Skessuhorn - 14.12.2000, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000
Betra að vinna með kvenfólkinu
Rætt við Sigurð Olafsson fráfarandi framkvæmdastjóra SHA
Sigurður Ólafsson sagði á dögunum
starfi sínu lausu sem framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Akraness eftir að hafa
starfað þar samfleytt síðan árið 1965.
Það þarf ekki að taka það fram hversu
gífurlegar breytingar hafa orðið í heil-
brigðiskerfinu á þessum langa tíma og
því er Sigurður óumdeilanlega maður
sem hefur hfað tímana tvenna. Blaða-
maður Skessuhoms settist niður með
Sigurði og ræddi við hann um það sem
á daga hans hefiir drifið í starftnu, á-
hugamálin, fjölskylduna og lífið sjálft.
Upp úr krafsinu kom að Sigurður er
fjarri því að vera einungis fram-
kvæmdastjóri, heldur er hann leikari,
söngvari, hestamaður, fyrrum knatt-
spyrnumaður og svo ótalmargt fleira.
Þar sem Sigurður er fæddur og
uppalinn Skagamaður liggur beinast
við að spyrja hann í upphafi hverra
manna hann sé. “Móðir mín heitir O-
lína Asta Þórðardóttir og faðir minn
Ólafur Frímann Sigurðsson. Þau vom
bæði Akumesingar aftur í ættir. Við
systkinin vomm sjö. Eg missti reyndar
elsta bróður minn fimm ára þegar ég
var þriggja ára þannig að ég var svona
elsta systkinið og reyndar elstur af
bamabömum Þórðar Asmundssonar,
útgerðarmanns, og Emilíu Þorsteins-
dóttur frá Gmnd á Akranesi sem vom
foreldrar móður minnar. Þannig að ég
er af Gmndarættinni sem er mjög stór
og mikil ætt hér á Skaga. Það má segja
að þetta sé svona ættin í hnotskum. Eg
er giftur og konan mín heitir Margrét
Ármannsdóttir. Við eigum saman
fjögur böm, þrjár stúlkur og einn son
og eigum fjögur bamabörn.”
Ekki í genunum
Af þeim fimm bræðmm sem Sig-
urður á em þrír í stjómunarstöðum á
Akranesi. Ásmundur er sem kunnugt
er forstöðumaður Dvalarheimilisins
Flöfða og Ólafur stjómar Sjóvá-Al-
mennum. Sigurður vill þó ekki meina
að um einhvers konar stjómrmargen
sé að ræða. “Eg hef nú gjarnan sagt að
einn af okkur bræðmm þyrfti að sjá
um yngstu bömin og leikskólana. Þá
gætum við sagt að við fylgdum fólkinu
frá vöggu til grafar. Nei, ég held þetta
sé ekki í genunum út af fyrir sig. Þessi
fjölskylda mætti svo sem vera skarpari
og þetta er engin átakafyjlskykla, en
hún vinnur vel.”
Borðaði alltaf hjá ömmu
Þegar Sigurður var sjö ára gamall
bjó amma hans í húsinu hinum megin
við götuna ásamt Petreu, hálfsystur
sinni. “Það var nú svo einkennilegt að
einhvem tímann þegar ég átti leið yfir
til hennar með mömmu þá segir
gamla konan: ”FIvað er að sjá bamið
hjá þér hvað það er horað! Láttu hann
vera hjá mér í nokkra daga. Eg æda að
sjá hvort ég geti ekki fitað hann.”
Þetta varð til þess að ég borðaði alltaf
hjá ömmu í hádeginu frá sjö ára aldri
og þangað til ég giftti mig. Það var
nokkuð skemmtilegt því þær vom
bara tvær þama gömlu konumar og
höfðu ekkert annað fyrir stafni en að
snúast í kringum mig. Maturinn var
alltaf tilbúinn á slaginu tólf og á Þor-
láksmessu höfðu þær rjúpumar og
möndlugrautinn í hádeginu. Að sjálf-
sögðu var passað upp á að ég fengi
möndluna og á kvöldin borðaði mað-
ur svo rjúpur hjá mömmu líka.
Hugsar um eldra fólkið
Sigurður segist alla tíð, frá því þeg-
ar hann hóf búskap, hafa verið með
gamalt fólk í sinni umsjá. “Fyrstu sjö
ár mín í búskap bjó ég nú hjá þessum
tveimur ágætis konum, ömmu og
Petreu sysmr hennar. Þegar við flutt-
um í nýtt hús kom Petrea með okkur
og var hjá okkur í sjö ár. Síðan byggði
móðir Grém með okkur húsið sem við
búum í núna og bjó þar niðri í 25 ár og
þar býr móðir mín núna. Þannig að
við höfum alla tíð þurft að hugsa um
eldra fólkið í fjölskyldunni. Það hefur
auðvitað haft sína kosti og galla eins
og gengur en kostimir em mun fleiri
og börnin okkar hafa notið góðs af.”
