Skessuhorn


Skessuhorn - 15.07.1999, Page 7

Skessuhorn - 15.07.1999, Page 7
-.t.yillh... : FIMMTUDAGUR ÍS.JULI 1999 7 Sorpurðun í Fíflholtum Gert er ráð fyrir að sorpurðun verði ódýrari en í Reykjavík í síðustu viku voru opnuð í hús- næði Samtaka sveitarfélaga í Borgamesi tilboð sem bámst í rekstur sorpurðunarstaðar í Fífl- holtum. Að Sorpurðun Vestur- lands standa öll sveitarfélög í kjördæminu enda er gert ráð fyr- ir að allt sorp af Vesturlandi verði urðað í Fíflholtum. Útboðið hljóðaði upp á rekstur urðunarstaðarins í 5 ár og er miðað við að urðuð verði a.m.k. 6 þúsund tonn á ári. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir að sorpmóttökustöðin verði opin 3 daga í viku, 8 tíma í senn. I útboðsgögnum var boðið upp á tvo valkosti varðandi rekstur urð- unarstaðarins. Stjórn Sorpurðunar Vesturlands tók síðan afstöðu á fundi í gær (eftir að blaðið fór í prentun) til þess hvor valmöguleik- inn yrði fyrir valinu. I valmöguleika A átti Pétur Jónsson á Sveinsstöð- um lægsta tilboð en í valmöguleika B átti Gámaþjónusta Vesturlands hf. lægsta boðið. AIls voru það 11 aðilar sem buðu í verkið og var frávik lægsta og hæsta tilboðs allmikið, eða hátt í 300%. Pétur Ottesen. Verðum samkeppnishæf og vel það I samtali við Pétur Ottesen stjórn- arformann Sorpurðunar Vestur- lands kom fram mikil ánægja hans með upphæð þeirra tilboða sem bámst. „Tilboðin standa undir væntingum okkar og vel það. Nú er ljóst að við verðum samkeppnishæf í verði við Sorpu enda var það æd- un okkar frá upphafi að gera sorp- urðunina eins hagkvæma og mögu- legt væri fyrir sveitarfélögin á Vest- urlandi“, sagði Pétur. Guðjón Ingvi Stefánsson fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi var einnig mjög ánægður með framkomin til- boð. „Með tilvísan til tilboða og undirbúningskostnað má ætla að urðunarkostnaður í Fíflholtum verði töluvert lægri en í Reykjavík", sagði Guðjón Ingvi. Hann sagði einnig að ekki stæði til að urða sorp ffá svæðum utan Vesturlands, líkt og Sunnlendingar gera í dag. Sagði hann að þar væru í gildi tvær gjaldskrár, önnur fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi og hin fyrir aðkomusorp. Stjórn Sorpurð- unar Vesturlands tók hins vegar þá ákvörðun að urða ekki annað sorp í Fíflholtum, en það sem fellur til í kjördæminu. Nú styttist því í að sorpurðun hefjist í Fíflholtum en undirbún- ingur þess máls hefur staðið yfir í alllangan tíma. -MM s Anægjuleg afinælisgjöf Segir Oli Jón Gunnarsson nýráðinn bæjarstjóri í Stykkishólmi í áranna rás þurft að hafa töluverð samskipti við sveitarstjórnarmenn jafnt sem aðra á öllu Vestulandi. Hef ég ekki síst átt góð samskipti við Hólmara.“ Nú hefitrþú átt í deilum urn launa- málþtn við jyrrverandi vinnuveitend- ur þfna í Borgarbyggð. Kemurðu til með að vera á tvöfáldum launum þeg- arþú tekur til starfa hér í haust? „Það er rétt að mismunandi sjón- armið hafa komið ffam í túlkun ráðningarsamnings míns við Borg- arbyggð. Eg var ráðinn til tveggja ára og bauðst til að að vinna sam- kvæmt samningnum en því var hafhað. Þessi mál eru ekki ffágeng- in og hver svo sem niðurstaðan verður þá tek ég til starfa hér 1. september í haust,“ sagði Oli Jón Gunnarsson, nýráðinn bæjarstjóri Hólmara. Skessuhorn óskar Óla Jóni vel- farnaðar í nýju