Skessuhorn - 16.09.1999, Síða 13
..-r.ttl ih... |
FIMMTUDAGUR 16/ SEPTEMBER 1999
13
Einar Guknundsson.
Mynd: K.K.
Einar Guðmuhdsson, viktar-
maður á Akranesi er á vaktinni
þessa vikuna. Einar hóf störf
sem viktarmaður í maí í vor en
hefur leyst af á hafiiarvoginni
síðan 1995.
Starfelýsing?
„Það er náttúrlega að vikta allt
sem úr sjó kemur, skrá tegundir
og færa síðan upplýsingamar inn
í Lóðsinn svokallaða sem er
tölvuforrít sem er tengt við Fiski-
stofu. Vaktimar héma em annars
að mörgu leyti þægilegar. Sem
dæmí þá byrjaði ég i dag klukkan
eitt og er á vakt til hádegis á
morgun, Það er fjögurra stunda
skyíduviðvera og svo er maður á
bakvakt til 8 í íyrramálið og vinn-
ur síðan til tólf. Maður hefúr
semsagt alltaf hálfan daginn frí-
an. Síðan vinnur maður aðra
hvora helgi. Hafriarverðirnir
skiptast síðan á að standa vaktina
á móti mér en ég er eini fastráðni
viktarmaðurinn hér.“
Helstu kostir starfeins?
„Það em margir kostir við þetta
starf. Maður er í kontakt við líf-
æðina og veit svona nokkuð hvað
er að gerast í fiskiríi og öðm
slíku. Vinnutíminn er góður,
þetta að eiga hálfan daginn ffían
og geta ráðið sér sjálfur frá há-
degi til hádegis. Þetta er mjög
þægilegt ef maður vill bregða sér
af bæ. Vmnan er róleg, þetta er
engin átakavinna, það fylgja
henni kyrrsetur sem er líka
kannski helsti ókosturinn.“
Einhverjar skemmtilegar sög-
ur úr bransanum?
„Það er ekki hasarinn í þessu eins
og ég sagði. Mér kemur reyndar
í hug margar sögur sem maður
hefur heyrt í gegnum tíðina.
Vigtarskúrinn gamli var vinsæll
samkomustaður og þar sögðu
menn sögur sem voru mismun-
andi sannar, eða misjafnlega
lognar. Það hefði stundum verið
gaman að hafa diktafón við
höndina. Sumar vom skemmti-
lega ýkjukenndar eins og sagan
um sjómanninn sem lenti í svo
mikilli snjókomu á dekkinu á
leiðinni fram í lúkar að hann varð
að grafa sig í fönn í miðkassan-
um! Og fyrir austan einu sinni
var svo mikil þokan að skipstjór-
inn varð að senda tvo menn
frammá með sveðjur til að skera
frá og eftir smástund þurfti að
senda tvo aðra til að brýna fyrir
þá.“
Hvað vildir þú helst sjá breyt-
ast hér á Akranesi?
„Ætli maður hafi ekki mestar
áhyggur af því að þjónustunni á
svæðinu hraki og væri ástæða til
að Skagamenn tækju sig á í þeim
efnum. Við megum ekki missa
verslunina til Reykjvíkur. Eins
mætti félagslífið hérna vera dálít-
ið fjörlegra.“
K.K.
Einsetning grunnskólanna á Akranesi
Fjögur fyrirtæki
takaþátt
Fjórir aðilar sóttu um að taka
þátt í alútboði vegna ffamkvæmda
við einsetningu grunnskólanna á
Akranesi. Fyrirtækin fjögur eru
Trésmiðjan Kjölur hf, Trésmiðja
Þráins E. Gíslasonar sf, Loftorka
Borgarnesi hf og ístak. Skilaffestur
í alútboði
tilboða er 2. nóvember og er þess
vænst að hægt verði að ganga frá
samningum um miðjan þann mán-
uð. Framkvæmdir hefjast á nýju ári
og haustið 2001 er ætlunin að
grunnskólar Akraness verði ein-
setnir. KK.
Byggt, bætt og hækkað
Hæð bætt ofaná hluta Logalands
Nýverið hófúst ffamkvæmdir við
stækkun á Félagsheimilinu
Logalandi í Reykholtsdal. Síðast
var byggt við húsið fyrir um 30
árum þegar 180 fermetra and-
dyri með snyrtingum, bókasafni
og fleiru var reist.
Þak þeirrar byggingar er flatt og
þarfúaðist nú endurbóta og í stað
þess að gera við það í óbreyttri
mynd var ákveðið að uppfylla um
leið draum margra félagsmanna um
bætta aðstöðu fyrir félagsmenn og
aðra notendur hússins. Nýja hæðin
mun m.a. hýsa fjölnota sal fyrir
fundahöld, smærri veislur og léttar
uppákomur. Einnig verða í bygg-
ingvmni búningsherbergi, aðstaða
fyrir tæknimenn, snyrtingar og
fleira. Innangengt verður á hæðina
ffá anddyri hússins og frá eldri
hluta þess auk þess sem stigahús
verður byggt út í garðinn sunnan
við húsið.
