Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 08.06.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 08.06.2001, Blaðsíða 7
7 1 unui. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 2001 Eitt af því sem verður hvað plássfrekast í tilverunni þegar sumarið er komið eru keppnis- íþróttir hverskonar. Ekki er habíturinn einvörðungu bund- inn við fólk og félög heldur hefur íslenskum krónum hlaupið kapp í kinn og keppa nú um hvað sé hægt að troða mörgum krónum annarsvegar í einn Bandaríkjadal og hinsveg- ar í bensínlítra. Olympíulág- markinu í verðbólgukeppninni var örugglega náð þegar hvor um sig komst yfir hundrað krónu markið. Ekki er minni bægslagangurinn hjá sjón- varpsstöðvunum þegar þær keppa um áhorf fréttatíma. Þetta byrjaði allt með því að útvarpsstjóri og útvarpsráð voru ekki meira inni í íslensku atvinnulífi en það að þetta blessaða fólk stóð í þeirri meiningu að enginn Islending- ur ynni lengur en staðlaðan kontórtíma, sem sé 9-5. Og til þess að fréttaþyrstir sjónvarps- áhorfendur þyrftu ekki að rol- ast í eintómu reiðileysi frá klukkan fímm til átta, færði þetta fyrrgreinda ráð með af- settan borgarstjóra í broddi íylkingar fréttatímann fram til klukkan 7. Og nú fyrir nokkrum dögum bættu Norð- urljósapiltarnir hjá Stöð 2 um betur og komust hálftímanum fram íyrir keppinautinn. Nú eygjum við sem byrjum vinnu- dag talsvert íyrir kl 9 og end- um vinnudag talsvert eftir kl 5 von um að keppni sjónvarps- stöðvanna haldi áfram og endi með því að hægt verði að horfa á fréttir Stöðvar 2 í hádeginu en fréttir Markúsar og út- varpsráðsins í miðdegiskaffinu. Sumarið er tími polla- og pæjumóta í knattspyrnu. Eftir því sem manni skilst er Balkanskaginn hreinn sælu- reitur miðað við svona knatt- spyrnumót. Ekki svo að skilja að keppendur sjálfir séu ekki til fyrirmyndar heldur eru það foreldrar sem íyllast móði og metnaði fyrir hönd afsprengja sinna. Strax og flautað er til leiks breytist rósemdarfólk í öskurapa og órangútur, þá er ein stétt manna ekki öfunds- verð, það eru dómararnir. Svoleiðis menn hljóta að vera með sjálfspíningarhvöt á efsta stigi. Að geta haldið ró sinni meðan frumskógardýrin við hliðarlínuna láta rigna yfir ves- alings dómarann ókvæðisorð- um ásamt torfi og grjóti. A meðan brjóta keppendur heil- ann ákaft um kenninguna að foreldrar skuli börnum sínum hin besta fyrirmynd. Annars er gamla mottóið um að í íþrótt- um sé ekki aðalatriðið að vinna heldur að vera með, löngu horfíð út í hafsauga, ef þú vinnur ekki þá ertu lúser og enginn vill vera lúser. Allar eru íþróttagreinarnar innfluttar nema ein og það er glíman. Þessi eina og sanna ís- lenska glíma. Glíman er komin á íþróttaválista vegna þess að einhver hluti þjóðarinnar veit ekki hvað glíma er og X marg- ir sem hafa heyrt um að ein- ATVINNA ■ ATVINNA Sjúkraliði óskast til starfa á Heilsugœslustöðina í Borgarnesi í eitt árfrál. júlí n.k. að telja. Um er að rœða 60% starf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Marinósdóttir hjúkrunarforstjóri og Guðrún Kristjánsdóttir framkvœmdastjóri í síma 437-1400. Umsóknir sendist til Heilsugœslustöðvarinnar Borgarnesi, b/t framkvœmdastjóri, BorgarbrautJ>5, 310 Borgarnesi. 