Skessuhorn


Skessuhorn - 28.04.2000, Side 15

Skessuhorn - 28.04.2000, Side 15
15 §2ESSIMÍSÖEM FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 Fyrsti heimasigurinn í fjóra mánuði Halifaxhreppur 2 Skrúfubyrgi 1 Halifaxmenn eru fljótir að læra. Fyrst gamall Faxi varð þeim að falli á laugardag, hvað skyldi þá betur til þess fallið en gamall Skrýfill til að skjóta niður Skrúfubyrgi (Shrews- bury Town)? Forystunni náði Halifax andar- taki fyrir hlé með sjálfsmarki Skrýfla, en þá höfðu Faxar þjarmað fast að þeim og ógurlega um eigi allskamma hríð. Orti þá Markús Liljuson (Mark Lillis) Halifaxstjóri: Oft sækja okkar hingað heim gestir og hafa af oss stigin flestir en Skrýflanna lestir skoðast hér bestir I sjálfsmörkum eru þeir mestir. Við þetta magnaðist mjög hamur Skrýfla enda eru þeir í skelfilegri fallhættu. Arlega fellur eitt lið úr þriðju deild niður í Ráðstefnuna svokölluðu (The Conference). Þau örlög eru verri en dauðinn. Örlagaslagur á ögurstund Þegar 90. mínúta rann upp þótti sýnt að enn hefðu Faxar látið taka sig.... stela af sér sigri á heimavelli þegar Lárus Stálbrjótur (Lee Steele) skaut bylmingsskoti í mark Faxa. En Stefán Vagnsson (Steve Kerrigan), nýkeyptur frá Skrúfu- byrgi, þekkti sitt heimafólk. Þannig er að Skrýflum hættir til værukærð- ar fyrstu mínútuna eftir að hafa skorað, og nú var einmitt ekki nema tæp mínúta til stefnu. Kristinn Villidýr (Chris Wilder) tók miðju og gaf á Stefán. Stefán sendi fram á Kristinn. Kristinn sendi samstundis háan bolta inn að vítateig. Var þá Stefán kominn þangað á ógurlegum spretti frá miðju. Fleygði hann sér á knöttinn sem small við það í marki Skrýfla. Þetta hefði frændi minn, Gunnar á Hlíðarenda, ekki gert betur. Reyn- ist þetta síðasta snerting leiksins. Skrýflum gafst ekki einusinni tími til að byrja á miðju. Kristni og Stefáni var vel fagnað eftír leikinn. I brjáluðu partíi sem stendur yfir heima hjá Stefáni þeg- ar þetta er ritað, hélt Kristinn þar magnaða glasaræðu og sagði m.a.: Ferlega við sakna vorum famir fagns Það var oss til gæfii gagns að gripið hafa Stebba Vagns. Stebbi mbm ergkestur eim og ggískur guS þá er birtist Stebbi stuð stigin reyndust lausbeisltið. Hrindingar og stympingar kann Stebbi að stífla keyriryfir knetti Skrýfla konur þeirra mun hannfífla. Einnig fór Kristinn með nokkrar blautlegar kviður undir afdráttar- hætti, og verða þær ekki eftir hafð- ar hér. BMK/JF Dugnaðardrengir í leit að ævintýrum Hjálparstarf hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og hafa skaga- menn ekki setið eftír í þeim efnurn. Sveitarstarf hefur verið í miklum vexti undanfarin ár, húsa og tækja- kostur batnað og mannskapur aukist. Þegar blaðamaður Skessuhoms leit við í Jónsbúð um daginn sátu þar nokkrir hressir strákar nýkomnir heim úr Páskaferð, brúnir og lúnir en þó kátir og að sjálfsögðu með húmorinn í lagi. Það voru þeir Hjörtur, Gunnar, Ami, Sigurður og Snorri sem sátu fyrir svörum. Árleg páskaferð Nokkrir af félögunum lögðu upp síðasdiðinn fimmtudag í hina árlegu páskaferð sveitarinnar. I þetta skipti var ferðinni heitið í Skaftafell og ná- grenni. Þeir félagar lögðu af stað ffá rótum Svínafellsjökuls og héldu sem leið lá uppá suðurtind Hrútfellstinda og niður aftur. Strákamir segja þetta hafa verið eina erfiðustu ferð sem þeir hafa farið, þvf á leiðinni þurftu þeir að takast á við ýmis verkefni sem oft gátu tekið rækilega á. Þeir komu niður á laugardagsnótt eftír að hafa gist tvær nætur í tjaldi upp við tindana. A sunnudeginum léku þeir sér í klettaklifri inná Flnappavöllum. gerir menn hæfa sem björgunarmenn. En það er ekki eina ástæðan sem strákamir gefa upp. Þeir nefna frelsið sem