Skessuhorn - 10.08.2001, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
ðitissunu^
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðamenn: Sigrún Kristjánsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is
Sigurður Már, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Prófarkalestur:
Umbrot:
Prentun:
Sigrún Kristjánsdóttír
Guðrún Björk Friðriksdóttir
ísafoldarprentsmiðja hf
augl@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl.
14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss
tímanlega.
Blaöiö er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverö er 850 krónur meö vsk. á mánuöi en krónur 750 sé greitt meö
greiöslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Beðist
afsökunar
Gísli Einarsson,
ritstjóri.
Undirritaður biður alla lesendur sína
nær og fjær afsökunar á ósannindum
sem hann varð uppvís að í blaðinu í
síðustu viku. Þar lýsir undirritaður því yfir að hann hyggist
dvelja innan dyra á eigin heimili alla helgina. Þessi fyrirheit
voru ítrekað þverbrotin og þegar upp var staðið stóð ekki
steinn yfir steini í yfirlýsingum undirritaðs.
Nú kunna máske einhverjir að halda að undirritaður hafi
ekki verið sjálffáður gerða sinna og kann hann þeim bestu
þakkir fyrir þá hugsun. Því miður hefur undirritaður, í þessu
tilfelli, ekki einu sinni það sér til málsbóta að honum hafi
verið meinaður aðgangur að sínu eigin heimili vegna eigin
leiðinda. Sá möguleiki var vissulega ekki óhugsandi en ekki
ástæðan í þessu tilfelli að minnsta kosti.
Undirritaður stóðst einfaldlega ekki álagið, þrýstinginn
og pressuna og fór ásamt öðrum unglingum á Kaldármela.
Þrátt fyrir að undirritaður hafi þar gengið þvert á sínar
eigin yfirlýsingar þá var það þó ekki það versta.
Eftir að Eldborgarhátíðinni lauk sendu forsvarsmenn
hennar ffá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu fréttaflutning
af hátíðinni hafa verið óvæginn þar sem þarna hefði í raun
verið allt í góðum gír.
Þar sem undirritaður ber að hluta til ábyrgð á umræddum
fréttaflutningi er ekki um annað að ræða en að biðjast afsök-
unar enn og aftur. I barnaskap sínum og fullkomnu dóm-
greindarleysi leit undirritaður þannig á að nauðganir,
ofbeldi og meðferð fíkniefna væri eitthvað fréttnæmt. Þar
hefur undirrituðum því miður skjöplast illilega og þarf að
setja sitt fféttamat í gagngera endurskoðun. I fávisku sinni
hélt undirritaður að þetta ætti ekki að vera svona. Vissulega
er misjafn sauður í mörgu fé og vitað að vilji menn búa til
vandræði og valda skaða þá tekst það yfirleitt. Það er hins-
vegar ekki þar með sagt að það sé bara eðlilegt ástand. Það
sem stendur eftir þessa hátíð á Kaldármelum er að þar voru
framin alvarleg afbrot og ffam hjá því verður ekki horff,
þótt þorri gesta hafi hegðað sér eðlilega. Gæsla á hátíðinni,
hvort sem var af hálfu lögreglu, björgunarsveitarmanna eða
annara aðila, var öflug og þar voru á ferðinni ábyrgir aðilar
sem gerðu örugglega allt sem í þeirra valdi stóð til að koma
í veg fyrir misyndisverk. Það tókst ekki fullkomlega og ekki
við neinn að sakast nema misyndismennina sjálfa. Þar með
er ekki sagt að allt sé í góðum gír. Ef svo er, hinsvegar, þá er
ekki um annað að ræða fyrir undirritaðan en að reyna að
skammast sín.
Gísli Einarsson, undimtaður
Ps.
Fyrst ofanritaður er á annan borð fallinn í þá gryfju að
viðurkenna mistök sín þá er honum ljúft og skylt að taka
affur þau orð sem hann lét falla í garð skókaupmanna á
Akureyri fyrir skemmstu. Lesandi blaðsins á Akureyri gekk
fram fyrir skjöldu og sendi ofanrituðum forláta strigaskó í
stærðinni 47, sem sannanlega eru keyptir á Akureyri.
Ofanritaður vill færa þesum ágæta lesanda bestu þakkir og
biður kaupmenn á Akureyri afsökunar á ómaklegum
aðdróttunum um að þeir mismuni fólki eftir fótstærð.
Metumferð um
Hvalfj arðargöngin
Rúmlega níu þúsund bílar í gegn á fóstudag
Starfsmenn í gjaldskýli Hval-
fjarðarganganna höfðu í nógu að
snúast um verslunarmannahelgina,
því þar fóru fleiri bílar í gegn en
nokkru sinni áður. Á föstudag fóru
flestir bílar í gegn, eða 9.085.
