Skessuhorn - 03.02.2000, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
^nUsunu^.
Framhaldsskóli á Snæfellsnes?
Neínd skipuð til að vinna að stofnun skóla á Nesinu
Fyrir skömmu óskaði bæjar-
stjóm Stykkishólms eftir viðræð-
um við önnur sveitarfélög á Snæ-
fellsnesi um hugsanlegt samstarf
um stofhun framhaldsskóla eins
og frá hefur verið greint í
Skessuhomi. Erindinu var vel
tekið og í framhaldi hefur verið
skipuð nefnd til að fjalla um mál-
ið. I henni sitja Eyþór Bene-
diktsson kennari og bæjarstjóm-
armaður í Stykkishólmi, Björg
Agústsdóttir sveitarstjóri í
Gmndarfirði og Sveinn Elín-
bergsson skólastjóri og bæjar-
stjómarmaður í Snæfellsbæ.
I samtali við Skessuhorn sagði
Eyþór Benediktsson að hlutverk
nefhdarinnar væri að koma með til-
lögur og hugmyndir um skref í átt-
ina að því takmarki að koma á fót
framhaldsskóla á Snæfellsnesi.
“Fyrsta skrefið er að ræða við ríkis-
valdið um möguleika á stofnun
skóla á Nesinu en í framhaldi að
velta upp möguleikum varðandi
hverskonar skóla menn vilja sjá hér,
námsffamboð, staðsetningu, tengsl
við FVA og fleira,” sagði Eyþór.
Staðsetning ekki vandamál
A fundi sveitarstjómanna í Gmn-
darfirði, Snæfellsbæ og Stykkishól-
mi sem haldinn var um málið fyrir
skömmu kom mjög skýrt fram vilji
fólks til að boðið yrði upp á nám
sem hægt væri að ljúka með burt-
fararprófi. “Það er ljóst að menn
vilja sjá heildstætt nám sem hægt er
að ljúka á sama stað þannig að nem-
endur þurfi ekki að leita annað fyrr
en kemur að háskólanámi, hjá þeim
sem það kjósa og því er væntanlega
verið að tala um að fólk geti lokið
hér stúdentsprófi eða öðmm skyld-
um áföngum,” sagði Eyþór.
“Áhuginn er mikill en að sjálfsögðu
eru margir svartsýnir og óttast það
helst að fjöldi nemenda geti aldrei
orðið nægjanlegur. Eg tel hinsvegar
að það sé grundvöllur fyrir fámenn-
um framhaldsskóla og hann þurfi
síst að vera lakari fyrir þá sök.”
Aðspurður um staðsetningu sagði
Eyþór að hann teldi það ekki verða
vandamál að finna skólanum stað
þótt það þyrfti að sjálfsögðu að
ræðast eins og allt annað sem málið
varðaði. Hann sagði að á þessu stigi
væri ekki hægt að segja til um
hvenær hugsanlegur framhaldsskóli
yrði settur í fyrsta sinn. “Það er
búið að ræða þetta í mörg ár og nú
er loks farið að hreyfa við málinu en
þar með er björninn ekki unninn.
Þetta ferli getur tekið einhvern
tíma þótt við höfum vilja til að
vinna það eins hratt og hægt er.
Valdið er hinsvegar í höndum ríkis-
ins og ákvörðunin verður tekin á
Alþingi. Við þurfum að undirbúa
málið vel í héraði áður en þangað er
komið en við höfum vilja til að láta
það ganga nægilega hratt til að það
liggi fyrir þinginu næsta haust.,”
sagði Eyþór.
GE
Eyþór Benediktsson
Lít á manninn sem hluta af umhverfinu
Rætt við Kolfinnu Jóhannesdóttur nýskipaðan formann Náttúruverndarráðs
Kolfinna Jóhannesdóttir formaður Náttúrmemdarráðs
Óhætt er að segja að gustað hafi
um Náttúruvemdarráð síðustu
daga og ber þar hæst aíisögn for-
manns ráðsíns, ólafar Guðnýjar
Valdimarsdóttur og hörð gagn-
rýni á Siv Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra á Náttúiuvemd-
arþingi um síðustu helgi.
Á þinginu um helgina var form-
lega skipaður nýr formaður en það
er ungur Borgfirðingur, Kolfinna
Jóhannesdóttir í Norðtungu, bæjar-
fulltrúi framsóknarmanna í Borgar-
byggð.
Skessuhorn hafði samband við
Kolfinnu og innti hana eftir því
hvernig embættið legðist í hana
ekki síst þar sem róstursamt hefur
verið á sviði umhverfismála upp á
síðkastið. “Þetta leggst vel í mig og
ég hlakka til að takast á við nýtt við-
fangsefni. Umhverfismál og þar
með náttúruvemd skipa æ stærri
sess í okkar þjóðfélagi enda með
mikilvægustu málaflokkum sem við
þurfum að fást við og því er það
spennandi að takast á við þetta
verkefni. Eg geri mér hinsvegar
grein fyrir að þessu hlutverki fylgir
jafnffamt mikil ábyugð og skyldur
við sjálft viðfangsefn-
ið.