Breyttir tímar
Eins og áður kom fram hóf Sigurð-
ur störf hjá Sjúkrahúsi Akraness árið
1965, nánar tiltekið þann 1. maí það ár
og era því liðin 3 5 ár og hálfu betur frá
ráðningu hans. “Á þessum tíma var
auglýst eftir ffamkvæmdastjóra. Tveir
aðilar sóttu um og ég fékk starfið. Eg
var nú kallaður ráðsmaður fyrst þótt
ég viti ekki af hverju það var. Eg sá hér
um alla hluti og það var ýmislegt sem
ég þurfti að gera þá sem ég ekki geri í
dag. Þetta vora gríðarlega breyttir
tímar. Ég var héma einn með allt á
mínum herðum sem til féll starfinu og
ýmislegt annað í 3*4 ár þangað til ráð-
inn var maður til að sjá um viðhald og
annað. Þetta breyttist við stækkun
hússins og eftir því sem starfsmönnum
fjölgaði urðu störfin sérhæfðari. Ég
gæti ímyndað mér að á þessum árum
hafi starfað hér um 40 manns en núna
era starfsmenn sjúkrahússins í kring-
um 270 svo þetta er ansi mikil breyt-
ing. I upphafi voru hér 25 sjúkrarúm.
Síðan urðu þau 95 en við erum skráð-
ir í dagmeð 75.
Lífeyrissjóðimir mikil bót
Sigurður segir erfitt að koma auga á
það hvað hafi breyst mest í heilbrigð-
iskerfinu í tímanna rás. “Þetta er nátt-
úrulega allt annað en þegar ég kem
hér fyrst. Allt er orðið í mun fastari
skorðum gagnvart ýmsum reglugerð-
um og öðru. En hvað læknisffæðina
varðar hefur starfsemin gjörbreyst.
Fólk lá kannski í hálfan mánuð hér
inni áður fyrr en í dag er það farið út
samdægurs vegna sama sjúkdóms.
Þetta eru geysilega örar breytingar
sem hafa orðið í þessum málum á ekki
mörgum ártun. Það skýrir nú líka það
að við þurfum ekki á eins mörgum
sjúkrarúmum að halda. Vinnutíminn
hefur líka breyst, hann var nú meiri
áður og maður var lengi ffam eftir á
daginn.
Fyrir starfsmennina hefur líka
geysilega margt breyst og það liggur
beinast við að taka lífeyrissjóðina sem
dæmi. Þegar ég byrja hér er varla
nokkur lífeyrissjóður til en ég man það
nú reyndar að Lífeyrissjóður Akranes-
kaupstaðar var kominn á þessum
árum. Síðan hefur þetta breyst og fólk
er farið að borga í ýmsa lífeyrissjóði.
Þar að auld getur fólk sparað í sér-
eignasjóðum sem byggja reyndar á
öðram grunni en lífeyrissjóðimir. En
þetta er mikil bót að gefa fólki kost á
þessu. I ffamtíðinni held ég að fólk
hugsi nú til þess að hætta fyrr en það
gerði. Það var alltaf að spekúlera í því
hvað það hefði í þessum lífeyrissjóð-
um. Spumingin var alltaf: Hvað get ég
unnið lengi til þess að þetta verði
heldur skárra?”
Eins og reykur
úr kolatogara
Á sjúkrahúsum er yfirleitt margt um
að vera og Sigurði er margt minnis-
stætt ffá löngum ferli. “Ég man til
dæmis að hér kviknaði einu sinni í í
kringum 1970. Þá kviknaði í svartolíu-
kyndingunni sem var héma úti í starfs-
mannabústað sem þá var þar. Ég kom
hlaupandi héma upp efttir og þegar
maður kom á staðinn stóðu svartir
reykjarstrókar út um hlera sem var á
hlið hússins. Þetta var eins og reykur
úr kolatogara. Eldurinn reyndist ekki
vera mikill en sótið fór út um allt inni
í bústaðnum. Þessi blessaða kynding
var nú lögð niður eftir þetta en ég
hafði heyrt að hún hefði meðal annars
verið orsökin að því að forveri minn
hér, Bjami Th. Guðmundsson, hætti.
Það var aldrei ffiður” segir Sigurður
og hlær. Þess má til gamans geta að
hann og Bjami eru þeir einu sem hafa
gegnt starfinu því Bjarni var ráðinn
árið 1952, þegar sjúkrahúsið hóf störf.
