Skessuhorn - 25.11.1999, Side 18
18
FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1999
SKESSUHÖ6M
Stórtónleikar félagsmiðstöðvarinnar Oðals
Unglingamir til fyrirmyndar
Sagði Indriði Jósafatsson æskulýðsfulltrúi
“Þetta var frábær skemmtun og ánægjulegt
að fylgjast með þrjúhundruð krökkum
skemmta sér saman án vímuefna,” sagði Ind-
riði Jósafatsson æskulýðsfulltrúi í Borgar-
byggð eftir árlega stórtónleika félagsmið-
stöðvarinnar Oðals og nemendafélags Grunn-
skólans sem haldnir voru á Hótel Borgarnesi
síðastliðinn fimmtudag.
Þetta er nítmda árið í röð sem félagsmið-
stöðin og Nemendafélagið standa fyir
skemmtun af þessu tagi fyrir elstu bekki
grunnskólanna í Borgarbyggð og fleiri skóla á
Vesturlandi. A skemmtuninni voru krakkar frá
Grunnskóla Borgarness, Varma-
landsskóla, Laugaskóla í Dölum,
Laugagerði, Kleppjárnsreykjaskóla,
Heiðarskóla, Lýsuhólsskóla, Búðar-
dalsskóla og Reykhólaskóla. Auk
þess komu gestir frá félagsmiðstöð-
inni á Blönduósi sem voru í óvissuferð.
Skemmtikraftamir vora ekki af lakara tag-
inu. Ein vinsælasta hljómsveit landsins í dag,
200 þúsund naglbítar sá um fýrri hálfleikinn
og á eftir kom síðan poppstjarnan Páll Óskar
Hjálmtýsson. “Það var dúndrandi stuð allan
tímann og liðið ærðist bókstaflega þegar Páll
Oskar steig á sviðið,” sagði Indriði. “Krakk-
arnir voru alveg til fyrirmyndar og kom ekki
upp eitt einasta vandamál. Það er virkilega
gaman að gera eitthvað fyrir unglingana þeg-
ar þeir virða það og taka þátt í því af heilum
hug.” Myndirnar hér við tala sínu máli. GE
Ottó nashyrningur í Bíóhöllinni
Skemmtileg sýning fytir böm á öllum aldri
Skagaleikflokkurinn frumsýndi
leikritið um Ottó nashyrning á
föstudag í síðustu viku. Verkið er
leikgerð eftir Hörð Sigurðarson
sem byggð er á sögu Ole Lund
Kirkegaard. Leikstjóri sýningarinn-
ar er Elvar Logi Hannesson sem
jafhframt hannaði leikmynd. Tón-
listina við verkið samdi Þorgeir
Tryggvason og tónlistarstjórn og
flumingur er í höndum Birgis Óla
Sigmundssonar.
Margar skrautlegar persónur er
að finna í þessari klassísku sögu Ole
Lund Kirkegaard sem gengur ágæt-
lega upp sem leikhúsverk. Lykilper-
sónumar eru vinimir Toppur og
Viggó sem Ingunn Dögg Eiríks-
dóttir ogjón Ingi Þrastarson leika.
Viggó er sonur herra Bjöms sem
hefur nýlega keypt kaffihúsið á
neðstu hæðinni í rauða húsinu,
Viggó er stilltur strákur sem býr við
aga og ástríki föður síns og nær Jón
Ingi að gera honum góð skil. And-
stæða hans er Toppur sem er uppá-
tækjasamur lífsglaður strákur og
verður hann einstaklega skemmti-
legur í meðförum Ingunnar Daggar
sem er greinilega efnileg leikkona.
Hermann Guðmundsson fer á
kostum í hlutverki herra Björns og
sýnir svo ekki verður um villst að
harm er með betri gamanleikurum
sem stigið hafa á svið með Skaga-
leikflokknum. Hann klikkar hvergi
í túlkun sinni og er primus mótor í
sprellinu. Þorsteinn Ragnarsson
leikur húsvörðinn herra Hólm og
gerir það af yfirvegun og greinilega
með mikilli ánægju. Þorsteinn hef-
ur þann hæfileika að geta hreyft sig
á skemmtilegan máta og hefði að
ósekju mátt gera meira úr þeim
þætti í sýningunni. Herra Hólm er
skotinn í hinni heyrnadaufu ungffú
Flóru sem Olína Jónsdóttir leikur.
Hlutverkið er ekki stórt en mikil-
væg uppspretta húmors í verkinu
sem Olínu tekst að koma vel til
skila.
Önnur hlutverk í sýningunni eru
veigaminni og misjafnlega af hendi
leyst eins og gerist - en aldrei til
vansa. Þegar upp er staðið í leikslok
er ekki annað hægt að segja en að
hér sé um að ræða skemmtilega
sýningu sem höfði til barna á öllum
aldri.
Sviðsmyndin er litrík og hugvits-
samlega hönnuð en skapar fullmik-
il þrengsl í nokkrum atriðum þar
sem á að vera þröng á þingi vissu-
lega en gerir leikuram erfitt um vik
að skila sínu. Búningar era líka lit-
ríkir eins og er við hæfi sem og
Ottó nashyrningur. Yfirleitt er góð-
ur hraði í sýningunni og ekki að sjá
að bömum í salnum tæki nokkurn
tíma að leiðast. Það er helst í sum-
um söngatriðunum sem tempóið
dettur dálítið niður og skrifast það
trúlega til jafhs á músíkina sjálfa
(sem býður ekki upp á mikil tilþrif)
sem og söngflutninginn sem er
veikasti hlekkurinn í sýningunni.
Leikstjórinn hefur lagt áherslu á
að persónurnar fengju að njóta sín
sem best og gætt þess að sérkenni
þeirra yrðu skýr. A sama tíma og
verkið er nokkurs konar ævintýri
sem tilheyrir ævintýralandinu með
gulum nashymingi sem gengur út
úr vegg og svo framvegis þá era
persónurnar ákaflega jarðbundnar
og “raunverulegar” og einstaklega
trúverðugar. K.K.
Eitt af atriiunum í uppfœrslu Skagaleikflokksms á Ottó nashymingi.