Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.02.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 2001 otttsaLnu... Svava Björk Hölludóttir dsamt systur sinni Birnu Björk þegar Jóhannes afhenti henni verölaunin góðu á slökkistöðinni i síðustu viku. Verðlaun fyrir eldvamargetraun I síðustu viku afhenti Jóhannes K. Engilbertsson verðlaun fyrir getraun sem slökkvistöðin á Akra- nesi stóð fyrir hjá nemendum þriðja bekkjar á Akranesi í desem- ber. Getraunin fór fram í svokall- aðri eldvarnarviku en megintil- gangur hennar var að fræða krakk- ana í þriðja bekk um mikilvægi eld- varna. Dregið var úr réttum lausn- um og sigurvegarinn reyndist vera Svava Björk Hölludóttir. Hún fékk að launum stóran og myndarlegan pakka sem blaðamanni Skessu- homs er því miður ekki kunnugt um hvað í var. Það hefur þó vafa- laust verið eitthvað spennandi enda var Svava ánægð með verðlaunin. SÓK Góður sigur Skagamenn léku sinn fyrsta leik í Deildarbikarkeppni KSI á laugardag- inn sl. gegn Grindavík. Lokatölur urðu 4-2, IA í vil. Skagamenn tefldu fram töluvert breyttu liði frá leiknum sem fram fór helgina á undan. Ástæð- an var að flensa hafði stungið sér nið- ur í herbúðir Skagamanna og voru fjórir. leikmenn rúmfastir á meðan leik stóð auk þess eiga nokkrir leik- menn við meiðsl að stríða. Eitthvað virtist þetta há Skagamönnum í upp- hafi leiks því liðið spilaði fyrri hálf- leikinn frekar illa og lenti marki und- ir eftir um hálftímaleik. Staðan var 1 - 0 í leikhléi. I hálfleik gerði Olafur þjálfari tvær breytingar á sínu liði, inná komu tveir af efnilegustu leik- mönnum IA, þeir Hjálmur Dór Hjálmsson og Ellert Björnsson. Við þessar breytingar tóku leikmenn sig á og yfirspiliðu Grindvíkinga í seinni hálfleik. Hjörtur Hjartarson jafhaði leikinn fyrir Skagamenn með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálf- leiks. Guðjón Sveinsson skoraði svo annað markið með góðu skoti utan úr teig. Eftir það var allur vindur úr Grindvíkingum og leikmenn IA virtust einráðir á vellintun. Kári Steinn Reyn- isson skoraði þriðja markið. Það var síðan Ellert Björnsson sem kórónaði á- gætan leik með því að bæta við fjórða markinu. Grindvíkingar skoruðu ann- að mark sitt rétt undir blálokin, en það skipti ekki máli því Skagamönnum gafst rétt tími til að taka miðjuna áður en flautað var til leiksloka. Sigur Skagamanna var verðskuldað- ur og hefði auðveldlega getað orðið mun stærri en nokkur úrvals færi fóru forgörðum. Næsti leikur IA í deildar- bikamtun er þriðjudaginn 27.febrúar við Fram. HH S Brynja Islandsmeistari Akurnesingurinn Brynja Péturs- dóttir varð Islandsmeistari í kvennaflokki í badminton um síðastliðna helgi. Brynja er upp- alin á Skaganum og þar hóf hún að æfa íþrótt sína. Hún fluttist hins vegar til Reykjavíkur fyrir fimm árum síðan og keppir nú fyrir hönd TBR. í úrslitaleiknum mætti hún Rögnu Ingólfsdóttur og sigraði, 13-12 og 11-9. Þetta er í fyrsta skipti sem Brynja hreppir þennan glæsilega titil. SÓK Frábær sigur Leikmenn ÍA í fjórða flokki karla náðu þeini frábæra árangri um helgina að tryggja sér Islands- meistartitilinn í innanhúsknatt- spyrnu. Riðlakeppnin fór frain í desember en þar unnu Skaga- menn sinn riðil örugglega, sigr- uðu alla fimm leiki sína með markatöluna 27-7. Urslitakeppnin fór svo fram um síðustu helgi í Digranesi í Kópavogi. I milliriðli léku drengirnir þrjá leiki, unnu tvo og gerðu eitt jafntefli. Þau úr- slit dugðu þeim til þess að komast í undanúrslit. Þar mættu Skaga- menn liði Breiðabliks og höfðu sigur í hörkuleik 4-3.1 sjálfum úr- slitaleiknum mætti leikntenn IA svo liði HK. Það er