starfi. KK. Brjóstmynd í Fruargarði í lok hátíðarhaldanna á Hvanneyri sunnudaginn 4. júlí sl. var afhjúpuð brjóst- mynd af Guðmundi Jóns- syni skólastjóra á Hvann- eyri frá 1948 til 1972. Myndin stendur í svoköll- uðum Frúargarði við gamla skólahúsið. Það voru gamlir nemendur og samstarfsmenn Guð- mundar sem gáfu styttuna og einnig 300 þúsund krónur til lagfæringa á Frúargarðinum sem er einn af fyrsm skrúðgörð- um landsins. Olafur Bjöm Guðmundsson einn afkomendar Guðmundar afhjúpaði styttuna. Mynd: G.E. Á miðvikudaginn 7. júlí sam- þykkti bæjarstjóm Stykkishólms einróma að ráða Óla Jón Gunn- arsson bæjarstjóra í Stykkis- hólmsbæ. Óli Jón var áður bæja- stjóri í Borgarbyggð og hafði gegnt því starfi allar götur síðan 1987. Honum var sagt upp störf- um í apríl í vor í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Skessu- hom sló á þráðinn til Óla Jóns og spurði hvemig nýja starfið leggðist í hann. „Það leggst mjög vel í mig, þakka þér fyrir. Þetta var reglulega ánægjuleg afmælisgjöf," sagði Óli Jón en hann varð einmitt fimmrng- ur þennan dag. „Eg er sérstaklega ánægður með að full samstaða skyl- di verða um ráðningu mína og ég lít með tilhlökkun til þess að taka tíl starfa." Óli Jón hefur dvalist í Stykkis- hólmi síðan í maílok og litið effir hitaveituffamkvæmdum en verið er að leggja dreifikerfi um bæinn. Óli Jón segist hafa kynnst bæjarlífinu Óli Jón Gunnarsson. mjög vel þennan tíma. „Hér á sér stað mikil og jákvæð uppbygging og þetta nýja dreifikerfi er stór- verkefni sem skipti miklu fyrir bæj- arfélagið. Hér er mikið umleikis og staðið að málum með myndarbrag. Mér hefur alltaf fundist vinalegt og skemmtilegt í Hólminum og það er gott að vera hér. Eg er búinn að vera í Borgarnesi síðan 1977 og hef Útsalan hefst ídag kl. sex til tíu. (Athugið lokað Æá frá eitt til sex.) M B WWMtl KIRKJUBRAUT 4-6 .. ÍÍSiíS i'ii' iiií I: 1 ‘ • í f OPIN TOLTKEPPNL 100.000 KR. FYRIR FYRSTA SÆTIÐ, skessuh@aknet.is Óskum eftír starfsfólkí í sal og ddhús. Upplýsingar í síma 437 2345. Margrét. Gisti- og veitingastaður í Hafnarskógi Va 125 m2 iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði. Timburhús klætt með áli. Suðurgata 71 192 m2 einbýli, ásamt innbyggðum bílskúr. 4 svefnh., 1 vinnuherb. hjá eldh. Kjallari með sér inng. Geymsluh., þvottah., sturta og snyrting. Ca. 60-70 m2 geymslukj. ein- angraður. Tvöfalt bilaplan. Ath skipti. Vero: 12.600.000,- Suðurgata 82 92 m2 einbýli á tveimur hæðum. 4 svefnh á e.h., 1 vinnuherb. ájarðhæð. Geymsla undir stiga ognáaloft. Húsið er klætt með stáli. Geymsluskúr, ^ófrágenginn._____ Akurgerði 2 91 m2 risíbúð 1 þríbýli. 2 svefnh., 1 vinnuherb., tvöföld stofa. Háaloft. Sameiginl. inng., sameiginl. þvottah. í kjallara. .Verð: 5.000.000,- Esjuvellir 19 156 m2 einbýli. 5 svefnh., tvöföld stofa, sjónvarpshol. Ca. 35 m2 verönd við þvottaherbergi. Ca. 48 m2 bílskúr, geymsla í enda. Eignin nýmáluð að utan. Góð staðsetning Ath. skipti. Garðabraut 18 Ca. 80 m2 íbúð í fjölbýli. 2 svefnh. Sér geymsla í kjallara. Sameiginl. þvottah. og þurrkh. í kjallara. FASTEIGNAMMLUN VESTURLANÚS SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR, LÖGG. FASTEIGNA- OG SKIPASALI KIRKJUBRAUT 40 ® 431 4144 & 431 4266 - FAX: 431 4244

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.