111111 Mánudaginn 18. júní nk. kl. 14.00, að Deildartungu í Reykholtsdal, Borgarfirði, verður boðið upp eitt óskilahross, hafi þess ekki verið vitjað af eiganda sínum. | Um er ræða 6-8 vetra brúnan ómarkaðan <Q> ^ hest með hvíta rák í enni. Borgarnesi 7. júní 2001 % Sýslumaðurinn í Borgarnesi ; hver hafi verið lagður á klof- bragði halda að glíman sé ein- hverskonar pornó. Annars held ég að það sem fæli íþróttafólk mest frá því að stunda glímu sé búningurinn. Dressið er satt best að segja pínulítið homma- legt. Og glímumót hefur sjálf- sagt svipað yfirbragð og karni- valstemning hjá samtökun- um'78. Ef á að hefja glímuna til vegs og fyrri virðingar þarf að breyta klæðaburði glímu- kappa. Tarzanskýla væri strax til bóta, en amerískur ruðn- ingsboltabúningur gæti vel komið í staðinn fyrir fáránleg- ar sokkabuxur glímumanna. Og þegar glímumenn framtíð- arinnar byrja að stíga þurfa þeir að afleggja aldagamlann valstakt, en innleiða þess í stað salsa og mambó og þá verður glíman djók og diskó og ekki aðalatriðið að vinna heldur að vera með. Bjartmar Hatinesson Tilkynning frá sýslumanninum í Borgarnesi E Kynning á tillögu að matsáœtlun Landsvirkjun Sultartangalínu 3 Landsvirkjun hyggst leggja nýja 420 kV háspennulínu, Sultartangalínu 3,frá tengivirki við Sultartangastöð að aðveitustöð Landsvirkjunar á Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Afþessu tilefni stendur Landsvirkjun fyrir opnu húsi þar semframkvœmdin verður kynnt á Hlöðum á Hvalfjarðarströndföstudaginn 8. júní ^ frá kl. 16 - 22, og laugardaginn frá kl. 16 9. júní, frá kl.10-18. Við hvetjum alla, sem hafa áhuga á að kynna sér þessi Æ. málefni, til að mæta. Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Nýtt á söluskrá Borgarbraut 65a, Borgarnesi. íbúð fyrir eldri borgara á 2. hæð, 66,7 ferm. íbúðin er öll dúklögð. Eldhús með viðarinnr., samliggjandi stofa og borðstofa, eitt svefnherb. og baðherb. Um íbúðina gildir samþ. bæjarstjómar Borgarbyggðar og er íbúðin ætluð fólki 60 ára eða eldra. Ásett verð er 8.000.000 en óskað er eftir tilboðum og skal þeim skilað í síðasta lagi mánudaginn 18. júní 2001. Eftir að Borgarbyggð hefur selt íbúðina fellur niður kaupskylda sveitarfélagsins. Helgugata 6, Borgarnesi. Einbýlishús á 2 hæðum, 142 ferm. Á efri hæð er flísalögð forstofa og dúklagður gangur. Eldhús dúklagt, viðarinnr., lítil snyrting dúklögð, stofa dúklögð, eitt herbergi dúklagt, skápur. Á neðri hæð er gangur flísalagður, 3 herb., eitt teppalagt, 2 flísalögð, skápar í 2 herb. Baðherb. með máluðu gólfi og veggjum, sturta og tengi fyrir þvottavél. Geymsla. Verð: kr. 9.500.000 Ibúð/húsnæði í Borgarnesi ■ Akranesi óskast! Reglusaman og reyklausan blaöamaöann á Skessuhorni vantar litla íbúð (húsnæöi) á leigu í : Borgarnesi/Akra nesi sem fyrst. Upplýsingar í síma 865-9589 Búnaöar- bankamót Hestamannafélagið Skuggi heldur gæðingamót félgasins og úrtöku fyrir Fjórðungsmótib 2001 laugardaginn 9.júní kl.10 Skráning fer fram í símum 437 1760, 892 5678 og 896 6678 I

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.