Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.1999, Síða 19

Skessuhorn - 25.11.1999, Síða 19
 gggggJJJJQjgU I: fömiŒ'f&A M .öc>íM®>TMMí'í FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 81 19 Knattspymu- veisla á nesinu Um síðustu helgi var mik- il knattspyrnuveisla á Snæ- fellsnesi en þá var haldið fyrra mótið af tveimur fyrir yngri flokka á vegum HSH. Seinna mótið fer fram 4. og 5. mars á næsta ári. I Grundarfirði léku knatt- spyrnumenn og konur í 7., 6, og 5. flokki listir sínar og gekk það mjög vel. Met þátttaka var í þessum flokk- um en um 200 krakkar mættú til leiks. Allir kepp- endur í þessum flokkum fengu verðlaunapening fyrir þátttökuna en ekki var keppt um sæti. Eitt lið frá UMFG í 5. flokki var eingöngu Þámakendur á knattspymumóti í Grundarfirði. skipað stúlkum og settu þær skemmtilegan svip á mótið. Þær komu t.d. alltaf syngjandi inn á völlinn þegar þær áttu að leika og gáfii strákunum ekkert effir í knatt- spyrnunni. A sunnudeginum var keppt í 3. og 4. flokki í Stykkishólmi og var harkan meiri þar, því að þar var keppt um sæti. Mótið byrjaði kl 9:30 og var ekki búið fyrr en um 17:00. Fjöldi þátttakenda var einnig mikijl á þessu móti eða um 150 krakkar, bæði strákar og stelpur. Urslitin urðu þau effir fyrsta mótið Myndir: Sigrún Ólafsdóttir að í 4. fl. urðu í fyrsta sæti UMFG gulur, í 2. sæti UMFG rauður og því þriðja Snæfell gulur. I 3. flokki sigraði Reynir gulur, í öðru sæti Reynir rauður og í því þriðja UMFG. SÓ/GE Hressir golfarar útr Mostra. Mynd; Omarjóh. Golfklúbburinn Mostri hélt upp á 15 ára afinæli sitt sl. föstudagskvöld. Jafnframt var uppskeruhátíð og verðlaunaaf- hending fyrir árangur á innan- félagsmótum. Stigameistari Mostra í ár var Sigtryggur Jónatansson. Sá ung- lingur sem besmm persónulegum árangri náði á árinu var Kristinn Bjarni Heimisson. Þá stóð kvennalið Mostra sig frábærlega þegar þær unnu Vesturlands- keppni kvenna sem í ár var haldin í Grundarfirði. K.Ben. Aðalfundur Leynis Hannes Þorsteinsson kosinn formaður Aðalfundur golfklúbbsins Leynis á Akranesi var haldinn á mánu- dag og var ný stjóm kjörin á fundinum. Hafsteinn Baldursson Iét af formennsku og var Hannes Þorsteinsson kosinn nýr formað- ur í hans stað. Ur stjóm gengu einnig Halldór Hallgrímsson og Guðrún S. Ólafsdóttir. Áffam sitja Svanhildur Thorstensen og Ólafur Grétar Ólafsson. Nýir menn í stjóm vom kosnir Hlyn- ur Sigvaldason, Þorbergur Guð- jónsson og Þorsteinn Þorvalds- son. Þess má geta að Þorsteinn sat í fyrstu stjóm klúbbsins og var formaður hans í 13 ár. Leynir verður 35 ára á næsta ári og verður þetta því mikilvægt ár í sögu félagsins en á árinu verður tekinn í notkun 18 holu golfvöllur. Stjórnendur GL búa sig undir aukinn rekstrarkostnað á næstu árum og telja að umferð um völlinn þurfi að auka verulega. Tæplega tveggja milljóna króna tap varð á ársreikningi klúbbsins árið 1999 og gerir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár ráð fyrir um 360.000 króna tapi á almennum rekstri. Félagsgjald var ákveðið 30.000 krónur og greiða félagsmenn yngri en 20 ára ffá kr. 9.600 til 21.000 effir aldri. Félags- mönnum hefur fjölgað ört síðustu tvö ár og eru þeri nú 230 en voru 116 í upphafi árs 1997. