Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.1999, Qupperneq 4

Skessuhorn - 15.07.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 15.JULI 1999 SKESSUHÖEKI Sóknamefiidir fá áfellisdóm s Utfararþjónusta Þorbergs Þórðasonar vinnur mál hjá samkeppnisyfirvöldum Nýverið féll dómur í máli sem Utfararþjónusta Þorbergs Þórð- arsonar rak gegn sóknamefhdum Garðaprestakalls á Akranesi og Borgameskirkju vegna, að því er Þorbergur taldi, óeðlilegra nið- urgreiðslna á samkeppnisþjón- ustu. Málið snýst um rekstur og styrk viðkomandi sóknamefnda við útfararþjónustu í samkeppni við einkarekna útfararþjónustu Þorbergs. Því kærði hann til samkeppnisráðs og niðurstaða þess máls liggur nú fyrir eftir sjö mánaða umfjöllun ráðsins. * I samkeppni frá 1994 Markmið samkeppnislaga eru eink- um að efla virka samkeppni í við- skiptum og þar með að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðslu- þátta í þjóðfélaginu. Ekki þarf að fjölyrða um það að ef skatttekjur era notaðar til að greiða niður kostnað af starfsemi samkeppnis- greina, skekkir það ffjálsa verð- myndun og þar með samkeppnis- möguleika þeirra sem veita sams- konar þjónustu. Þorbergur hefur ffá árinu 1994 rekið sjálfstæða útfararþjónustu í Borgarfjarðarprófastdæmi og um leið verið í samkeppni við sambæri- lega þjónustu sem fyrrgreindar sóknarnefndir standa fyrir. Annars vegar er um að ræða Utfararþjón- ustu Akraneskirkju sem sóknar- nefndin á Akranesi rekur og hins vega Utfararþjónustu Eorgarfjarðar í Borgamesi sem sóknarnefnd þar styður. Þorbergur hefúr ffá árinu 1994 haft ósvæðisbundið starfsleyfi til út- fararþjónustu, skv. lögum númer 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, og hefur hann ffá sama ári haíf aðalatvinnu sína af þessari þjónustu á Akranesi, Borg- arnesi, í Borgarfirði og víðar. Fram að þeim tíma var Þorbergur starfs- maður Sóknarnefndar Garða- prestakalls og annaðist útfararþjón- ustu í nafhi Akraneskirkju. Mál þetta hefur snúist um það hvort stefnandi, Utfararþjónusta Þ.Þ., sæti við sama borð og sam- keppnisaðilamir hvað útfararþjón- ustu á svæðunum varðar. Stefnandi hélt því fram að sóknarnefndir Garðaprestakalls og Borgarnes- kirkju niðurgreiddu starf- semi útfararþjónustu með fjármunum ffá öðram tekju- stofnum, svo sem kirkju- garðsgjöldum. Vildi Þor- bergur fá umfjöllun um þetta atriði og dóm sam- keppnisráðs í framhaldi hennar. Tvö aðskilin, en þó nánast samhljóða mál, hafa því verið til umfjöllunar hjá samkeppnisráði undanfarin Var tilneyddur að kæra Eftir að dómur samkeppnis- ráðs lá fyrir sagði Þorbergur Þórðarson í samtali við Skessuhorn að sóknarnefhd- irnar á Akranesi og Borgar- nesi hafi báðar látið það dragast úr hömlu að aðskilja rekstur útfararþjónustu ffá öðram rekstri. „Þetta hefur veikt samkeppnisgrandvöll minn og þá þjónustu sem ég veiti í dag. Það er náttúru- lega ólíðandi að opinbert fé skuli vera nýtt til að niðurgreiða þjónustu sem keppir við ffjálsa sam- keppni. Því var ég tilneyddur til að leita dóms þar til bærra yfirvalda í málinu. Niðurstaða samkeppnis- ráðs staðfestir þá skoðun mína að hér hafi verið brotið á ákvæðum sem eiga að tryggja jafnan rétt aðila í samkeppnisrekstri án óeðlilegra niðurgreiðslna með opinbera fjár- magni“, sagði Þorbergur. Þorbergur vinnur málið A fundi samkeppnisráðs, þann 6. júlí sl. var endanlegur úrskurður kveðinn upp í málinu. I úrskurðar- orðum ráðsins kemur m.a. ffam að báðar sóknamefndirnar skuli að- skilja með öllu fjárhagslegan rekst- ur útfararþjónustu annars vegar og annan rekstur hins vegar. Vísar ráð- ið til 2. málsgreinar 14. greinar Samkeppnislaga. I dómsorðum seg- ir ráðið að í síðasta lagi fyrir 1. jan- úar nk. skuli fjárhagslegur aðskiln- aður beggja sóknarnefhdanna hafa átt sér stað hvað varðar rekstur út- fararþjónustu annars vegar og ann- arrar þjónustu hins vegar. Þorbergur Þórðarson vann málfyrir samkeppnisráði þar sem hann kcerir nióurgreiðslur sóknarnefndanna á Akranesi og Borgamesi á útfararþjónustu og vóntun á aóskilnaði lög- bundins- og samkeppnisrekstrar. Mynd: GE Dómsorð Garðaprestakall: I ákvörðunarorðum samkeppnis- ráðs sem snýr að Garðaprestakalli á Akranesi segir orðrétt: „1. Utfararþjónusta Akranes- kirkju skal færa árlega til gjalda og greiða markaðsvexti af stofnffam- lagi ffá Kirkjugarði Akraness sam- kvæmt mati löggilts endurskoð- anda. 2. Utfararþjónusta Akraneskirkju skal færa til gjalda og greiða mark- aðsvexti af lánum ffá annarri starf- semi sóknamefndar Garðapresta- kalls. 