Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 Þegar ekið er niður Kirkjubraut- ina á Akranesi stendur snyrtilegt eldra hús á hominu á Kirkju- braut og Merkigerði. Þar er Hár- skerinn til húsa í kjallaranum og býr húsráðandinn, Jón Hjartar- son, á efri hæðunum ásamt konu sinni Brimrúnu Vilbergsdóttur. Skessuhom tók Jón rakara tali í tilefhi þess að í síðustu viku átti kappinn 65 ára afmæli auk þess að eiga hálfirar aldar starfsafmæli sem hárskeri. Því var fagnað samanlögðu 115 ára afmæli á stofúnni hjá Jóni sl. fimmtudag. Þrátt fyrir tímamótin var Jón á fullu að klippa allan daginn og rétt gat skotist í veislukaffið hjá Brimrúnu sinni um miðjan dag- inn og notaði blaðamaður tæki- færið til að spyrja rakarann spjörunum úr. Byrjaði 15 ára á samningi „Eg byrjaði tæplega 15 ára að klippa hjá Geirlaugi Arnasyni á Vesturgötunni hér á Akranesi. I raun var ég of ungur til að byrja á samningi svo ég samdi við Geirlaug um að vera í 5 ár og síðasta árið á sveinskaupi. Arin hjá honum urðu hins vegar sjö. Eftir vem mína þar var ég tvö ár í Reykjavík, einu árin mín utan Akraness", sagði Jón. Síð- an kappinn sneri aftur eftir vem sína í Reykjavík em liðin rúmlega fjömtíu ár. „Eftdr að ég kom til baka að sunnan hef ég rekið eigin stofu. Fyrst á Kirkjubraut 2 síðan á Skaga- braut 8 og loks á Merkurteigi í nokkur ár. Síðustu tuttugu árin hef ég síðan verið hér á Kirkjubraut 30 og líkar það stórvel“. Hestamennska Aðspurður um áhugamálin stendur ekki á svari hjá Jóni. „Aðaláhugamál mitt hefur alltaf verið hestar og hestamennska. Með litlum hléum Hálfa öld í hausunum Jón rakari á Akranesi tekinn tali í tilefni 115 ára afmælisins hef ég verið með hesta alla tíð. Við hjónin eigum saman 6 hross og eig- um ágætis hesthús uppi í Æðar- odda. Við fömm í nokkrar hesta- ferðir á hverju ári annars er þetta mest stúss í kringum þetta. Eg er þó nýlega kominn úr ágætis ferð norð- ur í Skagafjörð með nokkmm vin- um mínum. Við hittumst nokkrir karlar ffá Olafsfirði, Siglufirði og menn úr Fljótum og af Hofsósi. Að þessu sinni riðum við norður Fljót og yfir Siglufjarðarskarð. Þarna upplifir maður alveg sérstaka stemningu með þessum ágætis mönnum. Þetta era öðmvísi stund- ir en maður upplifir með öðm hestafólki. Til dæmis em hesta- kaupin mun fjömgri en hér sunnan heiða“, sagði Jón. 28 flíkur fyrir einn hest Sem dæmi um kaupgleði norðan- manna man ég sérstaklega eftir einu atviki. A ferðinni fyrir norðan var eitt sinn sölumaður firá fataverslun Andrésar. Símon á Barði í Fljótum hittir sölumanninn og í grallaraskap sín- um gerir hann einhver vígalegustu viðskipti sem ég hef heyrt um. Sölumaðurinn var með fatastand með 28 herðatrjám og hékk einhver flík á hverju þeirra. Símon býður sölumanninum hestakaup fyrir fata- rekkann eins og hann kom fyrir og tókust samningar þannig að sölu- maðurinn fékk fola ffá Símoni sem fékk í staðinn þessar 28 flíkur. Hann á víst eitthvað af þeim enn- þá“, sagði Jón og bætti því við að hann væri off fljótur að hugsa hann Símon á Barði. Dansinn Þrátt fyrir að Jón vilji lítið gera úr