Skessuhorn - 15.07.1999, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 15.JULI 1999
áttÍ^ÍÍÍÚAÍ
Island - land forfeðranna
s
Vestur-Islendingar í leit að ættingjum
Fv. Kristian Morton Sigurdsson, Cotteen Wilson, Heather Roed og Dale Axel Bjomsson.
Um þessar mundir dvelja á ís-
landi 19 Vestur-íslendingar firá
Kanada og Bandaríkjumnn sem
æda að kynna sér land og þjóð og
Ieita uppi skyldmenni sín hér.
Hið svokallaða Snorraverkefni
eða „The Snorri Program" eins og
það kallast upp á ensku stendur að
baki komu þeirra til Islands og hef-
ur það markmið að kynna ísland og
menningu Islendinga fyrir Vesmr-
Islendingum. Hugmyndin að
Snorraverkefninu kom upp á sam-
bandsþingi í Norræna félaginu fyr-
ir tveimur árum. Fjögur úr hópnum
þeirra komu í stutta heimsókn á
Akranes og hitti blaðamaður
Skessuhorns þau að máli á heimili
Olínu Jónsdótmr formanns Nor-
ræna félagsins á Akranesi við það
tækifæri.
/ /
A Islandi í fyrsta sinn
Þau Kristian Morton Sigurdsson,
Colleen Wilson, Heather Roed og
Dale Axel Bjornsson eru öll af ís-
lenskum ætmm þótt nöfnin séu
ekki öll íslensk. Þetta er í fyrsta sinn
sem þau koma til landsins.
Þau segjast hafa rekið augin í
Snorraverkefnið og áhugi vaknað á
að kynnast því landi sem forfeður
þeirra komu frá.
„Með komunni hingað fáum við
tækifæri til að læra íslensku, kynn-
ast menningunni og landinu og eins
að vinna með Islendingum. Við
komum úr ýmsum átmm og þekkt-
umst ekki áður en eigum það sam-
eiginlegt að okkur langaði að heim-
sækja ísland. Allt okkar líf höfum
við heyrt talað um þetta land,“ seg-
ir Kristian M. Sigurdsson. Þau segj-
ast ætíð hafa verið stolt af uppmna
sínum þótt þau hafi kannski ekki
þekkt mikið til Islands eða sögu
þjóðarinnar. „Við höfðum lesið ein-
hverjar bækur og skoðað landabréf
en þekkingin risti ekki djúpt,“ segir
Dale Axel Bjornson.
Nú á sem sagt a5 bœta úr því?
„Svo sannarlega,“ segja þau ein-
um rómi. „Uppruni manns skiptir
miklu máli og verður alltaf hluti af
lífinu. Með því að kynna sér bak-
gmnn sinn kynnist maður sjálfum
sér betur,“ segir Colleen Wilson.
Hún segist þekkja mörg nöfh í sinni
ætt en viti fátt um fólkið og hluti af
ferðinni hingað snúist um að hafa
upp á ættingjum á lífi.
Vesmr-íslendingarnir dvelja hér í
sex vikur og gefst m.a. tækifæri til
að vinna. Þau sögðust ekki enn vita
hvar þau fengju vinnu en það myndi
skýrast á næstu dögum. Svo mikið
vissu þau þó að flest fæm þau aust-
ur á firði.
K.K.
Fjöruhúsið á Hellnum
Rita í skerjum, selur í sjó
Undirritaður er ekki firá því að
Fjöruhúsið í flæðarmálinu á
Hellnum sé eitt skemmtilegasta
kaffihús landsins. Hjálpast þar
allt til - ævintýraleg og falleg
staðsetningin við klettótta
ströndina, húsið sjálft sem býr
yfir sterkum karakter, að
ógleymdum veitingunum sem
eru einstaklega ljúffengar. í
Fjöruhúsinu ráða Sigríður Ein-
arsdóttir og Kristján Gunnlaugs-
son ríkjum og þótt konungsríkið
sé ekki stórt em þau hæstánægð
og segja reksturinn ganga vel.
Hugmyndina að því að opna
kaffihús á þessum óvenjulega stað
fengu þau fyrir nokkmm ámm og
ffamkvæmdir hófust í mars 1997.
Þann 9. júlí sama ár var opnað með
pomp og prakt. Efdr á að hyggja
segja þau að staðsetningin hafi
kannski ekki verið eins óvenjuleg
og ætla mætti því Kristján er alinn
upp á Okrum og Sigríður í Staðar-
sveitinni. Fjörahúsið er gamalt salt-
hús og veiðarfærageymsla en það
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Hvernig sem viðrar, hvað sem á dynur.
Skþssuhorn æfíð í sumarsvtyhi en afdreí í sumarfríí.
Sigríður Einarsdóttir og Kristján Gunn-
laugsson rá5a ríkjum í Fjörubúsinu á
Hellnum.
var byggt árið 1937 og hefur lengst
af verið í eigu afa Kristjáns, Krist-
jáns Brandssonar í Bárðarbúð.
„Við eram ánægð það sem af er,“
segja þau. „Síðustu tvö ár vom góð
og þetta sumar leggst líka vel í okk-
ur. Það er alltaf eitthvað um að
vera.
Tíðin það sem af er sumri hefur
að vísu haft einhver áhrif hér eins
og hjá öðmm en það var til dæmis
mikið að gera núna um helgina eft-
ir Jónsmessuna. Veðrið skiptir alltaf
einhverju máli.“
Fjöruhúsið stendur við enda
gönguleiðar frá Arnarstapa sem er á
Húsiö býryfir sterkum karakter þótt ekki
se' það stórt.
að giska þrjátíu mínútna gangur og
margt hægt að skoða í nágrenninu.
Dýra- og fuglalíf er hreint út sagt
einstakt á þessum slóðum, rita í
skerjum, selur í sjó og æður með
unga sína. Kristján og Sigríður era
með árabátaleigu og bjóða fólki upp
á veiðar með sjóstöng - og þarf ekki
mörg áratog til að komast í fisk.
Sumir hafa meira að segja aflað
meira en þeir hafa treyst sér til að
hafa með sér heim. Svo mikið er
víst að engum ætti að leiðast sem
leggur leið sína í Hellnafjöra.
Texti og myndi: K.K
Njju göngin Jyrir knattspymumenn sem sagt er að Skagamenn séu að koma sér upp.
Mynd: K.K
Iþróttamiðstöðin á Jaðarsbökkum
Eru þetta nýju
leikmannagöngin?
Þeir sem fylgjast með knatt-
spymu í sjónvarpi hafa kannski
tekið eftir því að leikmenn stór-
hðanna úti í hinum stóra heimi
koma gjaman hlaupandi upp úr
miklum undirgöngum inn á
knattspymuvellina. Er það gert
til að tryggja öryggi leikmanna
enda almennt áHtið að knatt-
spymubullur svokallaðar séu
með hættulegustu mönnum.
Þessa dagana gengur sú saga
fjöllum hærra að Skagamenn ædi
sér að verða fyrstir til að koma sér
upp slíkum göngum og séu meira
að segja langt komnir með fram-
kvæmdina. Ekki er annað að sjá á
meðfylgjandi mynd og sýnast
göngin tvö frekar en ein og þá
væntanlega til að koma í veg fyrir
slagsmál á milli liða á leiðinni út á
völlinn.
Reyndar er hér aðeins um að
ræða tvo geymslugáma fyrir sláttu-
vélar og annað sem tilheyrir um-
hirðu valla á svæðinu sem hefur
verið komið svona snyrtilega fyrir
viðbakkann.
1