skemmst frá því að segja að þar sigruðu Skaga- ntenn örugglega 2-0 og skoraði Arnar Már Guðjónsson bæði mörk liðsins í leiknum. Þorlákur Arnason, þjálfari liðsins, sagði í samtali við Skessuhorn að úrslita- leikurinn hefði auðveldlega getað unnist með mun stærri mun, svo miklir voru yfirburðir liðsins. Þess má geta að þetta er annar Islands- meistaratitill IA í þessum aidurs- flokki á innan við sjö mánuðum, en 4.flokkur varð einnig Islands- meistari utanhúss síðastliðið sum- ar. Skessuhorn óskar piltunum innilega til hamingju með íslands- meistartitilimi. HH Norðurlandamótið í skólaskák Norðurlandamótið í skólaskák var haldið á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Teflt var í fimm flokk- um, tólf menn í hverjum flokki og mættu margir mjög sterkir skák- menn til leiks. Islendingar náðu þeim frábæra árangri að sigra í tveimur flokkum af fimm. Danmörk, 1. Danmörk 40 af 60 Svíþjóð og Noregur unnu einn flokk 2. ísland 32 af 60 hvert. 3. Noregur 30 af 60 Mótið var einnig liðakeppni þar 4. Svíþjóð 27,5 af 60 sem lagðir voru saman vinningar 5. Finnland 25,5 af 60 tveggja efstu manna frá hverju landi. 6. Færeyjar 15,5 af 30 Urslitin urðu: GE Síðastliðinn föstudag var hald- inn dansleikur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar var margt um manninn að venju og virtust allir skemmta sér hið besta. Hljómsveitin Buttercup lék fyrir dansi í stóra salnum en á svoköll- uðum tengigangi þeytti plötu- snúður skífum af mikilli snilld svo segja má að eitthvað hafi verið fyr- ir alla. Blaðamaður Skessuhorns smyglaði sér inn á dansleikinn og smellti af nokkrum myndum. SÓK Góður árangur frj álsíþróttamanna Vestlenskir frjálsíþróttamenn náðu frábærum árangri á Meistara- móti Islands í frjálsum íþróttum 15 - 22 ára sem fram fór í Baldurs- haga í Reykjavík um síðustu helgi. Hæst ber að sjálfsögðu árangur Helga Guðmundssonar frá UDN sem varð íslandsmeistari í fjórurn greinum og vann til silfurverð- launa í þeirri fimmtu. Helgi, sem verður sextán ára á árinu keppti í flokki sveina (15 - 16 ára) I 60 metra hlaupi var hann með besta tímann alla leið, þ.e. í riðlakeppni, undanúrslitum og úrslitum. I úr- slitahlaupinu hljóp hann á 7,52 sekúndum og var einu sekúndu- broti á undan þeim sem hafnaði í öðru sæti. I langstökki sigraði Helgi einnig, stökk 5,91 metra en næsti maður stökk 5,85. I lang- stökki án atrennu varð Helgi efstur með 2,81 metra en sá sem varð í öðru sæti er einnig Vestlendingur, Guðmundur Margeir Skúlason frá HSH en hann stökk 2,77. Loks sigraði Helgi í þrístökki án at- rennu, stökk 8,86. Þar varð einnig Veslendingur í öðru sæti, Jóhann H.Þorsteinsson frá HSH, sem stökk 8,36 m. Þá hafnaði Dalamað- urinn öflugi í 2. sæti í þrístökki en þar stökk hann 12,12 metra en sá sem varð í fyrsta sæti stökk 12,53 m. í flokki drengja 17 -18 ára náði Hörður Oli Sæmundarson frá HSH mjög góðunt árangri. Hann sigraði í þrístökki án atrennu, stökk 8,82 metra en sá sem næstur varð stökk 8,8 m. Þá varð Hörður í öðru sæti í langstökki án atrennu, stökk 2,85m, 9 cm skemur en efsti maður. I kúluvarpi sveina (15 - 16) ára sigraði Guðmundur Margeir Skúlason frá HSH með yfirburð- um. Hann kastaði 14,60 metra en næsti maður var með 13,81. Guð- rnundur varð einnig í öðru sæti í langstökki án atrennu eins og fyrr segir. Loks sigraði Kristín Þórhalls- dóttir frá UMSB í 60 metra hlaupi stúlkna 17-18 ára á tímanum 8,16 sekúndum, heilum 18 sekúndu- brotum á undan þeirri sem næst var. Margir aðrir Veslendingar náðu góðum árangri á mótinu þó ekki kæmust þeir á verðlaunapall. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.