Skessuhorn - 10.08.2001, Síða 5
ggESSIíHÖBKI
FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2001
5
Sumarsins 2001 verður löngum
minnst fyrir það að ógurlegt
hneyksli skók þjóðfélagið. Eg mun
seint gleyma því hvað mér brá
þegar konan mín færði mér frétt-
irnar: "Ungfrú Island er kasólétt.
Hún var kornin tvo mánuði á leið
þegar hún var kjörin". Hræðilegt,
hugsaði ég. Nú verður hún örugg-
lega að segja af sér og afsala sér
titlinum með skömm.
En svo runnu á mig tvær grím-
ur. "Er hún ennþá ólétt?" Konan
staðfesti það. "Það þykir mér und-
arlegt. Það er komið ár síðan hún
Ella okkar var kjörin og ef hún
hefur verið komin tvo mánuði á
leið þá, nú þá er hún gengin með
á fimmtánda mánuð núna! Það
getur verið að fílar gangi með svo
lengi en það get ég sagt þér að
hún Ella okkar er sko enginn
fíll!"
Konan lét ekki slá sig út af lag-
inu og svaraði mér stuttlega að
Ella væri ekki lengur ungfrú ís-
land. "Nú ég veit það þú varst að
segja mér áðan að hún væri ólétt
og þyrfti að segja af sér". Þá skýrði
hún út fyrir mér, hægt og ákveðið,
en með mikilli þolinmæði, að það
hefði verið kjörin ný ungfrú ísland
um daginn og að þetta mál hefði
ekkert með Ellu að gera.
"Hvaða svívirða er þetta? Tap-
aði Ella titlinum? Hvaða rök
höfðu mennirnir til þess að endur-
kjósa hana ekki? Hún er sko ekk-
ert minna falleg núna en í fyrra
nema síður væri!" Konan skýrði út
fyrir mér að endurkjör tíðkist ekki
í ungfrúarbransanum. Ég var ekki
tilbúinn að kyngja því. "Hefur
ekki Mansteftir júnætid haldið
sínum titli lengur en elstu menn
kæra sig um að muna? Og úr því
jafnvel hallærislið eins og KR get-
ur varið sinn titil, gjörsamlega að
óverðskulduðu, þá sé ég ekkert að
því að Ella haldi sínum titli enda
miklu betur að því komin".
Eftir ítarlegar útskýringar áttaði
ég mig þó á því að endurkjörs-
bannið þýðir ekki að fegurðar-
drottningin sé rúin nafnbót sinni.
Þvert á móti sé hún Ungfrú ísland
um aldur og ævi með ártal keppn-
innar fyrir aftan.
Ég var þó á því að þessi nýja
gæti tæplega komist í hálfkvisti við
Ellu, stúlkan er ekki einu sinni af
Vesturlandi. Konan sótti þá blaðið
og sýndi mér mynd af þessari
nýju. "Þetta er nú bara ljómandi
falleg stúlka" varð ég að viður-
kenna. Enda kom á daginn að hún
var ekki aðeins kjörin Ungfrú ís-
land, heldur líka Ungfrú Reykja-
vík og nágrenni, Ungfrú ljós-
myndafyrirsæta, Ungfrú heima-
sæta, vinsælasta stúlkan og best
greidda stúlkan. Auk þess nældu
einstakir partar hennar í allar þær
vörumerkjatengdu nafnbætur sem
í boði eru, s.s. Oroblu stúlkan,
Colgate krúttið, Sloggi sprundið,
Tampax tátan og margt fleira.
En nú er þetta allt farið á versta
veg. Stúlkan hefur orðið uppvís að
skelfilega ósiðlegu athæfi. Þau
okkar sem innvígð eru í leyndar-
dóminn um það hvernig börnin
verða til vita nú hvað Ungfrú ís-
land hefur aðhafst í sínum örfáu,
en þó nokkuð góðu frístundum.