3. Sóknarnefnd Garðaprestakalls er ekki heimilt að greiða hugsanlegt rekstrartap Utfararþjónustu Akra- neskirkju með tekjum af annarri lögbundinni starfsemi á vegum sóknarnefndarinnar, t.d. kirkju- garðsgjöldum, eða leggja fram frekara framlag til rekstrar Utfarar- þjónustunnar meðan hún er í sam- keppnisrekstri. 4. Öll viðskipti milli Utfararþjón- usm Akraneskirkju og annarrar lög- bundinnar starfsemi á vegum sókn- arnefndar Garðaprestakalls, t.d. Kirkjugarðs Akraness, skulu vera eins og um viðskipti milli óskyldra aðila sé að ræða“. Borgamesprestakall: I úrskurðarorðum sam- keppnisráðs hvað reksmr Sóknarnefndar Borgarnes- kirkju og aðildar hennar að útfararþjónusm snertir, segir orðrétt: 1. „Öll viðskipti milli Út- fararþjónustu Borgarfjarðar og annarrar lögbundinnar starfsemi á vegum sóknar- nefndar Borgarnessóknar, t.d. Borgarneskirkjugarðs, skulu vera eins og um við- skipti milli óskyldra aðila sé að ræða. 2. Ef Útfararþjónusta Borgarfjarðar fær fé að láni ffá sóknarnefnd Borgarnes- sóknar skal færa til gjalda og greiða markaðsvexti af þeim lánum. 3. Sóknarnefnd Borgar- nessóknar er óheimilt að greiða hugsanlegt rekstrartap Út- fararþjónustu Borgarljarðar.“ Samkvæmt þessum niðurstöðum þurfa sóknarnefndir viðkomandi sókna að gera skýrari greinarmun á rekstri útseldrar þjónusm annars vegar og lögbundinnar starfsemi hins vegar. Ljóst er að hér er um viðkvæmt mál að ræða. I málum sem þessum ráða hefðir og óskráð- ar reglur sem viðkvæmt getur reynst að hrófla við. Hins vegar gilda samkeppnislög um starfsemi sóknarnefnda líkt og um starfsemi annarrar opinberra þjónusmaðila sem nefndirnar verða að hlíta. Þess ber að geta að hliðstætt mál komst í hámæli fyrir nokkrum áram og snerti Kirkjugarða Reykjavíkur. Niðurstaða í máli Þorbergs Þórðar- sonar byggir m.a. á því. Eðlilega að málum staðið I samtali við Skessuhorn sagði Arna Einarsdóttir formaður sóknar- nefndar Borgarneskirkju að rekstur Útfararþjónusm Borgarfjarðar og Borgarneskirkju hafi verið algjör- lega aðskilinn um nokkurra ára skeið. „Reksmr og bókhald hafa verið aðskilin og kirkjan hefur aldrei lagt fjármuni í rekstur útfar- arþjónusmnnar. Við hörmum þess- vegna mjög að hafa þurft að standa í þessum málarekstri sem við teljum með öllu óþarfan. Hann hefur vald- ið sóknarnefhdinni útgjöldum og skapað mikil óþægindi fyrir þá sem starfa fyrir kirkjuna og ekki síður fyrir þá sem hafa þurft að leita til hennar. Að mínu mati era óþægindi þeirra sem þurfa að sækja þjónusm vegna andláts ástvina nóg samt þó ekki sé verið að bæta við það með málum af þessu tagi,“ sagði Arna. -MM Hreppsnefnd Leirár- skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, tillögu að breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélganna sunnan Skarðsheiðar 1992-2012. Um er að ræða breytingu á notkun á hluta af landi áætlaðs fólkvangs í frístundabyggð og lóð fyrir eitt heilsárs íbúðarhús, hvort tveggja í landi Hafnar. Leirár- og Melahreppur bætir það tjón sem einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna. Tillagan hefur verið send aðildarsveitarfélögunum til kynningar og umsagnar. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna geta snúið sér til oddvita Leirár- og Melahrepps að Neðra-Skarði eða í síma 433 8968. v. Oddviti Leirár- og MelahreppsmJ Nýfæddir Vestlendingar eru boðnir velkomnir í heiminn um leib og nýbökubum foreldrum eru færbar hamingjuóskir. 9. júlí kl. 21.53 - Meybam. - Þyngd: 3740 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Hlín Karlsdóttir og Kolbeinn Arnason, Asfelli Innri- Akranesshreppi. Ljósmóðir: Margrét Bára Jósefsdóttir. 8. júh' kl. 21.07 - Sveinbam. - Þyngd: 3705 - Lengd: 50,5 cm - Foreldrar: Aðalheiður María Þrá- insdóttir og Hrólfur Ingólfsson, Akranesi. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 12. júlí kl. 07.53- Meybarn. - Þyngd: 3705 - Lengd: 55 cm - Foreldrar: Sigurbjörg Helga Skúladóttir og Kjartan Ágúst Að- alsteinsson Akranesi. Ljósmóðir: Elín Sigurbjörnsdóttir. 12. júlí kl. 12.22 - Meybarn. - Þyngd: 3890 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Inga Lilja Guðjónsdótt- ir og Einar Maríasson Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.