Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Síða 13

Skessuhorn - 28.04.2000, Síða 13
^ttUaunu>. i FOSTUDAGUR 28. APRIL 2000 13 ATVINNA ÓSKAST Vist í sveit (26.4.2000) Franska stúlku langar að kynn- ast íslenskri sveit. Talar ensku og smá íslensku. Þarf engin laun, bara vinna í stað matar og húsnæðis. Stuttur tími, 1/2 maí til loka júní. Upplýsingar í síma 899 3418, Sigríður e. kl. 20. Atvinna óskast (25.4.2000) 24 ára stúlka óskar eftir vinnu á Borgarnes/FIvanneyri- svæðinu í júlí. Hefur unnið við af- greiðslustörf, góð tölvukunn- átta, flest kemur til greina. Nánari uppl. veitir Kristján í síma 437 0016. Langar í sveit (17.4.2000) 14 ára stúlka óskar eftir að komast í sveit að afloknum prófum í vor. Upplýsingar í síma 565 5906 og 896 1945. BILAR / VAGNAR / KERRUR M-Benz og Toyota (26.4.2000) Er að rífa góða vél + skiptingu úr M-Benz 230E, 123 boddý. Einnig til sölu sæmilegir boddý- hlutir af sama bíl ásamt ýmsum varahlutum. Er einnig með vél- arvana en að öðru leyti ágætis Toyota Corollu árg. '84 til uppg. eða niðurrifs. Uppl í síma 898 7504. Bíll óskast (26.4.2000) Oska eftir Subaru 1800 stadion árg. 87-89 fyrir lítið eða minna. Má vera úrbræddur og lítið eitt laslegur en samt með heillegt boddy. Vinsamlega hafið sam- band í síma 862 1357 eða send- ið mér E-mail á kelinn@mme- dia.is með verðtilboði. Subaru Legacy '98 (25.4.2000) Til sölu Subaru Legacy árg. 98 (á götuna í okt 97) sjálfskiptur - ekinn 75.000 km Upplýsingar í síma 438 1126. Álfelgur og dekk (25.4.2000) Til sölu álfelgur og dekk undan Subaru Impreza vel með farið. Símar 899 9292 og 557 2220. Álfelgur óskast (25.4.2000) Oska eftir að kaupa notaðar 14“ eða 15“ álfelgur, 5 eða 6 arma. Aðeins vel útlítandi felgur og á góðu verði koma til greina. Upplýsingar í símum 437 2288, 862 1391 og 696 1680. 14“ sumardekk (23.4.2000) Til sölu 4 st. 175/65 14 tommu Marshal sumardekk. Svo til ó- notuð. Seljast á hálfvirði. Upp- lýsingar í síma 896 6289. Land Rover óskast (23.4.2000) Eg óska eftir að kaupa gamlan stuttan Land Rover fyrir helst sem ekki neitt. Verðdæmi: 10- 25 þús. Helst Diesel. Lofa að hugsa vel um hann og taka hann í fóstur. Lofa reglulegum þrif- um og strokum og alltaf ný- smurðum. Uppl. 587 0726 Sveinn Hjörtur. 14 tommu sumardekk til sölu Til sölu 4 michelin dekk 185/65R14, 2 eru svo til glæný (ekin ca 2 þús. km), en 2 eru að- eins eldri. Dekkin passa t.d. undir Corollu, Golf, Lancer ofl. Verð 15 þús. Upplýsingar í sím- um 437 2288 og 862 1391. Nissan Sunny (19.4.2000) Til sölu Nissan Sunny 1600 SLX árg. 91 silfurgrár, 3 dyra, sjálfskiptur,ekinn 133 þús. skoð- aður '01, er í góðu standi, ásett verð er 460 þús. Uppl. í síma 437 1605 og 867 3352. VWgolf (18.4.2000) Til sölu VW Golf 1600 árg 88, ekinn 174 þús. Vínrauður. Þarfnast lagfæringar. Verðhug- mynd 60 þúsund sími: 699 1769. Til sölu Nissan Sunny Til sölu Nissan Sunny árg. '86 Skemmdur eftir umferðaróhapp. Selst í heilu lagi eða í pörtum. Upplýsingar í síma 431 3464 eftir kl. 17. 