Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 28.04.2000, Blaðsíða 10
10 FOSTUDAGUR 28. APRIL 2000 UPPBOÐ Fimmtudaginn 4. maí nk. kl. 13:30, aö Stóra Kálfalœk, Borgarbyggö, veröa boöin upp tvö óskilafolöld, hafi þeirra ekki verið vitjaö af eigendum sínum. Um er aö rœöa tvö brún og ómörkuö folöld sem veriö hafa í óskilum frá því í vetur Borgarnesi 26. apríl 2000 Sýslumaðurinn í Borgarnesi 1. maí í Borgarnesi Opið hús í Félagsbæ HÚSI VERKALÝÐSFÉLAGS Borgarness FRÁ KL. 14-17 *+ Boðið verður upp á kaffi og MEÐLÆTI ?+ SKEMMTIEFNI ** Gamlar myndir og heimildir til SÝNIS F+ Kvikmyndasýning fyrir börnin í ÓÐALI 1. MAÍ NEFNDIN Fyrirlestrar í ÆSS& héraðiávegum Snorrastofu Sr. Geir Waage, prestur í Reykholti, mun halda fyrirlestur miðvikudaginn 3. maí n.k. kl. 21.00 í safnaðarsal Reykholtskirkju. Fyrirlesturinn nefnist Reykholt og stadamál Við hvetjumfólk til aö koma í Reykholt og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur. Aðgangseyrir er 400 kr., kajfiveitingar. Starfsfólk óskast til starfa hjá Borgarnes-kjötvörum. Nánari upplýsingar veitir Ricardo í síma 430 5600 'fóöfegt fjorn Skítlegt eðli Gleðilegt sumar, lesendur góðir, til sjávar og sveita. í Eyrbyggja sögu segir frá Þórólfi Mostrarskegg. Þórólfur nam land á Þórsnesi, á því nesi stendur nú Stykk- ishólmsbær. Þar setti hann þing og var þar svo mikill helgistaður að hann vildi með engu móti láta saurga völl- inn. Hvorki í heiftarblóði og eigi skyldi þar álfrek ganga og var haft til þess sker eitt er Dritsker var kallað. Það var eitt vor á Þórsnessþingi að þeir mágar, Þor- grímur Kjallaksson og Ásgeir á Eyri, gerðu orð á að þeir mundu eigi leggja drag undir ofmetnað Þórsnesinga og það að þeirmundu ganga þar örna sinna sem annars stað- ar á mannfundum á grasi þótt þeir væru svo stolts að þeir gerðu lönd sín helgari en aðrar jarðir í Breiðafirði. Lýstu þeir þá yfir því að þeir myndu eigi troða skó til að ganga þar í útsker til álfreka. Varð af þessu bardagi harður. Hvorirtveggju voru hinir óðustu, og fengu menn seint skilið þá. Þar féllu menn af hvorumtveggjum og fjöldi varð sár. Af þessu lærðist íslend- ingum að láta þarfir sínar ekki vera sérþarfir sínar. Öldum saman hafa bændur og búalið deilt kamri en sjómenn deilt ® jómfrú, og hefur það fyrirkomulag almennt séð gefist vel. Svo kom iðnbyltingin og flutti til landsins forláta postu- línsskálar, með rennandi vatni og sjálfvirku frárennsli. Kallar þjóðin keramik-krukkur þessar klósett, en við mál- vöndunarmenn kjósum að nefna þær saurstampa. Það eru stöðlun og fjöldaframleiðsla tæknialdar sem hafa gert mun- að þennan að almenningseign og er svo komið að búnað- inn má fá fyrir skít og kanel. Nú getur sem sagt hver ein- asti maður gengið örna sinna innanhúss, og meira segja ] | þvegið hendur sínar á eftir, eins Pílatus forðum. í Ijósi þessara staðreynda skýtur (nú eða skítur) óneit- anlega skökku við er fréttir berast af því að ráðherra nokk- ur í ríkisstjórn íslands hafi látið innrétta fyrir sig einka-saur- stamp í ráðuneytinu og hafi herlegheitin kostað eigi minna en 5 milljónir króna. Er það svo mikill helgistaður að þar má enginn utan ráðherrann saurga völlinn. Nú segir mér svo hugur að salernisaðstaða í dóms- málaráðuneytinu hafi ekki verið neitt sérstaklega bágborin, og ráðherranum í raun engin vorkunn að ganga þangað til álfreka þótt fulltrúar og deildarstjórar leggi þangað leið sína einnig endrum og sinnum sömu erinda. En ef maður er dómsmálaráðherra íslands, og þar fyrir utan fín frú af góðum ættum, þá getur maður auðvitað ekki látið bjóða sér að setjast á sömu setuna og undirtyllurnar hlussa sér á þegar þær gera sitt ullabjakk. Ekki drullar að- allinn í útlöndum í kamra þjónustufólksins. Ekki dansaði Loðvík 14. menúett við fátæklinga. Og nú er orðinn til nýr íslenskur aðall, salernisaðall. Það