Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2000, Side 7

Skessuhorn - 03.02.2000, Side 7
a&caaums*.. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 2000 7 Fjárhagsáætlun Eyarsveitar Eftirsótt að búa í Grundarfirði Sveitarfélagið eykur skuldir til að mæta fjölgun íbúa Allnokkrar fram- kvæmdir eru fyrir- hugaðar á vegum sveitarsjóðs Eyrar- sveitar í Grundarfirði á þessu ári og af þeim sökum gerir fjárhags- áætlun ráð fyrir skuldaaukningu upp á 29 milljónir króna. Skuldastaða sveitar- félagsins hefur hins- vegar verið mjög góð síðustu ár og skuldir í árslok námu aðeins um 79 þúsund kr. á íbúa. Gert er ráð fyrir að skatttekjur nemi tæpum 187 milljónum króna á árinu. Almenn rekstrargjöld, að frá- dregnum tekjum málaflokka, eru áætlaðar rúmar 143 milljónir kr. Aætlun ársins 2000 gerir þannig ráð fyrir að útgjöld verði um 76% af skatttekjum. Að sögn Bjargar Agústsdótmr sveitarstjóra er vonast til að útgjöld ársins 1999 sem hlut- fall af skatttekjum fari ekki yfir 75% en niðurstaða liggur ekki fyr- ir. Fræðslumálin eru stærsti út- gjaldaliðurinn upp á tæpar 70 millj- ónir eða tæp 50% af heildarút- gjöldum í rekstri, því næst koma fé- lagsmálin (þ. á. m. leikskólinn) með rúmar 22 milljónir kr. eða tæp 16% af rekstrargjöldum. Samtals eru því tæpar 44 millj. kr. til ráð- stöfunar þegar búið er að gera ráð fyrir rekstrargjöldum. Af þeim fara um 8 millj. kr. í afborganir lána, eða um 4,3% af skatttekjum. Gjaldfærð fjárfesting er áætluð 30 millj. kr. Þar af fer mest í brunavarnir eða 7,5 millj. kr., 6 millj. kr. fara í fræðslumál og rúm- ar 5 millj. kr. í nýbyggingu gatna og holræsa. Eignfærð fjárfesting er áætluð 43 millj. kr. þar af fara 10 millj. kr. í grunnskólann en 33 millj. kr. fara í stærstu framkvæmd ársins sem er Björg Agústsdóttir sveitarstjári fasteignakaup og uppbygging húsnæðis fyrir slökkvilið og al- menningsbókasafh. Eftirsótt að búa hér Hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins eru tekjur áædaðar 27,2 millj. kr. og rekstrar- gjöld 20,4 millj. kr. Af framkvæmdum fyrirtækja má nefna að við Grundarfjarðarhöfn er áætlað að fara í byggingu undirlags fyrir lengingu Norðurgarðs hafn- arinnar. Sú framkvæmd hefur tafist þar sem fjárveitingum til hafnar- innar skv. gildandi hafnaáætlun var frestað á þessu ári, sökum ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar um að draga úr þenslu. Við vatnsveituna er áætlað að endurnýja krana í götum og að girða af vatnsverndarsvæði. Þá er ráðgert að fara í endurbæt- ur á 8 félagslegum íbúðum og hljóðar áætlunin upp á um 30 millj. kr. “Ibúðalánasjóður hefur ekki enn getað svarað beiðni okkar um endurbótalán ffá árinu 1998 og málið er því í hnút,” sagði Björg. “Við vonumst þó til að það leysist því okkur er mikil þörf á að gera upp þessar íbúðir. Það er nokkur skortur á íbúðarhúsnæði hér, þrátt fyrir að mikið hafi verið byggt á undanförnum árum. Sveitarfélagið vill síður þurfa að standa í húsbygg- ingum eða að bæta félagslegum íbúðum í kerfið. Við þurfum e.t.v. bara að fara að ýta við okkar mörgu og ágætu verktökum, en þeir hafa hins vegar haft meira en næg verk- efni á síðustu mánuðum. Það er einfaldlega bara eftirsótt að búa hér, enda hagstæð ytri skilyrði í langflestum