Skessuhorn


Skessuhorn - 27.01.2000, Page 9

Skessuhorn - 27.01.2000, Page 9
FIMMTUDAGUR 27. JANUAR 2000 9 J«£33linu^ ■ Penninn í síðasta tölublaði Skessuhorns birtist viðtal við undirritaðann þar sem fjallað er um meintan yfirgang bæjarstjórnar og embættismanna Akraneskaupstaðar og snýr að út- gáfu gönguleiðakorts á og við Akra- fjall. Gísli Gíslason bæjarstjóri læt- ur orð falla í viðtali við sig sem ég get ekki látið ósvarað, enda frjáls- lega farið með lagatilvitnanir og staðreyndir málsins. í umræddu viðtali vitnar Gísli í 14. grein laga um náttúruvernd og snýðir tilvitnanir þar að hagsmun- um sínum en sleppir lagatilvimun- um sem ekki henta hagsmunum bæjarins. Því sleppir hann að minn- ast á lögbundin réttindi landeig- enda skv. lögunum. 13. grein laga um náttúruvernd fjallar um ferðir um landið og um- gengni við það: “A ferð sinni um landið skulu menn sýna landeig- anda og öðrum rétthöfum lands fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fýlgja leiðbein- ingum þeirra og fýrirmælum varð- andi ferð og umgengni um landið. Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftír því sem auðið er, hlífa girðing- um, fara um hlið eða göngustiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið skal loka þeim efrir Agæti næisvei tu ngu i! Smá kveðja til Gísla Gíslasonar. að gengið hefúr verið um þau. Sér- stök aðgát skal höfð í nánd við bús- mala, selalátur, varplönd fugla, veiðisvæði og veiðistaði”. 114. grein laganna, sem háttvirt- ur bæjarstjóri og lögffæðingur, fer frjálslega með kemur auk þess ffam sá réttur landeiganda að hafa áhrif á ráðstöfun lands síns. Lítið stytt er lagagreinin svohljóðandi: “Mönn- um er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. A eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi. För um ræktað land, sbr. 7. tölul. 3. gr., og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúru- lega birkiskóga og kjarr...” I enn einni lagagrein áður- nefndra laga er réttur landeigenda ýtrekaður: “Til stuðnings við útivist geta sveitarfélög, Náttúruvernd rík- isins eða náttúruverndarnefndir gengist fyrir að halda opnum göngustígum, strandsvæðum til sjó- baða, vatnsbökkum og öðrum stíg- um og svæðum sem ástæða er til að halda opnum til að greiða fýrir því að almenningur fái notið náttúr- unnar; enn fremur sett upp göngu- brýr, hlið og göngustiga og afmark- að tjaldsvæði og gert annað það er þurfa þykir í þessu skyni. Framkvæmdir samkvæmt þessari grein skulu einungis gerðar með samþykki eigenda eða rétthafa lands”. Samkvæmt þessu þurfa lesendur vart að vera í vafa um að undirritað- ur sem landeigandi að Vestri Reyni hafði og hefur ótvíræðan rétt til að hafa áhrif á landnýtingu á jörð sinni, enda um verulegt hagsmuna- mál að ræða. Bæjarstjóri vill gera því skóna að ég vilji ekki að gengið sé á Akrafjall. Það er rangt. Málið snýst hins veg- ar aðeins um eftirfarandi: Göngu- leiðakort var gefið út af Akranes- kaupstað án þess að haft væri sam- ráð við landeigendur, eins og skylt er að gera samkvæmt fýrrgreindum lagagreinum. Ef bæjarstjóri hefur þær áhyggjur að ég vilji banna fólki að ganga á Akrafjall, og að nauð- synlegt sé að merkja leið fýrir ferðafólk í þeim tilgangi, vil ég benda bæjaryfirvöldum á að nota til þess það land sem bærinn á í fjallið. Bæjarstjóri vitnar til þess að ég hafi kært málið til Sýslumanns í Borgarnesi og hann ekkert fundið ólöglegt við gjörning Akranesbæjar. Þá segist hann hafa átt við mig fund í haust þar sem hann taldi að við hefðum sæst heilum sáttum. Bæjar- stjóri ætti að vera ærlegur og segja frá því að á þeim fundi urðum við sammála um að ég léti kæruna nið- ur falla enda yrði gefið út nýtt gönguleiðakort ásamt því að bæjar- stjóri ætlaði að rita yfirlýsingu til al- mennings og notenda kortsins, þar sem óskað væri eftir því við ferða- fólk að landeigendum yrði sýnd til- litsemi ásamt því að í nýju korti yrðu felldar út umdeildar göngu- leiðir. Bæjarstjóri hafði enda lýst því yfir hjá lögreglu að mistök hafi verið gerð við útgáfuna og nýtt kort yrði bráðlega prentað. Eg fór fram á það við bæjarstjóra að hann gæfi út opinbera afsökun- arbeiðni vegna ffamgöngu bæjarins í umræddu máli. Bæjarstjóri brást hinn versti við og sagðist aldrei myndi byðjast opinberrar af- söknunar. Forseti bæjarstjórnar Akraness var einnig á þessum fundi og getur vimað um hvað þar fór fram. A þessum fundi var líka rædd framtíðarskipun þessara mála. Þær umræður hefðu bemr átt sér stað sl. vor AÐUR en Akraneskaupstaður lagði í verulegan kosmað við útgáf- una. Að lokum vill bæjarstjóri réttlæta málið með þeim hætti að í svæðis- skipulagi sé gert ráð fýrir því að gefin séu út göngu- og reiðleiða- kort. Eg get hvergi lesið að Akra- neskaupstaður einn eigi að gefa út gönguleiðakort í öðrum sveitarfé- lögum og án samráðs við landeig- endur og vona að svo verði seint raunin, ef vinnubrögð við hlutina eru ekki faglegri en raun ber vitni. Haraldur Benediktss. Vestri Reynir. TJTSALA ! Útsalan hefst fimmtudaginn 27. jan kl. 9:00 i OpidtU I kl. 20:00 I Sláturfélag Suðurlands selur innfluttan tilbúinn gæðaáburð frá Norsk Hydro, stærsta áburðarframleiðanda heims. Þungmálmainnihald áburðarins er með því lægsta sem nú þekkist í áburði, sem tryggir hreinleika afurða. í boði eru tvær tegundir, Hydro 7 og 9 sem báðar reyndust vel að mati bænda sem notuðu áburðinn sl. sumar. Áburðurinn er afhentur í 500 kg stórsekkjum frá Grundartanga og Þorlákshöfn, tilbúinn til afgreiðslu í apríl n.k. Tryggðu góða sprettu með góðum áburði, túnin græða á því. Verð áburðarins miðast við staðgreiðslu. Einnig boðið upp á lánsviðskipti, greiðslu með afurðum og raðgreiðslusamninga. Vextir reiknast frá lokum þess mánaðar sem gengið er frá kaupum áburðarins. Sömu vextir reiknast og á afurðareikningum SS, nú 9% ársvextir. Tegund N PzOs KzO Ca S Mg B Verð kr./tonn án vsk. í jan. 2000 Verð kr./tonn án vsk. í feb. 2000 Hydro 7 21 8 12 1,8 2,7 1,2 0,02 18.334 19.617 Hydro 9 27 6 6 1,2 2,5 18.197 19.471 Takmarkað magn Nánari upplýsingar og móttaka pantana hjá SS, Fosshálsi I, Reykjavík í síma 575 6000, fax 575 6090 og netfangi birna@ss.is HYDRO

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.