Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999
Rofar til í matvælaiðnaði í Borgamesi
Eðalfiskur seldur fjársterkum aðilum
Rætt við framkvæmdastjóra Procter & Gamble sem er talsmaður nýrra eigenda
tryggður áframhaldandi rekstur
Eðalfisks í Borgarnesi en fyrirtækið
hefur verið rekið þar frá stofnun
árið 1987. Undanfarin ár hefur Eð-
alfiskur átt við mikla rekstrarörðug-
leika að etja og hafa hluthafar tapað
verulega á aðild sinni að fyrirtæk-
inu, mest þó Borgarbyggð. Virðist
sem nýir eigendur komi inn með
fjármagn, þekkingu, viðskiptasam-
bönd og ekki síst áhuga sem ætti að
tryggja framtíð fyrirtæksins, eða
eins og Stefán Kalmansson bæjar-
stjóri orðar það: „Ef þessum aðilum
tekst ekki að rétta fyrirtækið af, þá
tekst það engum.
Ollum núverandi starfsmönnum
Eðalfisks gefst kostur á að starfa
áfram hjá fyrirtækinu auk þess sem
áform nýju eigendanna eru að auka
verulega við reksmrinn á næstu
árum, fjölga fólki, byggja eða kaupa
nýtt verksmiðjuhús, bæta tækjakost
o.s.frv.
Fær nýtt vörumerki
Talsmaður kaupenda á fundi með
starfsfólki Eðalfisks í síðustu viku
var Henrik H. Svennas varaforseti
og framkvæmdastjóri Procter &
Gamble AG. Hann kynnti sér starf-
semi fyrirtækisins ásamt Bert Han-
son eiganda Islensk ameríska versl-
unarfélagsins og fulltrúum annarra
kaupenda. Um leið gafst starfsfólki
kostur á að kynnast nýjum eigend-
um íyrirtækisins og leggja fyrir þá
spurningar.
I samtali við Skessuhorn sagði
unarfélagið og sagði jákvætt að leg-
gja út í svo mikið og náið samstarf
við traust og vel rekið fyrirtæki.
Hagsmunir E&SO felast í að
nýta viðskiptasambönd sem fyrir-
tækið hefúr nú þegar og byggjast að
miklu leyti á framleiðslu og sölu á
tailenskum mat út um allan heim.
Sölukerfi fyrirtækisins verður notað
til að selja íslenskan lax á sömu
mörkuðum. Sölustjóri verður Phil-
ippe Fornier framkvæmdastjóri
E&SO. „Áhugi okkar felst í að
byggja upp útflutningsiðnað úr
góðu hráeftú, en slíkt er lykillinn að
því að árangur náist á þessu sviði“,
sagði Henrik Svennas.
Frá vinstri Henrik H. Svennas framkvcemdastjóri Procter & Gamble, Bert Hanson forstjóri og eigandi lslensk ameríska verslunarfé-
lagsins ehf. og Philippe Fomier fi-amkv<emdastjóri E&SO í Sviss og sölustjóri afurða Eðalfisks á erlendum mórkuðum. Mynd MM
í kaupsamningi er ákvæði um að
kaupendur skuldbinda sig til að
starffækja fyrirtækið áfram í Borg-
arbyggð. Þannig virðist farsællega
Henrik H. Svennas að skoðun
kaupenda á fyrirtækinu hefði staðið
sl. hálft ár. Meðal annars höfðu þeir
lengi til skoðunar kaup á Islenskum
legt, óspillt og Iaust við stóriðju
sem heitið geti“, sagði hann.
Henrik er uppalin í sveit. Hann
er finnsk-sænskur að uppruna og
matvælum í Hafnarfirði en kaup á ólst upp við líkar aðstæður og jafn-
Eðalfiski hafi orðið ofaná. A næstu aldrar hans á Islandi. Þau tengsl
vikum verður kynnt nýtt vörumerki segir hann hafa endurvakið með
Við veiðiskapinn sagðist Henrik
hafa náð góðum tengslum við land-
ið og laðast að því með tímanum.
„Eg er farinn að elska náttúru þessa
lands sökum þess hvað það er fal-
hans og þeirra möguleika sem hann
sæi í sölu laxaafurða ffá hreinu og
lítið spilltu landi sem Island er.
„Hér er hreint loft, ómengað hrá-
efhi og mikil þekking í veiðum og
vinnslu á fiski“, sagði Henrik og
bætti því við að hann fagnaði sam-
starfinu við Islensk ameríska versl-
Miðvikudaginn 7. september sl.
var gengið frá samkomulagi um
sölu Borgarbyggðar á Eðalfiski
hf. Borgamesi. Bæjarstjóm
samþykkti síðan samkomulagið á
fundi sl. fimmtudag með 7 at-
kvæðum gegn einu en einn full-
trúi sat hjá við afgreiðsluna.
