Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 14.12.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 Það er vont að vera í verkfalli Rætt við framhaldsskólakennara á verkfallsvakt Þann 7. nóvember hófst verkfall framhaldsskólakennara og hefur það því staðið í tæpar sex vikur. Engin lausn virðist í sjónmáli og er ekki annað að sjá en stefni í áframhald- andi verkfall. Engan bilbug er að finna á kennurum á sama tíma og samninganefnd ríkisins heldur fast við upphaflega afstöðu. I félagsheimilinu Rein við Vestur- götu á Akranesi hafa kennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands aðstöðu. Þar hittast þeir daglega alla virka daga vikunnar og ræða málin og stappa stálinu hver í annan. Blaða- maður Skessuhoms leit þar við í vik- unni og ræddi við kennarana Helenu Valtýsdóttur og Sigtrygg Karlsson um stöðu mála í kjarabaráttunni og tilvem fólks sem er í verkfalli. Alltaf í verkfaUi Blm.: Þetta er væntanleg ekki fyrsta verkfallið sem þið takið þátt í? Helena: Nei, þetta er fjórða verkfall- ið mitt. Fólki finnst greinilega eins og við séum alltaf í verkfalli. “Fíið ár- lega verkfall kennara,” segir fólk. Við fómm í verkfall 1995, þar áður 1989 og 1987 en stutt var á milli þeirra verkfalla. En þessi verkföll hafa verið löng og erfið og fólk man því vel eft- ir þeim. Sigtryggur: Þetta er þriðja verkfallið mitt frá því að ég byrjaði að kenna 1982. Eg hef lengst af kennt við grunnskólann en hóf kennslu í Fjöl- braut í haust. Mér finnst reyndar ekki eins og við séum einu sinni enn í verkfalli þótt almenningur hafi það á tilfinningunni. Það er síðan spurn- ing hvernig almenningur upplifir verkfallið núna. Það virðist ekki vera fólki mjög erfitt. Satt best að segja virðist enginn taka eftir þessu verk- falli nema þá kannski kennarar og nemendur. Foreldrar og almenning- ur virðast ekki taka efrir því og mér finnst fólk sýna því ótrúlegt tómlæti. Helena: Fjölmiðlar hafa ekki fjallað mildð um verkfallið. Eg held að það hafi aðeins einu sinni verið fyrsta frétt í sjónvarpinu. Og umfjöllunin er þá á þann veg að spurt er: “Hverju er hægt að bjarga ef það leysist núna.” Blm.: Hugsar fólk kannski með sér að það sé komin ákveðin reynsla á þessi verkföll kennara og það sé fyrir fram vitað hvenær og hvernig þau leysist? Sigtryggur: Það má vera. Að þetta taki þessar sex vikur og kennarar fái sín 10 til 15% eins og þeir hefðu fengið hvort sem er ef þeir hefðu ekki farið í verkfall, og eitthvað svo- leiðis. Helena: Og vinna svo upp önnina á smátíma og allt falli í ljúfa löð. Sigtryggur: Allt falli í ljúfa löð þang- að til eftir svona þrjú, fjögur, fimm ár þegar ástandið er orðið þannig að það verði ekki við unað og þá fara kennarar einu sinni enn í verkfall. Kannski heldur fólk að þetta sé svona eins og sveiflan í rjúpnastofninum. Ráðherrar og “anti-ráðherrar” Blm.: En hvernig stendur á því að kjaradeilur kennara enda í þessum farvegi? Helena: Fyrst og fremst er það vegna þess að samninganefhd ríkisins talar aldrei við okkur. Samningar- nefhdin okkar var búin að setja fram kröfugerð í vor en ekkert gerðist. Það er aldrei talað við okkur fyrr en komið er í hart. Núna virðast þeir ætla að bíða þar til við gefumst upp. Það á greinilega að svæla