Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.1999, Page 4

Skessuhorn - 19.08.1999, Page 4
•4 FIMMTUDAGUR19. ÁGÚST 1999 Fíflast einu sinni á ári segir Jónína Gestsdóttir um Höfðahátíðina Utihátíðir af ýmsu tagi eru orðn- ar áberandi þáttur í ferðaþjónustu á Islandi og varla líður svo helgi yfir sumartímann að ekki sé hægt að finna eina slíka einhversstaðar á landinu. Næstkomandi laugardag verður hátíðin Halló Höfði haldin í þriðja sinn en hún hefúr mikla sér- stöðu að því leyti að hún er ekki haldin af sveitarfélagi, félagasam- tökum eða fyrirtækjum heldur ein- um einstaklingi. Jónína Gestsdóttir býr ein á bænum Höfða í Eyrarsveit og hún er ffamkvæmdastjóri Halló Höfða. Hún er líka skemmtikraftur, gæslu- maður, sjoppudama og allt annað sem þarf á slíkri hátíð. „Þetta byrjaði þegar malbikið kom en þá fannst mér ástæða til að fagna og síðan hef ég haldið þessu áfram,“ sagði Jónína aðspurð um upphaf hátíðahaldanna. „Ef þeir verða duglegir í Búlandshöfðaveg- inum og klára í haust er aldrei að vita nema að það verði aukahátíð." Jóm'na sér um allt sjálf á hátíð- inni, semur og flytur skemmtiat- riði, undirbýr keppni í ýmiskonar þrautum og sel- ur kaffi og „meððí“ svo eitthvað sé nefnt. „Þetta er nú ekkert merkilegt hjá mér en meðan fólk getur hlegið og skemmt sér er tilganginum náð. Mér finnst heldur ekkert mikið þótt maður fi'flist svona einu sinni á ári.“ Nýtt kaffihús Jónína varð fyrir því í vetur að það brurmu hjá henni útihús en í þeim hafði hún nýlega lokið við að innrétta saumastofu. I eldsvoðan- um missti hún ekki aðeins húsnæð- ið heldur einnig tæki og lager sem hún var búin að koma þar fyrir. Jónína hefur ekki misst móðinn þrátt fyrir þessar hremmingar og á Halló Höfða ætlar hún að opna kaffihús við þjóðveginn í litlu húsi sem búið er að koma fyrir á rústum gömlu útihúsanna. G.E. BORGARBYGGÐ Frá Grunnskóla Borgarness Kennarar, nemendur og forráðamenn þeirra athugið. Skólinn hefur starfsemi sína miðvikudaginn 1. september n.k. og eiga nemendur að mæta í skólann þann dag sem hér segir: Nemendur 5.-10. bekkja mæti kl. 10 f.h. (skólabíll úr Bjargslandi kl. 09:50) Nemendur 1A - 4A (fyrirhádegisbekkja) mæti kl. 11. Nemendur 1B-4B (eftirhádegisbekkja) mæti kl. 13. (skólabíll úr Bjargslandi kl. 12:50) Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá daginn eftir, fímmtudaginn 2. september kl. 8:10. Kennarar eru boðaðir til fundar þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10 f.h. Skólastjóri Starfsfólk óskast. Viðhald girðinga á færri hendur Á síðasta fundi bæjarstjómar Borgarbyggðar var samþykkt álykt- un þess efnis að leyft verði að fela einum aðila að annast viðhald girð- inga með stofn- og tengivegum á vissum svæðum. „Samkvæmt vegalögum ber land- eiganda að sjá um viðhald girðinga meðfram vegum en Vegagerðin greiðir kostnaðinn að hluta. Þetta fyrirkomulag hefur gefist misjafn- lega enda eru menn misvel í stakk búnir til að sinna þessu verkefni,“ sagði Stefán Kalmansson bæjar- stjóri Borgarbyggðar í samtali við Skessuhorn. Hann kvaðst þó ekki telja að þessi mál væru í neitt verri farvegi en annars staðar. „Það er mikilvægt öryggisatriði að komið sé í veg fyr- Hross á vegi ir ágang búfjár með þjóðvegum í sveitarfélaginu og þar em góðar girðingar mikilvægur liður. Eins og sakir standa bera mjög margir aðil- ar ábyrgð á viðhaldi girðinga með- fram vegum í sveitarfélaginu og það er talið geta reynst árangursríkara ef þau mál væm á hendi færri að- ila;“ sagði Stefán. G.E. Rafmagn í jörð á nesinu Oryggisatriði og umhverfismál segir Erling Garðar Jónasson umdæmisstjóri Rarik í sumar hefur Rarik unnið að því að leggja jarðstreng £ stað há- spennulínu frá Arnarstapa að Tlellnum. Raflínustaurar munu þó ekki heyra alveg sögunni til á þessu svæði því ákveðið hefur verið að raska ekki hrauninu við Hellna meir en nauðsynlegt er. „Veðurálag er mikið á þessum slóðum og truflanagjarnt. Þess vegna er það mikið öryggisatriði að koma rafmagninu í jörð,“ sagði Er- ling Garðar Jónasson umdæmis- stjóri Rarik á Vesturlandi. „Þetta er einnig mikið umhverfismál í þessari náttúruparadís en í framtíðinni munu raflínustaurar ekki spilla ásýnd svæðisins nema á stuttum kafla. Með tilkomu nýja jarð- strengsins gefst íbúum á utanverðu nesinu í fyrsta sinn kostur á þriggja fasa rafmagni.“ Að sögn Erlings hefur verið unn- ið að því undanfarin ár að jarð- strengjavæða sunnanvert nesið og nú er rafmagnið komið í jörð frá Syðra Lágafelli að Breiðuvík. I sumar var rafmagnið einnig lagt í jörð ffá Rifi að Gufuskálum. „Þess- ar aðgerðir miða meðal annars að því að koma háspennukerfinu í jörð á mjög söltum svæðum. Það hefúr verið bilanagjart á þessum slóðum vegna þess að mikið salt er í lofrinu þegar hvessir og rýkur upp á útnes- inu,“ sagði Erling. G.E. ATVINNA-ATVINNA Vegna aukinna verkefna óska Borgarnes-kjötyörur eftir starfsmönnum í ýmis störf sem fyrst. Allar upplýsingar gefa Ricardo og Anna B|örk í síma 430 5600 Loftorka í Borgarnesi ehf. óskar eftir að ráoa starfsfólk í eftirtalin störf: / Trésmiði og verkamenn vana byggingarvinnu. Meiraprófsbílstjóra og kranamann. Allar nánari upplýsingar gefur Konráð Andrésson í síma 437 1113 og hs. 437 1155 EOPÍF Engjaási 1 Borgarnesi - Sími 437 1113 '•Æ-'.'fiT#. Akraneskaupstadur Iþróttamidstödin Jaðarsbökkum ATVINNA Óskad er eftir starfsmanni vid íþróttamiðstoðina að Jaðarsbökkum. Um er að ræða 100% stöðugildi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum STAK og Akraneskaupstaðar. Staríið er vaktavinna og felst í sundlaugargæslu, þrifiun og gæslu í karlaklefum. Viðkomandi þarf að hafa góða kunnáttu í skyndihjálp, sundi og þarf að geta bytjað strax. Nánari upplýsingar veitir íþróttafuHtrúi í síma 431 3560. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni Stillholti 16-18. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna fyrir 31. ágúst. íþróttafiilltrúi kraneskaupstaðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.