Skessuhorn - 08.07.1999, Page 15
LxlUSUtlU^
FIMMTUDAGUR 8-.-JULI 1999
15
Höroapútt 99
Iþróttamót öldunga á Dvalarheimilinu Höfða
í tileíni þess að lóðarfram-
kvæmdum sunnan við Dvalar-
heimilið Höfða er lokið efhdu
aldraðir íbúar Höfða til keppni í
pútti og kúluspili undir nafainu
Höfðapútt 99.
Keppnin fór fram í blíðskapar-
veðri á föstudaginn var. Púttmeist-
ari Höfða árið 1999 varð Ingólfur
Jónsson með 41 högg. Önnur verð-
laun hlaut Friðrik Adólfsson með
47 högg og þriðji varð Arni Krist-
insson á 50 höggum. A lóðinni er
ný púttflöt með 9 holum sem
Hannes Þorsteinsson, golfvalla-
arkitekt aðstoðaði við hönnun á.
A svæðinu er einnig Petanque-
völlur en Petanque er kúluspil skylt
Boccia-spilinu og hentar vel fyrir
aldraða og hreyfihamlaða. I kúlu-
spilinu hlutu fyrstu verðlaun Guð-
jón og Þura, Teddy og Siggi B
lentu í öðru sæti og Ingólfur og
Arni hrepptu þriðju verðlaun. Að
keppni lokinni var boðið upp á
veitingar og sumri fagnað með
söng og hljóðfæraslætti.
Andri Sigurjónsson, landslags-
Púttmeistari Höfda 99, Ingólfur Jónsson,
ífann veginn ad slá bolu í höggi. MyncL:
A.Ó
arkitekt og fyrrverandi garðyrkju-
stjóri Akraness teiknaði og hannaði
lóðina og verktaki við framkvæmd-
ina var Þróttur ehf. KK
Theódór Einarssm kastar kúlunni í átt að grísnum í Petanque-keppninni. Mynd: A. 0
Körfuboltamenn á Skaganum
Rekja knött fyrir fjörð
Fólki finnst uppátækið skemmtilegt
„Við höfúm firndið fyrir miklum
stuðningi í tengslum við þessa
fjáröflun og það fer ekki á milli
mála að fólki finnst uppátækið
skemmtilegt," segir Sigurður
Sverrisson, formaður Körfu-
knattleiksfélags Akraness, en
leikmenn meistaraflokks félags-
ins ætla á laugardag að rekja
körfubolta frá Ártúnshöfða í
Reykjavík, um Hvalfjörð til
Akraness.
Sigurður segist reikna með því
að það taki hópinn 9-10 klukku-
tíma að fara þessa 102 km löngu
leið en leikmenn munu skiptast á
um að rekja knöttinn. Lagt verður
upp ffá Artúnshöfða kl. 8 á laugar-
dagsmorgun. „Það er ekki algengt
nú orðið að leikmenn meistara-
flokks hjá félagi í efstu deild taki
þátt í fjáröflun á borð við þessa en
strákarnir hafa verið einstaklega
áhugasamir,“ segir Sigurður enn-
ffemur.
Fjölmargir einstaklingar og fyr-
irtæki hafa heitið á strákana og
undanfarin kvöld hafa þeir leitað
stuðnings á meðal bæjarbúa.
Skessuhorn tekur undir stuðning
við þá og heitir á almenning að
heita á þá. Fyrirtæki annars staðar
hafa einnig liðsinnt strákunum,
m.a. Eurocard með veglegu fram-
lagi.
Þeir sem hafa áhuga á að leggja
þessari fjáröflun lið geta haft sam-
band við þjálfarann, Brynjar Karl
Sigurðsson, í GSM-síma 862 4714.
Körfuknattleiksfélag Akraness:
AÐALFUNDUR
AÖalfundur Körfuknattleíksfélags Akraness
haldinn
í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum
fimmtudaginn 15. júlí 1999 kl. 20.00,
Venjuleg aðalafundarstörf
Þegarvel er gefið í á lokakaflanum taka bílamir gjaman flugið upp afbrún brautanna.
* v
„....„.._ , í
MyndKK
Torfæra við Akrafjall
Þriðja umferð íslandsmótsins í
torfæruakstri fór ffam við Akrafjall
á laugardag. Prýðisgott veður var,
sólskin og þurrt og tókst tor-
færuköppunum oft að þyrla upp
miklu ryki þegar þeir spóluðu sig
upp þrautabrautirnar. Guðmundur
Pálsson á Krílinu sigraði í keppn-
inni með 1900 stig og er þetta í
fyrsta sinn sem hann hrósar sigri í
keppni á Islandsmóti. Mjög hörð
og spennandi keppni var um annað
sætið milli Sigurður Arnars Jóns-
sonar og Gísla Gunnars Jónssonar.
Svo fór að lokum að að Sigurður
Arnar hafði betur, hlaut 1841 stig,
einu stigi meira en Gísli Gunnar. I
götubílaflokki bar Gunnar Pálmi
Pémrsson sigur úr bítum.
KK
_
::
ll
: 437 2360
: :.
Dalabyggð
Leikskólakennari
og þroskaþjálfi
óskast aö leikskólanum
Vinabæ í Búðardal.
Dalabyggð auglýsir eftir leikskólakennara
og þroskaþjálfa í fullt starf.
Vakin er athygli á því að ef ekki fást
leikskólakennari og þroskaþjálfi til starfa,
kemur til greina að ráða starfsmenn með
aðra uppeldismenntun, eða leiðbeinendur.
Allar frekari uppiýsingar veitir Bergiind
Vésteinsdóttir í síma 434 1131 eða
sveitarstjóri ísíma 434 1132.
í Dalabyggð búa um 700 íbúar þar af um 300 í Búðardal. Fjarðlægð
frá Reykjavfk er um 150 km. í sveitarfélaginu eru góðir skólar og
gott mannlíf. í Dölunum drýpur sagan af hverju strái og unnið er að
metnaðarfullum verkefnum í tengslum við hátíðarhöldin árið
2000 vegna landafunda Leifs heppna í Ameríku.
Umsóknir um starfið sendist til skrifstofu
Dalabyggðar, MiðbrautH, 370 Búðardal,
fyrir 25. júlí 1999.
Bergiind Vésteinsdóttir, leikskólastjóri.
•r
16:00