Sá þriðji í röðinni verður ráðinn á allra
næstu dögum en sérstök þriggja
manna nefnd á vegum ráðuneytisins
er nú önnum kafin við að fjalla um þær
umsóknir sem bámst. Niðurstaða
hennar verður að því loknu lögð fyrir
stjóm sjúkrahússins og í framhaldi af
því mun ráðherra skipa
starfsmanninn.”Nú er sú breyting
orðin á hvað þetta varðar að fram-
kvæmdastjórar ríkisfyrirtækja eru að-
eins ráðnir til fimm ára í senn. Affur á
móti þegar ég réð mig '65 var ég ævi-
ráðinn. Það breyttist '74 gagnvart því
fólki sem réðst til ríkisins eftir þann
tíma. Þá fengu ríkisstarfsmenn verk-
fallsrétt en létu æviráðninguna í stað-
inn.”
Hékk í skottinu
á guUaldarliðinu
Sigurður fór í bamaskólann á Akra-
nesi eins og lög gera ráð fyrir og svo í
gagnfræðaskólann. Þaðan lá leiðin í
Verzlunarskóla Islands þaðan sem
hann útskrifaðist úr verslunardeild.
“Þegar því lauk fór ég í knattspymu-
ferð til Þýskalands sem varamaður
með IA liðinu árið 1954, sem var af-
skaplega skemmtileg. I ffamhaldi af
þeirri ferð varð ég eftir í Hamborg og
fór þar á þýskunámskeið og að því
loknu fór ég í sex mánuði í verslunar-
skóla þama í Hamborg.” Blaðamaður
telur nú fullsannað í eitt skipti fyrir öll
að ekki sé hægt að ræða við fæddan og
uppalin Skagamann án þess að knatt-
spyma komi þar við sögu. Sigurður er
þó ófeiminn við að viðurkenna að
mestu hæfileikarnir hafi legið annars
staðar. “Ég var svona að gutla í þessu
og var ekkert sérstaklega góður. Gull-
aldarliðið var upp á sitt besta á þessum
áram og ég var svona í skottinu á
þeim. Ég komst nú ekki í liðið en
maður var svona til hliðar við þá sem
varamaður.” Sigurður sagði þó ekki
skihð við fótboltann eftir að skórnir
höfðu verið lagðir á hilluna. Eftir að
ég hætti knattspymuiðkun var ég við-
loðandi knattspyrnumálin hérna á
Akranesi og ég var í knattspymuráði í
um 25 ár. Það var mjög skemmtilegt
og ég fór meðal annars í fyrstu Evr-
ópuferðina sem farin var í Evrópu-
keppni til Rotterdam. Við spiluðum
við Sparta Rotterdam, báða leikina í
Hollandi. Töpuðum fyrri leiknum
með 9-0 og þeim seinni með 6-0.
Þannig að knattspyrnan hefur nú
skánað í seinni tíð, við erum ekki að
tapa svona rosalega. Við vomm byrj-
endur en þetta var alveg geysileg lífs-
reynsla og sá tími sem ég var í þessu er
ógleymanlegur.
Tveir klæðskerar
og sjö saumakonur
Að loknum námsárunum í Ham-
borg kom Sigurður aftur til Akraness
og vann í eitt sumar sem sölumaður
hjá Eggerti Kristjánssyni. “Mér líkaði
það nú ekki mjög vel. Eftir það var ég
verslunarstjóri hjá Þórði Ásmundssyni
og vann þar í fjölda ára við verslun. En
hún hætti nú 1960. Þetta var glæsileg
verslun í kringum 1948. Þama voru
seldar nýlenduvömr, matvörar, kol og
olía, mjólk og í raun allt sem hægt er
að nefna í svona búðum. Síðan vora
tveir klæðskerar sem saumuðu föt og
sjö konur sem saumuðu kjóla. Það var
mikil gróska í þessu á þessum árum en
eftir að innflutningur hófst lagðist
þetta saumaverkstæði niður. Þegar
verslunin hætti fór ég og vann fyrir
Þorgeir og Ellert í fjögur ár og síðan lá
leiðin hingað.