öðrum áhugamálum en hesta- mennskunni fær hann ekki ffið fyr- ir blaðasnápnum fyrr en hann hefúr A myndinni erján í einni af hestaferðum sínum í Borgarfirði. tjáð sig lítillega um annað áhugamál sem þau hjónin eiga sameiginlega, þ.e. dansinn. Eftir því er tekið hvað þau hjónakomin mæta ötullega á dansleiki þar sem góða danstónlist er að finna. „Við hjónin höfum eignast marga góða félaga í gegnum dansinn. T.d. marga góða vini í Borgarfirði. Við leitum uppi dans- leiki þar sem góð músík er spiluð og höfúm bæði gagn og ekki síst gam- an af því að taka nokkur dansspor í góðra vina hópi“, sagði Jón. Sérstaklega góð heilsa Að lokum er Jón spurður hversu lengi hann ætlar að reka rakarastof- una. „Eg hef ekki uppi nein áform um að hætta með stofuna. Eg er vel frískur og til í að halda áffam um ókomin ár, eða meðan heilsan er í góðu lagi. I raun er heilsan í sér- staklega góðu lagi hjá mér og á því byggist þetta hjá okkur öllum, hvað sem árin að baki em mörg. Akranes er alveg sérstaklega góð- ur staður að búa á, enda væri mað- ur ekki hér nema vegna þess að bæj- Jón við vinnu sína á afmælisdeginum ísíðustu viku. I stólnum situr ungur Búðdalingur og nemi í Fjölbraut, Magnús Freyr Agústsson. Mynd MM arfélagið er gott og staðurinn er að mínum dómi bæði fallegur og bú- sældarlegur. Manni hefur líkað vel við fólkið á Skaganum og það er alls engin neyð að eiga saman við það að sælda", sagði Jón rakari að lok- um. -MM Norræna skólasetrið á Hvalfjarðarströnd. Vatni hleypt undir brú við Tunguós I síðustu viku varfjarlægt haft þannig að vatn rennur nú undir nýju brúna við Tunguós á Snafellsnesi. Mynd: Guðlaugur Albertsson Norræna skólasetrið gjaldþrota Norræna skólasetrið á Hvalfjarð- arströnd verður tekið til gjald- þrotaskipta á næstu dögum að kröfú Lánasjóðs Vestur-Norður- landa. Kröfur í búið nema um 80 milljónum króna og þar af em kröfur Lánasjóðs Vestur-Norð- urlanda ríflega 60 milljónir. Skiptastjóri hefúr verið skipaður og er það Bjöm Lámsson, lög- ffæðingur. Norræna Skólasetrið hóf starf- semi sína árið 1994 og hefúr rekst- ur þess alla tíð gengið erfiðlega. Að sögn Jóns Valgarðssonar oddvita Hvalfjarðarstrandarhrepps hefur gjaldþrotið vofað yfir enda skuld- irnar það miklar að núverandi rekstur stendur engan veginn undir þeim. Að sögn Jóns lagði hreppur- inn ríflega fjórar milljónir í félagið en það varð að litlu þegar hlutafé félagsins var fært niður tveimur ámm efdr vígslu setursins. Skóla- setrið er í eigu hlutafélagsins Nor- ræna Skólasetrið h/f sem er að mestu í eigu einstaklinga í Reykjvík en einnig eiga heimamenn og fyrir- tæki á Vesturlandi þar hlut. K.K. Búlandskaffi Nýlega opnaði Jónína Gestsdóttir á Búlandshöfða kaffistofu við bce sirm. A boðstólum er kaffi og meðlceti auk gjafavara, leikfanga og snyrtivara. Búlandskaffi er opiðfrá mánu- dögum tilfóstudaga klukkan 16-22, laugardaga 14-22.30 og á sunnudögum frá 15 til 21.30. Að sógn Jónínu eru Grundfirðingar og aðrir duglegir að líta við í kaffi og spjall. Mynd: Guðlaugur Albertsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.