Skessuhorn

Eksemplar

Skessuhorn - 25.01.2001, Side 3

Skessuhorn - 25.01.2001, Side 3
 FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 2001 3 Upplýsingahraðbraut eða moldartroðningar? Runólfur Agústsson rektor Viðskiptaháskólans við braut- skráningu fjarnámsnema í ræðu sinni við útskrift fyrstu fjarnámsncmanna firá Viðskipta- háskólanum á Bifröst gerði Run- ólfur Agústsson rektor fjar- skiptamálin að umtalsefhi. Sagði hann þá nýju nálgun á námi sem fjamámið væri í raun byltingu sem ekki væri séð fyrir endann á. Þar hefðu haft hlutverkaskipti Múhameð og fjallið en nú gæti fjallið farið hvert á land sem er og elt Múhameð uppi. Runólfur sagði að þrátt fyrir augljósa kosti nýrrar tækni og nýrra möguleika væm þeir enn takmörkum háðir. “Staðsetning skólans hefur ára- tugum saman verið í senn bæði hans helsti kostur og galli. Með upplýsingabyltingunni hefur fjarlægðarhelsið verið rofið. Há- skóinn hefur nú í raun frjálst að- gengi að nemendum og kennur- um hvar sem er, hérlendis og er- lendis. Með sama hætti hafa nemendur nú aðgang að gagnabönkum hvar- vetna í heiminum. Það sem þarf er í raun einungis tölva, rafmagn og aðgangur að símkerfi. Þessir þrír þættir eru þannig í dag grunnþarfir menntastofnana og í raun lífæð þeirra. Augljóst er því mikilvægi þess fyrir háskóla sem starfa utan þétt- býlis eins og hér á Bifföst. Af raf- magni og tölvum þurfum við ekki að hafa áhyggjur en því miður verður ekki sama sagt um þriðja grunnþátt upplýsingaaðgengis, símakerfi og tengingu við umheim- inn. I þeim efnum erum við Is- lendingar langt á eftir nágranna- löndum okkar í Skandinavíu. Þar eru öflug rannsóknanet sem tengja saman háskóla og fræða- og þekk- ingarmiðstöðvar með ótakmarkaðri bandbreidd á kjörum sem ekki þekkjast hérlendis. Samanborið við erlenda háskóla búa þeir íslensku við upplýsingahraðbraut í gæsa- löppum. Hraðbraut sem fer um moldartroðninga á okurverði.” Helsi íjarlægðanna Runólfur minntist á að í undir- búningi væri stofnun Rannsóknar og háskólanets hér á landi fyrir for- göngu háskóla Islands með það að markmiði að tengja saman alla ís- lenska háskóla og rannsóknarstofh- anir með allt að 45 mb sambandi. Síðan sagði Runólfur: “Þegar er ljóst að fyrsti áfangi þessa kerfis mun ná til Reykjavíkursvæðisins og að háskólar þar muni þá frelsast frá þessari moldargötu enda er þar samkeppni á fjarskiptamarkaði. Um okkar tengingar og annarra háskóla á landsbyggðinni er hins vegar óljóst og mun m.a. velta á viðbrögðum Landsímans, fyrirtæk- is í eigu ríkisins en þetta fyrirtæki almennings á og rekur allar teng- ingar okkar við umheiminn. Eg vænti þess að Landsíminn og eigandi hans sjái til þess að hér sitji allir við sama borð. Við gerum að sjálfsögðu kröfu til að fá sömu tengingu og aðrir háskólar, á sama tíma og á sama verði. Það er ólíð- andi ef nýfengið frelsi frá staðsem- ingu verður helsi fjarlægðanna aft- ur að bráð. Hér trúi ég að almanna- hagsmunir hljóti að ráða.” GE Dúfhaveisla af Snæfellsnesi Bergur Rögnvaldsson er fyrsti íslensld dúfiiabóndinn Fyrsta skipulagða dúfnaræktin til manneldis er hafin hér á landi. Dúfhabúið er að Hrútsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi en þar býr BergurRögnvaldsson ásamt konu sinni Heiðrúnu Heiðars- dóttur og teljast þau með réttu fyrstu dúfnabændurnir hér á landi. Þau Bergur og Heiðrún fluttu inn tæplega sextíu alidúfur síðasta sumar frá Noregi og nú vinna þau að því að koma upp nægilega stórum stofhi til að geta rekið myndarlegt dúfhabú. Framtíðaráformin eru þau að dúfumar leysi æmar af hólmi en í Hrútsholti er rekið um 500 kinda sauðfjárbú. Bergur segir aðal ástæðuna fyrir því að hann fór út í þessa tilraun vera þá að hann hafi séð það á stutt- um tíma sem sauðfjárbóndi að menn verði ekki ríkir á rollunum einum saman. “Síðan hef ég reynd- ar verið hvatmr til þess af mat- reiðslumönnum að prófa þetta og nú verður ekki aftur snúið,” segir hann. “Þetta er líka mjög skemmti- legur búskapur. Þetta eru mjög vinalegir fuglar og ágætt að geta dundað í notalegri innivinnu á köldum vetrardögum.” Ströng skilyrði Bergur segir dúfurnar sem hann elur upp sem verðandi veislumat ekki mjög líkar þeim sem menn þekkja af torgum og stræmm