Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.1999, Side 6

Skessuhorn - 19.08.1999, Side 6
FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1999 jataatnui-! Tíu þúsund gestir á tæpum mánuði Sundlaugarmannvirkin í Stykkishólmi formlega tekin í notkun Hin nýja og glæsilega sundlaug í Stykkishólmi var formlega vígð á Dönskum dögum siðastliðið föstudagskvöld við hátíðlega at- höfh. Fjöldi fólks var mætt á sundlaugarbakkan til að vera við vígsluna enda hefiir lauginni ver- ið tekið fagnandi af bæjarbúum og ferðamönnum og um helgina stakk tíu þúsundasti gesturinn sér til sunds í Stykkishólmslaug. Við vígsluna söng barnakór Stykkishólms nokkur lög, Sr Gunn- ar Eiríkur Hauksson blessaði mannvirkið og flutt voru nokkur ávörp. Formaður Byggingarneínd- ar sundlaugarmannvirkjanna, Ellert Kxistinsson, gat þess meðal annars að með vígslu þeirra væri uppbygg- ingu íþróttamannvirkja í Stykkis- hólmi að mestu lokið. Við sund- laugina er einungis eftir að setja upp minni rennibraut fyrir yngsta aldurshópinn og einnig var við hönnun hennar gert ráð fyrir að síðar yrði komið fyrir gufúbaðsað- stöðu. I máli sínu gat Ellert þess að það gleðilegasta við mannvirkið væri hve ólíkum og fjölbreyttum hópum Vignir Sveinsson forstöðumaður íþróttamiSstöövarinnar í Stykkishólmi afhendir tíuþú- sundasta gestinum, Höllu Steitisson, veglegan hlómvönd. Mynd: K.Ben. Ellert Kristinsson formaóur hyggingarnefiidar afhendir Ólafi Hilmari Svetrissyni hæjarstjóra lyklavóldin aS sundlaugarrnannavirkjun- um. Mynd: G.E. það þjónaði. Til marks um vinsæld- ir laugarinnar fyrstu fjórar vikunnar sem hún hefur verið opin sagði Ell- ert að aðsóknin samsvaraði því að hver Hólmari hefði farið í sund tvisvar í viku. Sundlaugarmannvirkin í Stykkis- hólmi samanstanda af 25 metra úti- laug, 47 rnetra langri rennibraut, tveimur heitum pottum, vaðlaug og 12 metra innilaug með lyftu fyrir fatlaða auk fullbúinna búningsklefa. Arkitekt var Ormar Þór Guð- mundsson og aðalverktaki var Skipavík í Stykkishólmi. G.E. Ýtustjórar fyrr og nú. A myndinni erufulltrúar nær allra sýslna landsins, en þeir eiga þaS sameiginlegt aS hafa stjórnaS jtu. lagningu við Akranes að frumkvæði Vélanefndar og sléttun skurðruðn- inga þar árið 1943. Með tilkomu þeirrar vélar og annarra í kjölfarið má segja að orðið hafi bylting í tún- rækt bænda, vegagerð léttist til muna, snjóruðningur varð mögu- legur við erfiðar aðstæður sem og byggingarframkvæmdir auk ýmissa annarra nýtingarkosta. Harðjaxlasafn Auk Guðmundar Öfjörð voru margir af eldri jarðýtustjórum landsins mættir á Hvanneyri og vafalítið hefur þvílíkt harðjaxlasafir sjaldan sést saman komið á einum stað fyrr né síðar. A laugardags- kvöldinu bauð Jörvi hf. á Hvann- eyri til kvöldvöku þar sem rifjaðir voru upp atburðir tengdir ýtusög- unni, minnst gamalla jaxla í grein- inni, sagðar voru reynslusögur og slegið á létta strengi. Þess má geta að á hátíðina mættu fyrrum og nú- verandi ýtustjórar frá nær öllum sýslum landsins. Raunin varð enda sú að menn gleymdu sér fljótt í heimi ýtusagna, hetjudáða tengdum vegagerð og jarðabótum, bilana- og viðgerðasögum og ýmsu fleiru. Texti og myndir: MM ÞaS erufleiri en sýslumaðurinn á ísafirði sem hafa gaman af hinum munnfrtða stórpoppara Mickjagger ogfélögum hans í veltandi grjóti. Þorsteinn Þorsteinsson smiður hjá Sólfelli er einn afheitustu aðdáendum bresku popparanna en hann datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann rakst á Jagger á fórnum vegi í Mjvatnssveit. Af myndinni að dæma er ekki annað að sjá en vel hafifarið á með þeitn félögum en ekkifylgdi sögunni hvort þeir tóku lagið saman. Þorsteinn er til vinstri á myndinni en á milli þeirra Jaggers er Þorgeir Þorsteitisson. Mynd: Guðbjörg. Guðmundur ÖjjörS fyrsti jtustjórinn á Islandi var að fiálfsögðu mœttur að Hvanneyri á degi jtumanna. \ ... x Lifandi ýtusaga Sögu beltavéla og jarðýtna gerð skil á Hvanneyri Ein affyrstu ræktunarjtunum á Islandi IHC, TD-9 í eigu Totfa og Guðmundar í Hvammi íHvítársíðu. Aýtunni er-fyrsta jtutönnin sem notuð var hér á landi. Um síðustu helgi fór fram á Hvanneyri sýningin „Ytur í lífi þjóðar“. Það var áhugamanna- hópur Hvanneyringa undir stjóm þeirra Bjama Guðmunds- sonar og Hauks Júlíussonar sem skipulögðu og sáu um fram- kvæmd sýningarinnar í tengslum við Búvélasafnið, Jörva hf., Veg- minjasafhið, Vegagerðina og Heklu hf. Sýningunni var að hluta ætlað að minnast 80 ára sögu beltavéla á Is- landi en ekki síður þætti jarðýtna sem byrjað var á seinni stríðsárum að nýta til jarðabóta, vegagerðar, snjóruðnings og fleira. Þannig má segja að beltavélar hafi átt drjúgan þátt í seinnitímasögu þjóðar sem byggja hefur þurft harðbýlt og víð- feðmt land. A sýningunni mátti sjá allt frá elstu beltavélum landsins til nýjustu tækjanna. Meðal sýningargripa var fyrsta ýtutönnin sem tilheyrði ýtu Sigfúsar Öfjörð ffumkvöðuls í véla- rekstri frá Lækjarmóti í Flóa. Tönnin er að vísu ekki á uppruna- legu vélinni heldur á IHC TD-9 vél sem nú er í eigu þeirra Torfa og Guðmundar í Hvammi í Hvítár- síðu. Sú vél er líklega elsta jarðýta landsins sem enn er í notkun. Fyrst ýtt á Akranesi Sonur Sigfúsar Öfjörð, Guð- mundur S. Öfjörð, var fyrsti ýtu- stjórinn á landinu. Hann er enn að ýta þótt kominn sé á áttræðisaldur. Guðmundur stjórnaði fyrstu jarðýt- . unni árið 1943, arið sem íslending- ar eignuðust fyrstu beltavélina með ýtutönn. Meðal fyrstu verka þeirrar ýtu var vinna við vegagerð og götu-

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.