Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2000, Qupperneq 6

Skessuhorn - 19.04.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000 mCssuhul Blaðamenn Skessuhoms litu við hjá gamalreyndum trillukarli Skarphéðni Árnasyni og eiginkonu hans, Ragnheiði Björnsdóttur, á heimili þeirra á Jaðarsbrautinni til þess að spjalla við hann um sjó- mennskuna sem hann hefur gert að ævistarfi sínu. Vel var tekið á móti okkur og borið á borð Toblerone og kók að hætti hússins. Við tylltum okkur við eldhúsborðið með sjóinn í baksýn og þegar Skarphéðinn sá að við höfðum haft upptökutæki meðferðis spurði hann:”Hva! Ætlið þið að taka þennan andskota upp?!” og brosti út í annað. Neyddist til að flytja suður Skarphéðinn er fæddur árið 1924 á bænum Bæ á Selströnd í Stein- grímsfirði. Hann flutti ungur þaðan og ólst upp á bænum Hamarsbæli við Drangsnes auk 11 systkina. Hann var aðeins 12 ára þegar hann byrjaði að stunda sjóinn, en þá réri hann á lítilli skektu sem hét Sörli. Þessi bátur er til enn þann dag í dag og það sem meira er, hann er geymdur hér á Akranesi. Þann 17. desember flutti Skarp- héðinn suður með konu sinni og tveimur bömum þar sem hart var í ári fyrir vestan og fisklaust. “Það var erfitt að búa við það að vera sjó- maður. Við fórum venjulega í kringum 2. janúar og komum ekki heim fyrr en í maí, og stundum ekki það. Síðast áður en ég flutti fór ég náttúrulega á vertíð, skaust heim, fór strax til Grænlands að veiða þorsk og salta hann í skip, kom og svo á síld. Svo kom maður heim eiginlega til þess að fara á vertíð aft- ur, það liðu 2-3 mánuðir á milli.” sitt lifibrauð af sjómennsku, til að vinna í aðeins 50 daga á ári og jafn- vel allt niður í 23 daga þegar króka- menn ættu í hlut. “Engri annarri stétt er boðið upp á þetta”, segir hann. Ældi eins og múkki Sjóveiki hefur verið fylgikvilli sjávarins frá upphafi, hún hefur reynst mörgum manninum erfið og þar á meðal Skarphéðni. “Jú, jú. Eg var afskaplega mikið sjóveikur. Það er nú farið að minnka með árunum og er eiginlega alveg horfið. Eg man að fyrstu vertíðina sem ég var hér, þá voru 4 dagar frá áramótum og fram að páskum sem ég ekki ældi.” Hann segist einnig hafa ælt eins og múkki sín fyrstu ár á sjó, en þó hafi það aldrei verið svo slæmt að hann hefði ekki getað unnið. “Það hefúr nú alltaf legið í landi á íslandi að maður sem er sjóveikur, hann er ekki veikur, hann er bara sjóveikur”, segir hann og bætir því við að hann hafi séð menn langt leidda af sjóveiki í gegnum tíðina. “Eg hef séð afskaplega hraustan mann sem var að þvo niður fisk úti á Halamiðum. Hann var að vinna í vatnsstíu með vatn upp að hnjám og það endaði þannig að hann flaut í þessari stíu og hann hreyfði sig ekki til þess að bjarga sér. Mér ofbauð og fór með hann niður og háttaði hann og eftir hálfan annan sólarhring var þessi maður kominn upp á dekk. Það var ekkert að þessum manni og þetta er með duglegri mönnum sem Ekkert til nema veiðimennskan Þegar Skarphéðinn er inntur eft- ir því hvað hafi tekið við fyrir sunn- an er hann fljótur til svars. “Bara sjómennskan, vinna við sjó. Það er alltaf draumastarfið að fá að vera úti á sjó og veiða og veiða. Það er ekk- ert til nema veiðimennska.” “Það er segir hann alvarlegur. Hann tók sér ársffí fyrir nokkrum árum, en þoldi ekki við lengur en það. Við spyrjum hann hvort hann hafi aldrei komist í hann krappann á sjónum, en hann vill nú ekki kannast við það og telur að svoleiðis lagað stafi yfirleitt af því að menn vinni ekki vinnuna vera leiðinlegt, þegar á að fara að stjórna mönnum úr landi. Gagnvart mér byrjar það þannig að þegar kvótinn kemur á