Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.1999, Qupperneq 15

Skessuhorn - 19.08.1999, Qupperneq 15
áffilSSíHiöi2H FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1999 15 Sumrinu biargað á Skaganum / Skagamenn komnir í úrslit bikarsins eftir stórsigur á IBV Skagamenn unnu glæsilegan sigur á Islandsmeisturum IBV 3 -0 í und- anúrslitum bikarkeppninnar sl. miðvikudag og eru þar með búnir að tryggja sér sæti í úrslitum. Þar mæta þeir erkifjendunum KR og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli í lok sept. Það má því segja að sumrinu sé bjargað á Skaganum því slakt gengi Skagaliðsins í sumar hefur haft sín áhrif á bæjarsálina. Sigur Skagamanna var sanngjarn og voru þeir á köflum með algjöra yfirburði á vellinum. Það má segja að hin sanna Skagastemming hafi lifnað á ný þegar leið á leikinn því áhorfendur tóku vel við sér þegar þeir sáu hvert stefhdi. Hinsvegar voru áhorfendur frekar fáir miðað við mikilvægi leiksins. Fyrsta korterið var fremur rólegt. Skagamenn voru meira með bolt- Alexander Hognason og Kári Steinn Reytiisson fagna öðru marki Skagatnatma gegn ÍBV ann en náðu ekki að skapa nein hættuleg færi fyrr en á 17. mínútu þegar brotið var á Steráni Þórðar- syni innan vítateigs Vestmanney- inga og Gylfi Orrason dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu. Áhorf- endur héldu niðri í sér andanum þegar Sturlaugur Haraldsson tók spyrnuna en Skagamenn hafa mis- notað megnið af sínum vítaspyrn- um í sumar. Það stóð líka heima að vítaspyrnudraugur þeirra gulu var mættur á svæðið og Birkir Kristins- son markvörður IBV varði glæsi- lega ágætt skot frá Sturlaugi. Kenn- eth Matiane fylgdi vel á eftir en aft- ur varði Kristján. Skagamenn héldu áfram að sækja og Stefán og Matiane sýndu góðan samleik á köflum en náðu ekki að klára dæmið. Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 31. mínútu þegar Birkir Kristinsson varði gott skot frá Pálma Haraldssyni sem fylgdi sjálfur vel á eftir og kom boltanum í netið. Áftam sóttu Skagamenn og réðu lögum og lofum á vellinum. Fleiri urðu þó mörkin ekki í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik héldu Skagamenn uppteknum hætti og sóttu af krafti og á 60. mínútu uppskáru þeir ríku- lega þegar þegar Jóhannes Harðar- son þrumaði boltanum í netið frá vítateigshorninu eftir sendingu frá Alexander Högnasyni. Síðasta markið kom síðan á 77. mínútu þegar Kári Steinn Reynisson spilaði sig inn í vítateiginn einn og óstudd- ur og renndi boltanum framhjá markverði Eyjamanna. Mörk Skagamanna hefðu getað orðið mun fleiri og Eyjamenn áttu ekki nema eitt brúklegt færi í leikn- um þegar Gunnlaugur Jónsson bjargaði á línu á 80. mínútu. Ef lið- ið spilar eins og það gerði á móti IBV ætti liðið að eiga í fullu tré við KR í úrslitunum og vel það. AUir leikmenn Skagaliðsins voru að spila vel á miðvikudagskvöldið en maður Ieiksins var Jóhannes Harðarson. Hann vann vel á miðj- unni og skoraði glæsilegt mark. Einnig voru þeir Stefán og Gunn- laugur í essinu sínu. G.E. Hugarfarið gerði útslagið Sagði Jóhannes Harð- arson eftir leikinn „Þetta var ekki létt þótt segja megi að við hefðum ákveðna yfirburði í leiknum,“ sagði Jó- hannes Harðarson í samtali við Skessuhorn eftir bikarleikinn. „Við vissum af biturri reynslu að það þýddi ekki að gefa neitt eftir og þar sem Eyjamenn eru sterkastir í að koma hratt upp völlinn vorum við ákveðnir í að gefa þeim ekkert svigrúm. Enda gekk það eftir og þeir voru ekki að fá nein tækifæri sem hægt er að tala um. Það var fyrst og fremst hug- arfarið sem gerði útslagið og það var kominn tími til að við sýndum hvað við gætum.“ Aðspurður um úrslitaleikinn gegn KR í septemberlok sagði Jóhannes: „Þetta leggst stórvel í mig. Þetta verður leikur áratug- arins í það minnsta og við kom- um til með að Ieggja allt undir.“ GE Skallamir á hraðri uppleið Erum farnir að sýna okkar rétta andlit, segir Jakob Skúlason formaður Bruni - Víkingur Ólafsvík 3-1 Oruggur sigur Bruna í síðasta leik Fyrstu deildarlið Skallagríms virðist vera komið á beinu brautina eftir dapurlegt gengi í sumar. Liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki og hefur lyft sér úr fallsætinu. Eftir glæsilegan sigur á Dalvík á útivelli 6-2, er Skallagrímur í 8. sæti deild- arinnar með 16 stig en þess má geta að liðin í 2. - 7. sæti eru með 17 til 20 stig og á því Skallagrímur góðan möguleika á að fikra sig upp stiga- töfluna. Markaskorarinn mikli, Hjörtur Hjartarson, fór á kostum í leiknum á Dalvík og skoraði fjögur mörk. Hann er nú lang markahæstur