okkur út. Sigtryggur: Eg held að ástæðan sé fyrst og fremst sú að atvinnurekand- inn, sem í þessu tilfelli er ríkið, ber engan skaða af þessu. Til dæmis Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Björn Bjarnason, menntamálaráð- herra, ég vil hafa menntamálaráð- herra innan gæsalappa því að ég veit ekki nema að hann sé anti-ráðherra, og svo Davíð Oddsson, verkstjóri ríkisstjómar- innar, þessir menn bera engan persónulegan skaða af þessu. Þeim er nákvæmlega sama. Þessir menn hafa ekki áhuga á fólki - þeir hafa bara áhuga á tölum og þess vegna er þeim al- veg sama hvernig þetta gengur fyrir sig. Þetta er í lagi á meðan þeir geta sýnt einhverjar tölur í ríkisrekstrinum. Samfélagslegri ábyrgð er varpað fyrir róða. Helena: Eg tek undir það. Algjörlega. Og hvað með nemendur? Það virðast ekki margir hafa áhyggjur af því að þessi önn er að eyði- leggjast fyrir þeim. Það virðist öllum vera sama þótt einhverjir nemendur flosni upp úr skóla. Mér finnst þetta furðuleg afstaða og sýna hversu lítil virðing er borin fyrir þessum unglingum. Sigtryggur: Menn segja: “Aumingja krakkarnir,” en svo gerist ekkert meira. Eg held að þeir einu sem hafi raunverulegar áhyggjur af þessum krökkum séu kennararnir því meira að segja foreldrarnir virðast ekki hafa áhyggjur af þeim. Helena: Það heyrist í einum og ein- um en það er líka allt og sumt. Það heyrist ekki í þeim sem heild, ekki foreldrasamtökum eða neinu slíku. Að halda haus Blm.: Hvemig er andinn í kennara- hópnum? Helena: Fólk er almennt að verða svolítið þunglynt enda lítil von um lausn á deilunni eins og stendur. En það em allir á því að við eigum ekki að gefast upp. Fyrst að við höfum þraukað svona lengi þá eigum við ekki að gefa eftir fyrir eitthvert smá- ræði og mér heyrist á fólki að það ætli ekki að gefast upp. Eg held að allir ætli að þrauka áffam, þess vegna alveg ffam á vor. Sigtryggur: Maður verður að koma héma einu sinni'á dag til að hitta samkennara sína til að halda haus því annars leggðist maður í þunglyndi. Það er vont að vera í verkfalli, það er álag og vanlíðan og manni líður á köflum eins og maður sé einskis virði, ekki síst þegar maður upplifir það þannig að flestum virðist vera sama. Við verðum því að hittast og hjálpast að við að byggja hvert annað upp til þess að lifa þetta af. Eg hef þá afstöðu núna, vegna ffamkomu ríkisvaldsins við okkur að nú eigum við ekki að gefa eftir heldur eigum við herða kröfurnar og sýna þeim ffam á að því lengur sem þetta verka- fall mun vara því dýrara verður að leysa það. Helena: Það er ekki raunhæft, held ég. Sigtryggur: Raunhæft? Af hverju ekki? Helena: Reynslan er nú sú að því lengur sem verkföllin hafa staðið því meira hefur verið slegið af kröfun- um. Það sem þeir vilja ekki sam- þykkja núna er ekkert stórkosdegt. Stærsti þátturinn í kröfunum byggist á færslum á yfirvinnu og öðrum greiðslum yfir í dagvinnu og má því segja að við borgum þetta að stórum hluta sjálf. Það sem útaf stendur er 7% en því hefur ríkið hafnað. Það er búið að slá mjög mikið af kröfunum en ríkið segir alltaf nei. Blm.: Hvernig standið þið að vígi samanborið við kennara á Norður- löndum? Sigtryggur: Það er ljóst að ekkert af svokölluðum velferðarsamfélögum á Norðurlöndum