Lifir fyrir daginn í dag
Sigurður er fæddur árið 1933 og
varð því 67 ára á afmælisdaginn í sept-
ember. “Það sem hefur í gegnum tíð-
ina hjálpað mér er að ég hef verið
mjög heilsugóður. Ég held líka að ég
sé frekar skapgóður og léttur á bár-
unni eins og sagt er. Það er nauðsyn-
legt fyrir fólk að ganga í gegnum lífið
með jákvæðu hugarfari. Ég hef lifað
eftir þeirri formúlu.” Sigurður segist
hafa farið á Dale Camegie námskeið í
gamla daga og lifir eftir því mottói
sínu að lifa bara einn dag í einu í þéttri
veröld. “Að vera ekki að hafa áhyggjur
af því sem búið er þótt maður geri það
stundum svo sem. Ég tala nú ekki um
framtíðina, menn eiga bara að lifa fyr-
ir daginn í dag því maður er búinn að
sjá það í gegnum tíðina að lífið er af-
skaplega smtt. Það er bara ein snúra
sem allt í einu er klippt á. Mér finnst
oft þjóðfélagið hafa of miklar áhyggjur
af ýmsu.”
Áhugamálin eru mörg
Samkvæmt lögum hefði Sigurður
mátt gegna starfi sínu áfram ffarn til
sjötugs. “Já, ég hefði getað unnið í
þrjú ár í viðbót. En ég ákvað að hætta
meðan ég væri sæmilega hress og það
er bara allt í lagi með mig held ég. Ég
hef sem betur fer ekki verið frá nema í
viku held ég í öll þessi ár sem ég hef
unnið hér. Maður segir bara 7, 9, 13.”
Sigurður segist eiga mörg áhugamál
sem hann ætlar að nýta aukinn ffítíma
í að sinna betur. “Ég er nú bæði í Odd-
fellow félagsskapnum og Lions
klúbbnum og hef starfað þar mikið.
Nú svo er ég í hestamannafélaginu og
er búinn að vera með hesta í meira en
tuttugu ár. Ég bara hugsa mér gott til
glóðarinnar að fara kannski meira að
ríða. Svo em margir sem fara í útlönd-
in svona að vetri til og slappa af og ég
get vel hugsað mér það. Þegar Skaga-
leikflokkurinn var endurreistur á sín-
um tíma starfaði ég í honum og við
sýndum Jámhausinn eftir Jónas Ama-
son héma í kringum 1970. Söngurinn
hefur svo aftur verið eins og rauður
þráður í gegnum líf mitt og ég söng
meðal annars í karlakómum Svanir
þegar hann var og hét. Ég hef nú ver-
ið að tala um að fara að læra á gítar
þannig að maður geti farið að spila og
syngja.“ Þá stofnaði Sigurður
Skagakvartettinn ásamt þremur
Oddfellowbræðram og gáfu þeir út
eina plötu á vegum Svavars
Gestssonar.
Ekki ný bóla
að vanti peninga
Af þessari upptalningu ætti að vera
ljóst að Sigurði kemur ekki til með að
leiðast í náinni framtíð. “Ég kvíði því
ekkert að hætta en það er auðvitað eft-
irsjá í því að hverfa héðan. Maður á
margar góðar minningar og hér hef ég
kynnst afskaplega mörgu góðu fólki.
Ég er nú búinn að vera héma í þessi ár
og það er ekkert ný bóla í dag að vanti
peninga. Ég ákvað nú í upphafi að fára
ekki með vinnuna með mér heim á
kvöldin þegar dagsverki lyki og ég
held að það hafi tekist ágædega hjá
mér.
Ég held að heilbrigðismálin hjá
okkur séu bara í ágætu lagi. Það má
alltaf deila um það hvað hægt sé að
gera. Unnið er fyrir takmarkaða pen-
inga en ég held að fólk fai góða úr-
lausn á flestum sviðum. Sums staðar
eru auðvitað biðlistar eins og kemur
fram í fréttum og öðru og það kemur
því miður niður á því fólki sem bíður.
Það væri enginn vandi að ráða bemr
við þessa biðlista ef peningar fengjust.
I dag er hægt að gera svo mikið fyrir
fólk. En ég held að við getum bara
verið stolt af okkar heilbrigðiskerfi í
dag.”
Kvenfólkið betra
En mér hefur liðið mjög vel héma á
sjúkrahúsinu. Hér er langmestur hluti
starfsmannanna kvenfólk og mér líkar
jafnvel betur að vinna með kvenfólki
heldur en körlum. I gamla daga var ég
sendur í sveit á Gunnlaugsstöðum f
Stafholtstungum og hef búið að því
alla tíð. Ég var þar frá 7-12 ára aldurs
hjá Jóni og Fríðu sem þar bjuggu
ásamt Guðmundi syni sínum. Þau áttu
sextán böm og komu þeim öllum upp
með sóma þrátt fyrir fátækt. Sem
unglingur var ég dálítið stríðinn og ég
man að þegar ég fór í sveitina eitt
sumarið, þá kom ein vinkona mín til
mömmu og sagði að ég mætti alveg
koma heim um jólin, en meirihlutinn
af leikfélögum mínum á þessum tíma
voru stelpur.”
'f 11» $ J Í4J
t i i