Gamla metið var um 8.100 bflar en
það var sett síðasta föstudaginn í
júní síðastliðnum.
Á laugardag voru bílarnir 5.032
og á sunnudag 5.940. Á mánudag
var töluverð umferð því þá fóru
7.784 bflar í gegn. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Speli > er þetta einnig
methelgi og metverslunarmanna-
helgi því árið 1999 fóru 24.200 bíl-
ar í gegnum göngin og á síðasta ári
voru þeir 22.700. Heildarfjöldi bfla
nú um helgina var 27.841 og var
því gamla metið bætt um rúmlega
Annasöm helgi
hjá lögreglu
Lögreglan í Borgarnesi hafði
töluverðan viðbúnað um verslunar-
mannahelgina að þessu sinni. Vakt
var staðin allan sólarhringinn og
voru 12 lögreglumenn að störfum
og haldið úti 3 lögreglubílum. Þá
var lögreglan á Akranesi með lög-
gæslu sunnan Skarðsheiðar og suð-
ur á Kjalarnes. Einnig voru bflar
frá Ríkislögreglustjóra á svæðinu til
aðstoðar. Segja má að aldrei hafi
verið jafh mikil löggæsla á Vestur-
landi um verslunarmannahelgi og
að þessu sinni. Eru lögreglumenn á
því að þetta hafi skilað sér í færri
umferðaróhöppum og slysum og
minni ölvunarakstri en oftast áður.
Segja má að Eldborgarhátíðin
hafi brunnið nokkuð á lögreglunni
í Borgarnesi þó svo að hún hafi
ekki komið með beinum hætti að
löggæslu á mótssvæðinu á Kaldár-
melum enda eru melarnir utan
lögsagnarumdæmis hennar. Leiðin
vestur á hátíðina lá í gegnum Borg-
arnes og töluvert var um að gestir
hátíðarinnara kæmu til Borgarness
í ýmsum erindagjörðum og þurfti
þá að hafa afskipti af sumum þeirra.
Samvinna við lögregluna á Snæ-
fellsnesi var mikil um helgina og
voru fangageymslur hjá lögregl-
unni í Borgarnesi t.d. nýttar í þágu
Eldborgarhátíðarinnar og var nýt-
ingin of góð að sumra mati.
50 of hratt
Rúmlega 50 voru teknir fyrir of
hraðan akstur í umdæmi lögregl-
unnar í Borgamesi um verslunar-
mannahelgina. Alls urðu 8 um-
ferðaróhöpp um helgina en öll án
teljandi meiðsla og engin óhöpp
urðu á sunnudeginum eða á mánu-
deginum sem er ánægjuleg til-
breyting frá fyrri verslunarmanna-
helgum. Þá verða 8 ökumenn
kærðir fyrir ölvun við akstur. Auk
þeirra hafði lögreglan afskipti af
mörgum ökumönnum sem höfðu
verið að drekka áfengi og vom
sumir þeirra teknir undan stýri þó
ekki þætti tilefni til að kæra þá.
Ólæti í Húsafelli
Aðfaranótt sunnudagsins urðu
nokkur ólæti á tjaldsvæðinu í Húsa-
felli sem enduðu með því að einn
piltur var fluttur nefbrotinn á
sjúkrahúsið á Akranesi. Vitað er
hver veitti honum áverkana en ekki
hefur verið lögð fram kæra enn sem
komið er. Kvartaði fjölskyldufólk
sem var á tjaldsvæðinu undan há-
vaða og ónæði og varð sumum ekki
svefnsamt í Húsafelli þessa nótt.
GE
Aðgerðir Goða brot á
samkeppnislögum
Dalabyggð hefur falið Andra
Árnasyni hæstaréttarlögmanni að
skoða hvort stjórnendur Goða hafi
hugsanlega brotið samkeppnislög
með því að loka sláturhúsum og
setja bændum afarkosti með tilboði
um greiðslur fyrir sláturfénað.
Andri hefur átt fund með starfs-
mönnum Samkeppnisstofnunar og
líklegt er að stofnunin fái formlegt
erindi frá Dalamönnum á næstu
dögum.
Málið snýst meðal annars um það
Golfdagur
Golfdagur Æskulínunnar
verður haldinn í Borgarnesi
sunnudaginn 12. ágúst. Leiknar
verða 8 þrautir og fá allir þátt-
takendur óvæntan glaðning. All-
ir Æskulínufélagar á aldrinum 3
-11 ára geta tekið þátt. Keppt
verður í tveimur hollum. Þátt-
takendur geta valið um að mæta
kl. 9.00 eða kl. 13.00.
