Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 06.09.2001, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 06.09.2001, Blaðsíða 3
Lfutssunui.. (T C Tf-T-rvr,*TT> ' T ''',• < t r FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2001 Stefán Kalmansson, bœjarstjóri Borgarbyggðar, bar sig fagmannlega að þegar hann tók fyrstu skóflusttmguna að nýjum nemendagörðum við Viðskiptaháskólann á Bifi'öst síðast- liðinn fóstudag. Skólasetning Viðskipta- háskólans á Bifröst Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum nemendagörðum Viðskiptaháskólinn á Bifröst var settur við viðhöfn síðastliðinn sunnudag. Runólfur Agústsson, rektor skólans, hóf dagskrána með setningarræðu sinni en auk hans tóku til máls Magnús Arni Magn- ússon, nýráðinn aðstoðarrektor, Olöf Nordal, umsjónarmaður við- skiptalögfræðináms og Stefán Kalmansson, bæjarstjóri Borgar- byggðar. Að athöfninni lokinni fylgdu nemendur og aðrir gestir rektori og bæjarstjóra út þar sem Stefán tók fyrstu skóflustunguna að tveim- ur nýjum húsum sem ætlunin er að bæta við nemendagarða háskólans. Húsin eru teiknuð af Ark.is og verða þau byggð af Sólfelli ehf. Húsin sem koma til með að heita Utgarður og Miðgarður eru tvö af þremur sem fyrirhugað er að byggja á þessu svæði en það þriðja mun heita Asgarður og stefnt er að því að byggja það fyrir næsta há- skólaár. Um er að ræða einstak- lings- og paragarða, tólf og sextán herbergja hús þar sem hver eining er sex eða átta herbergi með baði á- samt aðgengi að sameiginlegu eld- húsi. Framkvæmdir við húsin tvö munu hefjast næstu daga en skila- dagur þeirra er fyrir upphaf vor- annar sem hefst þann 15. janúar næstkomandi. SÓK Vatnaheiðin ekki alveg tilbúin Komin fram yfir upphaflegan skilafrest Eins og Skessuhorn greindi frá þann 26. júlí sl. stefndi í að fyrra lag bundins slitlags Vatnaheiðar- vegar yrði tilbúið 1. september, eins og áætlanir gengu út frá. Sam- kvæmt Guðmundi Péturssyni, eft- irlitsmanni Vegagerðar ríkisins með verkinu, var dagsetningin færð til 15. september vegna nokk- urra verkþátta sem bættust við. Núna hefur verkinu verið seinkað til 22. september og segir Guð- mundur að þó að það sé ekki í hans valdi að ákvarða sektir gerir verk- samningur ráð fyrir þeim hafi þessum áfanga ekki verið náð 15. september. Verktakarnir, Suðurverk hf., hyggjast nú reyna að klára fyrra lagið fyrir 22. september og að sögn Guðmundur mun þá verða hægt að opna umferð yfir heiðina. Eru endanleg verklok enn miðuð við 15. október. smh ALLIR VELKOMNiR Samgönguráðuneytið SÍMINN Opinn kynningar- og umræðufundur í Borgarnesi í tilefni af sölu hlutabréfa ríkisins í Símanum, miðvikudaginn 12. september kl. 20. Fulltrúar frá Símanum, samgönguráðuneyti og framkvæmdanefnd um og sitja fyrir svörum. Fundarstjóri: Stefán Kalmansson, bæjarstjóri. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borgarnesi, miðvikudaginn 12. september kl. 20. Framsöguerindi, fyrirspumir og umræður. Kaffiveitingar. • Jafn aðgangur landsmanna að fjarskiptaþjónustu. • Áhrif tækniþróunar fyrir landsbyggðina. • Framtiöarsýn Símans. • Fyrirkomulag sölunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.