Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 ■ |K... I WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPANR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 852 4098 Vefdeild: Bjarki Mór Karlsson 854 6930 Blaðamaður: Kristjón Kristjónsson 892 4098 Auglýsingar: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200 Silja Allansdóttir 431 4222 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Umbrot: Skessuhorn / Fjölritunar- og útgófuþjónustan Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr. __________________4 3 0 2 2 0 0 Smala- drengur Það er haust. Mér er kalt. Skapið er skelfilegt. Það er ekki laust við að mér renni í skap þegar ég bröltd hér upp úr forar- vilpunni og skyrpi út úr mér meðalstórri grasþúfu. Skal það þó tekið fram að ég er dagfarsprúður að eðlisfari. Eg ætla svo sem ekki að erfa það við klárinn þótt hann hafi kastað mér af baki fyrst hann var svo vænn að gera það þarna á bak við holt- ið þar sem enginn sá til. Eg lái honum heldur ekki þótt hann hafi verið orðinn langþreytmr á þessum eltingarleik við bévít- ans bíldóttu rolluna sem fór ævinlega í sömu átt og hún átti ekki að fara því hún hafði endilega þurft að elta gömlu mórauðu rolluna, sem aldrei hefur stigið í vitið, núna allan fyrri part dagsins. I fáum orðum sagt er staðan þessi: Við höfum ákveðið það í sameiningu, klárinn og ég, að gefast upp við þá bíldóttu, sú mórauða er rokin út í veður og vind, klárinn er orðinn fúll, ég er orðinn enn fúlli, rollurnar flestar við það að verða vitlaus- ar, fyallkóngurinn albrjálaður og það er komin kolsvarta þoka. Ofan á allt annað er ég búinn að vera það lengi ofan í þessum pytti að samkvæmt öllum stöðlum ætti ég að vera farinn í um- hverfismat. A stundum sem þessari er ekki laust við að það flökri að manni að sauðfjárbúskapur sé það heimskulegasta sem fundið hefur verið upp. Til hvers í ósköpunum að vera að elta þessi loðnu kvikindi upp um mela og móa, mýrar og hálsa á hverju hausti og svo vill varla nokkur maður éta þetta ótilneyddur þegar loksins er búið að drösla þessu til byggða? Fólkið vill núðlur og pasta, pitsur og trefjafæði, eitthvað sem búið er til í verksmiðjum og aldrei hefux hreyft sig spörm ffá rassi. Fólkið vill ekki ófystuga lopahnykla sem þvælast upp um fjöll og firn- indi og spæna í sig heilu iðjagrænu birkiskógana dag efdr dag. Auðvitað er það hið eina sem einhver skynsemi er í. Ekki þarf að smala pitsunum í hríðarhraglanda í óbyggðum landsins og pastanúðlurnar eru og verða líklega alltaf fastar í sínum sell- ófanpoka. Svona er mér nú einfaldlega innanbrjósts þessa stundina og lái mér það hver sem vill. Þessar hugsanir þjóta í gegnum hug- ann nú þegar ég sem sauðfjárbóndi við aldamót er að basla hér með klárnum og allavegana hugsunum. Eg er ekki fjarri því að einhverjum sjómanninum hafi einhvemtíma liðið eins þegar hann stóð ffosinn við færið eða trollið eða hvað þetta nú heit- ir sem þeir nota til að koma fiskinum upp úr sjónum. Kannski breytist viðhorf mitt ef ég finn rommpelann óbrot- inn í ullarsokknum? Niðurstaðan er samt sem áður sú að við stöndum í þessu erfiði í sveita okkar andlitis, veðurbarðir, þjakaðir á líkama og sál, einvörðungu til þess að reyna að þóknast vanþakklátum neytendum. Eg bið þess eins að Jó- hannes í Neytendasamtökunum og aðrir innflutningsfíklar hugsi til okkar smalanna sem emm fenntir í kaf á bak við hól þegar þeir kjamsa á niðursoðnum núðlum og innfluttum Camfylóbakter. Gísli Einarsson, smali. skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is kk@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is auglysingar@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is Frá Bárarvelli. Bárarvöllur fullgerður Um næstu helgi verður Bárar- völlur í Grundarfirði formlega opnaður. Völlurinn er nú kominn í það form sem hönnun Hannesar Þorsteinssonar golfvallararkitekts gerði ráð fyrir í upphafi. Hönnun hófst árið 1995 og hefur gerð hans staðið yfir síðan og lauk þeirri vinnu í sumar með gerð síðustu fjögurra holuflatanna. I tilefhi þessa efnir vallareigand- inn, Marteinn Njálsson í Suður - Bár, til opins golfmóts. Mótið verður laugardaginn 18. september og hefst klukkan 10. Skráning fer fram í síma 438 6815. Völlurinn á Suður Bár þykir skemmtilega hannaður og útsýni af honum gott og því er full ástæða til að hvetja vestlenska golfara til að láta reyna á gæði vallarins í léttri sveiflu um næstu helgi. -MM Þorbergur Þórðarson við nýja Cadillac-bijreið útfararstofunnar. 