Leiðbeinendur verða á staðn-
um. Skráning fer fram í golfskál-
anum á keppnisdag.
(Fréttatilkynning)
hvort Goði ráði yfir sláturmarkaðin-
um á ákveðnum svæðum og bændur
geti ekki leitað annað. Fyrirtækið
hefur boðið sauðfjárbændum um
átta prósenmm lægra verð fyrir slát-
urfénað heldur en í fyrra og að þeir
fái ekki greitt fyrr en á næsta ári. Á
sama tíma hefur fyrirtækið neitað að
leigja einstökum sveitarfélögum eða
bændum sláturhús, til dæmis í Dala-
byggð. Fyrirtæki í ráðandi markaðs-
stöðu mega ekki misnota hana sam-
kvæmt samkeppnislögum.
Helgi Þorgils sýn-
ir í Borgamesi
Laugardaginn 11. ágúst kl. 17
verður opnuð myndlistarsýning
Helga Þorgils í Listasafhi Borg-
arness sem ber yfirskriftina
Landslag. Þar sýnir listamaður-
inn í fyrsta skipti á sínum ferli
landslagsmyndir einvörðungu
og er myndefnið einkum sótt til
náttúrufegurðar Borgarfjarðar
og Dala. Elsta myndin á sýning-
unni er af Baulu í Borgarfirði frá
árinu 1988 en nýjustu verkin eru
frá þessu ári. (Fréttatilkynning)
Tónlist frá
Hörðafylld i
Noregi íRevk-
W J
holtskirkju
Eöstudaginn 10. ágúst n.L kl.
21.00 heldur hópur tónlistar-
tnanna frá Hörðaíandi í Noregi
tónieika í Reykholtskirkju. Þjóð-
laga- og kvæðasöngkonan Reid-
un Horvei syngur, FrankHenrik
Rolland leikur á Harðangurs-
fiðlu og Sigbjörn Apeland á org-
el. Þau hafa öll starfað lengi að
því verkefní að halda við þjóð-
Iagahefð Hörðalands með því að
iðka hana og kynna innan Iands
sem utan.
Markmiðið er að vekja áhuga á
þjóðlagatónlist og gera hana að-
gengilega sem flestum. Hópur-
inn hefur haldið fjölda tónleika
ffá árinu 1991 m.a. á íslandi.
Hann mun að þessu sínni einnig
halda tónleika á Hólahátíð.
Á tónleikunum í Reykholti
verður flutt dagskrá sem lista-
mennirnir kalla „Naring“.
Einnig verða fslensk lög og
kvæði á dagskránni.
(Fréttatilkynni)ig)
Tónleikar í
Borgames-
ldrlqu
Söngtónleikar verða í Borgar-
neskirkju þann 12. ágúst kl.
16.00. Fram koma sópran-söng-
konan Guðrún Ingimarsdóttir
frá Hvannevri og Heike
Matthiesen gítarleikari frá Þýska-
landi. Á efnisskránni eru m.a.
sönglög eftir John Dowland,
Joaquin Rodrigo, Fredrico
Garcia Lorca, Jaime Ovalle,
Paurillo Barroso, Heitor \filla-
Lobos.
Guðrún Ingimarsdóttir stund-
aði nám í Söngskólanum í
Reykjavík, í Lundúnum og í Tón-
hstarháskólanum í Stuttgart und-
ir leiðsögn próf. Sylvíu Geszty og
lauk þaðan námi 1998. Guðrún
hefur tekið þátt í fjölda óperu-
uppfærslna og tónleika í Bret-
landi, Þýskalandi Ítalíu og íslandi.
Nú í haust tekur hún þátt í
uppfærslu Islensku óperunnar á
Töfraflautu Mozarts í hlutverki
Næturdrottingarinna r.
Heike Matthiesen er frá Frank-
furt í Þýskalandi og stundaði nám
við tónlistarskólann þar f borg.
Að námi loknu varð hún nemandi
hins heimsfræga gítarleikara Pepe
Romero og kom fram á tónleik-
rnn með gítarkvartettinum „Los
Romeros". Heike Matthiesen
hefur komið fram á tónleikum
víða um heim og starfar hún
einnig sem einleikari í óperuhús-
um í Dramastadt og Frankfurt.
Árið 1998 kom út fyrsti geisla-
diskurinn hennar. Nýlega kom á
markaðinn diskur með leik henn-
ar á verkum eftir Roland Devers.
(Fréttatilkynning)