Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.1999, Síða 6

Skessuhorn - 25.11.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1999 anUSUtlU^ Landað í Grundarfiiði Það er oft mikið um að vera við höfiiina i Grundarfirði. Stundum fer fram löndun úrfimm eða sex stórum bátum og einum til tveim togwrum á sama sólarhringnum. Þessi mynd var tekin þegar lokið hafði verið við lóndun úr Hring, Ofeigi, Sóley, Haukabergi, Farsæl, Grundfirðingi og Gjafari. Mynd: GK Eistnavöxtur og kynþroski Bætt fóðrun og aðbúnaður lækkar kynþroskaaldur ungfola í liðinni viku kynntu þeir Gunn- ar Gauti Gunnarsson, Ingimar Sveinsson og Olafur R. Dýrmunds- son skýrslu um rannsóknir sínar á kynþroska íslenskra hesta. í lögum um búfjárhald, forðagæslu og fl. er kveðið á um að graðhestar eða laungraðir hestar, 16 mánaða eða eldri, skuli vera í öruggri vörslu allt árið. Með bættri fóðrun og uppeldi hrossa geta sumir veturgamlir folar fýljað hryssur og dæmi eru um að þeir nái kynþroskaaldri allt niður í 10 mánaða aldur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu- höfunda getur rúmlega þriðjungur veturgamalla fola, eða 35,6% þeirra, náð lífeðlisfræðilegum kyn- þroska á aldrinum 12-14 mánaða. Jafnframt segja þeir að miðað við þær umbætur sem orðið hafa í fóðr- un og meðferð geti allmargir vetur- gamlir folar fyljað hryssur. Með markvissara ræktunarstarfi í hrossa- rækt hafa kröfur aukist um að dreg- ið verði úr hættu á slysafangi. Skýrsluhöfundar leggja því til á grundvelli niðurstaðna athugana sinna að lagaákvæði um vörslu graðpenings verði tekin til endur- skoðunar á þann veg að skylt verði að hafa stóðhesta í öruggri vörslu frá 12 mánaða aldri í stað 16 mán- aða nú. -MM Það er ekki nóg aðþœr gati fiálfar að sonmn sínum... frá Olafsvík, Björn Bjamason, Vestlendingamir sem keppa uiti titilinn Herra Island í kvöld. Frá vinstri: Magnús Guðmundsson 21 árs, II árs frá Akranesi, Gunnar Örn Pétursson 21 ársfrá Akranesi og Garðar Sigvaldasoti 2S árafrá Akranesi. Herra ísland 1999 verður valinn í kvöld á Hótel Islandi. Sextán piltar taka þátt í keppninni í ár og þar af eru fjórir Vestlendingar. Auk þess má geta þess að Einar Karl Birgis- son sem tók þátt í keppninni Herra Vesturland á síðasta ári sér um að þjálfa keppendur í framkomu ásamt fyrirsætunni Yesmin. Samið við Ingileif Vegagerðin hefur samið við Ingi- leif Jónsson á Svínavatni sem átti lægsta boð í Borgarfjarðarbraut - Vatnshamraleið. Verktakinn hyggst hefja undirbúning framkvæmda í vikunni. Brúarflokkur Vegagerðarinnar er vel á veg kominn með að steypa stöpla fýrir nýja brú yfir Grímsá en stálbitar sem bera uppi brúargólfið verða ekki settir á sinn stað fyrr en í apríl á næsta ári. Brúarsmíðinni á síðan að vera lokið fyrir miðjan júní. GE Tuttugu þúsund Tuttugu þúsund gestir hafa sótt búa með kólnandi veðri að undan- sundlaug Stykkishólms frá því hún förnu eins og búast mátti við en opnaði um miðjan júlí sl. Verulega þrátt fyrir það er aðsóknin framar hefur dregið úr sundferðum bæjar- vonum. K.Ren Atakið veitir viðurkenningar Hvatningarverð- laun á Akranesi Átak Akranes hefur ákveðið að verðlauna bestu gluggaútstilling- una í verslunum í ár. Fenginn verð- ur sérfræðingur í gluggaútstilling- um sem metur þær og gerir á þeim faglega úttekt. Einnig hafa verið uppi hug- myndir hjá Atvinnumálanefnd Akraness um að veita því fyrirtæki á Akranesi verðlaun sem skarað hef- ur framúr á árinu í markaðsmálum og/eða nýsköpun í atvinnumálum. Bæði þessi verðlaun eru hugsuð sem hvatning til fyrirtækja á Akra- nesi til að gera betur en ekki síður til að geta þeirra sem gera vel. Já- kvæð umræða um það sem vel er gert er nauðsynleg hvatning til allra og það er kveikjan að verð- laununum. Gert er ráð fyrir að bæði þessi verðlaun verði afhent á milli jóla og nýárs. ('fréttatilkynningfrá form. Atvinnumálanefndar og framkvæmdastjóra Ataksins). s Obreytt útsvar Á fundi bæjarstjórnar Akraness á það er hámarksútsvarsprósenta sem þriðjudag var samþykkt að að út- lög leyfa. svar Skagamanna á árinu 2000 K.K. verði 12.04% eins og síðustu ár en Hrútar á netið. Búnaðarsamtök Vesturlands hafa nú komið sér upp heimasíðu þar sem hrútar sauð- fjársæðingastöðv- arinnar eru kynntir og sæðingaplan ársins 1999 kemur fram. Á síðunni er nafh hrúta, myndir af þeim ásamt ná- kvæmum upplýsingum sem við eiga. Hér er um að ræða handhæga upplýsingaveitu þar sem bændur geta m.a. spáð og spekúlerað í hvaða hrútar henta þeirra ám áður en sæðispantanir eru gerðar. Það er Hallgrímur Sveins- son ráðunautur sem annast hefur gerð síðunnar. Slóðin er www.vesturland/buvest. -MM Hörpuútgáfan opnar heimasíðu http://www.horpuutgafan.is Hörpuútgáfan hefur opnað heimasíðu þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að kynna sér og kaupa nýjar sem gamlar bækur út- gáfunnar. Hörpuútgáfan er stofnuð á Akranesi 1. október 1960 og hef- ur starfað þar samfellt frá upphafi. Lögð er áhersla á útgáfu sígildra bóka, ljóðabóka og ævisagna, bóka um þjóðlegan fróðleik, héraðs- sagna, þýddra skáldsagna o.fl Árið 1989 keypti útgáfan húsnæði að Síðumúla 29 í Reykjavík og er þar með skrifstofu og forlagsafgreiðslu sem opin er í nóvember og desem- ber. Slóð heimasíðunnar er: http://www.horpuutgafan.is/ K.K.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.