Skessuhorn - 15.07.1999, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 15.JÚLÍ 1999
í undanförnum rigningum hef-
ur vaxið töluvert í ám og lækjum
svo varla háir vatosskortur fisk-
gengd og verða veiðimenn því að
finna sér aðrar afsakanir ef þeir
koma aflalausir heim til eigin-
konunnar eftir veiðitúrinn. Lax-
veiði er mjög vinsælt sport hér-
lendis, raunar svo að marga sem
ekki eru ánetjaðir fíkninni undrar
stórlega. Asbjörn Jónsson í Borg-
arnesi orti á bakka laxveiðiár:
Laxar vaka úti í á,
ugga og bak má greina.
Skyldi hann taka agnið á?
Ei mun saka að reyna!
Það orð hefur stundum farið af
laxveiðimönnum að þeir hag-
ræddu sannleikanum lítilsháttar
ef brýna nauðsyn bar til. Helgi
Hálfdánarson lyfsali bað svo fyrir
sér:
Herra trúr ég treysti þér
að taki lax svo ægilegur
að jafnvel sýnist sjálfum mér
sannleikurinn nægilegur.
Baldur Eiríksson frá Dvergs-
stöðum orti um Laxveiðimann
nokkurn og hremmingar hans:
Einn laxmaður stóð með stöng
og hjól,
stondu áður en morgunsól
skein á skallann á honum,
bússuklæddur við bláan straum,
beitti öngul og greiddi taum,
- æstur af veiðivonum.
Agnið góða var gripið strax,
garpurinn vissi að það var lax,
hófst þar nú leikur langur.
Um nónbil lauk þeirri lotu fyrst
er laxinn tók hvíld og mataðist
-þá var laxmaður líka svangur.
Ekki mátti hann sleppa stöng,
í strauminn til hans, með
veisluföng,
óð þrifleg þjónustupíka.
Eftir að hafa snætt um stund,
steig hann á land og fékk sér
blund,
-laxinn sofnaði líka.
Laxmann dreymdi um laxanet,
laxastengur og veiðimet
og ljúffengan lax úr reyknum.
En þá með andfælum upp hann
hrökk,
er úti í hylnum tók laxinn stökk,
orðinn leiður á leiknum.
Þá losnaði snöggt og létti drátt,
laxmaður tók að bölva hátt
og vatt upp hið slaka snæri.
-Fjandans ólán hve illa fór,
því aldrei fyrr kom svo geysistór
lax á neins laxmanns færi.
Flestir laxveiðimenn hafa ein-
hverntíma lent í því að berja sak-
laust vatnið lengi dags án þess að
verða varir og við þær aðstæður
er ekki undarlegt þó stundum sé
hugsað eitthvað ljótt og síðan
jafnvel eitthvað enn ljótara en allt
gleymist þetta þegar laxinn loks-
ins tekur og við slíkt tækifæri
orti Valgeir Runólfsson:
Loksins fékk ég laxinn þráðan
lúsugan allsstaðar.
Það heyrði enginn hvað ég
hugsaði áðan.
Heppinn var ég þar!
I annað skipti en af svipuðu til-
efni setti Valgeir saman eftirfar-
andi kvæði:
Ég hef ekki skap til að hanga yfir
þessu lengur
því hér er ekki nokkra bröndu að
fá,
hvort það er fossinn, fljótið,
kvörn eða strengur
sem færið kannar, er ekki
kvikindi að sjá.
Nú kasta ég hér út í hylinn og
tylli mér niður
nú hef ég gengið með ánni, ffam
á kvöld,
ég á ekki von á að veiða hér neitt,
því miður
-verst hvað rigningarskollinn er
orðin köld.
I fljótum og hyljum
flugustöngina skók ég
svo flugan kræktist í
eyrnasnepilinn.
Og magalendingu í miðri ánni
tók ég
og missti þá bæði húfuna og
vindilinn.
-Þótt verði ég athlægi vina minna
og frænda,
þá vildi ég geta tilkynnt þeim
öllum strax:
Ég er hættur að vera aukabúgrein
bænda!
-Nei bíddu nú við!-Hvað skeður!
Ég er með lax.
Sumir halda því ffam að hvöt
manna til laxveiða fari þá fyrst að
blómstra þegar önnur hvöt fer
rénandi enda orti Valgeir:
Ævi mín er yndissnauð
ef engan fæ ég laxatitt.
Hún er löngu, löngu dauð
löngunin að gera hitt.
Meðal þekktari laxveiðimanna
landsins eru þrjár stórglæsilegar
systur, sterkefnaðar og í besta
lagi hárprúðar, sem eru að ég best
veit allar ógiftar og munu eiga
samanlagt eina dóttur barna. Um
þær var kveðið:
Wathne systur vægast sagt
veiðistaði prýða,
en hafa - sjáðu - samanlagt
sjaldan látið — klippa sig.
