Skessuhorn - 19.08.1999, Síða 5
^' FIMMTUDAGUR 19/ÁGÚST1999
'5
ónarmib Flosa
Dreifbýli í Þéttbýii
Ég hef voða mikið verið að hugsa um Laugar-
dalinn í Reykjavík uppá síðkastið. Verið alveg und-
irlagður. Og ekki bara ég heldur öll íslenska þjóðin
ef marka má fjölmiðla.
Mér er orðið nær að halda að gæfa og farsæld
íslensku þjóðarinnar standi og falli með því hvort
einhverhús verði byggð í Laugardalnum í Reykja-
vík eða ekki. Allt að verða vitlaust í þéttbýlinu útaf
því að það skuli ekki eiga að fá að vera dreifbýli.
Það er nefnilega svo 'skrítið að ekkert virðast
sveitamenn á íslandi þrá eins heitt einsog að verða
borgarbúar og borgarbúar virðast eiga þann draum
heitastan að verða sveitamenn.
Dreifbýlinu halda menn svo að hægt sé að við-
halda í Reykjavík með því að byggja ekki hús í
Laugardalnum.
Ég er fæddur í Reykjavík niðurvið Tjörn og bjó í
sextíu ár í miðbænum þar sem aðalútivistarsvæð-
ið er flugvöllur.
Við þetta undi ég þar til ég fann að hugur minn
stefndi til skemmtilegra útvistarsvæðis og flutti
hingað í Borgarfjörðinn.
Þetta var fyrir réttum tíu árum.
Stundum hugsa ég sem svo:
Mikill hamingjuauki yrði það nú fyrir íslendinga
ef þeir sem búa í þéttbýli sættu sig við að vera
borgarbúar og þeir sem búa í dreifbýli sættu sig við
að vera dreifbýlingar.
Öllum ætti að vera Ijóst að íslenska þjóðin skipt-
ist í tvennt: -dreifbýlinga og þéttbýlinga.
Tiltölulega stutt síðan allir landsmenn voru
dreifbýlingar og vafalaust skammt undan að þjóðin
öll verði þéttbýlingar.
Dreifbýlingar og þéttbýlingar eiga fátt sameigin-
legt, nema ef vera kynni uppruna sinn. Hagsmunir
eru ólíkir og þá að sjálfsögðu skoðanir allar líka.
Nú er það svo að allir eiga sér draum. Það á
bæði við um dreifbýlinga og þéttbýlinga.
Og hver er svo draumurinn?
Dreifbýlinga dreymir um að fá að búa í þéttbýli
og þéttbýlinga dreymir að fá að búa í dreifbýli.
Á nokkrum áratugum hafa á íslandi orðið þjóð-
flutningar, með því að sveitamenn hafa í hópum
flust „á rnölina", til að láta þann draum rætast að
vera þéttbýlingar.
Við þetta hafa orðið til borg og bæir, en það er
það kallað þegar hús rísa mörg í þyrpingu, stund-
um aðskilin af götum ,strætum og jafnvel torgum
og oftar en ekki eru í húsunum unaðslegir sveita-
menn sem hafa látið drauminn, að komast í þétt-
býlið, rætast svo þeir geti látið sig fara að dreyma
um að komast aftur uppí sveit.
Ég er einn af þeim sem lét þann draum rætast.
Svo ég geri nú langt má stutt, þá er ég orðinn
svo þreyttur á öllu útivistarsvæðaröflinu í Reykjavík
að ég fæ velgju þegar ég heyri orðið „útivistar-
svæði“ nefnt.
Ég held einfaldlega að þeir sem hafa kosið sér
að búa í þéttbýli verði að sætta sig við það að búa
ekki í sveit.
Og sveitamenn eiga að una glaðir við sitt í dreif-
býlinu.
Annars hef ég það fyrir satt að útivistarsvæði
Reykjavíkur séu ekkert úr hófi vinsæl.
Meira að segja Klambratúnið sem er orðið einn
fegursti bletturinn í Reykjavík. Þangað virðist fólk
lítið sækja, nema ef til vill einn og einn kynlegur
kvistur sem á blíðum sumardegi bíður í skjóli runn-
anna eftir því að fá tækifæri til að sýna á sér
skömmina og hrella með því gamlar konur og börn,
sem eru svo aldrei á túninu af því Reykvíkingar
nota önnur útivistarsvæði en þau sem eru í miðbæ
borgarinnar.
