Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.1999, Síða 6

Skessuhorn - 15.07.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JULI 1999 aoiðaunu.. Ensku húsin - veiðihúsið við Langá Elsta veiðihús landsins Veiðihúsið við Langá er elsta veiðihús landsins, byggt 1884. Nú í fyrsta sinn síðan það var bvggt er það opið sem almennur veitinga- og gististaður. Húsið stendur við Langárósa á Mýrum í um 7 kílómetra fjarlægð frá Borgarnesi. Eigendur hússins, Stefán Olafsson og Ragnheiður Jó- hannesdóttir, segja húsið tilvalið til hvers konar veisluhalda, fyrir fundi eða smærri ráðstefnur. Fólk farið að taka við sér Stefán og Ragnheiður segjast í upp- hafi ekki hafa verið bjartsýn á að þessi rekstur myndi ganga en nú segja þau að útlitið sé gott. „Fólk er farið að taka við sér og greinilegt að staðurinn spyrst vel út. Þetta er allt að breytast til hins betra,“ segja þau. „Við tökum eftir því að hingað kemur fólk sem þekkir þá sem hafa gist hjá okkur og betri meðmæli getur maður tæpast fengið. Við höfum orðið að vísa fólki ffá sem er náttúrlega aldrei gaman en eftir svartsýnina í byrjun má kannski segja að það sé gaman að geta sagt nei af því að allt er fullt.“ Ragnheiður og Stefán segja það mest vera Islendinga sem sæki til þeirra en einnig panti ferðaskrif- stofurnar gistingu með morgun- verði fyrir erlenda ferðamenn. „Það er mjög vinsælt,“ segja þau. „Eins Með afturgöngu og öllu tilheyrandi Gamla veiðihúsið við Langá er elsta veiðihús landsins. Stefán Ólafsson og Ragnheiður Jóhannesdóttir. hentar aðstaðan hér ágædega fyrir ýmsa hópa. Heill saumaklúbbur var hérna hjá okkur í vor og fyrir skemmstu gistu hjá okkur fimm fjölskyldur sem hittast alltaf einu sinni að sumri.“ Gamlir veiðimenn halda tryggð við Ensku húsin og koma ár eftir ár. „Einn var að koma hérna 27. sum- arið í röð og nýir hópar veiðimanna koma líka enda er Langá vinsæl lax- veiðiá.“ Þau Stefán og Ragnheiður eru hvergi bangin og æda að halda hús- unum opnum árið um kring. „Vissulega er veturinn dauður tími og misjafnlega rólegt eins og sagt er en það sýndi sig síðasta vetur að það komu til dæmis góðar helgar þar sem nóg var að gera.“ Saga hússins Húsið hefur á undanförnum árum verið endurbyggt í upprunalegum stíl og á veggjum þess má lesa sög- una í myndum sem Stefán gróf upp á Þjóðminjasafni Islands. Húsið byggði Pétur Pétursson, snikkari á Langárfossi sem íbúðarhús fýrir sig og fjölskylduna og var það á sínum tíma talið eitt reisulegasta húsið í héraðinu. Húsið komst í eigu sr. Einars prófasts á Borg sem leigði veiðina út til erlendra veiðimanna. 1902 seldi hann ána og veiðihúsið til aðalsmanns af skoskri ætt, sá hét Oran Campell og veiddi sá ána fram að fyrri heimstyrjöld en hann lést á stríðsárunum. Frú Kennard, ensk hefðarfrú keypti veiðiréttinn og veiðihúsið af dánarbúi Campells árið 1923. Fólkið í héraðinu talaði um frúna af mikilli lomingu og nefndi veiðhúsið og viðbyggingar þess Ensku húsin. Hafa margir talið sig hafa orðið vara við frúna í hús- inu, og einkum á dimmum vetrar- kvöldum eins og gefur að skilja. Hafa menn fyrir satt að hún vaki yfir því húsi sem henni var kærara en önnur hús. Hún dvaldi þarna við ána á sumrin en þegar síðari heim- styrjöldin skall á bjó hún sig undir að þreyja stríðið hér á Fróni. Til þess kom ekki því breski sendiherr- ann lét sækja hana og flytja til Eng- lands ásamt öðrum breskum þegn- um. Sumarið 39 var síðasta sumar frú Kennard á Islandi, hún seldi Geir Zoega kaupmanni veiðihúsið og veiðiréttinn í Langá árið 1944. Jóhannes Guðmundsson á Ana- brekku keypti veiðiréttindin og veiðihúsið af Geir í áföngum á ár- unuml943 - 1967. Jóhannes var á meðal stofhenda Fiskiræktarfélags Langár og fyrsti formaður þess. Jó- hannes og síðar fjölskytida hans hef- ur rekið veiðihúsið til dagsins í dag. K.K NY SIMANUME YSKRIFSTOFA Föstudaginn 16. júlí flytur Skessuhorn starfsemi sína í Borgarnesi frá Borgarbraut 57 í eigið húsnæði að w (Aður efnalaugin Múlakot) Mánudaginn 19. júlí taka gildi ný símanúmer hjá fyrirtækinu: Sími: 430 2200 Fax: 430 2201

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.