Með þökk Jyrir lesturinn
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1367
Þakkir
Þakka auðsýnda samúð og vinarhug
við fráfall bróður míns Þorvaldar
Brynjólfssonar frá Hrafnabjörgum.
Fyrir hönd aðstandenda
Gísli Brynjólfsson
I friðlöndum
í Snæfellsbæ
Dagskrá fyrir sumarið í ffiðlönd-
unum í Snæfellsbæ; Búðahrauni
og ströndinni við Amarstapa og
Hellna.
Landvarsla á vegum Náttúru-
verndar ríkisins er í friðlöndunum
frá 28. júní til 8. ágúst. Landvörð-
ur sinnir m.a. ffæðslu og almennu
eftirliti á svæðunum.
Búðahraun er eitt fegursta gróð-
ursvæði Islands og þar hafa fundist
rúmlega 130 tegundir plantna.
Dýralíf er fjölskrúðugt í hrauninu.
Búðir geyma auk þess mikilvægan
kafla úr atvinnusögu Islands og sér
þess víða merki.
Brimið hefur mótað sérkennileg-
ar klettamyndanir í ströndina við
Arnarstapa og Hellna. Má þar
nefna Stapagjárnar sem eru þétt-
setnar ritu (nema Músargjáin),
Gatklett og Baðstofu. Við strönd-
ina er fjölbreytt fuglalíf og svæðið á
sér merka sögu allt frá dögum
Bárðar Snæfellsáss.
Um friðlöndin liggja fornar
þjóðleiðir.
Landvörður hvetur alla íbúa
Vestorlands til að heimsækja þessa
fallegu staði í sumar. Það er t.d.
upplagt að renna í friðlöndin í
sunnudagsbíltúr með fjölskylduna
og jafnvel að taka með nesti því
menn verða svangir af hressandi
útivist og gönguferðum. Varla þarf
að taka fram að við verðum fyrir-
mynd annarra ferðamanna í um-
gengni. Rétt er að minna fólk á
bækling með frekari ffóðleik um
ffiðlöndin sem Náttúruvernd ríkis-
ins gefúr út í sumar.
I gönguferðum undir leiðsögn
landvarðar er boðið upp á:
• Fræðslu um friðlöndin.
• Sögur, leiki og náttúruupplifun.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Mánudagar
Klettsgatan gengin að Búða-
kletti. Búðahellir er skoðaður í
leiðinni. Lagt af stað frá Búðakirkju
kl. 11. Aætlaður göngutími eru þrír
tímar. Komum aftur að Búðakirkju
um kl. 14. Tiltölulega auðveld
gönguleið en nokkuð löng fyrir lít-
il börn og þá sem eiga erfitt með
gang.
Þriðjudagar
Kvöldferð um Hellna og /eða
Arnarstapa ef óskað er effir því.
Miðvikudagar
Gengið frá Arnarstapa yfir að
Hellnum kl. 11. Mæting við Bárð
Snæfellsás (steinlíkneskið). Gengið
eftir Neðstu götu gegn um Hellna-
hraun. Gönguferðin tekur rúman
hálftíma en lýkur formlega á
Hellnum kl. 12. Fólk getur látið
sækja sig þangað eða gengið yfir
aftur.
Frá bílastæðinu á Gróuhól á
Hellnum verður gengið að Arnar-
stapa kl. 13. Göngunni lýkur á bíla-
stæðinu fyrir ofan höfhina kl. 14.
Þessar göngur eru fyrir alla fjöl-
skylduna, Neðsta gata er gömul
þjóðleið og greinileg í hratminu.
Ekki verður farið hratt yfir og hægt
er að bera lítil börn á bakinu.
19 til 20.30.
Gengið frá
kirkjunni að
Frambúðum
og eftir
ströndinni til
baka. Auðveld
gönguleið.
Ragnhildur Sigurð-
ardóttir landvöríur
Laugar-
dagar
Gengið um
ströndina við
Arnarstapa frá kl 11 til 12. Lagt af
stað ff á bílastæðinu fyrir ofan höfh-
ina og endað við steinlíkneskið af
Bárði Snæfellsás. Þetta er göngu-
ferð fyrir alla aldurshópa. Eldri
borgarar sérstaklega velkomnir.
Frá kl 14 til 15 verður gengið um
ströndina við Hellna. Mæting við
bílastæðið á Gróuhól. Þetta er
gönguferð fyrir alla. Kvöldferð um
Arnarstapa/Hellna eða Búðir ef
óskað er eftir því.
Sunnudagar
Barnastund kl. 11 - 12.30. Nátt-
úruverkefni og leikir í fjörunni.
Mæting við Búðakirkju. Allir eru
velkomnir en ekki er ráðlegt að
senda börn undir fimm ára aldri án
fylgdar.