Eg hugsa að varla sé til unaðslegra útivistar-
svæði en Heiðmörkin. Þangað fara miklu færri en
ætla mætti, samt er þangað fimm mínútna akstur
úr borginni.
Svo unaðslega vill nefnilega til að ísland er eitt
allsherjar útivistarsvæði, vel að merkja, ef þéttbýl-
iskjarnarnir eru frátaldir.
Borgir og bæir eru eðli málsins samkvæmt,
mest „innivistarsvæði".
Einu útivistarsvæðin í Reykjavík, sem njóta vin-
sælda er Austurstrætið þegar blessaðri sumarsól-
inni loksins þóknast að verma götuna, já og Hall-
ærisplanið, ef það er þá ekki komið úr tísku.
Fyrir mér, sem bjó í sextíu ár í hjarta Reykjavík-
urborgar er þvargið um Laugardalinn svo mikið
víðáttukjaftæði að ég nenni ekki einusinni að hafa
skoðun á því.
Dásemdir íslenskrar náttúru verða ekki búnar til
á „útivistarsvæðunT í Reykjavík.
Þær guðsgjafir er aðeins að finna í sveitum
landsins þar sem enginn vill búa nema sveitamenn
og sérvitringar.
Flosi Ólafsson
Bergi
Unnið við jarðboranir í Ólafsvík i síðustu viku.
Mynd: G.E.
Jarðhitaleit á Snæfellsnesi
Leitað að hæsta hitastigi
Jarðhitaleit á Snæfellsnesi er enn
í fullum gangi en eins og flestum
ætti að vera kunnugt er árangurs
af henni þegar farið að gæta með
hitaveitu í Stykkishólmi og víðar.
Nú standa yfir ffekari boranir í
Ólafsvík en þar er unnið við djúp-
rannsóknarholu á svæði sem áður
hefur verið rannsakað. „Það er ver-
ið að leita að hæsta hitastigli en
þetta er rannsóknarverkefni sem
mun segja alfarið til um hvort virkj-
un sé hagkvæm á þessum stað,“
sagði Erling Garðar Jónasson um-
dæmisstjóri Rarik sem hefur yfir-
umsjón með jarðhitaleitinni. „Ef
við fáum nægjanlega háan hita-
stigul á þessum stað verða ekki
frekari rannsóknir í Snæfellsbæ en
ef ekki þá verðum við að leita bet-
ur,“ sagði Erling Garðar.
Fyrir stuttu var boruð djúphola í
Grundarfirði en rannsóknir standa
enn yfir. Þeim líkur í þessari viku
en niðurstöðu úr rannsóknunum í
Ólafsvík er að vænta í næstu viku.
Heitasta vatnið á
Kóngsbakka
Þegar borunum líkur í Ólafsvík
fer borinn að Vegamótum í Eyja-
og Miklaholtshreppi. „Þar verður
borað á ákaflega heitu svæði en þar
er hitastigullinn mjög hár og horf-
ur eru mjög góðar á að þar sé hag-
kvæmur kostur. Á næstunni verður
einnig borað á bænum Kóngsbakka
í Helgafellssveit en þar er hita-
stigull um 450 - 470 gráður sem er
það mesta sem fundist hefur á Snæ-
fellsnesi til þessa,“ sagði Erling
Garðar.
RAFVIRKI - VÉLVIRKI
íslenska járnblendifélagið hf. óskar eftir að ráða rafvirkja
og vélvirkja til framtíðarstarfa í tæknideild fyrirtækisins.
Störfin eru aðallega fólgin í viðhaldi og viðgerðum á búnaði
verksmiðjunnar.
Ath. Endurnýja þarf eldri umsóknir sem sendar hafa
verið Islenska Járnblendifélaginu hf.
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem
trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði hf.
frá kl. 9-12 í síma 533 1800.
Auk þess veita upplýsingar Adólf Ásgrímsson rafveitustjóri eða
Sævar Ríkharðsson verkstjóri um starf rafvirkja og
Björn Jónsson verkstjóri um starf vélvirkja í síma 430 0200.
Vinsamlegast sendið umsóknirtil íslenska Járnblendifélagsins,
Grundartanga, 301 Akranes eða Ráðgarðs
fyrir 21. ágúst n.k. merktar:
„íslenska járnblendifélagið“ og viðeigandi starfi.
íslenska járnblendifélagið hf.
GE