þá er öllum veiði- heimildum skipt upp, þannig að þeir sem eiga trillur eru ekki með í dæminu, þeir eru ekki til. Það á enginn að skipta sér af þeim og þeir Hjónin Ragnheiður Bjömsdóttir og Skarphéðinn á heimili sínu. ólæknandi”, skýtur Ragnheiður inn í. “Að vinna eitthvað annað, það er bara ekki til”, heldur Skarphéðinn áfram. “Eg var að vísu 10 ár hérna niðri í verksmiðju [Sementsverk- smiðjunni] og það eru glötuð ár, það eru glötuðustu ár ævi minnar”, sína, séu að flýta sér of mikið. Kvótakerfið ómögulegt Þegar samtalið berst að kvóta- kerfinu þyngist brúnin á Skarp- héðni. “Þegar kvótinn kemur fer að Mynd: BG mega róa eins og þeir vilja. En Adam var ekki lengi í paradís.” Skarphéðinn segist alltaf hafa hald- ið því fram að nýja kvótakerfið sam- ræmdist hvorki stjórnarskrá né jafn- réttislögum. Að ekki væri hægt að skikka menn sem ætluðu sér að hafa ég hef unnið með. Þannig getur sjóveikin leikið menn.” Aldrei einmana á sjónum Síðan Skarphéðinn byrjaði á trillu hér á Akranesi hefur hann mikið til róið einn en hann segist aldrei vera einmana. “Maður verður aldrei einmana á sjó, það er enginn tími til þess. Hafið iðar í kringum mann og það verður að hafa gát á öllu. Það er alveg sama hversu gott veður er, það er aldrei svo kyrrt að það sé ekki eitthvað að gerast í kringum mann”, segir Skarphéð- inn. Þegar hann er svo spurður að því hvort hann hafi ekkert hugsað sér að fara að hætta þessu og setjast í helgan stein, þá rekur hann upp stór augu. “Hætta, ég er nýbyrjað- ur! Þú sérð að ég er á fjórða ári eft- ir að ég hætti”, segir hann hneyksl- aður, en bætir við “Jú, jú ég geri ráð fyrir því á hverju ári að geta ef til vill ekki unnið það allt á enda, en það er ekkert mál. En að hætta og horfa á hendumar á sér, ég veit ekki hvernig á að fara að því, ég held það sé ekki hægt. Maður sem finnur hvorki til við vinnu né annað, af hverju ætti hann að hætta”, segir hann og meinar augljóslega hvert orð sem hann segir. Tunglið segir manni margt Aðspurður segist Skarphéðinn ekki þekkja margar stjörnur, en þó nokkrar. Hinsvegar taki hann mikið mark á tunglinu. ’Tunglið stjórnar gríð- arlega miklu, sérstaklega veðurfari. Gamlir menn tóku meira mark á tunglinu en nokkru öðm þegar þeir vora að spá í framtíðina. Afi gamli, Guðmundur í Bæ, sagði að ef tungl kviknaði í vestri ætti maður von á því að það yrði vestanátt það tungl”. En að spá í veður segir Skarphéðinn að sé deyjandi íþrótt eins og annað. Hann segist líka hafa verið fljótur að átta sig á því að ef Þormóðsskerið er sokkið í sjó þá er ekkert vinnuveður vesturfrá þótt hér sé ágætisveður. Afskaplega hamingjusamur Skarphéðinn segist ekki vera viss um hvort hann ætli á grásleppu þegar sú vertíð byrjar. ”Eg efast um að ég fari og marka það nú aðallega á því að ég var búinn að fella öll grásleppunet í ágúst í fyrra og bú- inn að taka bátinn í gegn fyrir ára- mót. Ætli maður fari nokkuð þegar maður er svona framsýnn”. I fram- haldi af því sagði hann okkur frá gömlum manni norðan af Strönd- um sem dundaði sér við að laga og snurfusa bátinn og bæta veiðarfærin allt árið en fór einstaka sinnum á sjó. ”Eg þekkti þennan mann vel. Hann var afskaplega hamingjusam- ur, hann hafði vinnu allt árið”. Skarphéðinn segir það mikil for- réttindi að mega vinna þá vinnu sem honum fellur best í geð. ”Eg hef aldrei getað þakkað það nóg- samlega að mega vinna þessa vinnu, alltsvo heimilislega séð, að mér skuli vera liðið það. Það er voðalega mikið átak fyrir konu að sinna öllu sem þarf að gera í landi. Maðurinn úti á sjó og er ekki til neins.”

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.