Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 25.01.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.01.2001, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 2001 oni.S9unu^ Ferill atvinnumannsins er þymum stráður Þetta er vonandi mitt ár segir Skagamaðurinn Amar Gunnlaugsson knattspymumaður í Leicester Arnar Gunnlaugsson Skagamaðurinn Arnar Gunnlaugsson hefur um langt árabil verði ein af skærustu stjömunum í hópi íslenskra knattspymukappa þótt ferill hans hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Meiðsli hafa oftar en ekki sett strik í reikninginn þegar hann hefur verið kom- inn á skrið í atvinnumennsk- unni en alltaf hefur hann risið upp aftur og vakið athygli með knattleikni sinni og mark- heppni. Arnar er nú á sínu öðm keppn- istímabili með Leicester í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur komið á óvart í vetur og er í toppbaráttunni þegar mótið er liðlega hálfnað. Arnari hefur einnig gengið vel í vetur og fengið tækifæri með liðinu bæði sem vararmaður og einnig hefur hann verið valinn í byrjunarliðið. Blaðamenn Skessuhorns tóku hús á Amari, sambýliskonu hans Helgu Lind Björgvinsdóttur ffá Akranesi og ársgömlum syni þeirra, Alex Bergmann fyrir skömmu en þau búa í snotm ein- býlishúsi í úthverfi Leicester. Skrautlegur ferill Ferill Arnars spannar fimm lönd. Hann er fæddur og uppal- inn á Akranesi og lék með IA í yngri flokkunum með tvíbura- bróður sínum Bjarka, þangað til hann fékk fýrst tækifæri með meistaraflokki 1989, þá aðeins 16 ára gamall. Þeir bræðurnir fóru síðan til Feyenord í Hollandi eftir að hafa orðið Is- landsmeistarar með IA 1992. Þá hafði Arnar fengið gullskóinn og verið valinn efnilegasti leikmað- ur íslandsmótsins. Miklar vonir vom bundnar við ffama þeirra bræðra hjá hinu Hollenska stór- liði enda þótm þeir einhver mestu efhi sem ffam höfðu kom- ið í íslenskri knattspyrnu. Þeir stóðu þó stutt við hjá Feyenord og fengu fá tækifæri til að sanna hvað í þeim bjó. Þeir fóm báðir til Numberg í þýsku Bundeslig- unni en eftir stutta dvöl þar skildu leiðir og Arnar var keypt- ur til ffanska fyrstudeildarliðsins Sochaux. Ekki var búferlaflutn- ingurinn til Frakklands það gæfuspor sem Amar hafði vonast eftir því við tóku erfið meiðsli og hann fékk ekki mörg tækifæri til að sýna ffönskum knattspyrnu- unnendum hæfileika sína. A miðju sumri 1995 sneri hann því aftur heim á Skagann og kom sá og sigraði þar og skoraði 15 mörk fýrir Skagamenn í aðeins sjö leikjum og átti þar með drjúgan þátt í fjórða Islands- meistaratitli IA í röð. Eftir keppnistímabilið 1995 fór Arnar til Englands og gerði samning við úrvalsdeildarliðið Bolton. Hann féll með liðinu niður í 1. deild keppnistímabilið 1995 - 1996 og lék með þeim í fyrstu deild þangað til í febrúar 1999. Þar náði hann loks að sýna og sanna að hann hafði alla burði til að vera atvinnumaður í ffemstu röð þegar lappirnar vom í lagi og síðasta tímabilið hjá Bolton skoraði hann 14 mörk á aðeins þremur mánuðum. Hjá Leicester varð Arnar enn og aftur fyrir slæmum meiðslum og fékk fá tækifæri ffaman af. Seinni hluta keppnistímabilsins 1999 - 2000 var hann síðan lán- aður til Guðjóns Þórðarsonar og félaga í Stoke til að fá tækifæri til að spila og koma sér í form. I vetur virðist hann hinsvegar loks vera að