Skessuhorn - 19.04.2000, Síða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000
saissijtiosKi
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgomes og Akranes) 430 2200
Akranesi: Suðurgötu 65,2. hæð Fax: (Borgarnes) 430 2201
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR'KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200
Framkv.stjóri: Magnús Mognússon 852 8598
Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 852 4098
Internetþjónusta: Bjarki Mór Korlsson 899 2298
Bloóomenn: Petrína Ottesen, Akranesi 899 7358
Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038
iþróttofréttoritari: Jónas Ereysson (Jomes Eryer)
Auglýsingor: Guðrún Björk Friðriksdóttir 430 2200
Silja Allonsdóltir 431 4222
Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222
Prófarkarlestur: Ásthildur Magnúsdóttir og Mognús Magnússon
Umbrot: Skessuhorn / TölVert
Prentun: Isafoldarprentsmiója hf
Skessuhorn kemur út alla fimmtudága. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á
þriðjudögúm. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði verð í lausasölu er 200 kr.
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
vefsmidjo@skessuhorn.is
egill@skessuhorn.is
ouglysingor@skessuhorn.is
ouglysingor@skessuhorn.is
bokhold@skessuhorn.is
430 2200
Eg hef lengi haft grun um að ég gengi
ekki alveg heill til skógar og væri alls ekki cfs|j Einarsson
eins og fólk er flest. Eg uppgötvaði nefini- ritstjóri.
lega fyrir nokkru síðar að ég er nánast ger-
sneiddur hvötdnni til að græða peninga sem er ein af frumhvöt-
um nútímamannsins. Það vantar sem sagt í mig gróðagenið sem
ég geri mér von um að Kára Stefánssyni takist að einangra inn-
an tíðar og malla eitthvert lyf við þessum hvimleiða sjúkdómi.
Þetta er vissulega nokkuð alvarleg födun í þjóðfélagi þar sem
allt snýst um að græða peninga og ræða um peninga, verðbréf og
vísitölur. Það er því ekki skrítið þótt ég sé utanveltu og einangr-
aður í mínum einföldu og einskisnýtu þönkum.
Eg er svo gersneyddur gróðafíkn að ég finn ekki einu sinni fyr-
ir vott af ágimd og spenningi þegar ég fletti í gegnum viðskipta-
síður Moggans á leið minni á íþróttasíðumar. Eg slekk á sjón-
varpinu þegar verðbréfaspekúlantarnir birtast á skjánum í Kast-
ljósi þótt ég viti það af afspum að þetta sé afar spennandi sjón-
varpsefni. Eg hef svo sem reynt að græða peninga svona til að
sýna lit en þær tilraunir hafa undantekningalítið endað með
ósköpum.
Eins og aðrir sem villast út af réttri leið hef ég reynt að taka
mig á. Eg hef lagt mig í líma við að öðlast ágirnd og gróðafíkn.
Eg trúi því enn að með ástundun og eljusemi sé hægt að tileinka
sér þennan eiginleika. Ég byrjaði að sjálfsögðu smátt en er stað-
ráðinn að vinna mig upp á við og komast að endingu á toppinn.
Mínir fyrstu sigrar á viðskiptasviðinu voru að snuða börnin um
vasapeninga og krefja þau um aðstöðugjöld af sparibaukunum.
Síðan hef ég fetað mig áffam í fjármálaffumskóginum og nú er
ég kominn á það stig að takast á við alvöru verkefhi.
Galdurinn er sá að finna eitthvað klókt og útsmogið, eitthvað
nýtt og djarft sem engum öðmm hefur dottið í hug. - Ferming-
arbörnin!
A þessum árstíma er hvergi meira fjármagnsstreymi en einmitt
í gegnum nýskírðar hendurnar á fermingabörnunum. Þau skír-
ast inn í heim efnishyggjunnar þar sem peningar em mátturinn
og dýrðin. Þau eignast á einum degi huridraði þústmda í lönd-
um og lausum aurum. Þar á ofan bætast síðan húsgögnin,
græjurnar, tölvurnar, sjónvörpin, geislapilararnir, hestarnir,
snjósleðarnir og verðbréfin.
Ekki svo að ég sé að kvarta þótt ég hafi ekki fengið neinar fast-
eignir í fermingagjöf. Það er heldur ekki sakir öfundar sem ég
velti því fyrir mér hvort tilstandið sé ekki gengið út í öfgar. En
hvað um það. Fyrst þetta á að vera svona þá ætla ég líka að græða
á því.
