Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.04.2001, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 2001 aoiisaunu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgamesi: Borgarbraut 49 Sími: (Borgarnes og Akranes) 430 2210 Akranesi: Kirkjubraut 3 Fax: (Borgarnes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og ábm: Blaðamenn: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindamenn ehf 430 2210 Gísli Einarsson 892 4098 Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 Ingi Hans Jónss., Snæfellsn. 895 681 1 Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 Ásthildur Magnúsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir ísafoldarprentsmiðja hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihans@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðiö er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 430 2210 Garð- Gísli Einarsson, ritstjóri. Þótt ég hviki hvergi við lítils háttar áreiti og láti fátt raska ró minni var ekki alveg laust við að ég fyndi fyrir vott af óróa við morgunverðarborðið í fyrradag. Þegar ég ætlaði að teygja mig í viðbitið rak ég höndina í meðalstóran túmat sem hafði verið í skjóli á bak við kókópuffsið. Það er kannski full vægt til orða tekið að mér hafi orðið órótt því auðvitað varð ég alveg dauðskelkaður. Því hvaða heiðarleg- ur maður vill láta góma sig með túmat á morgunverðar- borðinu hjá sér eins og staðan er í dag. Eg gerði mér strax grein fyrir að nú voru góð ráð dýr (ekki síður en grænmetið á borðinu) og ekki um annað að ræða en að bregðast skjótt við ef ekki átti illa að fara. Eg spratt því á fætur og náði í borðtuskuna og þurrkaði fingraförin af túmatnum og setti hann síðan með grilltönginni í glæran plastpoka sem sönnunargagn A. Þegar þeirri aðgerð var lok- ið var mér nokkuð létt og var bara heldur hróðugur yfir því að hafa horft á ófáar ofbeldiskvikmyndir um raðmorðingja í Bandaríkjahreppi. Þegar þetta óvænta uppþot við morgunverðarborðið var afstaðið var ekki um annað að ræða en snúa sér að verkefn- um dagsins. I algjöru grandaleysi rölti ég mér út í garð, saddur og sæll, og búinn undir að vinna stórkostleg þrek- virki með mínum grænu fingrum. Dagsverkið átti að vera að stinga upp kartöflugarðinn því ég fann það glöggt á gigtinni í mjöðminni að það væri aftakablíða í aðsigi. Eg byrjaði á að tína sarnan amboðin sem ég hafði kastað frá mér í bræði síð- astliðið vor og hóf að yrkja jörðina. Fljótlega tók ég eftir því að ekki var allt með felldu og þegar ég leit upp veitti ég því athygli að fólk í nærliggjandi húsum var farið að fylgjast með aðgerðum mínum tortryggið á svip. Þegar mér sýndist einn þeirra bera sig að líkt og hann ætlaði að fara að hringja á lögregluna varð mér ekki um sel svo ég forðaði mér aftur inn í húsið. Eg hefði svo sem mátt segja mér það sjálfur að nágrönn- unum gæti þótt ég vera garðyrkjulegur þar sem ég stritaði þarna í moldarbingnum. Það er því langt í frá að ég álasi fólkinu þótt það hafi grunað mig um græsku. Sjálfur fer ég mjög varlega í samskiptum mínum við fólk þessa dagana því, eins og ég nefndi fyrr, getur leynst dulinn garðyrkjubóndi í sakleysislegustu mönnum. Eg er sífellt á varðbergi og ef ég sé tilsýndar mann með moldarbletti á hnjánum tek ég samstundis til fótanna. Ef ég af einhverjum ástæðum kemst ekki hjá því að vera í návígi við meinta garð- yrkjubændur byrja ég undantekningalaust á því að ganga einn hring í kringum þá og reyni að ganga úr skugga um að þeir séu ekki vopnaðir. Það er aldrei of varlega farið Gísli Einarsson afbrotafrœðingur Nýr golfskáli Félagar í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi hafa fengið nýjan golfskála sem tekinn