Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2000, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.12.2000, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 a>u»unui. Rausnarleg veisla fyrir vistmenn Jaðars á Hótel Höfða Ólafsvík Eygló Egilsdóttir eigandi Hót- els Höfða í Olafsvík var rausnarleg við heimilisfólkið á Jaðri, dvalar- heimili aldraðra í Ólafsvík s.l. föstudagskvöld. I tilefni af því að Eygló opnaði þetta glæsilega hótel í sumar bauð hún heimilisfólki Dvalarheimilis- ins Jaðars í heimsókn, sýndi því hótelið sem er mjög aðgengilegt fyrir aidraða og fatlaða, þar sem í húsinu er lyfta og engir farartálm- ar, síðan bauð hún gestunum í jólahlaðborð. Níu vistmenn og tveir starfsmenn mættu í þessa glæsilegu veislu. Maturinn sem var í boði var fjölbreyttur og mjög góður og var boðið upp á rauðvín með matnum. Jólahlaðborðið var eitt það glæsilegasta sem undirritaður hef- ur séð og er engin ástæða fyrir Snæfellsbæinga og aðra íbúa á Eygló Egilsdóttir eigandi Hótels Höfla í Olafsvík Vesturlandi að sækja í fjölmennið í Reykjavík. Þarna var maturinn fyrsta flokks, andrúmsloftið rólegt og notalegt og jólalögin hljómuðu lágt í bakgrunninum. Fjölbreytnin var mikil á matseðlinum og var þar að finna fjölda sjávar- og kjötrétta ásamt heitu nýbökuðu brauði sem Eygló er orðin þekkt fyrir. I þessu nýja hóteli er stór og glæsilegur veislusalur og geta því stórir hópar komið saman í einu. Mikið er orðið um það að hópar taki sig saman og fari til Reykja- víkur í fjölmennið til að sækja slík hlaðborð og þarf jafnvel að panta borð með árs fyrirvara, en hvað er betra en að sækja í rólegheitin og notalegheitin úti á landsbyggð- inni. Undirritaður hefúr t.d. lent í því að fara ásamt 7 öðrum á slíkt hlaðborð í Reykjavík og þurfti hópurinn að skipta sér á tvö aðskil- in borð, mæta seint og bíða eftir að borðin losnuðu. Viljum við á Jaðri nota þetta tækifæri og þakka Eygló kærlega fyrir þessa ánægjulegu kvöldstund sem seint mun líða okkur úr minni. III Leiðrétt krossgáta Lítlilsháttar villa slæddist inn í bamakrossgátu jólablaðs Lionsklúbbsins Oglu í Borgamesi. Hún birtist því hér leiðrétt 1. Kisumál Lausnarorðin eruA - B - C lóðrétt og getur fyrri hluti A einnig passað við B og C. Lausnir sendist til: Lionsklúbburinn Agla c/o Sigurbjörg Viggósdóttir Rauðanesi III, 310 Borgamesi fyrir 20. janúar og verður dregið úr réttum lausnum. Verðlaunin eru bókaverðlaun frá Hörpuútgáfunni, Akranesi. >Penninn Saltanstur á gömr og torg. Kæra skessuhorn. Orð eru til alls fyrst, það er alkunna að misvitrir gæðingar afreka margt sem aðrir með heila hugsun láta sér ekki til hugar koma að framkvæma, hvað þá að hugsa um. Tilefnið að þessum línum er smá klausa í Skessuhorni 7. des 2000 sem bar heitið “salt á göt- ur.” Ekki er á bætandi. Það sem saltmengað sjávarloft í bland við saltið sem ausið er á vegakerfið, er ekki til að kætast yfir, hvað varðar bflana okkar þessi farar- tæki sem era svo dæmalaust þunn að nærri lætur að umbúðir sardínudósar séu efhismeiri, að ædast síð- an til að slík þunnildi þoli þá blöndu sem hér fram- ar er lýst., er einhversstaðar á flökti