13“ dekk á felgum til sölu. Til sölu 13“ dekk á felgum und- an Nissan Sunny. Upplýsingar í síma 431 3464, eftir kl. 17. DYRAHALD Border-Collie hvolpar Fjarbændur athugið! Hinn 20. mars sl. litu dagsins ljós nokkrir border-collie hvolpar sem bjóða fram þjónustu sína sem vinir og vinnufélagar gegn vægri ein- greiðslu ásamt mat og húsa- skjóli. Upplýsingar á Refsstöð- um í síma 435 1367 á matartím- um og á kvöldin. (Númerabirt- ing)-____________________________ FYRIR BORN Simo kerruvagn og Chicco ungbarnabílstóll. (25.4.2000) Til sölu mjög vel með farinn blá-drappaður Simo kerruvagn með pokaplasti og neti. Einnig til sölu Chicco ungbarnabílstóll 0-9 mánaða með poka og skerm. Upplýsingar í síma 431 2373. Reiðhjól til sölu (25.4.2000) Til sölu gott reiðhjól. Með fót- bremsu og þremur gírum. Hentar 6-9 ára börnum. Nánari upplýsingar í síma 855 0628. HUSBUNAÐUR / HEIMILI Sambyggð þvottavél og þurrkari (26.4.2000) Sambyggð þvottavél og þurrkari til sölu einnig til sölu ísskápur.Upplýsingar í síma 431 3363. Rúm (25.4.2000) Eins manns rúm til sölu. Selst ódýrt. Hringið í síma 431 2803. Mikið fyrir peningana! Til sölu kraftmikil AKAI hljóm- flutningstæki með fimm diska spilara o.s.frv. Verð 25 þús. Kostar ný 43 þús. Uppl. í síma 431 3356. LEIGUMARKAÐUR Vantar 4 herbergja íbúð. (26.4.2000) Vantar 4 herbergja íbúð á Akra- nesi fyrir 1. júní. Upplýsingar í síma 431 3363. Herbergi í Borgarnesi (26.4.2000) Oska efti að taka á leigu her- bergi í Borgarnesi frá og með 19. maí til ágústloka. Upplýs- ingar í síma 861 3394, Guðrún og 435 1427, Anna Gulla. Óskum eftir 2-3 herbergja íbúð á leigu (25.4.2000) á Akranesi frá og með 1. júlí. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 431 2797 og 861 0199 eftir kl. 17. OSKAST KEYPT Álfelgur óskast (25.4.2000) Oska eftir að kaupa notaðar 14 eða 15 tommu álfegur, 5 eða 6 arma. Aðeins vel útlítandi felgur og á góðu verði koma til greina. Upplýsingar í símum 437 2288 / 862 1391 og 696 1680. Viljum kaupa hús (17.4.2000) Við óskum eftir einbýlishúsi ca 130-150 fermetra + bílskúr í Borgarnesi.með minnst 4 svefn- herbergjum. Upplýsingar í síma 437 1814. TIL SOLU Trommusett (26.4.2000) Til sölu glæsilegt hvítt trommu- sett. Allar nánari upplýsingar í síma 866 5072. Rúlluhey (25.4.2000) Rúlluhey til sölu, uppl. í síma 435 1373. Fortjald á 18 feta hjólhýsi til sölu. (23.4.2000) Svo til nýtt fortjald á 18 feta hjólhýsi (passar á minni og stærri hús). Upplýsingar í síma 421 3371 eða 896 6289 TOLVUR / HLJOMTÆKI Til sölu 100 W Marshall valvstate stæða. (26.4.2000) Magnarinn er nýyfirfarinn og hreinsaður, lítur afar vel út og skilar topphljómgæðum og krafti. Upplýsingar hjá Hjörleifi í síma 898 7504. YMISLEGT $2000$ (21.4.2000) Frítt make-up og tækifæri á að vinna þér inn $2000 (ca. ÍKR. 146.000). Skráðu þig á weare@li.is Borgarf)örður. 22. apr - 31. maí: Sýning Jóhönnu Sveinsdóttur í Safnahúsi Borgarfjarðar. Jóhanna sýnir grafíkverk í Safnahúsinu Bjarnarbraut 4-6. Sýningin verð- ur opin til 31. maí 2000. Opið: Virka daga 13- 18 og á fimmtudagskvöldum 20-22 Vesturland. Föstudag 28. apríl: Fræðslufundur um fjarkennslu kl 14:30 á Hót- el Borgamesi. Símenntunarmiðstöðin heldur fræðslufund um fjarkennslu og fjarvinnslu. Fyrirlestrar: Háskólanám í heimabyggð og Fjarvinnsla til framtíðar. Fundurinn er öllum opinn. Borgarfjörður. Föstudag 28. apríl: Spilakvöld kl 21:00 í Lyngbrekku. UMF Egill Skallagrímsson. Snæfellsnes. Föstudag 28. apríl: Bamaball kl 20:30 í Stykkishólmi. Aftanskins- félagar og aðrir íbúar Stykkishólmi! Velkomin á hið árlega barnaball. Félagar, böm og ætt- ingjar látið sjá ykkur. Borgarfjörður. Föstudag 28. apríl: Gleðigjafinn Ingimar spilar á harmonikkuna kl 23.00 á Dússabar