Landvörður veitir þá hjálp sem
hann getur og ýmsar upplýsingar
um ffiðlöndin. Ef óskað er effir
leiðsögn á öðrum tímum en aug-
lýstir eru verður því sinnt eftir
bestu getu. Hægt er að hafa sam-
band við landvörð í friðlöndunum,
í farsíma 8535520 eða á Alffavatni í
síma 4356695
Ég vil ítreka þá von að sem flest-
ir fái notið þess að heimsækja frið-
löndin í sumar. Hjólastólar komast
t.d. eitthvað um og gönguferðimar
verða aðlagaðar að þeim sem þátt
taka í þeim hverju sinni.
Friðlöndin taka frá land fyrir
náttúralega framvindu, útivist og
náttúraupplifún. Þau verða mikil-
vægur hluti af arfi komandi kyn-
slóða. Um leið og allir ferðamenn
era boðnir velkomnir í friðlöndin
er vert að minna á reglur sem
tryggja eiga náttúranni vernd:
Akstur utan vega skilur off effir
opin sár og getur myndað slóða á
svæðum sem ekki á að aka um.
Skiljum því bílana effir á bílastæð-
um og ökum aldrei utan vega.
Hestamenn mega fara um stíga
og götor en rekstur lausra hesta er
bannaður í ffiðlöndunum.
Bannað er að skerða gróður,
trufla dýralíf eða skemma jarð-
myndanir. Fuglarnir era viðkvæmir
yfir sumarmánuðina. Verði þeir
traflaðir og yfirgefi hreiðrin getur
varp misfarist.
Rusl tökum við með að næstu
raslafötu/raslagámi, þannig haldast
ffiðlöndin hrein. Sérstaklega mikil-
vægt er að skilja ekki effir glerflösk-
ur eða annað sem t.d. börn að leik
eða dýr geta skorið sig á. Tyggjó-
klessur og sígarettustobbar geta
drepið smáfugla.
Hlakka til að sjá ykkur í sumar
Föstudagar
Kvöldferð um Búðahraun frá kl.
Ragnhildur Sigurðardóttir
landvörður
Kærijóli!
Pétur var að vinna sem bréf-
beri fyrir jólin og fann þá bréf
sem stílað var á Jólasveininn
Gáttaþef, 348 Snæfellsjökull.
Hann opnaði bréfið og las
þessi átakanlegu skilaboð:
Kæri Gáttaþefur!
Heldurðu að það væri nokk-
ur möguleiki að gefa mér þrjá-
tíu þúsund krónur í jólagjöf?
Ég er ekki að biðja um þetta
bara mín vegna, heldur vegna
mömmu minnar, sem er ekkja
og vegna þriggja systra minna,
sem eiga engan föður, aum-
ingjamir litlu.
Með þrjátíu þúsund krónum
gæti ég keypt mér hjól og á því
gæti ég fengið vinnu effir skól-
ann við að bera út Skessuhorn.
Fyrir það fengi ég fimmtán
hundruð krónur á viku og
mamma gæti vel notað þá pen-
inga vegna þess að það eina
sem hún fær eru dánarlaunin
eftir hann föður minn, heit-
inn.
Þinn einlagur
Halli Siggason
Búðinni 2
Pétri þótti svo mikið til
koma að hann fór með bréfið á
fúnd í frímúrararegJunni sinni.
Bréfið var lesið upp á fundi
og bræðurnir lögðu allir í
púkkið til að safna handa
drengnum og bágstaddri fj<>l-
skyldu hans. Þegar þeir töldu
peningana kom í Ijós að það
náði tuttugu og fimm þúsund
krónum. Þessi upphæð var sett
í umslag sem merkt var frí-
múrarareglunni og Pétur tók
að sér að senda það til drengs-
ins.
Nokkram dögum eftir jól sá
Pétur annað bréf til jólasveins-
ins skrifað með sömu hendi.
Hann hafði ekki fyrir að opna
það, en fór með það á reglu-
fund og las það þar upphátt:
Kæri Gáttaþefúr,
Þakka þér kærlega fyrir að
senda mér þessa peninga fyrir
nýja hjólinu mínu, en næst
þegar þú gerir svona, þá skaltu
passa þig á að senda ekkert í
gegnum frímúrarana, því hel-
vítis fólin stálu fimmþúsund-
kalli af mér.
Þinn Halli Siggason.
Siðareglur
Siggi litli var að keppa í 6.
flokki í fótbolta á Búnaðar-
bankamótinu £ Borgarnesi ný-
lega, þegar dómarinn kallaði
hann til sín til að útskýra fyrir
honum grundvallaratriði í
íþróttamannlegri framkomu.
„Þú veist það, Siggi minn,
að við líðum ekki reiðisköst,
öskur og spörk. Þú veíst að
það er bannað að kalla dómar-
ann öllum illum nöfnum og
það er ekki rétt að fara bara í
fjúkandi fylu þegar við töpum.
Þú skilur hvað ég er að segja,
er það ekki?“
,Jú, jú!“ sagði Siggi.
„Heldurðu þá,“ sagði dóm-
arinn, „að þú gætir reynt að
útskýra þetta fyrir honura
pabba þínum sem er að óskap-
ast þarna við hliðarlínuna!"