í háloftunum. Það vita allir sem vilja vita, að með þessu saltaustri sem tíðkast í dag hér á Faxaflóasvæðinu er búið að stytta líftíma venjulegs fólksbíls niður í eitt ár, mestalagi hálft ár í viðbót, eftir það er undir hælinn lagt hvað götin verða mörg bæði lítil og stór. Ryðvörn og önn- ur umhirða megnar ekki að vinna á móti þeim eyð- ingarmætti sem ryðið er sem skapast á því sem að framan er lýst. Að öllu eðlilegu ætti líftími venjulegs fólksbfls að vera á bilinu 4 til 5 ár. Það er líka fúllljóst að það vantar eitthvað af blöðum í þá sem stjórna þessari áráttu með saltið, nota má til dæmis fínan sand, sem og nagladekk, jafnvel keðjur í versta falli. Hættum öllum saltaustri í vegakerfið og föram að haga okkur í sátt við náttúruna og umhverfið. Með þökk fyrir birtinguna Asmundur Guthmmdsson Akranesi Stellubúð Fyrir skömmn var opnuð ný handverksbúð í Gnmdarfirði. Þær Jakobína Thomsen og Jóhanna lngimundardóttir handverkskonur eiga og reka verslunina og selja þar hand- verk eftir sjálfa sig ogfleira handverksfólk. Mynd IH Skagamaðurinn Arni 'Icitur Ás- geirsson gaf nýverið út sinn fyrsta geisladisk og er þar af leiðandi eirii Skagamaðurinn sem gefur út plötu fyrir þessi jól eftir því sem blaðamaður kemst næst. Platan ber heitið Lines and boxes og kom hún í verslanir síðastiiðinn laugar- dag. Til að byrja með verðttr hún til sölu í I Iljómsýn óg Pennanum- Bókabúð Andrésar og í Japis á LaugavegLA plötunni er að finna svokallaða raflöíflist en auk Arna koma þrír aðrir við sögu. Bjarni og Þorsteinn Hannessyriir sjá um trommumar í samtals þremur lög- um og Ottar Om Vilhjálmsson og Guðríður Gunnarsdóttir Ringsted syngja sitt lagið hvort. Arni er að eigin sögn búinn að vera að vinna að plötunni í allt sumar en hann sér sjálfúr um útgáfuna enda er hann að vinna að því að korna af stað útgáfúfyrirtæki sem ber heitið The Worm is Green Recordings. Þess má geta að þegar á mánudag, aðeins tveimur dögum eftir að platan kom í verslanir, höfðu verið seld þrjátíu eintök SÓK HjáÍparstarf kirkjunnar Hjálparstarf kirkjunnar er 30 ára um þessar mundir og verður þess minnst á næstu dögum og fyrir jól með árvissri peningasöfúnun, sölu friðarljósa, geilsadiska með söng 12 barnakóra, jólakorta og fleira. Starfið í fyrra gekk vel og sýna landsmenn greinilega samstöðu þegar á reynir, en breytt var um nafn fyrir stuttu úr “stofnun í starf’. Þetta þótti hæfa, því þetta er ekki stofnun fjarri okkur og ó- viðkomandi, heldur starf allra kirkna og á vegum þeirra í land- inu. Starfið hefur unnið sig út úr fortíðarvanda sem það átti við að etja um tíma og hefur fáu en góðu starfsfólki á að skipa sem hefur hugsjónir. En eins og alþjóð veit hefur HK unnið lengst af við þró- unar og neyðaraðstoð í þriðja heiminum, en undanfarin ár enn- fremur og í vaxandi mæli með inn- anlands aðstoð, en þar eru öryrkj- ar í stærstum hluta. Erlenda að- stoðin í fyrra var mest á Indlandi, þ.e. við stéttleysingja og börn í þrælaánauð ofl. Hreggviður Hreggviðsson er fulltrúi Borgarfjarðarprófasts- dæmis í Hjálparstarfi kirkjunnar og í Varastjórn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.