Skessuhorn - 15.07.1999, Side 14
I
14
FIMMTUDAGUR 15.JÚLÍ 1999
gggSSUSiQBKj
Vmnuskólinn með stærri vinnustöðum
segir Einar Skúlason, rekstrarstjóri
r r
A íþróttasvæði IA áAkranesi laugardaginn 24. júlí n.k.
Að sögn Einars Skúlasonar sóttu
nálægt 200 unglingar um vinnu í
vinnuskólanum eða um 80% af 8.
9. og 10. bekkingum sem býðst
vinna yfir sumarið. Segir Einar að
með leiðbeinendum og flokksstjór-
um, sem eru um 20 talsins, láti
nærri að vinnuskólinn sé með
stærri vinnustöðum á Akranesi.
„Við gerum ráð fyrir að veltan í
ár verði um 20 milljónir og þar af
verði tekjur nálægt fjórum milljón-
um,“ segir Einar. „Tekjurnar sem
við fáum eru fyrir slátt og almenna
garðahreinsun fyrir einstaklinga og
fyrirtæki og húsfélög hér í bænum.
Sú þjónusta sem við veitum er
komin í nokkuð gott jafnvægi en
trúlega er toppnum ekki náð enn
því einstaklingum sem leita eítir
þjónustu okkar er að fjölga. Fólk
skreppur í sumarfrí og vill koma að
lóðinni sinni nýsleginni og fi'nni
þegar það kemur heim. Við vinnum
síðan að sjálfsögðu fyrir bæjar-
stofnanir og íþróttafélög án endur-
gjalds."
Að sögn Einars veitir vinnuskól-
inn bæði skjóta og ódýra þjónustu
og einnig lánar hann starfsmenn til
ýmissa annarra starfa. „Stundum
hafa málarar leitað til okkar þegar
eitthvað sérstakt er í gangi hjá
þeim, og eins höfum við sent
krakkana í sveit í uppskeruvinnu.
Einar Skúlason, rekstrarstjóri.
Mynd: K.K
Þá fara þau að morgni og koma aft-
ur að kvöldi. Við í vinnuskólanum
erum reiðubúin til að taka að okkur
ýmis verkefni og verkin eru yfir
höfuð vel unnin hjá unglingunum."
Einar segir viðhorfið í garð
vinnuskólans mjög jákvætt og bæj-
arbúar hafi til að mynda sýnt því
skilning að í rigningartíð eins og
var um daginn geti slátttur stund-
um gengið frekar hægt fyrir sig.
„Eg get ekki annað sagt en að
unglingarnir standi sig mjög vel og
vinnubrögðin hafi í heildina verið
til fyrirmyndar. Þeir eiga vissulega
lof skilið,“ segir Einar Skúlason.
KK
Þórdís, Halldór, Ragnheiður, Salóme Mart'a, Fanney Ýr og RagnheiSur.
Sldptir miMu máli að fá vinnu
Blaðamaður Skessuhoms hitti
nokkra hressa starfsmenn vinnu-
skólans að máli á dögunum. Þeir
voru alveg til í að taka sér smá-
pásu frá slættinum til að segja frá
því hvemig lífið gengur fyrir sig
í vinnuskólanum.
Unglingarnir segjast vinna að
jafnaði sjö tíma á dag, frá 8.30 til 12
og síðan frá 13 til 16.30. Þeim
finnst skipta miklu máli að fá vinnu
í vinnuskólanum. „Það er gott að fá
peninginn," segja krakkarnir. „Ædi
við værum ekki bara heima að glápa
á sjónvarpið ef maður hefði ekki
vinnuskólann,“ bæta þau við.
Hvað er skemmtilegast í vinnuskól-
anum?
„Pásurnar," svarar hópurinn að
bragði og allir hlægja. Þau segja að
það sé ágætt að vera úti í sól og
góðu veðri og vinnan sé ekki erfið.
Undanfarið hefur heldur ræst úr
veðrinu og unglingamir því getað
lagt ffá sér regngallana sem allir
klæddust lengst af í júní. En lífið er
ekki bara vinna, fimm vikna vinnu-
törnin er brátt á enda og þau segj-
ast ætla að ferðast í sumarfhíinu,
bæði innanlands og utan.
Þar með er flokksstjórinn kom-
inn á vettvang, krakkarnir ræsa
sláttuvélarnar og grípa upp hrífur
sínar að nýju.
Keppt verður í meistaraf lokki karla með sjö manna liðum og leikið
eftir minniboltareglum KSf.
Þátttökuskilyrði:
Nlótið er ætlað fyrirtækjum, félögum og hverskonar hópum innan
Atlandshafsbandalagsins. Þátttökurétt hafa allir sem ekki hafa tekið
hátt í íslandsmétinu í knattspyrnu í karlaflokki utanhúss á hessu ári.
Verðlaun fyrir hrjú efstu sætin og auk hess verður hað lið sem
hefur hæsta meðalvigt heiðrað sérstaklega. Markakéngur keppninnar
verður krýndur og bátttakendur velja langflottasta leikmanninn.
Þátttöku skal tilkynna í síðasta lagi 16. júlí í síma 437 2262 / 852 4698
Fax: 437 2263 netfang: skessuh@aknet.is
Þátttökugjald er kr. 7.666 á lið og skal greiðast fyrir mét.
Stælið vöðvana, dustið rykið af skotskénum og skráið ykkur á SHM1999
Knattspyrnudeild Skessuhorns
Kátir krakkar í vinnuskóla Borgarbyggðar klœddir í takt við veðráttu sumarsins.
Vmnuskóli
Borgarbyggðar
Nú stendur vinnuskólinn sem sinn á starfið. Áætlað er að ung-
hæst og eru unglingamir á fullu lingamir hafi vinnu í skólanum út
við að fegra og snyrta umhverfið. júlí og fari þá í frí þar til skóli hefst.
Vatnsveður hefur þó sett svip i.j.
\fS*P>V
Vegna viðhalds verður
tækjasalurinn Jaðarsbökkum
lokaður frá mán. 19. iúlí
til mán. 26. iúlí.
A íhróttanefnd
[1 Akraneskaupstaðar
Skessabornsfflóíið í kDaítspgrDa 1999