Sveitarfélagið átti 99,3% hlut í
fyrirtækinu. Nýir kaupendur em
eigendur að svissneska fyrirtæk-
inu E&SO S.A að hálfú og ís-
lensk ameríska verslunarfélaginu
ehf. að hálfu.
Vegna tengsla sinna við eiganda
E&SO var það framkvæmdastjóri
stórfyrirtækisins Procter & Gam-
ble, Henrik H. Svennas, sem var
Kaupin á fyrirtækinu
sagði Henrik hafa
vaknað vegna lax-
veiðiáhuga hans og
þeirra möguleika sem
hann sæi í sölu laxaaf-
urða írá hreinu og lít-
ið spilltu landi sem
Island er.
talsmaður kaupendahópsins þegar
nýir eigendur kynntu sér nánar
starfsemi Eðalfisks í sl. viku.
Skessuhorn ræddi við Henrik H.
Svennas sama dag og kaupin voru
tilkynnt.
Við munum á næstu
vikum og misserum
endurskoða alla meg-
inþætti í rekstri þessa
fyrirtækis.
Ætlum að vixma
samkeppnina
Aðspurður sagði Henrik að margir
möguleikar fælust í samnýtingu
dreifileiða og markaðsstarfs erlend-
is hvað aðra matvælavinnslu en
laxaafurðir varðar. „Við munum í
markaðsstarfi okkar fyrst og ffemst
nýta hreinleika íslands og þess hrá-
efnis sem hér er ffamleitt úr. Við
munum ff amar öllu stíla inn á gæði
vitandi það að til að ná árangri í
sölu á matvælum þarf alltaf að vera
fremri keppinautunum í gæðum og
þjónustu. Það eru margir aðilar sem
keppa á alþjóðamarkaði laxaafúrða
og er þá bæði um íslenska og er-
lenda aðila að ræða. Okkar mark-
mið er einfaldlega að vinna þessa
samkeppni“, sagði Henrik.
Endurskoðum alla rekstrarþætti
Aðspurður um fyrstu skref hinna
nýju eigenda í rekstri Eðalfisks
sagði Henrik: „Við munum á næstu
vikum og misserum endurskoða alla
meginþætti í rekstri þessa fyrirtæk-
is. Það verða keyptar nýjar vélar,
húsnæðismálin verða endurskoðuð,
aukið verður við starfsmannahaldið
og markaðir verða kannaðir. Meðal
þess sem við munum nú gera er að
kanna aðstæður hér í og við Borg-
arnes varðandi lóð eða kaup á hús-
næði sem fyrir er. Við verðum að
byggja upp ákveðna hreinleikaí-
mynd þessa fyrirtækis vegna eðlis
starfseminnar og því munum við í
samráði við Stefán Kalmansson og
fleiri góða menn kanna aðstæður
hér á svæðinu hvað framtíðarstað-
semingu varðar.
Okkur hentar engan veginn að
vera í nálægð við fyrirtæki sem ekki
starfa í matvælaiðnaði“.
Margföldum umsvifin
Þjálfun og ffæðsla starfsfólks verð-
ur eitt af því fyrsta sem horff verð-
ur til að sögn Henriks. „Hér vinnur
gott fólk sem við viljum halda í en
jafnframt auka þekkingu þess. Vel
þjálfað, ánægt og gott starfsfólk er
lykillinn að velgengni þessa fyrir-
tækis, sem annarra.“
„Við höfum þegar ákveðið að
leggja hundruði þúsunda dollara í
þróunar- og markaðsstarf og eitt af
fyrstu atriðum í því sambandi er
löggilding nýja vörumerkisins á al-
þjóða markaði“, sagði Henrik H.
Svennas framkvæmdastjóri og bætti
við að lokum: „Ef okkur tekst vel til
í markaðssetningu og áframhald-
andi þróun framleiðsluvara Eðal-
fisks munum við margfalda veltu og
starfsmannaþörf hér í Borgarnesi á
örfáum árum. Þar fer saman hagur
okkar og samfélagsins í Borgar-
nesi“.
-MM
BREYTTUR OPNUNARTIMI!
MAN. - FIM. kl. 9.00 - 20.00
FÖS.- LAU. kl. 9.00 - 22.00
SUNNUD. kl. 10.00 - 20.00
iife
Veitingar - Matvörur - Eldsneyti - Smurolíur BAULAN S: 435 1440