í Borgamesi. Borgarfjörður. Laugardag 29. apríl: Vorhátíð Samkórs Mýramanna kl 21 í Lyng- brekku. Söngstjóri: Jónína Erna Amardóttir. Undirleikari: Zsuzsanna Budai. Gestakór er Kammerkór Vesturlands undir stjóm Dag- rúnar Hjartardóttur. Kaffiveitingar. Borgarfjörður. Laugardag 29. apríl: Fjör í Búðarkletti kl 11-03. Hinn landskunni Bjami Tryggva sér um fjörið. Aðgangseyrir 500 kr, lítill bjór fylgir. Akranes. Lau. 29. apr - 14. maí: Vorsýning á verkum leikskólabarna á Akranesi í Kirkjuhvoli, Akranesi. Sýningin er yfirlits- sýning á listaverkum barna á Garðaseli, Teiga- seli og Vallarseli. Verkin hafa öll verið unnin í vetur. Sýningunni lýkur 14. maí. Listasetrið er opið frá 15-18. Borgarfjörður. Laugardag 29. apríl: Opið hús kl 13-16 í Samvinnuháskólanum á Bifföst. Allir velkomnir. Borgarfjörður: Lau. - mán. 29. apr - l.maí Handverkssýning kl 13-17 að Borgarbraut 65a, Borgamesi. Sýning félagsstarfs aldraðra í Borgarbyggð. Aðgangur ókeypis. Allir vel- komnir. Snæfellsnes. Sunnudag 30. apríl: Ferming kl 11 í Gmndarfirði. Fermingar- guðsþjónusta verður í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 11. Allir velkomnir. Sóknarprestur, sóknamefhd. Borgarfjörður. Sunnudag 30. aprfi: Tónleikar kirkjukóra og organista. Vesturland. Mánudagur 1. maí: 1. maí hátíðarhöld um allt Vesturland. Nokkrar hugleiðingar um nýja búvörusamninginn Nú hefur búvörusamningurinn litið dagsins ljós. Nú skal útrýma öllu hokri úr íslenskum landbúnaði, einkum varðandi sauðíjárrækt. Þeim sem ekki geta forsogað sitt hyski sómasamlega af landbúnaði, einkum sauðfjárrækt, er gefinn kostur á að burtkallast af akurlend- inu. Gefinn kostur á að selja undan sér til ríkisins svokallaðan fullvirð- isrétt og flytjast væntanlega í sveita- mannaflóttabúðir í Reykjavík, svo til slétt kviðaðir fjárhagslega með uppihaldi þar af atvinnuleysisbót- um og þjófnaði, þeim sem hafa til þess art. Þetta ætti að geta gengið ljúflega fyrir sig því átthagatryggð og föðulandsást fyrirfinnst nú ekki nema í augunum á strokuhestum. Eftir skulu standa í sveitum landsins stórfullvirðisréttarmenn með lífvænlegan fjárbúskap, sókn- arhug og reisn. Stórkapítalið skal blífa. Hér áður fyrr áttu stórbændur öruggt sæti í kirkjunni í kór. Sátu þeim mun innar sem þeir áttu fleiri rollur. En hokurkarlar og þeir sem lágu við sveit skildu sitja utar í bland við brennimerkta þjófa og tunguskorna þræla. Er það mjög við hæfi að sá háttur verði upptekinn, ekki síst á afmæli kapítalískra trúar- bragða. (Þau eru þannig fram- kvæmd). Hér áður fyrr í minni sveit höfðu sveitarstjórnarmenn miklar áhyggj- ur vegna hokurmanna og sveitalima, að einstaklingurinn færi á sveitina, sveitin á sýsluna, sýslan á landið og allt á andskotann. Nú eru aðrar áherslur, allt í faðm ESB. Sveitarstjórnarmenn í minni sveit sáu fram á að eitthvað yrði að gera í málinu. Þetta fólk gaf engar tekjur í sveitarsjóð, ekki svo mikið sem hland til að þvo ullina hjá hrepp- stjóranum. Karlarnir töppuðu af sér fjörgunardropum í óhófi. Konurnar áttu jafnvel tvö börn á ári. Karlarn- ir höfðu komið barni á bak við það barnið sem fyrr fæddist. Það er ekki nýtilkomið með vandræði varðandi kotbúskap og hokurfólk á Islandi. Þeir fundu farsæla lausn á þessu máli. Þeir gengu fyrir hokurfólk og sveitalimi og fengu þeim farseðla til Ameríku, en engan til baka. Gera svo vel og hypja