Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Page 14

Skessuhorn - 28.04.2000, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 SKiSSUii©yM Hestamiðstöð að Þórdísarstöðum f Gísla síig'u Súrssonar er getið Þórdísarstaða, þar sem Þórdís Súrs- dóttir, systir Gísla bjó til foma. Þórdís þessi var móðir Snorra goða, sem var goði yfir Snæfellsnesi að hluta. Ekki er ólíklegt að Snorri goði hafi haff yfir góðum stofni af gæðin- gakyni að ráða, miðað við val- dastöðu hans. Þó sagan geti þess ekki þá er enn á ný verið að skrá söguna, því að Þórdísarstöðum er búið að setja á stofh hestamiðstöð, undir forsjá Illuga G. Pálssonar, reiðken- nara. Dlugi er bróðir Ingi- bjargar Pálsdóttur, hótelstýra á Hótel Fram- nesi. Ingibjörg og maður hennar, Eiður Öm Eiðsson, keyptu bújörði- na á sínum tíma. Þar hafði verið rekin ferðaþjónusta og þar á undan kúabú. Þegar Illugi hafði lokið reiðkennaranámi sínu frá Hólum í Hjaltadal, kom upp sú hugmynd að setja upp tamningamiðstöð að Þórdísarstöðum í umsjá Hluga. Þar yrði boðið upp á tamningar, reiðkennslu og hestaferðir á sumrin. Þann 11. mars síðastliðinn var hestamiðstöðin opnuð með ísmóti, en langt er síðan ísmót hefur verið haldið í Grundarfirði. Keppt var í Grímutölti, besta ganginum og búningakeppni. Urslit urðu þau að Jón Bjarni Þorvarðarson, bóndi, vann töltið í gervi bónda. Grímubúningakeppnina vann Lárus Hannesson sem Bleiki Pardusinn. Ur húsakynnum Hestamiðstöðvarinnar. Myndir: EE Illugi G. Pálsson forstöðumaður Hestamiðstöðvarinnar á gœðingnum Oddi. Mótið var fjölsótt. Sem fyrr segir verður boðið upp á hestaferðir og er það í samstarfi við Hótel Framnes. Þar sem um er að ræða ferðir lengri en eirm dag verður boðið upp á gistingu á Hótel Framnesi og kokkurinn á hótelinu sér um að útbúa nesti í ferðimar. Gert er ráð fýrir hámark 10 manns í ferðimar og mun fjöldi leiðsögumanna fara eftir þátttöku. Lagt verður af stað ffá Þórdísarstöðum og riðið í náttstað sem er mismunandi hverju sinni. I þessum ferðum er fólk keyrt til og frá Þórdísarstöðum. Mjög margar skemmtilegar reiðleiðir eru í allar áttir eftir vegum og gömlum slóðum. I einni reiðleiðinni er hægt að fara að rústum Öndverðareyrar, sem er gamall landnámsbær í Eyrarplássinu. Sjálfur er Dlugi frá Naustum, sem er framarlega í sveitinni og er hluti af Eyrarplássi. Þegar leigður er út hestur þá fer leiðsögumaður með. Þó fer þetta allt eftir getu hvers og eins. Eins og íyrr segir verður boðið upp á reiðkennslu og verður hún starffækt á tímabilinu október til apríl og er nauðsynlegt að bóka fýrirffam, þar sem reiðskólinn tekur 5-10 manns. I reiðskólanum verður kennd tamning og þjálfun, fóðrun hrossa, undirstaða í jámingum og boðið verður upp á fýrirlestra um bæði sár og umhirðu hesta. Hugsunin á bakvið skólann er sú að áhugahestamaðurinn geti nýtt frítímann sinn í ffæðslu um undirstöðuatriði hestamennskunnar. Tamningamiðstöðin hefur þegar komið sér upp heimasíðu og er slóðin þessi: www.simnet.is/framnes. Um þessar mundir er unnið að kynningu á hestamiðstöðinni í samvinnu við ferðaskrifstofur. Til stendur að brydda upp á skemmti- legum nýjungum sem verður ekki uppljóstrað hér til að spilla síður fýrir gleðinni. Þegar Illugi tók við bújörðinni þurfti að lagfæra húsin og innrétta allt eftir stöðlum ffá EES. Stefht er að því að ljúka breytingum og frágangi utanhúss í sumar. EE Sameinast um boltann Knattspymu- bandabg HSH verður tfl Knattspyrnufélögin Snæfell, Víkingur, Reynir og UMFG hafa ákveðið á tímum hagræðingar og sameininga að sameina krafta súia og liðsheild undir einum fána, þ.e Knattspymubandalagi HSH. Með þessari sameiningu næst fram meiri breidd í félagsliðunum og um leið er stefiit að þátttöku á Islandsmóti KSI í sumar. Gengið var ffá samstarfssamningi félaganna þann 14. mars. Viðræður hafa staðið yfir síðan í febrúar og var þegar komið gott hljóð í strokkinn í upphafi viðræðna. Þessa dagana er verið að ganga frá þjálfaramálum. Akveðið hefur verið að byrja með 2 flokka, þ.e. 3 flokka með ellefu manna liði og meistaraflokki karla. Forsvarsmenn félagsliðanna viðurkenna að gengið hafi ekki verið gott en með þessarri sameiningu er það von manna að meiri breidd náist fram með sterkari liðsmönnum og um leið betri árangur. Þess má geta að Pollamót KSI verður haldið 15. - 16. júlí í Grundarfirði. Er það í fýrsta sinn sem slíkt mót er haldið í þar og jafh- ffamt í fýrsta sinn með þáttöku 9 - 10 ára bama frá Grundarfirði. EE Nokkrir verðlaunahafamia Páskamót Hesteigenda- félags Grundarfjarðar Frekar kalt var í veðri þegar hið árlega Páskamót Hesteig- endafélags Grundarfjarðar var haldið á keppnissvæði félagsins á skírdag. Til leiks voru mættir 16 keppendur og var keppt í eft- irfarandi flokkum: Barnaflokkur, unglingaflokkur, A og B flokkur, tölt barna og tmglinga og tölt. Urslit urðu þessi: Barnaflokkur: 1 sæti: Unglingaflokkur: 1 sæti: Tölt bama og unglinga: 1 s.: Tölt: 1. sæti: Skeið: 1 sæti: A-flokkur: 1. sæti: B-flokkur: 1. sæti: Skeið: 1. sæti: Vilborg H. Sæmundsdóttir á Bergdísi. Hörður Oli Sæmundarson á Smyrli. Eva Kristín Kristjánsdóttir á Pjakki. Kolbrún Grétarsdóttir á Sóleyju. Bjami Jónasson á Gáska. Bjami Jónasson á Gáska. Kolbrún Grétarsdóttir á Sóleyju. Bjami Jónasson á Gáska. Sjóvá-Almennar gáfu verðlaunin og matvöruverslunin Tangi gaf páskaegg fýrir böm og unglinga. Keppt var íýmsum flokkum og veitt verðlaun fyrir. Mynd: EE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.