Byggingarmeistari er Pétur
Oddsson en umsjón með ffam-
kvæmdum hefur Guðmundur
Kristinsson húsvörður. Hönnuður
hússins var Ragnar A, Birgisson
arkitekt.
Það er Ungmennafélag Reyk-
dæla sem á og rekur félagsheimilið
Logaland. Að sögn Emblu Guð-
mundsdóttur formanns félagsins er
stefiit að því að gera nýbygginguna
fokhelda í haust og í ffamhaldi af
því verður tekin ákvörðun af félags-
mönnum um verklok.
Ungmennafélag Reykdæla var
stofúað árið 1908 og fljótlega upp
frá því var ráðist í byggingu fyrsta
hluta félagsheimilisins sem nú er
því að stofúi til um 90 ára gamalt.
-MM
Veiði lokið í Þverá
og Norðurá
Veiði er nú lokið í Þverá og
Kjarrá og er lokatala árinnar
2.140 laxar. Veiði er einnig lokið
í Norðurá en þar komu á land
1.650 laxar í sumar.
Norðurá hefur haldið öðru sæt-
inu á landsvísu í allt sumar en eftir
að veiði lauk þar skaust Grímsá upp
fyrir og er nú komin í 1700 laxa.
Þar lýkur veiði 21. september.
Eystri Rangá er eina áin sem getur
ógnað Borgarfjarðaránum í þremur
efstu sætunum. Þar voru komnir
rúmir 1500 laxar á land fyrir helgi
en veiði líkur ekki fyrr en í október.
-.MM/GE
fl döfinni
6. - 20. sept. Listahornið un efúir til fatamarkað-
Akranesi Roðlist. Stein- ar í Félagsbæ.
• r-H unn Guðmundsdóttir Laugardagur 18. sept. á
• sýnir akrýlmyndir á Akrafjalli: Utivi-
ýsuroð. starfólk athugið! Laug-
i-H 14. ág - 19. sept Safnahús- ardaginn 18. september
Vh ið í Borgarnesi: Mynd- verður leitað í Akrafjalli
listarsýning Helgu frá austri til vesturs.
i—H Magnúsdóttur. Vinsamlegast gangið
Lh Fimmtudagur 16. sept. í ekki á móti rekstrinum
Borgarfirði. Síðasta eða truflið hann að
fmJ ganga sumarsins á veg- öðru leyti. Leitarstjóri.
um UMSB. Að þessu Sunnudagur 19. sept. á
cn sinni á að fara í haustlit- Akranesi: L e i r -
<D arferð í Einkunnir. dúfuskotfimi, Skaga-
Mæting er kl 17 við
íþróttahúsið i Borgar-
nesi. Uppl. á Skrifst.
UMSBís. 437 1411.
Fimmtudagur 16. sept. í
Borgarnesi, B I O :
Notting Hill K1 20 í fé-
lagsmiðstöðinni Oðali.
Fös - Lau 17. - 18. sept í
Borgarnesi: Fatamark-
aður, Andrés fataversl-
menn og Grundfirð-
ingar leiða saman leir-
dúfúr sínar í bæjar-
keppni. Keppni hefst á
æfingasvæði Skotfélags
Akraness kl 10.
Mánudagur 20. sept. í
Reykholti: M á 1 -
stofa kl 21:00. Rætt um
Snorra-Eddu á mál-
stofu. Allir velkomnir.
UPPFÆRT DAGLEGA A VESTURLANDSVEFNUM
Auglýsið fundi, samkomur, menningarviðburðir og íþróttamót ókeypis í
„Á döfinni". Skráning á Vesturlandsvefnum og á skrifstofuin Skessuhorns.
Namskeið i vorðuhleðslu,
verður haldið helgina
25.-26.september
í Haukadal í Dölum
(nágrenni Eiríksstaða)
Leiðbeinandi:
Guðjón Kristinsson hleðslumeistari.
Gisting og fæði á staðnum.
Nánari upplýsingar og skráning
hjá endurmenntunarstjóra í
síma 437 0000 eða
tölvupósti helgibj@hvanneyri.is
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
Veitingahúsið Svörtuloft
Hellissandi
Sími: 436 6855
Svörtuloft
la
ii 1-
Mánudaginn 20. september nkv kl. 14.00,
að Skáney 1 Reykholtsdal,
verður bobið upp eitt óskilahross.
Um er að ræða rauða 3ja vetra '
í
Nú líður senn að því að hin árvissa
spurningakeppni í félagsheimili Röst
hefjist á nýjan leik.
Viö auglýsum því eftir fólki sem hefur
áhuga á að taka þátt í keppninni í
vetur. Eins og venjulega eru þetta
þriggja manna lið og því fleiri og
fjölbreyttari sem liðin eru þeim mun
skemmtilegri verður keppnin.
Skráning er í síma 436 6900
Frestur er til 27. september og er
fyrirhugað að halda fyrstu
spurningakeppni vetrarins
laugardaginn 16. október.