Þá fór ég að velta því fyrir mér
hvort það væri virkilega skilyrði
fyrir þátttöku í keppninni að
stúlkurnar séu hreinar meyjar.
Líklega hefur það þótt við hæfi í
árdaga þessara íslandsmóta yndis-
þokkans. Þá þóttu bólfarir fyrir
hjónaband hin argasta svívirða og
skömm. Aum var sú ungfrú sem
ekki var jómfrú.
Þess vegna verður að rannsaka
þetta hneyksli til hlítar. Setja Rík-
isendurskoðun í málið og kanna
ýmislegt sem ekki hefur verið
upplýst. Var faðir barnsins
kannski í dómnefndinni? Eða
vinnur hann hjá Byko eða ístaki?
Voru Hófí og Linda með óhreint
mél í meydómnum?
Til að fyrirbyggja frekara
hneyksli í framtíðinni er nauðsyn-
legt að láta alla væntanlega kepp-
endur gangast undir meydóms-
próf. í löndum íslams hefur verið
byggð upp mikil og haldgóð þekk-
ing á þessu sviði. Forsvarsmönn-
um keppninnar væri í lófa lagið að
semja við Halim Al, eða einhvern
annan íslandsvin, um faglega ráð-
gjöf á því sviði. Þær sem ekki
stæðust prófið yrðu þá að reyna
fyrir sér á öðrum vettvangi þar
sem linari mælistika er lögð á
kvenlegan þokka, svo sem í Ung-
frú ísland punktur is eða Ungfrú
Gateway. Þess má geta að frést
hefur að sú síðarnefnda sé þessa
dagana kýr ekki ein.
I þessu öllu verður þó að gaum-
gæfa að nú á dögum hefur viðhorf
fólks til hvílubragða breyst býsna
mikið. Nú þykir sérhver einstak-
lingur óhæfur til sambúðar, hvað
þá giftingar, nema hann eða hún
hafi víðtæka reynslu í búfjárlifnaði
allt frá unga aldri.
Það er því bagalegt að aldurs-
takmark í Fegurðarsamkeppni ís-
lands skuli vera 18 ár. Eins og tíð-
arandinn er á íslandi í dag gæti
reynst harla erfitt að finna óspjall-
aðar meyjar á þeim aldri. Helst
væri að bera niður meðal félaga í
sértrúarsöfnuðum, en þeim er vís-
ast óheimilt að dilla bossum sínum
framan í slefandi dómnefndir. Þá
eru bara eftir meyjar þær sem sak-
ir ófríðleika hafa enn ekki náð að
hrista af sér meydóminn. Vissu-
lega mætti manna keppnina þeim
fljóðum, en hætt er við að þá
myndu menn segja sem svo að nú
væri Snorrabúð stekkur. Og lítt
væri þá gaman að gæla við hugs-
anir um lyngið á Lögbergi helga.
...... ................... . . .
-4 H i'# $1 '4 H' IÉ W v a m # # # í J
sing
Um deiliskipulag
í Snœfellsbœ
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr.
skipulags- og byggingarlaga m. 73/1997 er
hér meo lýst eftir athugasemdum við tillögu
að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Hótels
Búða. Tillagan gerir ráð fyrir hóteli og
bátaskýli auk geymslu sem fyrir er á lóðimii.
Einnig er lýst eftir athugasemdum við breytta
skilmála á stærðum frístundahúsa við Jaðar,
Móa og Lækjarbakka Arnarstapa í allt að
85 m2.
Tillagan ásamt byggingar- og skipulags-
skilmálum liggur frammi á skriistofu
Snæfellsbæjar, Röst, HeUissandi frá 10. ágúst
til 7. september 2001 á venjulegum
skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila fyiir 21. september
2001 og skulu þær vera skriflegar.
Þeir sem ekki gera athugasemd innan
tilgreinds frests teljast samþykkir tillögunni.
a’sláttur
Kyrnutorgi - íöorgarnesi - s. 437 1240