Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2000, Page 15

Skessuhorn - 19.04.2000, Page 15
gBÉSSUHöM! MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2000 15 Þátttakendur í Skeifiikeppnimn ásatnt kennara sínmn Svanbildi Hall. Mynd: Valdimar Skeifukeppnin á Hvanneyri Skeifukeppni Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri var haldin síð- astliðinn laugardag en þar sýna nemendur í tamningu hvað þeir hafa lært og keppa um hina eftir- sóttu Morgunblaðsskeifu. Hallfríður Ósk Ólafsdóttir Víði- dalstungu í Húnavatnssýslu náði bestum árangri í keppninni á hest- inum Tvisti frá Víðidalstungu. Hallfríður hlaut reyndar öll verð- launin sem í boði voru því hún fékk einnig ásetuyerðlaun félags tamn- ingamanna og Eiðfaxabikarinn sem veittur er fýrir besta hirðingu á námsárinu. Urslit í Skeifukeppninni urðu annars sem hér segir: 1. sæti HaUfríður Ósk Ólafsdóttir á hestinum Tvisti frá Víðidalstungu 2. Hildur Stefánsdóttir á Kalda frá Skáney 3. Orri Páll Jóhannsson á Júlíu frá Akri 4. Sigurður Þór Guðmundsson á Rími frá Reykjum 5. Guðný H. Indriðadóttir á Mó- kolli frá Þúfu. GE *** Skallar unnu 10. flokk Vesmrlandsmótið í yngri aldurs- flokkum í körfuknattleik hófst s.l. laugardag með képpni í 10. flokki karla (piltar fæddir 1984) og fór mótið fram í Iþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Fjögur lið tóku þátt í keppninni og bar Skallagrímur úr Borgarnesi sigur úr bítum, ÍA piltar urðu í öðru sæti, Ungmennafélag Grund- arfjarðar í því þriðja og Reynir Hellissandi varð í fjórða sæti. Keppt verður í tíu aldursflokkum á Vesturlandsmótinu að þessu sinni en næstu leikir fara fram eftir páska. Auk áðurnefndra liða taka Ung- mennafélög Snæfells, Víkings og Reykdæla einnig þátt í mótinu. Körfuknattleiksdeild Skallagríms sér um skipulag mótsins en leikir fara einnig fram í Stykkishólmi og á Akranesi. MM Donnamót á Akranesi Hið árlega Donnamót í sundi var haldið í Bjarnalaug á Akranesi laugardaginn 15.apríl síðastliðinn. Donnamótið hefur verið árleg vinakeppni milli UMSB og Sund- félags Akraness síðastliðin 20 ár. Mótið er stigamót sem haldið er til minningar um Halldór Sigur- björnsson (Donna) og er haldið til skiptis í Borgarnesi og á Akranesi. Að þessu sinnu voru það Skaga- menn sem náðu fleiri stigum og fá farandbikar að launum sem keppt verður um aftur að ári. BG Fulltrúar Sundfélags Akratiess taka viS Donnabikamum jýrir hönd Msinsfrá dóttur Donna. Fjólur styrkja Kveldúlf Svannasveitin Fjólur í Borgar- nesi hefur mörg undanfarin ár staðið fyrir pönnukökubakstri og sölu á sólarkaffimeðlæti til styrktar skátastarfi í Borgarnesi. Þar sem skátastarfsemi hefur legið að mestu niðri undanfarið ákvað Svannasveitin að styrkja að þessu sinni Iþróttafélagið Kveldúlf. Agóðinn af sölunni í vetur, um 140 þúsund krónur var afhentur Kveldúlfsfélögum við upphaf bocciaæfingar nú fýrir skömmu. MM Vigdís Auðunsdóttir aldursforseti Svannasveitarinnar Fjólanna afhendir Asdísi Baldvinsdóttur varaformanni Kveldúlfs ávísun til styrktar íþróttastarfi félagsins. Mynd MM. Mýratnanna Laugardaginn 29. apríl kl. 21:00 í Lyngbrekku Söngstjóri: Jónína Erna Arnardóttir Undirleikari: Zsuzsanna Budai Gestakór: Kammerkór Vesturlands undir stjórn Ðagrúnar Hjartardóttur Kaffiveitingar Allir velkomnir Ráðstefna um almenningssamgöngur Borgarnesi, 27. apríl 2000 kl. 13:00-18:00 Ráðstefnustjóri: Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Ávarp: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra KI. 13:15 I. Lýsing á núverandi ástandi 1. Ferjur og sérleyfisakstur - Magnús V. Jóhannsson, forstöðumaður rekstrardeildar Vegagerðarinnar 2. Flug - Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri 3. Almenningsvagnar - Pétur U. Fenger, framkvæmdastjóri Almenningsvagna bs. 4. Almenningssamgöngur í dreifbýli - Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 5. Samgöngulíkan - Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar Kl. 14:15 II. Almenningssamgöngur í Danmörku Henrik Severin Hansen, trafikkonsulent Amtrádsforeningen Kl. 14:45 III. Kynning á skýrslu um “Almenningssamgöngur með áætlunarbflum á landsbyggðinni” Karl Benediktsson og Óskar Eggert Óskarsson, landfræðingar hjá Raunvísindastofnun Háskólans Kaffihlé (20 mín) Kl. 15:30 IV. Framtíðarsýn 1. Almenningssamgöngur og ferðaþjónustan - Úlfar Antonsson, deildarstjóri innanlandsdeildar Ferðaskrifstofu íslands 2. Almenningssamgöngur og flug - Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands 3. Almenningsamgöngur og atvinnulífið - Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofiiunar 4. Almenningssamgöngur og sérleyfishafar - Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Félags sérleyfishafa 5. Almenningsamgöngur og höfúðborgarsvæðið - Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Aflvaka 6. Almenningssamgöngur og dreifbýli - Soffia Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Egilsstöðum 7. Almenningssamgöngur og skipulagsmál - Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu 8. Aðrar hugmyndir - Axel Hall, hagfræðingur Hagffæðistofhunar Fyrirspurnir eru leyfðar eftir hvern dagskrárlið. Kl. 17:00 V. Pallborðsumræður Guðmundur Ámi Stefánsson alþingismaður, Jón Bjamason alþingismaður, Karl Benediktsson lektor, Kristinn Gunnarsson alþingismaður, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Þorgerður Gunnarsdóttir alþingismaður Þátttaka er ókeypis en þátttöku verður að tilkynna Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands hf. í Borgarnesi eigi síðar en 26. apríl: Sími: 437-2214 Fax: 437-2314 Tölvupóstur: tourinfo@vesturland.is Um deiliskipulag í Leirár- og Melahreppi Borgarfj arðarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- o«; byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lyst eftir athugasemdum við tillögur að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Hafnar og Hainar 2 Leirár- og Melahreppi Borgarfjarðarsýslu. Tillagan gerir ráð fyrir íbúðarhúsi á Höfn og á Höfn 2 er gert ráð fyrir hesthúsi og hundahúsi auk íbúðarhúss sem fyrir er. Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi hjá oadvita Leirár-og Melahrepps Neðra- Skarði frá 19.apríl til Í7.maí 2000 á venjulegum skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 31. maí 2000 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilgreinds frests teljast samþykkir tiliögunni. ViiWij-.... _

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.