í sátt við
umhverfið
Samkvæmt lögum
er það hlutverk Nátt-
úruverndarráðs að
stuðla að náttúru-
vernd og vera ráðgef-
andi fyrir Náttúru-
vernd ríkisins, Um-
hverfisráðherra og
önnur stjórnvöld.
Umhverfisráðherra
skipar fimm þeirra í
upphafi náttúmvern-
darþings, fjóra að
fengnum tillögum
Náttúrufræðistof-
nunar Islands,
Háskóla Islands, Bændasamtaka
Islands og Ferðamálaráðs en einn
án tilnefningar og skal hann vera
formaður ráðsins. Þá em fjórir til
viðbótar kosnir á Náttúmverndar-
þingi.
Aðspurð um sín afskipti af nátt-
úmvernd segir Kolfinna að þau séu
að mestu í gegnum sveitarstjórnar-
mál. “Eg hef búið í sveit alla ævi í
nánum tengslum við náttúrana og
alltaf haft áhuga á þessum mála-
flokki. Ég hef í mínum störfum í
sveitarstjóm unnið töluvert að um-
hverfismálum og tel mig vera ágæt-
lega í stakk búna að takast á við
þessi mál á nýjum
vettvangi.”
I umræðunni síð-
ustu misseri um
Eyjabakka, Vatna-
heiði og fleiri mál er
varða náttúruvernd
hafa komið fram
mörg ólík sjónarmið
og verið talað um
öfgar í báðar áttir.
Því liggur beint við
að spyrja nýskipaðan
formann Náttúru-
verndarráðs hvort
hún sé mótfallin allri
stóriðju og afstöðu
hennar gagnvart
lagningu vega í
ósnortnu landi.
Ég vil að við virð-
um náttúra landsins
og umgöngumst hana með eins
mikilli varfærni og okkur en unnt.
Eg tel hinsvegar að það eigi að vera
hægt að vemda náttúrana án þess
að það komi niður á atvinnulífi og
búsetuskilyrðum í einstökum lands-
hlutum. Ég lít á manninn sem hluta
af náttúrunni og tel að hann eigi að
geta lifað í landinu í sátt við nát-
túrana án þess að ganga á gæði hen-
nar,” segir Kolfinna. Að öðra leyti
kveðst hún ekki kjósa að tjá sig um
einstök mál á þessu stigi.
Gott samstarf nauðsyn
Aðspurð um áherslur sínar í nýju
embætti segir Kolfinna: “Eg tel
ekki rétt að ég fari að forgangsraða
málum á þessu stigi þar sem nýtt
Náttúraverndarráð hefur ekki einu
sinni komið saman. Það var rætt um
það á þinginu að ráðherra myndi
kalla ráðið saman til fundar þar sem
farið yrði yfir starfshætti þess og
rætt um áherslur. Eg tel að þótt
Náttúruvemdarráð móti sjálft sína
stefnu í ákveðnum málum sé nauð-
synlegt að eiga góða samvinnu við
þá aðila sem við eigum að vinna fyr-
ir, þar á meðal umhverfisráðherra.
Ég hef hinsvegar að sjálfsögðu
ákveðnar skoðanir á einstökum
málum sem ég mun setja fram þeg-
ar og þar sem það á við,” sagði
Kolfinna að lokum.
GE
Við þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð og vináttu við fráfall og útför móður
okkar og tengdamóður.
ÞÓRUNNAR VIGFÚSDÓTTUR;
Skálpastöðum.
Starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Bogarnesi færum við sérstakar
þakkri fyrir umhyggju og alúð í hennar garð.
Guðbjörg Þorsteinsd. Johansson, Nils Johansson,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, Valgeir Jónsson,
Guðmundur Þorsteinsson Helga Bjarnadóttir,
: Vigfús Önundur Þorsteinsson, Auður Sigurðardóttir
og fjölskyldur
urar
Nýfæddir Vestlend-
ingar eru boðnir
vel komnir í heiminn um leið og nýbök-
uðum foreldrum eru færðar hamingjuóskir.
31 jan. kl:02:l 4 - Meybam. - Þyngd: 3560 - Lengd: 50 cm -
Foreldrar: Aslaug Toifadóttir og Kristján Austdal Guðjómson,
Borgamesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir.
30.jan. kl: 8:08- Sveinbam. - Þyngd: 3415 -
Lengd: 50 cm — Foreldrar: Sigurbjórg Kristmunds-
dóttir og Steindór lngi Kjellberg, Blönudósi.
Ljósmóðir: Helga Hóskuldsdóttir.