Mín lausn er sú að fjárfesta í fermingarbömum. Ég vil stofha
hlutafélög um einstakar fermingar. Eg mtm sjálfur taka að mér
markaðssetninguna og fjármálastjórn fyrir bömin en það eina
sem þau þurfa að gera er að læra faðirvorið sómasamlega. Síðan
skiptum við gróðanum.
Eins og sannur verðbréfamiðlari fjárfesti ég náttúmlega ekki í
hverju sem er. Eg mun velja fermingarbörnin af kostgæfni og
taka mið af fjárhagsstöðu nánustu ættingja meðal annars.
I nafhi hinnar heilögu þrenningar: Seðlanna, verðbréfanna og
vísakortsins óska ég fermingarbörnum nær og fjær ótæmandi
gróða.
Gísli Einarsson fjárfestir
Framkvævtdir eni hafnar affidlwn krafii við stækkun álversins á Grundananga.
Stækkwiin ketnw’ til með að aaka afkastagetu fyrirtækisins wn þriðjung.Aætlað er að
framkvæmdum verði lokið í haust. Mynd: SOK
Stimplaður dópsali
Mikil umræða hefur verið um andi sjónarvottur hefði ekki haít
fíkniefhaneyslu í mörgum sveit- vissu um að þama hefðu farið ffam
arfélögum á Vesturlandi og hef- viðskipti með fíkniefrii. Aðéins hefði
ur víða verið gripið til aðgerða verið um órökstuddan gmn að ræða
til að reyna að spoma við þess- og enginn fótur hefði verið fyrir
um vágesti. Ástæðan fyrir því að þessum ásökunum. Hann sagði hjns-
umræðan er meiri nú en oft áður vegar að umrædd rannsókn hefði or-
er án efa sú að með aukinni ná- sakað umtal og drengurinn værí nú
lægð við höfuðborgarsvæðið ótt- stimplaður sem dópsali, “Slíkan
ast margir að fíkniefhsalar sæki í stimpil er erfitt að þvo af sér í svo
auknum mæli inn á Vesturland. litlu samfélagi sem hér er og þetta
Það er því ekki að undra þótt hefur meðal annars orsakað að erfitt
fólk sé nú á varðbergi sem aldrei er fyrir drenginn að fá vinnu. Það er
fyrr. ntjög alvarlegt ef fólk fær á sig slíkan
Nýlega fékk Lögreglan í Borgar- stimpil fyrir missldlning og því er
nesi ábendingu um meinta fíkni- ástæða til að hvetja fólk til að athuga
efnasölu sem átti að hafa farið fram á vel hvað það segir. Það er vissulega
fjölfömum stað í bænum. Gerð var mjög alvarlegt ef einhverjir em að
húsleit hjá öðmm hinna grunuðu en versla með fíkniefni hér í bænum en
ekkert fannst sem staðfesti þennan það er ekki síður alvarlegt að setja
gmn. Faðir annars drengsins sem í slíkan stimpil á fólk ef slíkar ásakan-
hlut átti sagði í samtali við blaðið að ir em ekki á rökum reistar”, sagði
síðar hefði verið upplýst að viðkom- faðir drengsins.
Styðja flutning
Bæjarstjórn Akraness hefur lýst
yfir stuðningi sínum við hugmynd-
ina um fluming Rarik til Akureyrar.
Stjórnin skorar nú á iðnaðarráð-
herra og ríkisstjórn Islands að mál-
ið nái fram að ganga. Og bendir
einnig á að flutningur þessa fyrir-
tækis gæti verið mikilvægur liður í
eflingu landsbyggðarinnar eins og
sjá má á góðu gengi Landmælinga
Islands hér á Akranesi.
BG
Hærri Mprófealdur
Meirhluti þeirra sem greiddu at-
kvæði í netskosningu á Skessu-
hornsvefhum í síðustu viku telja að
hækka eigi bílprófsaldurinn í 18 ár.
Spurt var: Á að hækka bílprófsald-
urinn í 18 ár. Já sögðu 61% en 39%
sögðu nei. Þessa vikuna er spurt: Á
að stofna framhaldsskóla á Snæ-
fellsnesi?