sig með allt sitt pakk með fyrstu ferð. Að því máli afgreiddu var hjarta sveitarstjórnar- manna í engan máta angurvært eins og áður hafði verið. Höfðu jafnvel af áhyggjum fælst upp um nætur með andfælum og fyluropum. Þannig mun sömuleiðis hjarta forystumanna landbúnaðarins verða í engan máta angurvært eftir að nýi búvörusamningurinn hefur verið samþykktur. Ef litið er á með sanngirni hefur landbúnaðarforustan hér á landi upphugsað ýmis ráð til að reyna að rétta menn upp úr sultarkeng sem ekki gátu lifað af sauðíjárrækt sómasamlega. Eitt var ráð til að auka tekjur hokurbænda. Það var að smíða hrossabresti og selja sín á milli hvor öðrum. Þessi atvinnu- grein gekk ekki upp, fengu enga teikningu af þessu tæki, allir dauðir sem notað höfðu þetta áhald, enda löngu búnir að finna afdrifaríkari leið til að fæla burt túnþjófa, sem var að koma glóð í torfusnepil og lauma undir stertinn á túnþjófi. Eitt var ráðið að benda mönnum á að standa á vegamótum með betlistaf til að reyna með ýmsu móti að féfletta ferðamenn, kölluð ferða- mannaþjónusta. Heppnaðist hjá einstaka mönnum, einkum þeim sem útbjuggu fjósbása fyrir menn, áður notað fyrir naut og mjólkur- kýr. Mjólkast þar ferðamenn að vísu í öðru formi fjárhagslega séð. Ein var sú hugmynd að bændur hæfu skógrækt sér til uppihalds. Gætu hafið skógarhögg eftir sjötíu ár. Það tekur nefnilega þann tíma fyrir tré að vaxa. Skógurinn vex meðan bóndinn sefur. Þetta var eins og hjá gömlum hjónum sem sögur fara af. Þau höfðu tekið hrafnsunga og ólu til þess að vita hvort hann gæti orðið þrjú hundruð ára gamall. Eitt ráðið enn var að hefja loð- dýrarækt. Gekk með afbrigðum vel á meðan bændur gátu selt hvor öðr- um lífdýr. Þegar sá markaður var fullmettaður hófst skinnaverkun. Gekk hraksmánarlega illa, enda byggist markaðssetningin á tiktúr- um og heimsku kvenna víða um heim. Enda þykjast margir hafa sloppið vel undan að lenda á Rvía- bryggju eða í önnur skuldafangelsi. Margir bændur reyndu að hafa tekjur af hrossarækt. Eiga margir fjölda hrossa, jafnvel svo hundruð- um skiptir. Hestar seljast í nokkru magni til Reykjavíkur og í önnur þéttbýli, sérdeilislega keyptir af mönnum sem eru undirokaðir og kúgaðir af eiginkonunni. Fá útrás og hugsvölun að kúga hestinn, brjóta hann undir sinn vilja og hlýðni, takmarkalaust, jafnvel berja hann í staðinn fyrir eiginkonuna. Hestar seljast vel erlendis til sama hlutverks, en stórgalli er á að engu líkara en stökkbreyting hafi orðið á engisprettum og borist í hrossa- stofna hér á landi. Hrossin eru far- in að eyða gróðri á stórum svæðum víða um land. Síðan er rótin étin, þá moldin niður í grjót. Landgræðsla ríkisins tekur grimmilega á þessu máli. Líkindi eru á að einhver inn- flytjandi og stórkapítali flytji inn fóður fyrir þessar súper engisprett- Steinólfur í Ytri-Fagradal ur. Allt fóður fyrir svín og skíta- haugaskoppara (kjúklinga) er flutt til erlendis frá enda blómstrar eng- inn atvinnuvegur betur enn inn- flumingur. Frægur maður sagði eitt sinn, „Mikið væri gaman að lifa ef allir væru orðnir sýslumenn“. Nú er hægt að segja, „Mikið væri gott að allir væru orðnir innflytjendur". Við bíðum í ofvæni eftir að búvöru- samningurinn verði samþykktur og landbúnaður blómgist með sóknar- hug og reisn þar með. Slútt Steinólfur í Ytri-Fagradal

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.