komast í gang með Leicester og þótt hann sé ekki orðinn fastamaður í byrjunarlið- inu hefur hann náð að skora nokkur mörk og nýtur greinilega mikilla vinsælda meðal stuðn- ingsmanna félagsins. Skemmtilegasti boltinn A eftir þessu snögga yfirliti yfir skrykkjóttan atvinnumanns- feril liggur beint við að spyrja Arnar sjálfan hvort hann sé loks kominn á beinu brautina. “Mað- ur veit náttúmlega aldrei hvað verður en vonandi er þetta loks- ins að koma og ég vona svo sann- arlega að meiðslin séu að baki og að árið 2001 verði mitt ár í bolt- anum. Eg er fyrst núna kominn í nógu gott form til að spila og þá vona ég að ég fái tækifæri til að sýna hvað ég get,” segir Arnar. Arnar hefur leikið knattspyrnu í fimm löndum þar sem leikin er ólík knattspyrna og hefur því orðið góðan samanburð en hann segir enska boltann skemmtileg- astan fyrir sinn smekk. “Já mér finnst mest gaman að spila á Englandi. Það er hinsvegar erfitt að segja hvað hentar manni best. Maður lærði sitt af hverju í Hollandi, Þýskalandi og Frakk- landi sem kemur manni allt til góða en svona á heildina litið finnst mér enska knattspyrnan standa upp úr. Svo spillir það heldur ekki fyrir að maður veit að landinn fýlgist langmest með enska Boltanum.” Arnar hefur leikið í þremur efstu deildunum á Englandi en aðspurður kveðst hann alls ekki viss um að úrvalsdeildin sé sú erfiðasta þótt þar sé leikinn besti boltinn og þar séu bestu knatt- spymumennirnir. “Það eru allar deildirnar erfiðar, hver á sinn hátt. Enska úrvalsdeildin hefur úr langmestum gæðum að spila en persónulega finnst mér þó að 2. deildin sé erfiðust. Þar er miklu meiri harka en minna um gæði. I Bolton vorum við með mjög gott 1. deildarlið og þar var spilaður betri bolti en í 2. deild- inni þannig að það var léttara og skemmtilegra.” Mestu mistökin Þegar Arnar er beðinn að h'ta til baka til upphafe ferilsins og meta hvort hann myndi gera eitt- hvað öðru vísi í dag segir hann það engan vafa. “Það voru tví- mælalaust mestu mistök okkar okkar Bjarka í fótboltanum að fara ffá Feyenord eftir aðeins ár. Þegar menn eru jafn ungir og við vorum og fara í jafn gott hð og Feynord var á þessum tíma, eitt besta lið Evrópu, þá gera menn sér kannski ekki grein fyrir hvað við er að fást. Það er ekki sjálgef- ið að labba beint inn í liðið eins og við héldum kannski og það var náttúrulega tóm fásinna. Stærð- armunurinn á IA og Feyenord er umtalsverður og við vorum kannski ekki eins tilbúnir í þetta og við héldum. Það er vissulega auðvelt að vera vitur effir á en í dag er það engin spurning í mín- um huga að við hefðum átt að gefa þessu lengri tíma. Eg er samt sem áður ekki á því að við höfum verið of ungir þeg- ar við byrjuðum í atvinnu- mennskunni. Það má auðvitað alltaf deila um hvenær rétt er að byrja en ég held að þegar menn eru orðnir m'tján ára eigi þeir að hafa bæði líkamlegan og félags- legan þroska til að takast á við at- vinnumennskuna. Við lentum náttúrulega báðir í meiðslum í upphafi ferilsins en hver sem á- stæðan er fyrir því þá held ég að það hafi ekkert með það að gera að við höfum byrjað of ungir. Við hefðum getað byrjað fyrr því við fengum tilboð ffá Glasgow Ranger þegar við vorum sextán ára en það hefði örugglega verið of snemmt.”

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.