hefur áreiðanlega ekki verið neinn hægðarleikur að eyða 5 milljónum í settið. Jafnvel fínasti Gústavsberg kostar ekki nema brot af þeirri upphæð. Svona upphæð verður ekki náð nema með því að gullhúða postulínið, búa það fjarstýringu og sjálfskeinibúnaði og kaupa í rörin vígt vatn. Það væri ekki íslensku þjóðinni líkt að sitja undir því að ráðamenn reisi sér einka-prívat úr sameiginlegum sjóðum. Menn finna glöggt að það er skítalykt af málinu og því er | hætt við að margir fari að dæmi Kjaileklinga og neiti að ganga í útsker til álfreka, en fjölmenni á gullkopp í ráðu- neytinu og kúki þar lyst sína í Sólveigarnaut hvort sem henni líkar betur eða verr. Má vera að af þessu verði bardagi harður og hvor- irtveggju hiniróðustu. En vonandi lærist þá íslendingum að láta þarfir sínar ekki vera sérþarfir sínar, því jafnvel sá hæsti er ekki svo hár að hann geti ekki hægt sér sem sá lægsti. Þegar allt kemur til alls þá er sami rassinn undir okkur öllum. Verið kært kvödd á öðrum Frjádegi í Hörpu á þriðja sumri Skessuhorns. fi Bjarki Már Karlsson sjálfikipaður þjóóháttafrœðingur fijj Heygarð&hornih Forgjöfin Jón og Gummi voru eitt sinn að spila golf og voru um það bil að fara af stað á 5. braut (dræva) þegar nak- in stúlka skaust allt í einu út úr rjóðri rétt hjá - og á eftir henni komu nokkrir virðulegir menn í hvítum sloppum. Aftasti maðurinn hélt á tveim fömm iúllum af sandi. Þeir félagamir héldu áfram að spila, en sama sjón mættí þeim á tveim nastu brautum. Að lokum stóðstjón ekld mátið, stoppaði einn sloppklæddan og spurði hann hvað hér væri uin að vera. ,d lún er sjúk- lingur okkar og er haldin þeirri þrá- hyggju að hlaupa nakin um golf- velli.“ „Eg skil,“ sagði Jón, „en af hverju er félagi ykkar að burðast með þessar fötur?“ „Þetta er for- gjöfin hans. Hann náði henni í gær.“ Ánægður með sitt Guðmundur kom tíl Jóns og ætl- aði að kynna fyrir honum nýju kærustuna sína. Jóni brá nokkuð þegar hann sá stúlkuna, því hún var lömuð að hluta, vóg yfir 150 ldló og hafði bara eitt auga. Jón dró Guðmund afsíðis og hvíslaði að honum „Hvað er eigin- lega að þér, hún er alveg hroðalega ljót!“ „Þetta er allt í lagi,“ sagði Guð- mundur. „Þú þarft ekki að hvísla, hún er heymarlaus líka.“ Algerlega verðlaus Palli var að tala við mami sein safhaði gömlum, verðmætum bók- um. „Það er skemmtíleg rilviljun að ég skildi hitta þig,“ sagði Palli. „Bara í síðustu viku hentí ég gamalli bók, stórri biblíu sem einhver Gut- en-eitthvað prentaði." „Guð min almáttugur,“ sagði safiiarinn. „Þetta hefúr þó ekki ver- ið biblía sem Gutenberg prentaði?“ Jú, akkúrat, Gútenberg, það var nafnið,“ sagði Palli. „Veistu hvað?“ sagði safúarinn. „Síðasta Gutenberg biblía sem kom á markað seldist fyrir meira en tíu miljónir.“ Ja, þessi var algerlega verðlaus,“ sagði Palli. „Einhver náungi sem hét Marteinn Lúter var búinn að krota hana alla út.“ ✓ I buxunum Pabbi Sigga dó og mamma hans tók því mjög illa. Hún var óhuggandi í marga daga og sat irrni hjá sér og tal- aði ekld við nokkum mann. Loks tók hún sér tak og fór að blanda geði við aðra. Þá sá Siggi sér til hrellingar að gamla konan var farin að ganga með buxumar af pabba hans um hálsinn. Hann kom jivi að máli við prestinn og bað hann um að gera eitthvað í mál- inu. Séia Guðmundur kom þá að máli við gömlu konuna og reyndi að fá hana til að sleppa buxunum, en það var sama hvað hann sagði, sú gamla vildi það ekld. , JLn af hverju ertu þá með buxum- ar hans Jóns um hálsinn?“ spurði presturinn. „Það er vegna þess að þær veita mér mikla huggun," sagði gamla kon- an. ,Tn þá ættír þú frekar að ganga um með Biblíuna. Þ,ir er miklu meiri huggun að finna.“ sagði presturinn. Já, en,“ sagði gamla konan, „það stendur eldd í Biblíunni sem stóð í buxunum hans Jóns míns.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.