Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2000, Qupperneq 10

Skessuhorn - 19.04.2000, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000 §SÍSSiiii©£KI Sem viðbótarinnlegg í þá um- ræðu sem var um druslur og þess háttar kveðskap í síðasta blaði væri ekki úr vegi að birta hér gamlan húsgang sem Margrét Kristófersdóttir firá Kúludalsá sendi mér og mun ættuð úr Húnavatnssýslu, hugsanlega af Vatnsnesi: Olafur suður œtlar nú œða með bíldinn sinn. Hafði í nesti heilkrof þrjú og hundrað skammrifin. A Rauðku sinni hann reiðirþað reynist hún honum skár. Almúgann fyrir bömin bað bœn þeirri fylgdu tár. Signdi hann þau í Selinu, sorgina bar í stélinu. Fáir munu nú kannast við bíld en hann var lækningatæki sem notað var við blóðtökur sem þóttu ómissandi þáttur í öllum lækning- um þeirra tíma og yfirleitt flestra meina bót enda beitt jafnt við gikt sem tíðateppu og allt þar á milli. Menn voru taldir mjög mis- heppnir blóðtökumenn og sjálf- sagt hefur Olafur sá sem um er ort verið talinn í flokki þeirra betri. Þegar ég var að velta fyrir mér fleiri druslum rifjaðist upp fyrir mér eftirfarandi erindi eftir Magnús Oskarsson fyrrverandi borgarlögmann: Lýs villta Ijós í gegnum þetta geim mig glepur vín. Komin er nótt, ég nenni ekki heim, í náttfót mín. Styðþú minnfót, égfékk of stóran skammt, enfeginn vildi drekka meira samt. Nú er farið að grilla í vorið og fyrsti sumardagur skammt undan enda bæði rnenn og málleysingjar farin að þreytast á vetrinum og gæti sjálfsagt eithvert útigangs- hrossið tekið sér í munn orð Olínu Jónasdómir: Allir strengir óma afþrá eftir sól og gróðri. Eg hef lengi lifað á léttu vetrarfóðri. Eða þá þessa ágætu vísu eftir ókunnan höfund sem mun þó ort um mannskepnuna: Lifði ég við lífskjör hörð lærði í skóla ströngum. Þó að grænki gróinjörð grána hár í vóngum. Víða hefur veturinn þó verið erfiðari en hér Vestanlands og sumsstaðar farið að minnka um hey en einhver tók saman á eftir- farandi hátt orð aldraðs bónda sem lýsti svo búskaparháttum sínum: Allan búskap mig hefur minn mæltiforðum karltetrið, neitt ei brostið nokkurt sinn nema mat, hey og eldivið. I kvæði Jóns Mýrdal um prest- inn, gestinn, hvalinn og óskírða barnið er eftirfarandi lagt í munn prestinum: Kristnitakan árið 1000: verk próventukarls frá Gilsbakka fremur en Þorgeirs Ljósvetningaffoða? Féð hann drepurfyrir mér fyrst ég nærri heylaus er. Strákurinn hann Grímur gaf svo gapalega framan af. Stefán frá Hvítadal hafði þó þessi huggunarorð fram að færa: Þér sem hefur þunga borið þráða gleðifregn ég ber, bráðum kemur blessað vorið bráðum glaðnaryfir þér. Það er alþekkt að skoðanamun- ur getur orðið milli bestu vina en alltaf er gott að gæta þess að hvor aðilinn um sig hefur jafnan rétt til að vera ósammála hinum. Jón Eyjólfsson frá Háreksstöðum sem lést aðeins kornungur maður orti þessa ágætu vísu við kunningja sinn: Um vinskap okkar vita menn hann vart mun blandast táli. þó við höfum aldrei enn orðið á sama máli. Ekki veit ég hver það er sem aldrei gerir mistök í lífinu enda held ég að sá hlyti að vera mjög leiðigjöm persóna og menn verða hvort sem er alltaf að sitja uppi með mistök sín úr því sem komið er og lítið annað að gera en vinna úr sínum vandamálum sjálfur. Sigríður Arnadóttir frá Svana- vatni orðaði þetta svo: Afram líður aldafans á engu er hægt að slaka. Eitt augnablik úr æfi manns aldreifæst til baka. Það virðist löngum nokkur til- hneyging í íslensku þjóðarsálinni til að líta niður á þá sem orðið hafa undir í lffinu þó þeir séu ná- kvæmlega sömu mennirnir og meðan þeir höfðu eitthvað betri lífskjör enda kvað Björn S. Blön- dal: Ekkert gengur auðnu nær auðs uppfengur rættur. Sami er ég drengur sem í gær, sár - og engu bættur. Kjartan Olafsson orti og sýnist hafa átt margháttaðar minningar: Orð og gjórðir segja sitt sælustundir geymast. Þyngir hugann þetta og hitt það sem ætti að gleymast. Og Bjarni frá Gröf virðist ekki hafa verið í bjartsýniskasti þegar hann yrkir, kominn fast að fimm- tugu: Langt er síðan lífið hló lék ég mér að vonum, ég á orðið alveg nóg af öllum vonbrigðonum. Björn S. Blöndal í Grímstungu fór ekki varhluta af vonbrigðum lífsins og hefur það vafalaust sett sitt mark á manninn eins og jafn- an gerist enda sagði hann: Því var oft við ólánsströnd auðnu brotið farið að þá sem réttu hlýja hönd hef égfrá mér barið. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reykholt Stmi 435 1367. Borgfirðingar hafa alltaf verið hóg- værir menn. Það orð mun síður hafa legið á Þingeyingum. Frásögnin um kristnitöku á Þingvöllum árið 1000 og þátt Þorgeirs Ljósvetningagoða í henni hefur greypst í huga flestra, enda myndræn í betra lagi. Við end- urlestur Kristni sögu læddist að mér grunur um að í túlkun atburðarásar- innar á Þingvöllum kynni ögn að hafa verið hallað á Borgfirðinga. Lítum á frásögnina: Við komum þar á Lögberg á tíma- mótaþinginu sumarið 1000 sem sam- an hefur safhast allur þingheimur. Mikil spenna er í lofti blandin reyk- elsisilmi frá búðum hinna kristnu - einu tákni helgihalds hins nýja siðar. Menn skipuðust í fýlkingar, “ok sögð- ust hvárir ór lögum við aðra...” Það stefndi í slagsmál: “.. .hafði stómær, at þeir mundu berjast”, segir í sögunni. Við þær aðstæður “lagðist Þorgeirr niðr ok breiddi feld á höfuð sér ok lá allan daginn ok um nóttina ok annan daginn til jafhlengðar.” Hugsaði ráð sitt. En yfirspennmr og ólgandi þing- heimurinn hlaut að hafa eitthvað fyr- ir stafni á meðan Þorgeir hugsaði. Þeir heiðnu tóku það ráð að blóta “tveim mönnum ór hverjum fjórð- ungi ok hém á heiðin goð til þess, at þau léti eigi kristni ganga yfir landit.” Völdu til þess vonda menn. Flokkur hinna kristnu lést líka vilja hafa mannblót, jafnfjölmennt hinum. Þeir kusu hins vegar að velja til fómar mannkostamenn “ ok kalla sigrgjöf við dróttin vám, Jesúm Kristum.” Fyrstir gáfu sig fram Hjalti Skeggja- son og Gissur hvíti, fyrir Sunnlend- ingafjórðung, fýlgjendur kristni sem fáum dögum fýrr höfðu komið kirkjuviðum frá Olafi Noregskon- ungi til Vestmannaeyja. Ekki minni mannkostamenn gáfu sig ffam fyrir aðra fjórðunga, þar á meðal Gestur Oddleifsson fýrir Vestfirðinga, en síð- an segir sagan: “Þar var engi annarr til.” Mun nú hafa slegið vandræða- legri þögn á hópinn um hríð... En svo gengur fram gamall maður: Ormur Koðránsson, hét hann, var próventukarl á Gilsbakka. Hann hef- ur mál sitt: “Verða mundi maðr til þessa, ef Þorvaldr, bróðir minn, inn víðförh, væri samlendr við mik, en nú mun ek til ganga, ef þér vilið við mér taka.” Og síðan segir í fréttinni: “Þeir játtu því, ok var hann þá skírðr þeg- ar.” Það sem skiptir nú máli er að hér var ekki á ferð h'tt þekkt gamalmenni, heldur maður sem átti vel kunna sögu úr hörðu andófi gegn hinum nýja sið. Ormur var nefhilega sonur Koðráns á Giljá í Húnaþingi en þar dvaldi Frið- rekur biskup fýrsta vetur sinn í trú- boðsferð um Island: ferðafélagi Þor- valdar víðförla, sonar Koðráns. A Giljá stóð steinn er heimamenn höfðu blótað. I honum bjó ármaður þeirra. Koðrán “...lézt eigi mundu fyrri skírast láta en hann vissi, hvárr meir mætti, byskup eða ármaðr í steininum.” Biskup söng nú yfir steininum “þar til er steinninn brast í sundur”. Skildi Koðrán þá að ármað- ur hans var sigraður og tók því skím með fólki sínu öllu - nema Ormi. Ormur harðneitaði, stökk að heiman suður í Borgarfjörð, keypti bú að Hvanneyri og krækti sér í konu: Þór- vöru, dótturdóttur Egils Skallagríms- sonar. Að loknum búskap á Hvann- eyri virðist Ormur hafa fárið í homið til dóttur sinnar, Gunnhildar á Gils- bakka í Hvítársíðu. Kemur þá að meginmálinu: Senni- lega hefur Ormur, er hann kom til al- þingis árið 1000, verið kunnur flest- um þar fýrir