Skessuhorn


Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.09.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1999 — j Björgunarskólinn á Gufuskálum opnaður í haust Oflugur björgunarskóli á heimsmælikvarða Segir Ingi Hans Jónsson verkefnisstjóri í haust mun rætast langþráður draumur björgunarsveitarmanna vítt og breitt um landið er björg- unarskóli á Gufuskálum verður að veruleika. Skessuhom ræddi við Inga Hans Jónsson í Gmnd- arfirði sem er verkefnisstjóri yfir þeirri uppbyggingu sem á sér stað á Gufuskálum. „Framkvæmdir eru nokkuð vel á veg komnar. Við eram nánast að klára gamla messann sem var áðin- samkomustaður Gufsara. Þar verð- ur miðstöð starfseminnar, gesta- móttaka fyrirlestrasalur og mötu- neyti. Þá er verið að Ijúka við endmbætur á nýju blokkinni í vest- ari raðhúsalengjunni. Við skiptum um allar lagrdr og málum húsið hátt og lágt. I því húsi verður boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum fyr- ir námskeiðsfólk. Við verðum síðan með svefnpokapláss í gömlu blokk- inni og trúlega verður hún tekin í gegn efrir áramótin. Þá er stefrit að- því að innrétta meira kennsluhús- næði í stöðvarhúsnæðinu og stóra skemmunni á staðnum. Meðal ann- ars verður þar aðstaða til að æfa rústabjörgun en það er óhemju dýr framkvæmd og ekki búið að tíma- setja hvenær ráðist verður í það stórvirki," sagði Ingi Hans. Kristján Sœvarsson í Litabúðinni var önnum kafinn við að mála nýju blokkina þegar Ijósmyndari Skessuhoms leit inn á Gufuskálum. Kristján er ekki óvanur að munda pensilinn á þessum stað þvífyrir tveimur árum málaði hann mastrið góða sem er litlir 420 metrar á hœð. Myndir: G.E. Gerum þetta vel Að sögn Inga Hans mun björgunar- skólinn til að byrja með verða rek- inn sem námskeiðsmiðstöð þar sem nemendur og kennarar koma og dvelja ákveðinn tíma í senn. Smám saman er svo stefrit að því stöðug starfsemi verði í skólanum og að kennsluþátturinn færist í hlut heimamanna. „Sfysavarnarfélag Is- lands og Landsbjörg hafa um árabil rekið björgunarskóla með farskóla- sniði og á þriðja þúsund nemenda hefur sótt námskeið skólans á ári hverju. Björgunarskólinn mun sjá um fræðsluþáttinn hér en jafnframt verða áffam námskeið vítt og breitt um landið. Hinsvegar er stefrit að því að hér verði eina aðstaðan með þessu sniði á landinu. Það tekur tíma að byggja skólann upp í þeirri mynd sem við sjáum fyrir okkur en framtíðin er sú að hér verði öflugur björgunarskóli á heimsmælikvarða. Um það held ég að allir sem að þessu hafa komið séu sammála. Við höfrim lagt áherslu á að gera þetta vel og öll uppbygging miðast við að hér verði alvöra björgunarskóli. Alþjóðlegur skófi Þjálfunarbúðirnar á Gufuskálum era ekki einungis hugsaðar fyrir ís- lenskan markað. Aðstandendur skólans hafa góða von um að björg- unarfólk og útivistarfólk ff á öðram löndum muni nýta sér þá þjónustu sem þar verður í boði. „Við vitum að útlendingar munu koma hingað. Það er bara spurning um markaðs- aðgerðir. Islendingar hafa verið í forystu í ákveðnum þáttum björg- unarstarfs og þá þekkingu getum við selt. Þá er leitun að betri og fjöl- breyttari aðstöðu til þjálfunar en á Gufuskálum og svæðinu allt í kring. Fjallabjörgunarskóli er hvergi betur settur en í eina bæ heimsins sem hefur jökul í miðbænum. Land- ffæðilegar aðstæður era hér eins og best verður á kosið, hvort sem er til að æfa björgun á landi eða sjó. Er- lendir aðilar hafa nú þegar sýnt þessu mikinn áhuga og meðal ann- ars er von á tveimur Englendingum í vikunni til að kynna sér staðinn;“ sagði Ingi Hans. Ingi Hans telur að sameining björgunarsamtakanna tveggja, Slysavarnarfélagsins og Lands- bjargar muni styrkja uppbyggingu skólans. „Sameiningin er gríðarlegt ffamfaraspor og það er ekki vafi að hún verður til að auðvelda upp- bygginguna á Gufuskálum," sagði Ingi Hans. Fyrsta námskeiðið á Gufuskálum verður í lok október. Skólastjóri verður Þorsteinn Þorkelsson en að öllum líkindum mun Ingi Hans sjá um rekstrarþáttinn. G.E. Hitaveitan í Hólminum á uudan áætlun Frá hitaveituframkvæmdum í Stykkishólmi. Mynd: MM „Ég er ekki viss um að fólk átti sig ahnennt á hvað er í raun stutt í að hægt verði að hleypa vatni á húsin,“ sagði Oli Jón Gunnars- son bæjarstjóri Stykkishólms- bæjar og vildi ítreka hvatningu til íbúanna að undirbúa sig eins hratt og kostur væri til að taka á móti heita vatninu. Að sögn Ola Jóns era