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Garðavelli í sumar. Unnið var að framkvæmdum við 7 nýjar brautir og gengu þær vel þrátt fyrir erfitt tíðafar. Fleildarkostnaður við framkvæmdirnar á nýja svæðinu nemur nú rúmlega 26 milljónum króna og þar af hefur Akranesbær lagt fram um rúmar 16 milljónir samkvæmt sérstökum samningi þar um. K.K. Ný stjóm Leynis. Frá vinstri: Svánhildur Thórsténsen, Hannes Þorsteinsson formaður, Þorbergur Guðjónsson, Olafur Grétar Olafsson og Þorsteinn Þorvaldsson. A myndina vantar Hlyn Sigvaldason. Mynd: K.K. r Bikarkeppni SSÍ ÍA féll í aðra deild Bikarkeppni SSÍ fór fram í Sund- hölf Reykjavíkúr um helgina og hafnaði IA í næstneðsta sæti með 22.324 stig og féll þar með í aðra cleilcl. Sundfélag Hafnarfjarðar sigráði með yfirburðum og hlaut samtals 30.476 stig. Ægir kom næstur með 28.267 stig og Keflavík í þriðja með 26.932 stig. Armann fylgdi þar á eftir með 24.141 stig og Njarðvík rak lestina með 21.720 stig. Þrjú Islandsmet voru sett á mótinu og þrjú unglingamet: Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi setti glæsilegt Islandsmet í 200 metra bringusundi og bætti eldra met um rúmlega tvær sekúndur. Lára Hrund Bjargardóttir úr SH setti síðan Islandsmet í 200 metra skrið- sundi. Stig eru gefin eftir árangri og ræður því tími sundfólksins stigafjölda fyrir hvert sund, en ekki sætið sem það lendir í. Bestum árangri Skagasundfólks- ina náðu þær Kolbrún Yr Krist- jánsdóttir og Anna L. Armanns- dóttir. Kolbrún Yr sigraði í 100 metra baksundi kvenna og lenti í öðru sæti í 200 metra fjórsundi og Í00 metra skriðsundi. Anna varð í öðru sæti í 200 metra flugsundi kvenna og þriðja í 100 metra flug- sundi. Sveit IA hafnaði í þriðja sæti í 4x100 m fjórsundi kvenna og 4x 100 m skriðsundi. Guðgeir Guðmundsson náði þriðja sætinu í 100 metra flugsundi karla. I stiga- keppni kvenna endaði IA í fjórða sætinu en karlarnir í sjötta og neðsta sæti. K.K. Keilufélag Akraness í 16 liða úrslit Keilufélag Akraness vann sann- færandi sigur á 1. deildarliðinu HK í bikarkeppni Keilusambandsins með 125 pinna mun og er þar með komið í 16 liða úrslitin. Leikurinn endaði með 2140 gegn 2015 ÍA í vil. Dregið hefur verið í 16 liða úr- slitum og þar mætir Keilufélagið Keiluböðltmum sem keppa í ann- arri deild. Leikurinn fer fram þann 11. desember í keilusalnum í Mjódd sem telst vera heimavöllur Keilufélags Akraness. IA er enn í efsta sæti þriðju deildar með fjög- urra stiga forystu eftir sjö umferðir. K.K. ®KncittspYrnufélog Ifi Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 30. nóv n.k. kl. 20.00, í félagsaðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar eru hvattir til að masta. Uppskeruhátíð félagsins verður haldin laugardaginn 4. des, hátíðin verður haldin í félagsheimilinu Miðgarði Innri - Akraneshrepp, húsið opnað kl. 19.00 Þátttaka tilkunnist til skrifstofu félagsins eða ísíma 431 3311 Allir velkomnir. Miðaverð kr. 3.500

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.