GE
Nýtt hverfi á Stapa
Framkvæmdir hefjast í sumar við ist Sölvaslóð. I vor verður hafist
nýtt sumarhúsahverfi á Arnarstapa handa við vegagerð og vatnslagnir
á Snæfellsnesi en þar hefur verið og reiknað er með að byggt verði á
skipulagt 11 húsa hverfi sem nefn- þessu nýja svæði í sumar. GE
Söngvakeppnin
Hin árlega söngkeppni fram-
haldsskólanna fór ffam í Laugar-
dalshöllinni laugardaginn 15.apríl
síðastliðinn. Fulltrúar Fjölbrauta-
skóla Vesturlands að þessu sinni
vora þau Sveinbjörn Hafsteinsson
og Andrea Katrín Guðmundsdótt-
ir, en þau sungu lagið “Don't go
breaking my heart” sem þeir Elton
John og Rue Paul gerðu frægt á
sínum tíma. Um bakraddir sáu þær
Kristín Gróa Þorvaldsdóttir, Rósa
Guðrún Sveinsdóttir og Erla Björk
Gísladóttir og dansarar vora þær
Belinda Eir Engilbertsdóttir, Fríða
Bjarnadóttir og Salóme María
Olafsdóttir. Lagið var íslenskað og
útsett af Flosa Einarssyni. Keppnin
var sýnd í beinni útsendingu á Stöð
1 og stendur til að endursýna hana,
en þá í tveimur hlumm. Þau Andr-
ea og Sveinbjörn komust ekki á
verðlaunapall en þó eru það ein-
dregin tilmæli til fólks að láta þessa
keppni ekki ffam hjá sér fara því
þau stóðu sig mjög vel og vora
skólanum til mikils sóma.
SÓK
Endurbætur á
Skallagrímsgarði
Framkvæmdir em hafnar við
endurbæmr á Skallagrímsgarði
í Borgarnesi. I þessum áfanga
verður hlaðinn veggur utan um
garðinn að hluta og gangstéttir
lagfærðar. Markmiðið með
þessum aðgerðum er að bæta
aðkomu að garðinum. GE
Lóðir við
✓
Asabraut
Bæjarráð Akraness hefur gef-
ið samþykki sitt fyrir því að
auglýsá megi lóðir við Ásabraut
lausar til umsóknar. Er þetta
fyrsta gatan af mörgum í nýju
hverfi 'sem verið er að skipu-
leggja. .. - BG
• • • gÍh. / *
Gatnagerð
í Borgamesi
Gamagerð er áð heijast á
vegum Borgarbýggðar við Arn-
arklett.í Borgaroesi. Um er að
ræða ffamlengingu á göm en
þar eiga að rísa þrjú fjölbýlishús
og tvö raðhús. Kosmaður við
gatnaframkvæmdimar era um
tíu milljónir en það era vöru-
flutningar Leifs Guðjónssonar
sem sjá um verkið. GE
Grásleppukarlar
í Kalmansvík
Bæjárráð Akranesbæjar hefitr
heimilað niðursemingu verksins
“Grásleppukarlar í Kalmansvík”
eftir Jón Pétursson í Kalmansvík.
Bæjarráð heftir nú falið garð-
yrkjustjóra að finna nákvæma
staðsetningu fyrir verkið með til-
fiti til umfjöllunar umhverfis-
nefndar um málið og í samráði
við listamanninn. BG
Umhverfisstefiia
Borgarbyggðar
Á degi umhverfisins þriðju-
daginn 25. apríl n.k. ætla bæjar-
yfirvöld í Borgarbyggð að
kynna umhverfisstefnu sveitar-
félagsins sem unnið hefur verið
að síðastliðna mánuði. Þá verða
einnig kymnt ýmis umhverfis-
verkefni sem era á döfinni í
Borgarbyggð um þessar mund-
ir. Veggspjöld með upplýsing-
um um verkefnin verða til sýnis
í Iþróttamiðstöðinni í Borgar-
nesi. GE
Skógrækt
undir jöldi
Snæfellsbær hefur gerst aðili
að félagi Skógarbænda á Vest-
urlandi en þrátt fyrir að land-
svæðið undir jökli hafi ekki þótt
ákjósanlegt til skógræktar er
áhuginn á trjárækt vaxandi í
Snæfellsbæ.
“Við viljum taka eins mikið af
jörðinni Sveinsstöðum og hægt
er undir skógrækt á næstu
árum,” segir Hafsteinn Hafliða-
son garðyrkjufræðingur Snæ-
fellsbæjar. “Sveitarfélagið á
þessa jörð og þar ætlum við að
gera myndarlegan skóg. Það
hefur verið sannað á undan-
föraum árum að hér geta þrifist
tré eins og víðast hvar annars
staðar. Það þarf að sjálfsögðu að
velja plöntur miðað við aðstæð-
ur en þar fyrir utan er viljinn
allt sem þarf,” segir Hafsteinn.
GE