þeir ftnna úti í náttúrunni, og það að kynnast sjálfum sér. Allt verður svo miklu betra og fallegra og svo er það auðvitað viljinn til að gera alltaf betur og betur sem hvetur menn áffam. Stórhuga menn Ekki em það allir sem láta staðar numið við fjallamennskuna hér á Fróni. Þeir Hjörtur og Gunni ásamt þremur öðr- um félögum sínum setja stefimna á að klífa tvo rúmlega 6000 metra háa tinda í haust. Þessa tinda æda þeir að finna í Nepal og í leið- inni æda þeir að kynnast landi og þjóð. Þetta er heljarinnar reisa sem þeir félagar æda að leggja í og jafnast á við marga stóra leiðangra sem þrautþjálfaðir fjallamenn fara. Þessir tilteknu tindar em í nánd við fjallið ffæga Everest, og er fyrri hluti leið- arinnar sá sami að báðum hólunum. Gott mál Þessir menn era fullir af áhuga og metnaði enda skiljanlegt. Þetta starf sem þeir era í er bæði hollt félagslega og líkamlega fyrir hvem þann ein- stalding sem vill komast út í náttúr- una í góðra vina hópi. Að njóta nátt- úrunnar á sem dramatískastan hátt, læra um allt það sem hún og veðrið hafa uppá að bjóða og svo auðvitað að læra á sjálfan sig og getu sína. BG Hjörtur með þrennu ÍA-Skallagrímur: 3-0 Nýliðastarf er öflugt Öflugt nýliðastarf er lífið og æðin í hverri sveit. Strákamir segja að vel sé passað uppá það, því nýliðarnir eru jú ffamtíðin. Þess er gætt að nógu margar ferðir séu farnar fyrir nýliðana til lærdóms og reynslu og að kennslu á helst öllum sviðum sé fullnægt. Þrátt fyrir að mikil orka og tími fari í allt það sem tengist öðram verkefnum innan sveitarinnar er passað vel uppá að nýliðamir fái alla þá þjálfun sem þeir þurfa til þess að þeir nái prófi sem þeir þurfa að taka í lok tveggja nýliðavetra. Viljinn til að halda áfram En hvað ædi það sé sem dregur menn svona útí óvissu, kulda og á- reynslu? Það sem manni dettur fyrst í hug er að sjálfsögðu þjálfunin og reynslan sem fæst í svona ferðum og Skagamenn fengu Skallagrím í heimsókn í síðasta leiknum í riðla- keppni Deildarbikarsins miðviku- daginn fyrir páska. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og voru Skagamenn betri aðilinn eins og Næstkomandi sunnudag, 30. apríl, ædar kynbótanefnd Dreyra að halda stóðhestasýningu í Æðar- odda. Þar verða sýndir ungfolar í taumi og tamdir folar í reið. Einnig er hægt að sjá þar sambandshesta sem verða í notkun í sumar. Þessi sýning hefur verið árlegur viðburð- við var búist en sýndu þó ekki sér- lega sannfærandi leik. Það var Hjörtur Hjartarson sem skoraði öll mörkin gegn sínum gömlu félögum en hann gekk til liðs við Skaga- menn eftir síðasta keppnistímabil. ur hjá félaginu en henni er svo fýlgt eftir með firmakeppni þann l.maí sem haldin er í tilefni af afmælis- degi félagsins. Þessar sýningar hafa verið hin mesta skemmtum og gefa fleira fólki en hestamönnum tilefni til þess að kíkja upp í Æðarodda. BG Gæðingasýning Heilsugæslustöðin býður ókeypis þjónustu Iaugardaginn 29. apríl kl 13-16. Læknar og hjúkrunarfræðingar meta heilsufar og áhættuþætti og ráðleggja bættan lífsstíl. AUir velkomnir jóðlir svíkur Menningarsjóðjr Sparisjóðs Ólafsvíkur veitir styrki til hverskonar menningar- og framfaramála á starfssvæd sparisjó&ins. Styrkir eru veittir til einstaklinga, félaga ech stofnana að jafnad einu sinni á ári, fyrir a&lfund Sparisjócfeins. Skriflegum umsóknum um styrki úr Menningarsjóðium fyrir árið2000 skal skilaotil sparisjócfestjóra Sparisjóðfe Ólafsvíkur fyrir 8. maí nk. I umsókn skal tilgreina þá ijárhæð sem sótt er um svo og hvernig rácfctöfun hennar er fyrirhuguð SPARISJÓ0JR ÓLAFSVÍKUR -bakhjarl í byggð Ólafsbraut 19, 355 Snæfellsbær sími 436 1180

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.