kröftugra andóf gegn krismum sið en almennt gerðist. Það hlaut því að verða eftir því tekið er hann - gamli mótmælandinn - gekk til hðs við andstæðingana, er úfamir risu hvað hæst þar á Völlunum og menn til í að ganga til mannblóta fýr- ir málstað sinn. Hve mörgum efa- semdarmönnum skyldi Ormur gamli hafa snúið með dramatískri ákvörðun sinni á þessari síðdegisstund á Þing- völlum á meðan Þorgeir Ljósvetn- ingagoði lá í búð og hugsaði máhð? Eðh mála samkvæmt held ég þeir hljóti að hafa verið margir. Varð það því ef til vill mest fýrir þessa breytni Orms (er í annála komst): húnvemska æskuuppreisnarseggsins og áður stór- bóndans á Hvanneyri, sem Þorgeiri Ljósvetningagoða veittist það svo létt að tala fýrir tillögu sinni á Lögbergi daginn eftir? Ég held það. Þingeyingar byggja nú kirkju á Ljósavatni til heiðurs minningu Þor- geirs goða. Verðskuldar þá ekki minning próventukarlsins ffá Gils- bakka, hans Orms Koðránssonar, a.m.k. eina messu á þúsund ára af- mæli kristnitökunnar? Bjami Guðmmtdsson Hvanneyri A /\ / \ AAAþ HeycjarhahnrnHS Golf Hópur kv enna var að spila golf sólríkan lau otardagsmorgun. Efiir teighögg ffá einni þeirra sjá þær sér til skelfingar að kúlan stefhir beint á hóp raanna sem er að leika á næstu braut. Kúlan hittir einn mannanna og hann felur þegar báðar hendur í skauti sér, fellur til jarðar og ve mr þar um sárþjáður. Konan þýtur þegar í stað til manns- ins og biður hann margfaldlega af- sökunar.‘‘Le yfðu mér að hjálpa þér.“ segir hún síðan. „Ég er linað sársaul cann ef þú leyfir mér „Ummph, iii I Ciiiia-'gTIx. óóóh nneiii, það verð- ur allt í lagi með mig. Eg verð kom- inn í lag et tir nokkrar mínútur,11 svarar maður hnipri og m< inn andstuttur, ennþá í *ð lúkumar í klofinu á sér. En kon m er ákveðinn og að lokum teiist hann a að leyfa henru ao njaipa ser. nun tekur Diioiega i llCiIUUi 1 lélll: sinn hvórfi si Ug 5»ctui iiiOUl iiiCU ðu hans, losar um bux- umar og sm< jygir hendinni inn fýr- u ug uyi)<u du ímum naiu. Jiuau spyr hún hvemig honum finnist þetta. Hann starar, „Þetta er ffá- í þumalþutta num!“ Níu má iiuðum semna Sígtxyggui for í skíðaferðalag til leigðu sér bí og óku upp í óbyggð- irnar áleiðis á þekktan skíðastað. A leiðinni hre, >ptu þeir hríðarbil svo i • -Xll. hmsvegar svo iansamir að aka bemt bæ. Þeir óku heim að bænum sem í raun var ekk ur af fínustt upp á og til ert kot heldur óðalsset- x gerð. Þeir bönkuðu dyranrta kom glæsileg ungkona. Sigtrygguj iila yfir veðn r og Bárður báru sig en konan fót undan í flæmingi. “Ég grii mér gr ein fýrir að veðrið er hræðilegt og ég bý ein í þessu stóra húsi. Máhð er bara það að ég er nýorðin ekkja og ég er hrædd um ef ég leyfi yl ckur að gista í húsinu.” “Það er ekkert vandamál,” sagði Sigtryggur. Við verðum hæstá- nægðir ef vi . ,, 5 fáum að gista í hlöð- Það varð úr og daginn eftir var Romio nio l lagar gátu h esta veður og þeir fé- aldið ferð sinni áfram. e>egir eKxi n að öðru leyi rekar af ferðum þeiira ri en því að á skíðum Níu mánuðum seinna fær Sig- tryggur óvænt bréf ffá lögfræð- ingi. Það tók hann svolítinn tíma að átta sig á hvað um var að vera en loks sá hann að bréfið var ffá lögfræðingi ekkjunnar fögru úti í Sviss. Hann fór beint til Bárðar vinar síns og spurði hann: tir fallegu ekkjunni á í úti í Sviss” “Já,” búgarðinun sagði Bárðu r. “Getur verið að þú hafir farið a fætur um miðja nótt og sofið hj í henni,” spurði Sig- tryggur. “Já sagði Bárður aftur en núna nc kkuð skömmustuleg- ur. “Getur verið að þú hafir not- að nafhið m itt í stað þess að segja henni þitt, ” spurði Sigtryggur enn. Nú ro( 3naði Bárður og blán- aði en stundi loksins upp: “Já, en mér þykir það afar leiðinlegt. “Þú þarft ekki að afsaka það. Hún dó fýrir skömrau og arfleiddi mig að öllum eigum sínum,” sagði Sigtryggur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.