leggur eins lítið til mennta- og skólamála og hið ís- lenska og því er sá samanburður okk- ur verulega í óhag. Og merkilegt nokk - þegar ég kom núna í haust úr grunnskólanum upp í framhaldsskóla þá lækkaði ég í launum. Grunnlaun- in lækkuðu sem svarar þremur launa- flokkum. Helena: Grunnskólakennarar eru með betri samninga en við nú þegar. Ég held að viðsemjendur okkar ædi einmitt að bíða þar til samið verður við grunnskólakennara og semja þá við okkur á svipuðum nótum. Sigtryggur: Eg held að það sé alveg alveg sama hvað við bjóðum þeim á þessari stundu. Valdhafarnir ætla ekki að semja við okkur fyrir en þeim þóknast. Þeir eru búnir að setja sér einhvem tíma og semja ekki fyrr en þá, hvað sem tautar og raular. Það er engin manneskjuleg hugsun á bak við þetta. Það er eins og ég sagði - þetta virðist fyrst og ffemst snúast um einhverjar tölur í ríkisrekstrin- um. Blm.: Hvemig komast kennarar svo af í verkfalli - hversu lengi getið þið haldið þetta út? Helena: Þetta er mikið álag og erfitt viðureignar. Eg er að kaupa húsnæði og maður reynir að standa í skilum en borgar ekkert fyrr en á allra s£ð- asta degi. Það gengur náttúrlega ekki endalaust. Sigtryggur: Allar fjárhagsáætlanir miðast við þau laun sem maður hef- ur og það segir sig sjálft að það riðl- ast allt saman og smám saman hleðst upp mínus. Mín kona er ekki kennari og laun hennar halda heimili okkar á floti á meðan ég er í verkfalli. A- standið hlýtur að var hrikalega erfitt þar sem báðar fyrirvinnur heimilisins em kennarar. Eg veit að það kemur að því að okkur kennara þrýtur ör- endið en hinsvegar held ég að ef kennararnir verða neyddir inn í skól- ana á einhverjum skítasamningi þá mun það endanlega leggja þetta skólastarf í rúst því þá munu mjög margir hætta og finna sér aðra vinnu. Helena: Meðalaldur kennara er að hækka sem þýðir að færri sækjast eft- ir að kenna, enda gengur stöðugt verr að manna skólana. Hvers vegna ætti ungt fólk að vilja snúa sér að kennslu á þessum lúsarlaunum? Það hefur litia sem enga möguleika að sækja sér þau lífsgæði sem Islending- ar vilja njóta í dag. Þótt vinnan sé bæði gefandi og skemmtileg þá er það einfaldlega ekki nóg. Grafalvarlegur sirkus Blm.: Hvernig endar þetta verkfall? Hvað sættið þið ykkur við? Helena: Það kom reyndar einn með ágætis kenningu um lausn verkfalls- ins sem er kannski ekki verri en hver önnur. Við hófiim verkfall sama dag og forsetakosningar fóru fram í Bandaríkjunum og þessi segir að þegar þeir útkljái þau mál öllsömul - þá semjum við! En að öllu gamni slepptu þá vil ég sjá umtalsverða hækkun grunnlauna og mér er sama þótt það verði á kostnað yfirvinn- unnar því kennarar vinna almennt alltof mikla eftirvinnu, off vegna manneklu í skólunum. Maður tekur oft meira á sig en maður vill. Þetta virðist vera það sem ríkið vill enda er ódýrara fyrir það að borga yfirvinn- una en að ráða fleiri kennara. Sigtryggur: Það eru ekki verri for- sendur en aðrar að miða þetta við forsetakosningasirkusinn fyrir vest- an, alla vega á meðan við vitum ekki hvað fram fer í höfðinu á ráðamönn- um. Þetta er svona álíka fáránlegt. Forsetakosningarnar eru auðvitað sirkus en á allt öðru piarífy þessi sirkus sem við erum í er grafalvarleg- ur af því