atriðum, gott fólk og góður andi ríkjandi,” sagði Björg að lokum. GE Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar Hitaveitan stærsta málið s Segir Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri “Framkvæmdir árs- ins snúast um að Ijúka frágangi hita- veitunnar,” sagði Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Stykkis- hólmi er blaðið ræddi við hann um fjárhagsáætlun sveit- arfélagisns fyrir árið 2000 sem samþykkt var fyrir stuttu. Heildarskatttekjur sveitarfélagins eru áædaðar um 239 milljónir króna en rekstrargjöld að frádrgnum tekjum vegna mála- flokka eru áætlaðar um 198 millj- ónir. Aætlað er að veita um 50 Ólijón Gunnarsson milljónum til frágangs vegna hitaveitunnar og 20 milljónum til stækkunar á Dvalar- heimili aldraðra en ekki verður um aðrar stærrri framkvæmdir að ræða á árinu. “Við ætlum okkur að byrja að borga nið- ur skuldir á árinu eftir þessar miklu fram- kvæmdir sem átt hafa sér stað á stuttum tíma, þ.e. hita- veitu og sundlaugarbyggingu. Að öðru leyti reynum við að halda í horfinu og halda áfram uppi góðri þjónustu, sagði Oli Jón. GE Akraneskaupstaður Lausar lóðir á Akranesi Byggingar- og skipulagsfulltrúinn á Akranesi auglýsir hér með lausar byggingalóðir til umsóknar á eftirtöldum svæðum: • Við Þjóðbraut.....athafna- og iðnaðarhúsalóðir. • Við Smiðjuvelli. ... athafna- og iðnaðarhúsalóðir. • Við Kalmansvelli..athafna- og iðnaðrhúsalóðir. • Við Háholt........einbýlishúsalóð. • Við Presthúsabraut..einbýlishúsalóð. • Á Breið...........iðnaðarhúsalóðir. • í Höfðaseli.......iðnaðarhúsalóðir. • ÍVogahverfi.......stórbýlalóðir. • Á ýmsum stöðum í bænum eru lausar lóðir í einkaeign. Umsóknir berist til Byggingar- og skipulagsfulltrúa, Stillholti 16-183. hæð Nánari upplýsingar eru veittar á byggingar- og skipulagsdeild alla virka daga og í síma 431-1211 Akranesi 28.janúar 2000 n Byggingar- og skipulagsfulltrúi Skúli Lýðsson BQRGARBYGGÐ ATVINNA Húsvördur - Borgarnesi Laust er til umsóknar starf húsvarðar við Grunnskólann í Borgamesi. Starfið felst í umsjón með húsum og lóð skólans, verkstjórn gangavarða og ýmsum öðrum tengdum störfum. Umsækjendur verða að geta starfað sjálfstætt, vera laghentir og búa yfir góðum samstarfseiginleikum. Æskilegt er að umsækjendur hafi iðnmenntun. Sá umsækjandi er ráðinn verður þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. apríl n.k. Laun eru samkvæmt kiarasamningum Starfsmannafélag Borgarbyggðar við Borgarbyggð. Skriflegum umsóknum skal skilað til Kristjáns Gíslasonar skólastjora fyrir 15. febrúar n.k. og gefur hann allar nánari upplysingar í vs: 437-1183 eða hs: 437-2269. Skólastjóri A miðju tslenskra stjórnmála Fiölskylda HP^ Æm. tkdr f§ Atvmna Snæfellingar ! Stjórnmdlafundur verður haldinn d Hótel Framnesi,Grundarfirði, mdnudaginn 7. febrúar og hefst hann kl. 20:30. Umræðuefnin eru atvinnumdlin, byggðamdlin og mdlefni fjölskyldunnar. A fundinn mæta þau: Halldór Asgrímsson, utanríkisróðherra, Ingibjörg Pólmadóttir, heilbrigðisróðherra, Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður. Fundarstjóri: Gunnar Kristjónsson Fundurinn er öllum opinn og allir eru velkomnir i t FRAMS0KNARFL0KKURI Með fólk (fyrirrámi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.