Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2000, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 14.12.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2000 ^tttasunui. Veröld stiíð og vikumám undir Jökli Kristinn Kristjánsson skáld og rithöfundur hefur nú kvatt sér hljóðs með endurminningabókinni “Veröld stríð og vikurnám undir Jökli”. Kristinn eða Diddi í Bárð- arbúð eins og hann er alltaf kallað- ur þar vestra hefur í þessari bók safiiað saman ýmsum minningum sem eru perlur og vissulega gott framlag til varðveislu sögu Snæ- fellsness. I fyrsta kafla bókarinnar rifjar Diddi upp tilurð og sögu vik- urnáms Jóns Loftssonar undir Jökli. I kaflanum segir Magnús Þórarins- son fyrsti verkstjóri Vikurfélagsins frá því hverning hann varð að snúa frá listnámi í Kaupmannahöfn vegna auraleysis og gerast verkstjóri í þessu óvenjulega og framsækna fyrirtæki. Grípum hér niður í frá- sögn Magnúsar: “Þegar ég kom til Reykjavíkur var strax farið að ræða um hvað ég ætti að gera. Jón Loftsson og Sveinbjörn Jónsson byggingameistari höfðu lagt í all- mikinn kostnað við að hefja vinnslu úr vikurnámunum sem voru í jaðri Snæfellsjökulls. Notaður var læk- ur, sem kom undan Jöklinum, til að fleyta vikrinum niður í Efrihvamm. Þar var honum safhað saman og fleyta átti honum þaðan í trérenn- um niður í vélarhús þar sem hann yrði malaður. Ekkert varð af því þar sem nóttina áður gerði ofsarok svo rennurnar fuku allar út í veður og vind og sást lítið eftir af þeim. Skemmdir urðu líka á mannvirkjum í Efrihvammi. Starf initt var sem sagt í því fólg- ið að byrja upp á nýtt að smíða rennur o.m.fl. Kostnaðurinn við þessar rennur var mjög mikill eftir því sem Jón Loftsson sagði. Þegar nánar hafði verið farið yfir kosmaðinn hjá Víkurfélaginu við- komandi öllu fyrir vestan varð það að samkomulagi að ég tæki að mér, upp á akkorð, að leggja rennur á ný og safna timbrinu sarnan. Félagið útvegaði allt efni og ég tók að mér að leggja rennurnar fyrir vissa upp- hæð. Fyrsta verk mitt er ég kom vestur á Arnarstapa vorið 1937 var að ganga um allt svæðið og sjá hvar timbrið var niðurkomið. Það var í gjótum um allt hraun, allt til næstu bæja, brotið og illa farið. Ég réð svo átta menn í vinnu og fékk lán- aða alla þá hesta sem náðist í á Stapa og einnig á Hamraendum. Þetta tók nokkra daga og var timbr- inu komið fyrir þar sem rennan átti að liggja. Svo kom að því að leggja renn- una. Ég pantaði 15 hamra frá Kron í Reykjavík og réð 15 menn í vinnu. Þá var kaupið 90 aurar á tímann eða níu krónur á dag. Ég bauð öllum mönnunum, sem voru frá Stapa og Hellnum, tíu aurum meira á tímann og gerði þá alla að smiðum. Ég gleymi þessu verki ekki með- an ég lifi. Allir þessir menn, sem ég hafði aldrei séð áður, unnu eins og berserkir, næstum allir voru mjög handlagnir og þetta verk gekk eins og í lygasögu. Ég hafði gert ráð fyrir um hálfum mánuði en mig minnir að við værum átta daga að leggja tveggja kílómetra rennu, nið- ur allt hraunið, alla leið að vélar- húsinu í Neðrihvammi, öðru nafni Litlihvammur. Ég hafði þaulhugs- að þetta verk, skipti mönnunum niður þannig að tveir og fjórir væru saman, fjórir að smíða undirstöð- urnar, tveir að festa með vírum í hraunnibbur, tveir að slá saman rennur í vinkil og aðrir að setja rennuna á undirstöðurnar. Tveir gerðu ekki annað en að saga og sníða. Sjálfur setti ég merki hvar rennan skyldi vera og sá um að hall- inn væri í lagi. Þegar þessu var lokið fór ég að skoða námurnar. Um sjö kíló- metrar voru frá sjávarbakka að jök- ulrótum eða þangað sem námurnar voru. Þessa leið gekk ég stundum tvisvar á dag næstu árin þegar allt var komið í fullan gang og mikið var um að vera.” Síðan rekur Magnús öll þau vandræði sem fylgdu því að ná að fleyta vikrinum eftir steinrörum ffá Neðrihvammi til sjávar. Og hvernig lausnir verkfræðinga virk- uðu ekki en verksvit og reynsla þeirra sem þarna unnu varð til þess að hægt var að fleyta vikrinum um borð í skip sem lágu fyrir landi við Arnarstapa. Síðan rekur Diddi sögu þessa merka fyrirtækis og ljóst er að þarna hefur hann bjargað merkum þætti í iðnaðar- og bygg- ingarsögu þjóðarinnar. Annar kafli bókarinnar heitir “Landið og bjarg- ráðin” og eins og nafnið ber með sér fjallar hann um landhagi og sögu. I þriðja kafla bókarinnar fjall- ar Diddi svo um félagslíf og fyrir- menn og í þeim fjórða um minnis- stæða atburði og menn. I fimmta kaflanum er svo fjallað um dul- mögn þar sem raktar eru sögur sem ekki verða með öllu skýrðar með nútíma vísindum. Loks er í bókinni gerð grein fyrir skáldum og hagyrðingum. Það verða margir til að þakka Didda í Bárðarbúð þessa kærkomnu bók og hvernig hann bjargar frá glötun merkri sögu samfélagsins undir Jökli. IH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.