að hann varðar þjóðarhag. Kennarar hafa til þessa náð sæmileg- um launum með mjög mikilli yfir- vinnu sem ég get ekki betur séð en sé hreinlega að fara með fólk. Krakk- arnir sem við erum að kenna hlæja hreinlega að okkur enda hafa þau betri laun en við bara með því að sendast með pizzur í hjáverkum. Það sem ég sætti mig við? Miðað við tveggja ára samning þá gæti sætt mig við að grunnlaunin færu upp undir 200.000 í lok samningstímans. Helena: Eg er sammála því. K.K. 0\7esllendingur pikunnar Á Hellnum í Snæfellsbæ býr Olína Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Okrum. Olína hefur í gegn- um árin dundað sér við vísna- gerð og söng. Nú nýlega kom út geisladiskur með söng Olínu þar sem hún syngur eigin lög og texta. Það er auðvitað forvitni- legt þegar húsfreyja tekur sig til og gefur út geisladisk. En hver er þessi kona og hver eru tildrög að útgáfu á þessum diski? “Þetta kom bara þannig til að ég hef verið að dunda við þetta alla mína tíð. Það var svo sem ekkert sérstakt því það voru allir að gera svona hluti hér. Hér voru allir að yrkja og syngja bæði á heimil- um og í skólanum. Þetta var bara mjög venjulegt og skemmtilegt. Það var mikið sungið á mínu æskuheimili hér á Ökrum og þó nokkuð til af upptökum sem ég get nú ekki spilað lengur því þær eru á gömlu segul- bandi. Það liggur nú svo sem ekki beint við að fara í plötuupptöku þeg- ar maður býr svona út í sveit með þrjú börn. Einn sveitungi minn, Þor- kell Símonarson, gerði sér líttið fyrir og keypti sér stúdíó sem komið var upp í húsi hér skammt ffá og við fengum Björgvin Gíslason til að sjá um upptökur.” En voru lögin öll samin vegna þessarar upptöku? “Nei, ég átti þetta allt til og valdi þetta úr um 60-70 lögum sem ég átti og líklega er elstti textinn ffá 1987. Þetta var svo sem ekki erfitt val og það er kannski þess vegna sem þetta er svolítið sorterað og kannski svolítið þungt.” Ertu ekki svolítið rómantísk á þessari plötu? “Jú, kanski svolítið svona í rest- ina. Platan er til að byrja með svolítið tregafull en glaðnar svolítið yfir þessu í restina. Þetta er svolítið langt, það voru orðin 19 lög eftir flokk- unina sem er svolítið meira en venjulega. Oftast eru um 12-13 lög á svona plötu. Eg lít nú ekki á mig sem lagahöfund og ég er ekki söngkona. Eg bý til vísur en er ekki skáld. Og ég tel mig ekki hljóðfæraleikara þó ég sé að glamar á gítar. Eg hefði helst kosið að einhver annar hefði gert það og ég hefði svo sem getað raulað þetta með. Þetta er bara mín aðferð til að segja sögu.” Eftir að hafa hlustað á disk Ólínu er alveg ljóst að það er fullkomlega óþarft að vera með eitthvað lítillætti því vísnaunnendur munu þarna fá kærkominn glaðning og það er alveg óhætt að mæla með þessum diski við rómantíska vísnavini. Olína hélt útgáfutónleika í Reykjavík í síð- ustu viku og stefnir að því að halda tónleika hér heima á næstu dögum. Islensk upplýsingatækni annaðist útlitshönnun disks og hulsturs en mynd- ir teiknaði Gréta Berg. III Óltna segist hvorki vera skáld né lagahöf- undnr en samt er öruggt aö margir vísnaunnendur munu fagna geisladiski hennar. Mynd IH Kennaramir Helena Valtýsdóttir og Sigtryggur Karlsson. Mynd: K.K.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.