonast for- ráðamenn Bindindisfélags öku- marrna og Sjóvá-Almennra til að ná eyrum unga fólksins og efla skiln- ing þeirra á mikilvægi samskipta, aga og bættrar umferðarmenningar. Umferðin er eitt stærsta hagsmuna- mál unga fólksins. f.h. Bindindisfélags ökumanna og Sjóvá-Almennra Einar Guðmundsson forvamarfulltrúi Sjóvár-Almennra sími 569-2509, GSM. 895-8012, NMT. 853-2599

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.