hitaveitu- framkvæmdir í Hólminum heldur á undan áætlun og nú í þessari viku var ætlunin að hleypa vatni á Grannskólann í þessari en búið er að hleypa á sundlaugina og íþrótta- húsið. „Það styttist í að hægt verði að hleypa inn á íbúðahverfin en það er ekki hægt að tímasetja það ná- kvæmlega núna, hvorki hvenær það hefst né hvenær því líkur. Það er allavega ljóst að það verður mikið verk að hleypa vatni á allan bæinn. Það veltur hinsvegar að hluta til á notendunum sjálfum hvenær þeir fá vamið til sín,“ sagði Oh Jón. A fundi bæjarstjórnar í þessari viku átti að taka til fyrstu umræðu reglugerð um hitaveituna og gjald- skrá hennar. G.E. Leirbakstrar í Búðardal Viðtökur sjúkrastofoana góðar að sögn Baldvins Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra Matstofan Brákarbraut 3-Borgarnesi Gleðigjafinn Ingimar spilar á föstudagskvöld á Dússabar FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. BRÚARTORGI. 310 BORGARNESi - S. 437-1055 Megin hf í Búðardal hefur um árabil ffamleitt hitabakstra úr Dalaleir undir vörumerkinu Thermo pac. Skessuhorn ræddi við Baldvin Guðmundsson framkvæmdastjóra Megin ehf til að forvitnast um reksturinn. „Þetta hófst með því að vorið 1993 fékk verkffæðingur styrk ffá Nýsköpunarsjóði Háskólans til at- hugunar á því hvort hægt væri að nota íslenskan leir sem fyllingu í hitabakstra. Rannsóknir fóra frarn hjá Jarðtæknideild háskólans og við prófanir á þjálni og varmarýmd leirblöndunnar kom í Ijós að ís- lenskur leir hentar vel í þessum til- gangi. Eðlismassi er óvenju mikill og þar með varmarýmd sem táknar að bakstrarnir halda Iengi í sér hita. Þegar Ijóst var að þarna var á ferðinni vara sem gagnast gæti við ýmsum sjúkdómum var farið að leita að einhverjum til að taka að sér ffamleiðslu á henni. Þar sem leirinn er hér á svæðinu var fyrst leitað að aðila í Búðardal og við ákváðum að láta slag standa þegar leitað var til okkar," sagði Baldvin. Hann sagði að framleiðslan hefði farið hægt af stað meðan verið var að prófa sig áfram. „Framleiðslan hófst að gagni 1995 en þá vora hannaðar öskjur fyrir smásölu og ákveðið nafri á vöruna. I fyrstu sá Stoð í Hafnarfirði um dreifingu og sölu en 1996 tólk Pharmaco við því og sér um dreifingu í apótek og sjúkrastofrianir. Þessi vara hefur hægt og sígandi verið að vinna sér sess á markaðnum enda hafa við- tökur verið góðar, ekki síst hjá fag- fólki. Sjúkraþjálfarar gefa þessu undantekningalaust góða einkunn en hitameðferð er mikið notuð hér- lendis á endurhæfingarstöðvum. Lausleg könnun hjá Sjúkraþjálf- aranum e.h.f. sýnir t.d. að yfir 90% sjúklinga fá hitameðferð. Lofar góðu Thermo pac hefur aðallega verið framleitt fyrir innanlandsmarkað en nú er búið að senda 6-7 sending- ar til dreifingaraðila í Danmörku og segir Balvin að byrjunin lofi góðu. „Hann segist ekki í vafa um að bakstrarnir eigi eftír að vinna sér enn stærri sess þar sem um sé að ræða góða vöra. „Helstu kostirnir era að framleiðslan er eingöngu úr náttúralegu efrii og hentar vel við meðhöndlun gigtarsjúklinga og til að vinna á vöðvabólgu. Bakstrarnir eru mjúkir og falla vel að líkamanum og þeir era mjög einfaldir í notkun. Annars tala við- brögð notendanna sínu máli og það er mjög ánægjulegt að sjá að fólki líkar vel við bakstrana hvort sem er í heimahúsum, endurhæfingar- stöðvum eða sjúkrahúsum,“ sagði Baldvin að lokum. GE. Nýfæddir Vestlendingar eru bobnir velkomnir í heiminn um leib og nýbökubum foreldrum eru færbar hamingjuóskir. 7. sept. kl. 07.50 - Sveinbarn. - Þyngd: 3960 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Sólveig Rögnvalds- dóttir og Sveinbjöm Erlends- son. Ljósmóðir: Jóm'na Ingólfs- dóttir. 8. sept. kl. 17.51 - Sveinbarn. - Þyngd: 4355 - Lengd: 55 cm - Foreldrar: Lisbet F. Hjörleifs- dóttir og Gunnar Sigurðsson, Akranesi. Ljósmóðir: Anna E. Jónsdóttir. 8. sept. kl. 13.00 - Meybarn. - Þyngd: 3930 - Lengd: 53 cm - Foreldrar: Elísabet Hrönn Eg- ilsdóttir og Jón Hjörtur Harð- arson, Hólmavík. Ljósmóðir: Jónína Ingólfsdóttir. 11. sept. kl. 02.50 - Meybam. - Þyngd: 3675 - Lengd: 51 cm - Foreldrar: Birna A. Pálsdóttir og Halldór Einarsson, Akra- nesi. Ljósmóðir: Anna E. Jóns- dóttir. 11. sept kl. 23.21 - Svein- barn. - Þyngd: 4640 - Lengd: 57 cm - Foreldrar:Lára Hall- veig Lárusdóttir og Guðjón Steinarsson, Borgarnesi. Ljós- móðir: Helga Höskuldsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.