Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 2001 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 430 2210 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 681 1 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Prófarkalestur: Ásthildur Magnúsdótlir Umbrot: Kristrún Ásgeirsdóttir Prentun: Isafoldarprentsmiðja bf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss timanlega. 'Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og I lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Afskipti Þar sem ég ligg hér flatur, hálfhulinn í snjó á mótum Skúlagötu og Egilsgötu, á vinstri akgrein, hellist yfir mig sú tilfinning að ég sé gróflega afskiptur. Astæðan fyrir veru minni hér, í þessari stellingu, er sú að fyrr í dag skundaði ég hröðum skrefum þvert yfir Skúlagötuna með skiptitösku yngri sonar míns í vinstri hendi en með þeirri hægri hélt ég farandsímtæki mínu að hægra eyra. Fyrst um sinn var ég með báðar fætur á jörðinni en það breyttist skyndilega. Annar fóturinn leitaði fyrirvaralaust upp eftir Skúlagötunni en hinn í átt að Hótel Borgarnesi. I beinu framhaldi urðu þau umskipti að eftir hluti líkamans tók stöðu þess neðri og að endingu hafnaði ég allur í götunni með allógurlegum dynk. Það er í aðalatriðum ástæða þess að ég ligg hér hreyfingalaus stórlega hnjaskaður á mjöðm, með umtalsvert tjón á flestum olnbogum og allmörgum hnjám. A meðan ég ligg hér ósjálfbjarga með öllu og fennir yfir mig hefur almenningur ekki áhyggjur af öðru en flugvellinum í Vatnsmýrinni. Það er að segja almenningur í Reykjavíkurhreppi. Oðrum almenningi kemur málið ekki við. Enda er það svo að þegar talað er um almenning er yfirleitt átt við þorra hreppsbúa í landnámi Ingólfs. Allavega er það sá almenningur sem helst er spurður um hvar eigi að setja niður virkjanir. Það er sá almenningur sem á að ráða því hvort halda eigi lífinu í náströndum og krummaskuðum landsins. Það er akkúrat þessi almenningur sem ræður yfir hálendi landsins sem vegna einhverrar leyndrar nýlendustefnu virðist að öllu leyti vera innan hreppsmarka Reykjavíkur, þrátt fyrir að það standist illa landfræðileg rök. A hinn bóginn er sá almenningur sem kýs að búa utan Reykjavíkur ómyndugur. Honum kemur það ekki við hvar flugvöllum er niður komið. Ef flugumferð gárar teið í bollum gamalla kvenna við Sóleyjargötuna þá vegur það að sjálfsögðu hærra en hagsmunir þeirra sem helst þurfa að nota þessar samgöngur. Þannig er nú það. Ekki einu sinni útvarpsráð lætur sig varða þó ég liggi hér kalinn á höndum og fótum, jafnvel þótt ég tali lýtalausa íslensku og beri það ekki við að syngja á öðrum tungumálum, jafhvel þótt Steinunn Ólína myndi grátbiðja mig um það. Nú krefst ég þess af veikum mætti að ég fái að njóta réttlætis, jafnvel þótt ég tilheyri ekki almenningi hinum æðri. Ég krefst þess að að borgarstjórn Reykjavíkur láti fara fram atkvæðagreiðslu um hvort leyfa eigi hálku og snjókomu á landsbyggðinni. Ég krefst þess ennfremur að útvarpsráð leggist gegn frekari harðindum hvort sem þau eru á ensku eða íslensku. Gísli Einarsson, hnjaskaður á líkama og sál. ritstjori@skessuborn.is sigrun@skessuborn.is ingibans@skessuborn.is hjortur@skessuhorn.is Starfsmenn endurráðnir í desember síðastliðnum greindi Skessuhorn frá því þegar tæpum helmingi starfsmanna Islenskt franskt eldhús hf. var sagt upp störfum, eða 12 manns. Nú hefur uppsögnin hins vegar verið dregin til baka hjá helmingi þeirra eða sex einstaklingum. Að sögn Guðmund- ar Páls Jónssonar, starfsmanna- stjóra Haraldar Böðvarssonar hf., er ástæðan íyrir því fyrst og fremst sú að störf hafa losnað í hefðbund- inni vinnsludeild fyrirtækisins. “Nokkrir starfsmenn eru að hætta vegna þess að þeir hafa náð 67 ára aldri og svo eru dæmi þess að fólk sé að hætta aðeins fyrr. Við sjáum fram á það að vegna þess verði til verkefni fyrir þá einstaklinga sem hafði verið sagt upp og bregðumst því við með því að endurráða þá. Ég held að flestir ætli að þiggja það og halda áfram að starfa hér og það er auðvitað ánægjulegt.” SÓK Pétur á Hvanneyri Um árabil hefur verið rekið sum- arhótel í húsakynnum landbúnað- arháskólans á Hvanneyri og hefur skólinn sjálfur borið ábyrgð á rekstrinum. I fyrra var gerð at- hugasemd við að ríkið stæði í slík- um rekstri í samvinnu við einkaað- ila. I kjölfar þess var ákveðið að bjóða reksturinn út og barst aðeins ein umsókn, frá Pétri Geirssyni eiganda Hótels Borgarness. Að- spurður kvaðst Pétur æda að reka hótelið á Hvanneyri í tengslum við Hótel Borgarnes í sumar og samnýta bæði starfsfólk og ýmsa aðstöðu. GE 230 manns um 33 lóðir Gífurlegur áhugi virðist vera á lóðum í Flatahverfi en bæjarráð hefur nú tvívegis tekið fyrir þær umsóknir sem bárust, en þær reyndust vera í kringum 230. Lóðimar sem era til úthlutunar eru 33 talsins en sumar eru fjölbýlishúsalóðir og því er um að ræða 53 íbúðir. Umsóknarffesturinn rann út þann 6. febrúar síðastliðinn og reiknað var með að úthlutun lóðanna færi ffam þann 15. febrúar en það hefur hins vegar enn ekki verið gert. Þegar lóðirnar við Asabraut voru lausar til umsóknar bárust þrisvar sinnum fleiri umsóknir en lóðirnar voru og vitað var að margir myndu slást um lóðirnar í Flatahverfi. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari Akraness, viðurkennir hins vegar að . niðurstöðumar hafi komið á óvart. “Við bjuggnmst nú ekki við öllum þessum þölda en það er spurning hvort tala umsókna sé raunhæf. Maður kemur strax auga á að ansi margar umsóknir eru fjölskyldutengdar, þ.e.a.s. þess eru dæmi að margir meðlimir sömu fjölskyldu séu að sækja um lóð og eins er með verktaka. Allir eiga náttúrulega rétt á að sækja um og þessar umsóknir eru gildar svo lengi sem umsækjandi er orðinn lögráða.” Jón Pálmi segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig lóðunum verði úthlutað. “Það er ekki búið að ákveða hvernig sú málsmeðferð verður en ég á von á því að þetta verði almennur úrdráttur.” Undanfarið hefur mikið verið rætt um aukinn áhuga fólks af höfuðborgarsvæðinu á Akranesi. Að sögn Jóns Pálma er þó yfirgnæfandi meirihluti umsóknanna frá Akumesingum. “Fyrst og ffemst eru þetta einstaklingar og fyrirtæki á staðnum sem era að sækja um. Þær umsóknir sem koma utanfrá eru aðeins örfáar eða 32 talsins. Það er þó hærra hlutfall utanbæjarfólks en sótti um lóðir við Ása- og Leynisbraut. Ég get þó ekki lagt mat á hversu mikið af þessu eru raunhæfar umsóknir.” Aðspurður um hverju þessi aukni áhugi sætti sagðist Jón Pálmi vona að gagnvart utanaðkomandi aðilurn sem væru að sækja um væri skýringin sú að menn hugsuðu til þess að Akranes væri góður bær sem hefði margt að bjóða. SÓK Gamalt deiliskipulag Skessuhorni barst til eyrna á dög- unum að skipulagðar hefðu verið lóðir á Sólmundarhöfða sem eng- um hefði verið gefmn kostur á að gera athugasemdir við. Gísli Gísla- son bæjarstjóri sagði hins vegar að- spurður um málið að það væri af og ffá. “Það er í gildi deiliskipulag inni á Sólmundarhöfða og það skipulag var samþykkt fyrir mörgum árum síðan. Hins vegar eru menn að skoða hugmyndir að breyttu skipu- lagi sem felur í sér breytingu úr tveggja til þriggja hæða húsum í einnar hæðar raðhús. Þetta er ein- göngu á umræðustigi og ef mönn- um líst vel á hugmyndina fer þetta í gegnum formlegt ferli og verður eftir það auglýst.” SOK Bílvelta við Baulu Bílvelta varð á sunnudags- kvöld skammt sunnan við Bauluskálann í Borgarfirði. Oku- maðurinn var einn í bílnum og slapp hann að mestu við meiðsli en bíllinn er talinn gjörónýtur. Mikil hálka var orsök slyssins. GE Rafmagns- laust á Snæfells- nesi Raffnagn fór af á sunnanverðu Snæfellsnesi um klukkan 9:30 síðastliðinn þriðjudag. Rafmagn komst aftur á fljótlega á Staðar- sveitarlínu en straumlaust var á Laugagerðislínu fram undir kvöld. Samk\'æmt upplýsingum frá Rafmagnsveitum slitnuðu línur á tveimur stöðum. GE Þrír Skaga- menn á palli Eins og ffam kemur annars stað- ar í blaðinu náði Akurnesingur- inn Brynja Pétursdóttir þeim á- gæta árangri að verða Islands- meistari í badminton um helg- ina. Hún var hins vegar ekki eini Skagamaðurinn sem komst á verðlaunapall því Aðalsteinn Huldarsson lék til úrslita í A flokki í einliðaleik og hreppti silfrið og Karitas Osk Olafsdótt- ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í B flokki í einliðaleik kvenna. SÓK Bræla I síðustu viku var veður leiðinlegt á flestum miðum í kringum landið og lágu loðnuskip Haraldar Böðvarssonar hf. við bryggju og biðu þess að lægði. Skuttogaramir voru þó allir á veiðum utan Sturlaugur sem landaði góðum afla síðastliðinn fimmtudag. SÓK ✓ Oska eftir ffamhalds- deild A síðasta fundi skólanefhdar Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi var teláð fyrir bréf skólanefndar Grunn- skólans á Hólmavík. í bréfinu var far- ið ffam á að skólaneihd FVA kannaði möguleika á rekstri ffamhaldsdeildar á Hólmavfk en undanfárin ár hafa slíLar deildir starfað í Snæfellsbæ og Stykk- ishólmi. Þóri Ólafssym, skólameistara, var falið að bnna málið en nefhdin hefur hins vegar bent á að eklá verði hægt að ráðast í verkelhið nema til komi aukafjárveiting frá menntamála- ráðuneyúnu. Skólanefhd tók þrátt Ívt- ir það jakvætt í erindið og lýsti yftr á- nægju sinni með fyrirspumina. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.