5 ára aftnæli Útfararstofu Þorbergs Þórðarsonar Nýir útfararMar í boði til þjónustu Útfararstofa Þorbergs Þórðar- sonar á Akranesi er fimm ára um þessar mundir og heldur upp á af- mælið með því að taka í notkun tvo nýja útfararbíla. Annar er virðuleg- ur eðalvagn af Cadillac-gerð sem er sérsmíðaður til líkflutninga og út- fararþjónustu og hinn er Dodge Diplomat fylgdarbíll við útfarir, sem verður til leigu eftir óskum. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi sem boðinn er slíkur fylgdarbíll til af- nota við útfarir. í samtali við Skessuhorn sagði Þorbergur að útfararþjónustan fæli í sér fjölmargt annað en flutninga. „í henni felst jafnffamt margvísleg ráðgjöf og umsýsla allt frá andláti til jarðsemingar," sagði Þorbergur. „Nefna má samband við prest, kirkju- og kirkjugarðshaldara, tón- listar- og söngfólk, prentstofur, skreytendur, staðarhaldara vegna erfiminna og seljendur umbúnaðar um legstaði. Óskir aðstandenda eru úrlausnarefnið í hverju tilviki,“ sagði Þorbergur. Útfararstofa Þorbergs hefur ann- ast útfarir þessi 5 liðin ár einkum í Borgarfjarðarprófastsdæmi en einnig vesmr um Dali, Snæfellsnes og Barðaströnd og á höfuðborgar- svæðinu og suður og austur í Skaftafellssýslur. Starfsleyfið gildir um allt landið og með þessum nýja bílakosti er fyrirtækið í stakk búið til þess að annast útfararþjónustu eins og best gerist hvar sem er á landinu. „Við sinnum þjónusm- beiðnum allan sólarhringinn alla daga ársins,“ sagði Þorbergur Þórðarson. k.k Brotíst inn í tvo sumarbústaði Tilkynnt var um tvö inn- brot í sumarbústaði um helg- ina og talið að farið hafi verið í þá í síðustu viku. Annar bú- staðurinn er í Galtarhoíti og hinn við Hreðavam. í báðum tilvikum var spenntur upp gluggi og höfðu ínnbrots- þjófarnir á brott með sér sjón- vörp og annað fémætt. Úr bú- staðnum við Hreðavam hvarf m.a hreindýraskinn og veiði- taska. Ekki voru unnin önnur skemmdarverk á bústöðunum en ekkert hefur spurst til þjóf- anna. KK. Byssum Sigurð- ar í Gerði stolið Aðfaranótt fösmdagsins 3. september var brotist inn í Gerði í Innri-Akraneshreppi þar sem Sigurður Brynjólfs- son bjó, en hann lést þann 23. ágúst síðastliðinn. Þjófarnir fóru tnn um glugga og stálu þeir fimm skotvopnum sem voru í eigu Sigurðar. Þetta voru tvær haglabyssur nr 12 og 22 kalibera riffill ásamt tveimur kindabyssum. Enginn varð varvið ferðir þjófanna. K.K 30 sektaðir á tveimur tímum Lögreglumenn á vegum Ríkislögregl ustjóra vora við hraðamælíngar við Bifröst um hádegisbil á mánudag. Not- uðust þeir við hraðamyndavél og reyndust 30 ökumenn vera á of miklum hraða á kaflanum þar sem 50 km hámarkshraði er leyfður. k.K. Tvær tikaunir til innbrota Um helgina voru gerðar tvær tilraunir til innbrota þar sem þjófavarnarkerfi urðu til þess að fæla innbrotsþjófana frá. I fyrra tilvikinu var reynt að brjótast inn í Baulu með því að aka bíí á hurð þar baka- til en við það fór þjófavarnar- kerfi hússins í gang. F.kki er vitað hverjir þar voru að verki. Önnur tilraun var gerðfrl inn- brots í Hymuna í Borgarnesi um kl 5 aðfararnótt laugar- dagsins en þá var gluggi í Essóstöðinni brotinn og fór viðvörunarkerftð í gang þegar innbrotsþjófurinn ætlaði inn um gluggann og fældi hann frá- K.K. Veturinnínánd Vestlendingar fengu óþægi- lega áminningu um það í síð- ustu viku að veturinn er í nánd. Kuldi og hvassviðri ein- kenndu síðustu viku. Síðast- liðinn föstudag var aftakaveð- ur á sunnanverðu Snæfellsnesi og í Staðarsveitinni komst vindhraðinn í uþb. 12 vindstig í verstu hviðunum samkvæmt upplýsingum Skessuhoms. Þá snjóaði víða í uppsveitum og á heiðum uppi og meðal annars var Holtavörðuheiðin hálfó- fær um tíma á föstudag. Ein- nig var töluverð snjókoma og hált á Fróðárheiði. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.