í deildinni með 13 mörk en næstu menn hafa skorað níu stykki. Har- aldur Hinriksson, sem átti einnig stórleik, skoraði eitt mark í leiknum en sjötta mark Skallagríms var sjálfsmark. Skallagrímsmenn voru einkar ffískir í leiknum á Dalvík og miðað við Ieik þeirra þar eru þeir á röngum stað í stigatöflunni. „Ætli sé ekki óhætt að segja að menn séu farnir að sýna sitt rétta andlit," sagði Jakob Skúlason for- maður Knattspyrnudeildar Skalla- gríms í samtali við Skessuhorn. „Við vissum að við værum með ágætis mannskap enda byrjuðum við með glans en síðan fór eitthvað úrskeiðis. Oheppnin elti okkur á tímabili og við vorum að klúðra unnum leikjum og tapa með eins marks mun hvað eftir annað. Menn hafa hinsvegar verið að spila vel að undanförnu. Alexander Linta hefur komið sterkur inn og Andrés einn- ig. Það er líka aðdáunarvert að þrátt fyrir erfiðleika hefur mórallinn ver- ið sérlega góður og menn eru ánægðir með þjálfarann. Við von- um að þetta sé að koma en það er ljóst að næsti leikur, gegn Þróttur- um, verður erfiður. Það er alltaf erfitt að koma í svona leiki þegar vel hefur gengið um tíma. Ef áhorf- endur mæta á völlinn og styðja við bakið á strákunum þá eru þeir til alls vísir,“ sagði Jakob að lokum. Næsti leikur Skallagríms er í kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 19:00 á Borgarnesvelli gegn Þrótti úr Reykjavík. GE. Firmakeppni Faxa Verðlaunahafar í bamaflokki á Firttmkeppni Faxa. Mynd: Kristín Gunnarsdóttir Firmakeppni Faxa fór fram 7. ágúst á Faxaborg í blíðskapar veðri. Söfhun firmaáheita gekk mjög vel og þakkar firmakeppn- isnefhd skjót og góð viðbrögð einstaklinga og fyrirtækja og allra sem stóðu að söfhunni. Bamaflokkur: 1 sæti Jónas Ingólfsson á Orms- tungu keppti fyrir Guðnýju og Magnús í Krossnesi. 2 sæti Flosi Ólafsson á Jöru keppti fýrir Tamningastöðina Hamraendum. 3 sæti Guðni Benediktsson á Geisla keppti fyrir Búnaðarsamtök Vesturlands. 4 sæti Hrafn Norðdal á Reyk keppti fyrir Kaðalstaðabúið. 5 sæti Finnbogi Eyjólfsson á Pöndu keppti fyrir Beigaldabúið. Unglingaflokkur: 1 sæti Berglind Rósa Guðmunds- dóttir á Maístjörnu keppti fyrir Ás- dísi Haraldsdóttir Álftanesi. 2 sæti Árni Þór Lárusson á Aski keppti fyrir Skessuhorn ehf. 3 sæti Vilborg Bjarnadóttir á Frey keppti fyrir Holtakjúkling. 4 sæti Sóley Birna Baldursdóttir á Snerpu keppti fyrir Jarðlangsstaði. 5 sæti Elísabet Fjeldsted á Stjör- nu keppti fyrir Hamraendabúið. Kvennaflokkur 1 sæti Unnur Ólafsdóttir á Öldu keppti fýrir Hótel Borgarnes. 2 sæti Rósa Björk Sveinsdóttir á Ópal keppti fýrir Öldu og Reyni Leirulækjarseli. 3 sæti Iris Ármannsdóttir á Erni keppti fýrir Bílaþjónusta Ólafs, Reykholti. 4 sæti Gýgja Dögg Einarsdóttir á Hreim keppti fýrir Kristján Fred- riksen, Varmalandi. 5 sæti Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir á Dröfn keppti fýrir Stefán Eggertsson í Steðja. Karlaflokkur: 1 sæti Pálmi Ríkharðsson á Dropa keppti fýrir EIsu og Svein Ulfsstöðum. 2 sæti Einar Reynisson á Högna keppti fýrir Sigrúnu og Jóhann Smiðjuhóli. 3 sæti Einar Karelsson á Hjörvari keppti fýrir Þórhall Bjarnason, Varmalandi. 4 sæti Daníel Ingi Smárason á Óttari keppti fýrir Rauðanes II. 5sæti Bjarni Marinósson á Blika keppti fýrir Rafn Ásgeirsson, Varmalandi. -HI Bruni sigraði Víking Ólafsvík með þremur mörkum gegn einu á Akranesi á laugardag í síðasta leik liðsins í riðlinum. Öll mörkin voru skoruð í fýrri hálfleik sem var ágætlega fjörugur. Brunaliðið var sterkari aðilinn í leiknum en það voru Ólsarar sem skoruðu fýrsta mark leiksins á 20. mínútu og var þar að verki Jónas Gestsson. Guðmundur Claxton jafnaði fýrir Bruna tíu mínútum síðar þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu. Sveinbjörn Hlöðversson skoraði síðan tvívegis með stuttu millibili undir lok hálf- leiksins og gerði nánast út um leik- inn. Seinni hálfleikurinn var heldur litlaus og tilþrifalítill og þrátt fýrir nokkur góð færi tókst Bruna ekki að bæta við fleiri mörkum. K.K. SIP! O'- Ig'"'1 Mynd K.K Akraneskaupstadur íþróttanefnd Gönguferð að Melabökkum í Melasveit. Laugardaginn 28. ágúst verður farið í gönguferð að Melabökkum í Melasveit. Lagt verður af stað með rútu kl. 10:00 frá íþróttamiðstöðinni Jáðarsbökkum. Þátttökugjald er 500 kr. Skráning fer fram í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum í síma 431 2643. Gangan sjálf tekur um það bil tvo tíma og er því tilvalin fyrir alla JQölskylduna. Fararstjóri verður Bjöm Finsen. (]ip J lií Iþróttanefhd kraneskaupstaðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.