verður í notkun í vor en fram til þessa hafa golfarar í Hólminum haft til afnota eitt her- bergi í Hótel Stykkishólmi. Húsið var flutt í heilu lagi frá Akranesi í vetur en þar hefur það um árabil hýst tvær kennslustofur Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Nýverið gerði Golfklúbburinn samning við Stykkishólmsbæ um að nýi golfskálinn verði nýttur fyr- ir tjaldstæði bæjarins sem liggja að golfvellinum og hafa gestir tjald- stæðisins aðgang að snyrtingum í skálanum. GE Þríggja ára áætlun Stykkishólmsbæiar Lækka skuldir um 90 milljónir í dag verður þriggja ára fjárhags- áætlun Stykkishólmsbæjar tekin til annarrar umræðu. Að sögn Ola Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra er gert ráð fýrir að lækka skuldir um 80 - 90 milljónir króna á tímabilinu 2002 - 2004. Segir hann það vera ívið meira en áður var gert ráð fyr- ir. Sem kunnugt er eru tvo mikil framkvæmdaár að baki hjá Stykkis- hólmsbæ og munar þar mestu um hitaveituframkvæmdir og byggingu nýrrar sundlaugar. „Það verða ekki framkvæmdir á næstu þremur árum í stíl við það sem verið hefur að undanförnu þótt aldrei verði kom- ist hjá einhverjum framkvæmdum. Við gerum ráð fyrir að verja um 25 milljónum á ári í framkvæmdir á tímabilinu, meðal annars í tengsl- um við unglingalandsmót UMFI Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Stykkis- hólms. næsta sumar. Áherslan verður á að lækka skuldir og við reiknum með að rétta okkur vel af á þessum þremur árum,“ segir Oli Jón. GE Öm að hætta Örn Tryggvi Johnsen bæjar- tæknifræðingur Snæfellsbæjar hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur starfað hjá sveitarfé- laginu síðastliðin sjö ár. Örn hefur verið ráðinn til starfa hjá tölvufyrirtækinu Alit í Reykjavík sem leigir út aðgang að vélbún- aði og tæknifólki. GE Birgir Leifur á stórmót Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur hefur fengið þátttöku- rétt á stærsta golfmóti ferils síns, The Algarve Portugese Open, sem er í evrópsku mótaröðinni. Mótið fer fram á Quinta do Lago vellinum dagana 26.-29. apríl n.k. og verður sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sky Sports. (Affréttavefnum ia.is) Borgfirð- ingahátíð Borgfirðingahátíð verður hald- in í annað sinn í sumar, helgina 15.-17. júní. Iíátíðin er haldin af sveitarfélögunum í Borgarfjarðar og Mýrarsýslu en Tíðindamenn ehf sjá um skipulagningu dag- skrár. Þessa daga verður Ijölbreytt dagskrá vítt og breitt um héraðið en stærstur hluti hátíðahaldanna verður í Borgamesi, á Hvanneyri og í Reykholti. Meðal annars verður fjölbreytt fjölskyldudag- skrá með þjóðlegu ívafi á Hvann- eyri á laugardag en á sunnudag verða 17. júní hátíðahöld í Borg- amesi og víðar um héraðið. Vel gengur í Norðuráli Framkvæmdir við stækkun Norð- uráls úr 60 þústmd tonna ársfram- leiðslu í 90 þúsund tonna ársfram- leiðslu ganga mjög vel og em á áætl- un samkvæmt upplýsingum Skessu- horns. Milli 10 og 15 verktakar starfa við stækkunina og á milli 170 og 190 starfsmenn. Byggð var ný starfsmannaaðstaða sem tekin var í notkun í október síðasdiðnum og ný viðhaldsbygging sem tekin var í notkun í byrjun þessa árs. Fyrir rúmu ári síðan hófst stækk- un kerskála og bygging kerfóðrun- arbyggingar og er nú verið að legg ja lokahönd á þau verkefni. Einnig hefur verið unnið að breytingum og endurbótum í skautsmiðju fyrirtæk- isins. Frá áramótum hefur verið unnið við uppsetningu súrálsflutn- ingakerfis inni í kerskálunum, stækkun þurrhreinsivirkis, kerfóðr- un, uppsemingu rafleiðara og ýmis- legt fleira sem tengist stækkunar- framkvæmdum sem áætlað er að ljúki í júní næstkomandi. Þá mun gangseming kerja hefjast. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.