stór- borga eða úr dúfnakofum ungsveina vítt og breitt um landið. “Þessar dúfur era miklu stærri og breiðari yfir bringuna. Þessar dúfur hafa verið framræktaðar til mann- eldis og með tilliti til þess að tak- marka hættu á sjúkdómum. Þessi ræktun er líka háð ströngum heil- brigðiskröfum sem við höfum að sjálfsögðu fylgt til hins ítrasta. Búið var í sóttkví fyrsm fjóra mánuðina eftir að fuglarnir komu og þá mátti enginn koma þar inn nema við tvö og dýralæknir. Við urðum að fara í smrm í hvert sinn sem við fórum Síðastliðinn laugardag urðu merk tímamót í sögu VJðskiptahá- skólans á Bifföst þegar fyrsm nem- endurnir útskrifuðust úr fjarnámi með alþjóðlega viðurkennda há- skólagráðu. Tuttugu og fjórir nemendur hófu nám í fjarnáms- deild til BS prófs fyrir tveimur áram og útskrifuðust 13 þeirra á laugardag. Fjórir til viðbótar vinna að lokaritgerð sinni en sjö einstak- lingar hafa hætt námi sem telst lít- ið brotthvarf þegar fjarnám er annars vegar. Námsárangur fyrsta fjarnáms- hópsins er mjög góður að mati forsvarsmanna skólans en meðal- einkunn var 7,8 og dreifing ein- kunna var lftil eða frá 7,5 til 8,15. Þeir nemendur sem náðu besmm árangri, með einkunnina 8,15, voru Helgi Freyr Kristinsson, Höskuldur Skúli Hallgrímsson og Þórir Aðalsteinsson. I ræðu sinni við útskrift fjar- námsnemanna minntist Runólfur Agústsson rektor Jónasar Jónsson- ar frá Hriflu sem stofhaði Sam- vinnuskólann árið 1918 sem er forveri Viðskiptaháskólans á Bif- röst. Sagði Runólfur að markmið Jónasar og annarra stjórnenda Samvinnuskólans hefði verið það sama og markmið Viðskiptahá- skólans væri í dag: “Að mennta stjórnendur fyrir atvinnulíf og samfélag. Að veita fóki sem við trúum á tækifæri til að þroska sig og mennta til hagsbóta fyrir sig sjálft, samfélag og atvinnulíf.” Einnig rakti Runólfur tildrög þess að fjarnámsdeildin var stofh- uð fyrir tveimur árum. Sagði hann hugmyndina hafa verið þá að veita fólki með diplomagráðu í rekstrar- fræðum tækifæri til að ljúka al- þjóðlegri BS gráðu. GE Fyrstu f) amámsnemamir brautsíoráðir frá Bifröst inn til fuglanna og fara í sérstök föt. Það sama þurftum við að gera þeg- ar við fóram út aftur. Það er ekki jafh mikið vesen við þetta í dag en samt er passað mjög vel upp á allar sóttvarnir og húsið er allt frágengið ekld síður en um væri að ræða fisk- vinnslu af flottustu gerð. I þessu sambandi höfum við átt mjög gott samstarf við yfirdýralæknisembætt- ið og Jarle Reiesen sérfræðing í ali- fuglasjúkdómum á Keldum.” Ein dúfa á móti kind Dúfurnar verða allt að 500 grömm á þyngd áður en þeim er slátrað en það tekur þær um 6-7 vikur að vaxa í sláturstærð. Hins- vegar líða um 7-8 mánuðir þang- að til líffuglarnir verða kynþroska og því er nokkuð tímafrekt að byggja upp góðan stofn. Bergur segir húsið geta tekið um 340 pör auk unga í uppeldi en dúfan er ein- kvænisfugl. Aðspurður um hvað þurfi margar dúfur til að leysa eina á af hólmi segir Bergur að það þurfi ekki nema eina til að skila sömu tekjum. “Svo segja Norðmenn alla- vega en það er kannski rétt að bíða með að svara þessari spurningu þar til maður sér hvernig afkoman verður,” segir Bergur. Skemmtilegt hráeftii Ulfar Finnbjörnsson matreiðslu- maður hefur aðstoðað Berg með ráðum og dáð við að koma dúfna- ræktinni af stað og hann bíður spenntur með steikarspaðann í hendinni eftir að fá dúfnabringurn- ar í eldhúsið til sín. “Þetta er mjög spennandi hráefhi og einhver allra skemmtilegasta kjötvara sem völ er á. Þetta er meirt kjöt og bíður upp á marga möguleika. Það er kannski ekki hægt að líkja þessu við annað kjöt sem við þekkjum nema þá helst aliönd en dúfnakjöt er dekkra og meirara.” Ulfar telur að það verði ekki mik- ið mál að kenna Islendingum að meta dúfur sem veislumat. “Þetta hefur eitthvað verið ræktað hér á landi áður en ekki skipulega og í mjög litlum mæli en margir þekkja þetta erlendis frá og ég veit að margir bíða spenntir eftir því að fá íslenskar dúfur á íslenskum veit- ingastöðum. Þegar við voram að byrja að elda þetta þá litu mann ntargir hornauga en ég hef engar á- hyggjur af því að það verði vand- ræði að markaðssetja dúfhakjötið,” segir Ulfar. GE

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.